Morgunblaðið - 30.07.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.07.1944, Blaðsíða 4
4 M0R6 (JNBLAðlÐ Sumiudagur 30. jiilí 1944 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Okkar hlutskipti ^ ATLANTSHAFSSÁTTMÁLINN, sem þeir Churchill og Roosevelt gjörðu fyrir hönd Bretlands og Bandaríkj- anna sumarið 1941, var gerður að umtalsefni hjer í blað- inu í gær. Þessi sáttmáli markar stefnu þessara tveggja stórvelda til alþjóðastjórnmála að stríði loknu, lýsir yfir, hvernig þessar þjóðir telja að beri að „vinna friðinn“, þeg- ar sigur er unninn í ófriðnum. ★ ____________________ Með þessum sáttmála hafna Bretland og Bandaríkin öllum landakröfum og öllum landamærabreytingum frá því, sem var fyrir styrjöldina. Þau slá vörð um sjálfs- ákvörðunarrjett þjóðanna smærri sem stærri um öll innri stjórnmál og jafnrjetti í viðskiftum og öflun hráefna. Þau vilja útiloka árásarhættuna, — svo að „frelsi í anda og athöfnum sje undirstaða menningarinnar“. Þessi tvö stórveldi hafa sýnt það í viðskiftum við okk- ur íslendinga, að þau fylgja fast fram þeirri stefnu, er sáttmálinn boðar. ★ Þegar herverndarsamningurinn milli íslands og Bandaríkjanna var gerður, lýstu Bandaríkin m. a. yfir: „1) Bandaríkin skuldbinda sig til að hverfa burtu af íslandi með allan herafla sinn á landi, í lofti og á sjó, undir eins og núverandi ófriði er lokið. 2) Bandaríkin skuldbinda sig ennfremur til að viður- kenna algert frelsi og fullveldi íslands og að beita öllum áhrifum sínum við þau ríki, er standa að friðarsamning- unum, að loknum núverandi ófriði, til þess, að friðar- samningarnir viðurkenni einnig algert frelsi og full- veldi íslands. 3) Bandaríkin lofa að hlutast ekki til um stjórn íslands, hvorki meðan herafli þeirra er í landinu eða síðar“. Af Bretlands hálfu var þá einnig lýst yfir m. a.: „Bretland lofar að viðurkenna algert frelsi og fullveldi íslands og að sjá til þess, að ekki verði gengið á rjett þess í friðarsamningunum nje á nokkurn annan hátt að ófriðn- um loknum“. ★ Bæði þessi ríki sýndu okkur hina mestu velvild og fyllstu viðurkenningu við lýðveldisstofnunina. Og nú ný- lega hefir Cordell Hull, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, afhent sendiherra íslands í Washington, Thor Thors, vandað afrit af frumriti Bandaríkjaþings, um send- ingu heillaóska til íslensku þjóðarinnar í tilefni af stofn- un lýðveldisins. Felst þar í ályktun öldungaráðsins, að fengnu samþykki fulltrúadeildarinnar, „að Bandaríkin flytji Alþingi íslendinga, elsta þjóðþingi veraldar, ham- ingjuóskir í tilefni af stofnun lýðveldisins íslands og bjóði velkomið lýðveldið ísland, yngsta lýðveldið í flokki frjálsra þjóða“. ★ Við íslendingar förum ekki í neinar grafgötur með það, að hinni minnstu þjóð er vandi búinn að varðveita sjálf- stæði sitt og fullveldi. En meðan stefna Atlantshafssátt- málans sigrar í heiminum mun frelsið halda vörð um ís- land, eins og aðrar smáar þjóðir. Við höfum bundist þeim yfirlýsingum við hin tvö vold- ugu lýðræðisríki, Bretland og Bandaríkin, er veita okkur allan rjett okkar og öryggi í skiftum við aðrar þjóðir. Við erum svo lánsamir að eiga þess nú kost að geta einbeitt huganum að því að skipa okkar eigin málum sem farsællegast og geta á allan hátt verið viðbúnir að mæta þeim margvíslegu straumhvörfum, er umskiftin frá stríði til friðar munu valda. Við höfum ástæðu til þess að gleðjast yfir og fagna okkar hlutskifti um leið og við gleymum ekki samúðinni með öðrum þjóðum, sem þyngstu raunir styrjaldarinnar hafa verið á lagðar. Hvar eru kafbátar Hitlers? ÞAÐ HEFIR verið hljótt um þýsku kafbátana undanfarið. í síðustu tilkynningu Churchills og Roosevelts um kafbátahern aðinn kom 1 ljós, að bandamenn sökkva fleiri þýskum kafbát- um, en kafbátar sökkva skip- um. Það var búist við, að þýsk- ir kafbátar myndu láta mikið til sín taka gegn innrásarflota bandamanna, er þeir gerðu inn rásina í Frakkland. Reynslan garð sú, að þeirra varð ekki vart. Fregnirnar um dvergkaf- báta Þjóðverja reyndust mark- lausar ,,leynivopns“-frjettir. — Kafbátahættan hefir verið yf- irunnin, að minsta kosti í bili. Það getur hugsast, að Þjóðverj ar hafi í smíðum nýja tegund kafbáta, sem þeir tefla fram, þegar illa lítur út fyrir þeim. En Þjóðverjar geta aldrei unn- ið stríðið með kafbátum hjeð- an af. ★ I heimsstyrjöldinni 1914— 1918 fór eins fyrir Þjóðverjum í kafbátahernaðinum eins og farið hefir nú. Hann mistókst. Flotasjerfræðingar Þjóðverja hafa augsýnilega ætlað að láta reynsluna frá síðasta stríði sjer að kenningu verða og þeir hafa verið haldnir þeirri firru, að í síðasta stríði hafi kafbátahern- aðurinn mistekist eingöngu vegna þess, að þeir höfðu ekki nægjanlega marga kafbáta. Þeir hugsuðu því fyrir því, í þessu stríði, að hafa kafbátana nógu marga, en afleiðingin hef- ir orðið sú ein, að fleiri þýskir kafbátar liggja nú á hafsbotni en eftir fyrra stríð. ★ Það vantar ekki, að Þjóðverj- ar eiga nógu marga kafbáta of- ansjávar enn, en þeir geta ekki komið þeim við, vegna þess, að kafbátavarnir bandamanna eru orðnar það sterkar, að kafbát- arnir hafa ekki vinstu von um sigur. Sjerfræðingar telja, að Þjóðverjar eigi nú um 300 kaf- báta, sem þeir hafa lítil sem engin not af. Bandamenn hefðu getað sigr- ast fyrr á kafbátunum, ef þeim hefði ekki orðið sú skyssa á, að vanrækja að hafa til taks nóg af fylgdarskipum til vernd ar kaupskipum. Þeir hefðu þá átt að hafa haft reynsluna í þeim efnum frá síðasta stríði. Onnur skyssa, sem bandamönn- um varð á í byrjun ófriðarins, var að framleiða ekki nógu margar langfleygar flugvjelar til eftiriits og kafbátaárása. ★ Þýsku herfræðingarnir hafa tvisvar sinnum misreiknað sig hvað snertir kafbátahernað. í síðasta stríði mistókst Þjóðverj um kafbátahernaðurinn ekki vegna þess, að þeir hefðu of fáa kafbáta, heldur vegna þess, að þeir gerðu sjer ekki ljóst, að stríð er fyrst og fremst í því fólgið að eyðileggja hersveitir óvinanna á landi og að brjóta niður kjark óvinaþjóðarinnar heima fyrir. Sagan sýnir, að ó- vinaþjóð er ekki sigruð fyrr en þjóðin sjálf sjer, að það er eng- in von um sigur hersveita henn ar á vigvöllunum. \Jibverji slri^ar: f vjr clcKiÍecja Ííj'i i T * Stríðsbörn. FYRIR NOKKRUM dögum var fluttur fyrirlestur í breska út- varpað um stríðsbörnin bresku. Tilefnið var brottflutningur kvenna og barna frá London vegna svifsprengjuárása Þjóð- verja á borgina. Fyrirlesarinn sagði eitthvað á þessa leið: Lundúnabörnin eru nú flutt 1 annað sinn burt frá heimilum sínum til ókunnugra. Fyrir sum þessi börn er það ekkert nýtt, þau voru flutt burt frá heimil- um sínum 1940 eða 1941. — Þau börn hjer í London, sem ekki eru nema 10 ára gömul hafa átt órólega æsku. Þau hafa aldrei sjeð (eða muna) upplýstar götur, eða ijósadýrð auglýsingaskilt- anna. Alla sína æsku hafa þau alið í myrkvun. Mörg þeirra hafa aldrei bragðað sæta köku, rjómaköku, eða rjóma-ís. Þau þekkja ekki annað en skömtun á öllum nauðsynjum, matvælum og fatnaði. Drunur loftvarna- byssanna,þrumurnar frá sprengj unum og ískur ioftvarnaflaut- anna hefir verið þeirra vöggu- ljóð. Þetta var í fáum orðum lýs- ing hins breska fyrirlesara á æsku Lundúnabarnanna, sem eru 10 ára gömul eða yngri. Ó- fögur lýsing. Það geta allir verið sammála um. Sama lýsing á við í flestum Evrópulöndum. • Megum hrósa happi. VIÐ megum sannarlega hrósa happi, íslendingar. Það dettur okkur í hug, þegar við heyrum sögur eins og þessa, er hjer að framan er sögð. Það er rjett, að sumir bæjarbúar á íslandi hafa flutt börn sín í sveit af ótta við sömu hættu og yfir Lundúna- börnunum hefir vofað.. En ham- ingjunni sje lof, að það hefir ekki verið um annað en varúðar ráðstafanir að ræða. Það gæti verið gott fyrir okk- ur íslendinga að hugsa örlítið til þeirra þjóða, sem hafa orðið að þola ólýsanlegar hörmungar í þessari styrjöld. Það gæti þá verið að við sættum okkur bet- ur við okkar hlutskifti. Afskræmisheiti. —í - STARFSMANNABLAÐI REYKJAVÍKUR, sem nýlega er komið út rakst jeg á greinar- stúf, sem mjer finnst eiga erindi til fleiri, en munu fá það ágæta fjelagsblað. Tek jeg mjer því Bessaleyfi og birti greinina. — Greinin heitír „Afskræmisheiti" og er á þessa leið: „Margt er það sem breyting- um þarf að taka hjá okkur. Ein- mitt nú á þessum merku tíma- mótum ættu sem flestir að leggja heilann í bleyti um það sem bet- ur má fara. Kemur þar margt til greina. Fyrst ber að sjálfsögðu að nefna málið og meðferð þess. Vegur þess og virðing verður aldrei. um of hjartfólgið alvöru- mál íslands börnum. Að þessu sinni verður aðeins bent á eitt: Nafngift ýmsra fyrir- tækja. Án mikillar íhugunar sjá allir, að aragrúi af nöfnum versl ana og fyrirtækja er með þeim hætti að ósamboðið verður að teljast sjálfsvirðingu þjóðarinn- ar. Dæmi verða engin nefnd þessu til sönnunar, en þess er vænst að margir hugleiði þetta í alvöru. Með fullu hispurs- leysi verður að vísa á dyr þeirri minnimáttarkend,sem veldur því, að óvirt er oft og einatt það, sem í heiðri skyldi haft. „Jeg skildi að orð er á íslandi uiu t til yfir allt, sem er hugsað á jörðu“. Þessa djörfu hugsun skálds- ins verðum við að virða í athöfn með alvöru. Annars gæti svo far ið að gervimennska yrði fyrr en varir hlutskipti skáldaþjóðar við ysta haf, liðamótalaust staur- fóta- og stállungna-mál. Synir og dætur landsins þyrftu þá ekki að láta „beygja nafn sitt“ di — sí—do — lo — hó — hí —. þegar þau hin norrænu nöfnin, sem lengst af þóttu sóma sjer vel, voru „fallin í gleymsku og dá“. Ófært ástand. BLÖÐ, bæði sunnan lands og norðan hafa nýlega gert að um- talsefni hið ófæra ástand, sem ríkir í símamálum landsins, hvað snertir verð samtala milli helstu bæja á landinu. Benda blöðin rjettilega á, að nú sje svo komið, að ekki sje hægt að fá símasam- band milli Reykjavíkur, Akur- eyrar, Siglufjarðar og fleiri landssímastöðva, nema með því að greiða þrefalt gjald fyrir við- talstímabilið, eða með svokölluð- um hraðsgmtölurn. Það er hárrjett, sem komið hef ir fram í skrifum um þessi mál. Það er ekkert vit í því, að opin- ber stofnun, eins og Landssím- inn, spenni þannig upp verð á símtölum, á sama tíma, sem ver- ið er að reyna að halda verð- lagi niðri á öllum sviðum. Grein um hraðsamtalsfarganið birtist fyrir nokkru í Akureyrar- blaði og síðan tók eitt dagblað- anna í Reykjavík upp umræður um málið. Það er áreiðanlegt að allir eru sammála blöðunum um, að það sje ekki nema rjettmætt og sjálfsagt, að afnema þetta ó- færa fyrirkomulag. Hljómsveit að Hótel Borg. NÚ ÞEGAR fer að líða á sum- arið, og fólkið fer að hugsa um innanhússkemtanir á ný, vakna umræður um hve ófært það sje, að ekki skuli vera hljómsveit á aðalveitingahúsi landsins, Hótel Borg. Það hefir verið furðu hljótt um þetta mál frá því, að löggjaf- arsamkoma þjóðarinnar sam- þykti sjerstök lög um leigunám veitingahússins til að hægt væri að halda þar fullveldisfagnað þegar lýðveldið var stofnað. Það er ekki vansalaust, að ekki skuli vera búið að kippa þessu í lag. Stífni, eða þrjóska einstakra manna, má ekki koma hjer til greina. Krafa Reykvíkinga er: Góð hljómsveit að Hótel Borg fyrir haustið. Vonbrigði. KUNNINGI minn, sem farið hefir í ferðalag út á land, segir mjer að bændur hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum er setuliðs- nefndin auglýsti að engir bílar myndu verða til sölu hjá hern- um. Það hafi svo margir bændur gert sjer von um að fá keyptan jeppa, en nú virðist sú von öll úti, að minsta kosti þar til eftir stríð. Heimildarmaður ’minn segir, að bændur, einkum í hjeruðum þar sem samgöngur eru erfiðar, ' vilji fyrir hvern mun eignast jeppa-bíl. Þeir hafa sjeð þá hjá hermönnunum og hvernig þeir fara yfir holt og hæðir. „Þarna er rjetta farartækið fyrir okk- ur“, segja þeir. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.