Morgunblaðið - 29.07.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.07.1944, Blaðsíða 12
Laugardagur 29. júlí 194Í 12 Forseti ferð ast um landið FORSETI ÍSLANDS hefir á- kveðið að ferðast um landið. — Hefst ferðin sunnudag 30. júlí um Borgarfjarðar- og Mýra- sýslu með viðdvöl á Akranesi og í Borgarnesi. 31. júlí í Dala- sýslu með viðdvöl í Búðardal. 1. ágú&lL. um Húnavatnssýslu með viðdvöl á Blönduósi. 2. ág. um Skagafjörð með viðdvöl á Sauðárkróki. 3. ágúst um Þing- eyjarsýslu með viðdvöl á Húsa vík. 4. ágúst á Akureyri. 5. ág. á Siglufirði. 6. ágúst á Hólma- vík árdegis og Isafirði síðdegis. 7. ágúst á Patreksfirði. 8. ágúst í Slykkishólmi. Eftir 2—3 daga dvöl í Rvík mun forseti að íorfallalausu fara til Vestmannaeyja og Austfjarða. Þar m eftir mun hann heimsækja nærsýslurnar á Suðurlandi. í fylgd með forseta verður Pjetur Eggerz forselaritari. Þegar bandamenn hörðust í Róm Hámarksverð á grænmeti VIÐSKIFTARÁÐ hefir á- kveðið ftýtt hámarksverð á grænmeti. í þessu nýja há- marksverði felst einnig nokk- ur lækkun á tómötum, eða úr kr. 10.50 í kr. 8.00 í heildsölu og úr kr. 13.00 í kr. 10.50 í smá sölu. Annað grænmeti, er lýtur þessu nýja hámarksverði, er agúrkur, toppkál, gulrætur og salat. — Vörur þessar eru reynd ar ekki allar komnar S mark- aðinn, og svo er annað, að vör- ur þessar eru mjög háðar árs- tíðasveiflum, og verð þeirra því mjög mismunandi. Hámarksverð á kartöflum er óbreytt, eða kr. 0.80 pr. kg., en landbúnaðarráðuneytið ákveð- ur verð þeirra, en ekki viðskifta ráð, eins og inargir halda. Gísli Ólafsson golf- moislari íslands i prsðja sinn i r®ð Úrslitakeppninni í meistara- flokki í golfmóti íslands að Völl um í Skagafirði, milli þeirra Jótiannesar Helgasonar og Gísla Ólafssonar, beggja úr Reykjavík, lauk þannig, að Gísli vann með 5 holum fram yfir, þegar 4 voru eftir, Gísli heldur þvi titli sínum ,,Golf- meistari Islands“. Er þetta í þriðja skifti í röð, sem Gisli vinnur þann titil. Golfmótinu var slitið í gær- kvöldi með hófi i Varmahlíð. \ Hjá Noregskonungi HINN 26. þ. m. á hádegi gekk Stefán Þorvarðsson, sendiherra íslands hjá Noregsstjórn, á fund Noregskonungs og afhenti honum umboðsbrjef frá forseta íslands útgefið á Þingvöllum hinn 17. júní. Samkv. tilkynningu frá ul- anríkisráðuneytinu 28. júlí ’44. . Fótgönguliðar bandamanna sjást á þessari mynd í bardögum í miðri Róm. — Sumir þeirra liggja flatir á göiunum og í baksýn cr brennandi skriðdreki. Bœndur í Eyjafirði hafa hirt r Washington 26. júlí. CORDELL HULL, utanríkis- málaráðherra Bandaríkjanna, afhenti nýlega Thor Thors, sendiherra íslands í Washing- ton, afrit af frumvarpi Banda- ríkjaþings, um sendingu heilla- óska til íslensku þjóðarinnar í tilefni af stofnun lýðveldisins. Hull komst svo að orði: ,,Jeg álít, herra sendiherra, að frum varp þetta sje ágætt dæmi um tilfinningar okkar Bandaríkja- manna gagnvart lýðveldisstofn uninni og það gleður mig að afhenda yður það“. Thor Thors svaraði á þessa leið: ,,Jeg votta ýður, herra ráðherra, þakklæti mitt, þetta skjal mun verða mikils melið af Alþingi og íslensku þjóðinni“ 1 Þessi athöfn fró fram á einka •skrifstofu Hull ráðherra í ut- anríkisráðuneytisbyggingunni. Viðstaddir voru myndatöku- menn og margar myndir lekn- ar. Afritið af frumvarpinu er innbundið í svart leður. Frumvarpið hljóðar þannig: ,,Með því að íslenska þjóðin hef ir með frjálsu þ.jóðaratkvæði dagana 20. til 23. maí 1944, samþykt méð yfirgnæfandi at- kvæðamun stjórnarskrárfrum- varp, sem Alþingi hefir afgreitt og ráð gerir fyrir stofnun lýð- veldisstjórnarforms, og með t>ví að lýðveldið ísland verður form lega stofnað 17. júní ályktar öldungaráðið að fagna sam- þykki fulltrúadeildar, að Bandaríkjaþing flytji hjer með Alþingi íslendinga, elsta þjóð- þingi veraldar, hamingjuóskir í tilefni af stofnun lýðveldisins íslands og bjóði velkomið týð- veldið ísland, yngsla lýðveldið í flokki frjálsra þjóða“. Malvíkyr AÐFARNÓTT miðvikudags s.l. sótti breskur flugbátur, með kanadiskri áhöfn þriggja mánaða gamalt barn norður í Aðalvík. Kjartan Jóhannsson læknir á Isafirði, sendi skeyti daginn áð- ur, þess efnis að nauðsynlegt væri að sækja barnið í flug- vjel strax, þar sem það væri mjög þungt haldið og engan lækni hægt að ná í til að skoða það. Var nú þegar brugðið við og náð sambandi við utanrík- ismálaráðherra Vilhjálm Þór, og hann beðinn um aðstoð. Átti hann þegar tal við yfirmann breska flughersins, er brást mjög vel við beiðni þessari og sendi hann tafarlaust flugbát, sem fór hjeðan klukkan 1,30 aðfaranótt 26. þ. m. og kom hingað til bæjarins með barnið, heildu og höldnu klukkan tæp- lega 6 um morguninn. Faðir barnsins hefir beðið blaðið að færa öllum þeim, er hjer áttu hlut að máli, sínar hjartanlegustu þakkir, þá sjer- staklega utanríkismálaráðherra svo og*yfirmönnum breska- og kanadiska flughersins, og að- stöðarmönnum þeirrft. Einkennisbúningar fyrir Þjóðverja fram- leiddir í Bandaríkjunum NEW YORK:: — Amerísk verksmiðja framleiðir nú ein- kennisbúninga fyrir þýska yfir menn úr hernum, sem hafðir eru í haldi í Bandaríkjunum. fyrri slátt Frá frjettaritara vorum á Akureyri. Föstudagskvöld 28. júlí. VEGNA óvenjulegra hag- stæðrar veðráttu um langt skeið, hefir heyskapur gengið ágætlega hjer í Eyjafirði. — Margir bændur eru búnir að alhirða tún sín í fyrra slætti og er heyfengur, alls staðar þar sem til hefir spurst, í góðu með allagi og sumir bændur segja að þeir hafi aldrei fengið jafn- mikið töðufall, sem nú og nýt- ing er í besta lagi. Engjar eru sæmilega sprottnar og þó sjer- staklega flæðiengjar. Lítur út fyrir, ef veðurfar breytist ekki mjög mikið hjer eftir, að heyfengur bænda hjer verði með besta móti. Sögusýningin opin í dag og á morgun Sögusýningin í Mennta- skólanum verður opin fyrir .almenning í dag og á morgun ,frá kl. 13—=-22. Verður þetta aílra síðasta tækifæri, sem mönnum gefst til þess að sjá þessa einstæðu sýningu, og ætti enginn að láta það ó- notað. Á mánudag, þriðjudag, mið vikudag og fimtudag í þess- ari viku var sýningin opin fyrir útlendinga, frá 14—22 á hverjum degi. Munu um 500 útlendingar hafa sótt sýning- una. íslendingur kynnir sjer björgunarstiirf í Ameríku Coast Guard, (Strandvarna. lina, 25. júlí: LÁRUS EGGERTSSON, 23 ára gamaU Islendingur, með- limur Slysavamaífjelags Is- lánds, er nú sem stendur stadd, ur hjer í björgunarstöð U.S, Cost Guard, (Strandvarnai Bandaríkjanna), til þess að fylgjast með björgunaraðferð' um Strandvarnarmanna. Islenska ríkisstjórnin hefii* stuðlað að því, að Lárus dvel.f ist 2 ár í Bandaríkjunum til þess að athuga starfsaðferðiij U. S. Cost Guard við björg- un fir sjávarháska, en að þeiin tíma liðnum inun h.ann snúa aftur heim, til þess að aðstoðá við umbætur á björgunarstöðv, um við strendur Islands. Lárus kom til Bandaríkj- anna 12. júlí s.l, með íslensku skipi. Fyrst fór hann til Vir- ginia bátastöðvarinnar en síð- an til Oregon Inlet. Hjeðart mun hann fara til Cape Hatt- eras og sxðan til Macon í Ge- orgia, þar mun hanti dveljast sem starfsmaður Waterway* Patrol Radio Air medieal Unit, allt uppihald hans mun íslenska ríkisstjórnin greiða, Lárus mun nema þar allar, almennar aðferðir við björg- un úr sjávarháska. Lárus sagði í viðtali, að ís- lenska ríkið væri hlutlaust en ekki þjóðin sjálf, hann taldi hana mjög hatramma í garð Þjóðv. Hann sagði að ísiend- ingar flyttu % miljón tonn af fiski út til Bretiands og að Islendingar hefðu nú mist' um 10% af togaraflota sín- um og fiskisjómönnum fyi'ir; aðgerðir Þjóðverja. ♦ JárniSarmeitn segja upp samningum FUNDUR var haldinn í Fje- lagi járniðnaðarmanna hjer í Reykjavík í fyrrakvöld og sam- þykti fundurinn, að fjelagið segði upp samningum um kaup og kjör, sem fjelagið hefir við atvinnurekendur. Samningar þessir gilda til 3. september n.k. og verður þeim sagt upp með mánaðarfyrirvara, eins og samn . ingar mæla fyrir. Fundurinn gerði engar álykt anir um kröfur. Átta íslendingar koma frá Ameriku NÝLEGA eru komnir frá Ameríku 8 Islendingar, sem dvalið hafa vestra lengri og skemri tíma. Þeir eru: Þórður Albertsson kaupmað- ur, Svanfriður Sveinsdóttir, systkinin Unnur og Thor Ric- hard Thors, Þorvaldur Hlíðdál og kona hans, Stella Kristins- dóttir og Ema Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.