Morgunblaðið - 30.07.1944, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.07.1944, Qupperneq 1
81. árgangur,. 169. tbl. —• Sxmnudagur 30. júlí 1944 tsafoldarprentsmiðja h.f. I HÆTTU Taflan frá Yesfur- Íslendímnn p Iljer birtist mynd af miuningartöflunni, sem próf. Hichard Beck afhenti forseta Islands, herra Sveini Björnssyni, í fyrra- kvöld, sem gjöf frá Þjóðræknisfjelagi Yestur-lslendinga, í nafni Islendinga vestanhafs, til heinja'þjóðarinnar. Göbbels biður um tillögur um stríðs- reksturinn í pósti .Stokkhólmi í gær. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ÞAÐ ER LANGT FRÁ, að aUt sje orðið kyrt í Þýska- landi eftir ápásina á Hitler. Berast fregnir um, að fjölda- handtökum sje haldið áfram um alt Þýskaland, en einkum innan hersins. Margir þýskir liðsforingjar sjeu teknir af lífi daglega og nasistastjórnin liafi tekið þá stefnu að vissara sje að drepa nógu niarga, heldur en of fáa. Meðal þeirra þýskra liðsfor- ingja, sem teknir hafa verið af lífi, eru marskálkar, segir í fregnum, sem borist hafa með ferðamönnum til Stokkhólms. Engir marskálkar, sem gegna störfum í hernum nú, eru þó meðal þeirra, sem líflátnir hafa verið. Fyrsta ráðstöfun Göbbels. Dr. Göbbels hefir nú birt fyrstu tilskipun sína, eftir að hann tók við embætti, sem full- trúi Görings í algjörri hervæð- ingu þýsku þjóðarinnar. Er þessi tilskipun um það, að skrá skuli alla menn, sem hafa kom ist undan herskyldu, eða her- gagnaframleiðslu, vegna þess, að þeir hafa átt að áhrifamenn, sem hafa getað komið’ þeim í þægilegar stöður. Er ekki talið, að Göbbels fái mikið lið á þenna hátt og að líklegt sje, að ekki sje mikið gagn að slíkum mönnum til her þjónustu eða hergágnafram- leiðslu. Göbbels biður um tillögur í pósti. Þýska frjettastofan skýrir frá því, að Göbbels hafi birt á- varp til þýsku þjóðarinnar, þar sem hann fer fram á, að menn sendi sjer tillögur, sem þeir kunni að hafa um ófriðarrekst- ur Þjóðverja. Allar hugmyndir sem berist, muni verða athug- aðar. Þeir, sem senda tillögur eða hugmyndir til Göbbels, þurfa ekki að frímerkja brjefin. Göbb els ætlar að greiða burðar- Átlundi herinn í hæðunum við Florens Róiri í gær: I lersveitir Nýsjálendinga, sem sækja frarn til Florens hafa nú sótt fram til hæð- anna umhverfis Florens og. sjá nú til borgarinnar frá stöðvum sínum. Er talið að ekki líði á löngu að Florens fellur. Á Adriahafsströndinni hafa pólsku hersveitirnar farið yf- ir ána Misa og treyst aðstöðu sína. þar. Pólverjar hafa tekið bæinn Sinigáglia á ströndinni. Þýskar svif- falia i Svi|)|óð Stokkhólmi í gær: Þýskar svifsprengjur hafa enn fallið í Suður-Svíþjóð, en þó ekki valdið neinu tjóni. Það er talið,. að með þessum svifsprengjusendingum sjeu Þjóð verjar að reyna að fá vitnéskju um hvernig þeir geta best stýrt svifsprengjunum, því frá Englandi fá þeir eng- ar upplýsingar um stefnu svif sprengjanna. — Sænska stjórn j in hefir mótmælt svifsprengju íendingum Þjóðverja á sænskt land og hafa Þjóðverjar svar- að því til, að það hafi verið fyrir misgáning að svifsprengj ur lentu í Svíþjóð og muni verða gerðar ráðstafanir til að slíkt endurtaki sig ekki. —; Reuter. Bandaríkjamenn smíða 171.257 flugvjelar, síð- an þeir fóru í stríð. NEW YORK: — Hergagna- framleiðslunefnd Bandaríkj- anna hefir tilkynt, að 171.257 flugvjelar hafi verið smíðaðar frá því er Japanar gerðu árás- ina á Pearl Harbor, 7. des. 1941 og til aprílloka þessa árs. Roose velt forseti hefir skýrt frá því, að 175.000 flugvjelar hafi ver- ið smíðaðar frá því er láns- og leigulögin voru samþykt 11. mars 1941 og til 1. apríl þ. á. 1936 smíðuðu Bandaríkjamenn fimm flugvjelar móti hverri e.inni, sem Þjóðverjar smíðuðu, en núna fjórar á móti hverri einni. — Reuter. Kaunas fallin: Varsjá getur fallið þá og þegar London í gærkveldi. Einkaskeyti iil Morgun- blaðsins frá Reuter. llIN IIRAÐA SÓKN Rússa yfir Eystrasaltslöndin og Pólland hefir sett þýska Eystrasaltsherinn allan í mikla hættu. Verður ekki annað sjeð, en að Rússar nái hrátt til sjáfar við Eystrasalt, en þeir eiga nú ófarna eina 80 km. til strandar. Sjómannskélinn fullsteyptur Innsiglingarvitinn fluttur í turn skólans. SJOMANNASKOLINN, sem verður stærsta og glæsilegasta skólahús landsins, er nú full- steyptur. Þessar upplýsingar fjekk blað ið hjá Eiríki Einarssyni húsa- meistara, er það sneri sjer til hans í gær. — Þá sagði húsa- meistarinn, að verið væri að húða bygginguna að utan með kvartsi og er langt komið með suðurhliðina. Þá er og unnið að því núna að húða húsið að inn- an. Unnið hefir verið að bygg- ingunni óslitið, að undantekn- um hálfum mánuði, sem fór í sumarfrí þeirra, er að bygg- ingunni vinna. — Þá verður bráðlega byrjað á að reisa þak ið. — Innsiglingarvitinn verður ein hvern næsta dag fluttur af sín- um gamla stað, turninum á vatnsgeyminum, í turn Sjó- mannaskólans, þar sem hann verður í frarhtíðinni. Bóndi hrasar á Ijá og bíður bana ÞAÐ HÖRMULEGA SLYS vildi til á Gaddstöðum við Rangá í gær, að bóndinn þar, Bjarni Guðmundsson, fjell fram á ljá, sem stakst í lijarta hans og beið hann þegar bana. Bjarni var ein við slátt í túninu á Gaddstöðum. Ilanu ætlaði að fara að brýna, er slysið vildi til, en misti brýn- ið, Er hann rjetti sig niður til að taka upp brýnið, hrasaði hann og fjell á ljáinn, sem skarst inn í brjóst honum og lenti á hjartanu. Börn voru þarna nálægt og gerðu þau þegar fullorðnu fólki aðvart. Bjarni var rjett með lífsmarki er komið var að ho*num, en er læknir kom Vz klukkustund síðar var hann dáinn. Bjartni var maður á fertugs aldri og lætur eftir sig konu og þrjú ung börn. Hafa eina undanhaldsleið. Eins og er hafa Þjóðverjar aðeins eina undanhaldsleið með her sinn á landi frá Eystrasalts löndunum. Er það járnbraut, með einföldu spori, og geta þeir ekki flutt mikið lið eftir henni. Hin hraða sókn Rússa til Shavii hefir mjög aukið hætt- una fyrir þýsku hersveitirnar. Eitthvað ættu Þjóðverjar að geta flutt af liði sínu frá Eystra saltslöndunum á sjó, en þeir flutningar eru hættulegir og talið er, að þeir hafi ekki skipa- kost til að flytja alt sitt'lið bæði frá Finnlandi og Eystrasalts- löndum. Varsjá í hættu. Það er talið, að Varsjá, höf- uðborg Póllands, muni falla þá og þegar. Rússar nálgast borg- ina úr mörgum áttum og hefir sókn þeirra verið firöð í áttina til borgarinnar, einkum eftir að Brest-Litovsk fjell og Bial5r- stock. Kaunas fallin. Þjóðverjar skýrðu frá því í gær, að Kaunas, höfuðborg Lit- hauen væri fallin. Ekki voru komnar fregnir frá Rússum um þetta, þegar þetta skeyti er sent. En undanfarna daga hafa Þjóðverjar haft það fyrir sið að vlðurkenna fall borga, sem þeir hafa mist úr höndum sjer, áður en Rússar hafa iiI- kynt töku borganna. Innikróaða liðið. Herfylkin þrjú, sem Þjóð- verjar skildu eftir fyrir austan Bug, er þeir tóku Bialystock, vörðust enn í gærmorgun, en Rússar voru að eyða Á suðurvígstöðvunum, við rætur Karpatafjalla, hafa Rúss ar enn sótt fram og eiga nú ó- farna um 40 km. til tveggja fjallaskarða í fjöllunum, en um þessi skörð liggja vegir inn í Tjekkóslóvakíu. „Varnar-sóknar“ barátta Þjóðverja. Þjóðverjar hafa fundið nýtt nafn á bardagaaðferð sína á austurvígstöðvunum. Kalla þeir hana „varnarsókiú, sem sje í þvi fólgin að hörfa og gera á- rásk á óvinina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.