Morgunblaðið - 01.08.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.08.1944, Blaðsíða 6
6 MOBGUNBLA ö 1 Ð Þriðjudag'ur. 1. ágúst 1944. isttMnM Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbðk. Nýju kartöílurnar % ÞAÐ HEFIR viðrað vel á kartöflur að þessu sinni, enda er víða orðið mjög fallegt í görðum. í sumum görðum hjer sunnanlands er spretta orðin svo góð, að meðal-karötflur eru undir grösunum. Sumsstaðar er byrjað að taka upp kartöflur til neyslu. Ýmsir hafa sett niður snemmvaxin afbrigði, með það fyrir augum, að selja kartöflur sumarmánuðina. Þessir framsýnu menn eru nú tilbúnir með vöru sína, en þá strandar alt á ríkisstjórn og verðlagseftirliti. Þessum mönnum er bannað að selja vöru sína nema fyrir það verð, sem ákveðið var einhverntíma s. 1. vetur eða haust. En hið lögskipaða verð á kartöflum er 80 aurar pr. kg. í smásölu. Hefir ríkisstjórnin nú auglýst aðvörun til al- mennings, og brýnt fyrir mönnum að bannað sje að selja kartöflur hærra verði. Þetta eru móttökurnar, sem þeir menn fá, er reynt hafa að haga garðrækt sinni þannig, að varan gæti orðið tilbúin sumarmánuðina, þegar til- finnanlegastur skortur er á þessari neysluvöru. Ástæðan til þess, að ríkisstjórnin vill ekki nýjar, ís- lenskar kartöflur á markaðinn, er vitanlega sú, að hún veit að þessar kartöflur verða dýrari en þær erlendu kartöflur, sem nú eru á markaðnum. En það yrði aftur til þess, að hækka vísitöluna, enda mun ríkisstjórnin ekki búin að gleyma hvernig fór s. 1. sumar, er nokkrir kart- öflupokar, sem seldir voru sumarmánuðina, hækkunu vísitöluna um 15 stig. En þessi ótti ríkisstjórnarinnar er ástæðulaus, ef eðli- legar ráðstafanir eru gerðar í tæka tíð, með verðjöfnun milli hirina innlendu og innfluttu kartaflna. Hitt nær vitanlega engri átt, að hafa verðlagsákvæðin á þessari vöru svo ströng, að það útiloki menn með öllu frá því að selja vöruna á þeim tíma, sem markaðurinn er bestur. Blaðið hefir átt tal við búnaðarmálastjóra um þetta mál, en hann á sæti í nefrid þeirri, er ákveður verð á kartöfl- um. Mátti skiljast á búnaðarmálastjóra, að mál þetta yrði nú tekið til athugunar og rætt við ríkisstjórnina, og reynt að sjá til þess, að innlendu, nýju kartöflurnar gætu komist á markaðinn. Erfitt að gera til hæfis ÞAÐ VIRÐIST ætla að vera örðugt fyrir togaraútgerð- arfjelagið Kveldúlf að gera ýmsum stjórnmálamönnum vorum til hæfis. Þegac fjelagið var fátækt og skuldaði bönkunum mikið fje, sætti það meiri og illkvitnislegri árás en dæmi eru til um nokkurt annað fyrirtæki í okkar landi. Þá var svo langt gengið, að reynt var að fá samþykt á Alþingi sjerstök lög um gjaldþrotameðferð á þessu fyr- irtæki. En þegar hagur Kveldúlfs hefir staðið í blóma, er ráðist á fjelagið fyrir það, að fyrirtækið sje of stórt; þá er fje- lagið of valdamikið í þjóðfjelaginu, segja þessir menn. En svo skeður það einkennilega, að þegar Kveldúlfur selur þrjú af skipum sínum, er enn ráðist heiftarlega á fje lagið fyrir þetta tiltæki! Já, það er erfitt fyrir Kveldúlf að gera þessum mönnum til hæfis. Nú er það vitanlega fjarri öllu sanni, sem árásarmenn Kveldúlfs halda fram, að með sölu togaranna nú sje verið að draga fjármagn út úr útgerðinni. Þvert á móti. Með, sölu togaranna koma nýir menn inn í útgerðina og nýtt fjármagn. Þetta sjer hver heilvita maður. Og ef sú yrði raunin, að einmitt fyrir sölu þessara togara yrði Kveld- úlfur þess megnugur að kaupa ný og fullkomin skip að stríðinu loknu, er fjelagið vissulega ekki ámælis vert fyr- ir þessa ráðsíöfun, heldur á það þakkir skilið fyrir hana. En öfundarmenn Kveldúlfs munu ekki fást til að skilja þetta. Og það er alveg víst, að Kveldúlfur mun sæta nýrra ofsókna af hálfu þessara manna, ef honum skyldi takast að ná inn í landið nýjum og fullkomnum skipum að stríð- inu loknu. ’-‘"'"AÝfl Eggert Siefánsson söngvari á förum fil Ameríku Ætlar að halda söng- skemtun hjer bráðlega. EGGERT STEFÁNSSON, söngvari er á förum tii Ame- ríku. Ætlar hann að dvelja í New 'Tork í nokkra mánuði, syngja þar inn á hljómplötur og syngja í útvarp. En áður en Eggert fer af landi burt, sem sennilega verður í lok ágústmánaðar ætlar hann að halda hljómleika hjer í bæn- um með aðstoð margra ágæt- ustu listamanna okkar. Eggert skýrði blaðamönn- um frá þessum fyrirætlunum sínum í gær. — Hjer hefi jeg fengíð all- ar mínar óskir uppfyltaf og nú ætla jeg að snúa mjer aft- ur að söngnum, sagði Eggert. Eins og þið vitið þá eru allar hljómplötur mínar uppseldar og mun jeg synja inn á plöt- ur í New York, þar sem þeir hafa allra nýjustu og bestu tækni á því sviði. .Jeg mun líka lesa Óðinn inn á hljóm- plötur. Hafa margir vinir mínir látið þær óskir í ljós, að jeg gerði það. Jeg mun og hlusta á musik í New York, en þar^eru nú einhverjir bestu listamenn heimsins saman- komnir. Þá mun jeg hitta bróðnr minn, Guðmund Stef- ánsson glímukappa. Ilann misti son sinn fyrir nokkru. Þessi sonur hans var alnafni minn. — Langt síðan þjer hafið komið til Vesturheims ? — Ekki síðan 1923 er jeg ferðaðist um ísleningabygðir í Kanada. Þar fjekk jeg hinar bestu viðtökur, sem mjer eru ógleymanlegar. Söngskemtunin. — Við Páll Isólfsson tón- skáld förum einhvern næstu- daga til Grindarvíkur til að undirbúa söngskemtunina seg- ir Eggert.Þar rnunum við hitta Sigvalda Kaldalóns tónskáld. Á söngskemtuninni ætlar Vilhjálmur Þ. Gíslason skóla- stjóri að lesa upp. Ennfremur hefir Lárus Pálsson leikari lofað að lesa upp á skemtun- inni. Við söngin aðstoða þeir til skiftist Kaldalóns og Páll ísólfsson. Auk gamallra ís- lenskra laga mun jeg syngja nýtt lag eftir Kaldalóns, „Grindvíking" við kvæði Örn Ai’nars. Þá mun jeg syngja ,,Söknuð“ Páls Isólfssonar og nýtt lag eftir Áskel Snorrason við kvæði Þorsteins Erlings- sonar „Sitt heill“. Að lokum mun jeg syngja „Þótt þú lang- förull legðir“. Ekki er f"lákveðið hvenær söngsk^mtunin verður, en ein- hvern tíma milli 15.—20. á- gúst. En það verður byrjað að selja aðgöngumiða strax. Búið er að malbika Vesturgöt- una inn að Ægisgötu, en í frjett í sunnudagsblaðinu var sagt, að gatarí væri á þessum kafla tilbú- in til malbikunar. Framhaldssagan. ÞAÐ ríkir mikill áhugi meðal lesenda blaðsins fyrir framhalds- sögunni, ,,Dragonwyck“, og lít- ur út fyrir að sagan ætli að verða ein sú vinsælasta, sem blaðið hef ir flutt lengi. ,,Spent“ skrifar mjer langt brjef um söguna og segist fylgjast með henni af á- huga, en vill fá að vita eitthvað um höfundinn. Hvort hún hafi samið fleiri bækur og hvar þær sje að fá. Hvort nokkuð hafi áð- ur verið þýtt eftir þenna sama höfund á íslensku eða dönsku. Það er lítið um Anya Seton að segja, annað en það, sem sagt var í smágrein hjer í blaðinu sama daginn, sem byrjað var að birta nýju söguna. Anya Seton er ung amerísk kona. Foreldrar hennar eru báðir rithöfurjdar. Sjálf ætlaði hún að verða læknir og naut undirbúningsmentunar með það fyrir'augum. En svo giftist hún, lagði læknisfræðina á hilluna og tók að skrifa skáld- sögur. Fyrsta skáldsaga hennar heitir á ensku ,,My Theodosia“ og hlaut sú bók góða dóma í Ameríku, en hún hefir ekki verið þýdd á önn ur tungumál. • Fjekk hugmyndina úr 100 ára frjettaklausu. HUGMYNDINA að sögunni „Dragonwyck“ fjekk Anya Seton er hún las frjettagrein í 100 ára gömlu blaði í bókasafni einu á þeim slóðum, sem sagan gerist. Hún segir sjálf, að sagan bygg- ist ekki á raunverulegum at- burðum, en hún styðjist þó við sannsögulegt efni í lýsingum sín- um á siðum manna, húsaskipun og atvinnuháttum manna á þeim tíma, sem sagan gerist. „Dragonwyck" birtist sem framhaldssaga í víðlesnu amer- ísku tímariti og hefir síðan ver- ið prentuð í stóru upplagi. En sagan er svo tiltölulega ný, að hún mun ekki hafa verið þýdd á önnur tungumál, fyrr en nú á íslensku. Þakkarbrjef. FERÐALANGUR skrifar mjer þakkarbrjef fyrir hugmynd, sem hann sagist hafa sjeð hjer í dálk unum fyrir ári síðan og sem kom ið hafi sjer að miklu gagni. „Jeg er vanur“, segir brjefrit- ari, “að fara með alla fjölskyldu mína úr bænum í sumarfríinu og loka jeg þá íbúðinni þann tíma, sem jeg er í burtu. í fyrra þegar ijeg kom heim úr sumarfríinu var það heldur en ekki aum aðkoma við útidyrnar hjá mjer. Blöðum og brjefum, sem borist hafði á meðan jeg var í burtu hafði ver- ið stungið milli stafs og hurðar, því enginn póstkassi var á dyr- unum hjá mjer. Það hagar svo til hjá mjer, að útidyrnar snúa móti suðaustri og er ekkert skjól fyr- ir rigningu. Blöðin og brefin voru líka öll komin í graut. Hafði jeg ekkert gagn af blöð- unum og sum brjefin voru ólæsi- leg. Skömmu síðar las jeg í „Dag lega 1 lífinu“ þínu, áskorun til manna um að setja póstkassa á útidyr hjá sjer og fór jeg að því ráði. Nú er jeg nýkominn heim eftir tveggja vikna fjarveru og það var nokkuð annað að koma heim en í fyrra. Brjef öll, sem borist höfðu og blöð voru hrein og ó- skemd í póstkassanum. Hafðu kærar þakkir fyrir áskorunina frá í fyrra, Víkverji minn. Jeg skrifa þjer þetta brjef í þeirri von, að þú birtir eitthvað úr því, því þá gæti verið, að aðrir hefðu gagn af þessari reynslu minni. • Gálauslega farið með einkamál. ! FYRIR NOKKRU kom jeg inn i á afgreiðslu hjer í bænum í þeim erindum að versla viS fyrirtæk- ið. Sá, sem átti að annast af- greiðslu hafði ekki tíma til að sinna viðskiftavinunum. Var að tala í síma við einhvern mann og ræddi feimnislaust einkamál sín frammi fyrir okkur, sem biðum effir að afgreiðslumaðurinn liti í náð sinni til okkar. En það var nú eitthvað annað. Við fengum þarna að heyra skemtilegustu sögur hvað þessi og hinn hefði sagt við þetta eða hitt tækifærið. Við og við leit afgreiðslumaður- inn á okkur aumingja viðskifta- vinina með fyrirlitningarsvip, eins og við værum að hlusta á það, sem okkur kom ekki við, enda fór svo að lokum, að þeir er biðu, fóru að týnast út úr af- greiðslunni. En einn viðstaddur hafði skap í sjer til að segja um leið og hann gekk út: „Hann fer gálauslega með sín einkamál þessi“. • Ekkert óvenjulegt EKKI hirði jeg um, að geta nánar hvar þetta atvik átti sjer stað, því hjer er aðeins um að ræða eitt dæmi af mörgum. Það er allt of algengur ósiður, að af- greiðslufólk sýni viðskiftavinum slíka ókurteisi sem að framan er líst. Dæmi eru til þess, að af- greiðslufólk* standi og rabbi í rólegheitum sín á milli og ansi ekki mönnum, sem bíða eftir af- greiðslu. Það er eins og þessi ósiður sje altaf að færast í, vöxt og mest ber á honum hjá opinberum stofnunum, eða fyrirtækjum, er hafa einkaleyfisaðstöðu. • Misskilningur. f BRJEFI frá „farþega", sem barst fyrir nokkrum dögum gæt- ir nokkurs misskilnings, sem jeg held að sje rjett að benda á hjer, ef fleiri kynnu að vera haldnir sömu firrunni. „Farþegi“ er að tala um, að koma þyrfti fyrir bjöllum í al- menningsvögnum svo að farþeg- ar gætu hringt þegar þeir vilja að vagninn nemi staðar. Misskilningur brjefritara ligg- ur í því, að það er ekki ætlast til að almenningsvagnar, eða strætisvagnar nemi staðar eftir geðþótta farþeganna. Það eru fyrirfram ákvéðnir staðir á göt- unum, þar sem strætisvagnar og almenningsvagnar nema staðar Annað væri ófært og hætt við, að vagnarnir kæmust ekki mik- ið áfram, ef farþegar gætu verið að hrigja bjöllum í tima og ó- tíma, ef þjer dytti í hug að láta vagninn nema staðar. ítalskir fangar sleppa úr fangabúðum í Skotlandi. LONDON í gær: — 17 af 30 ítölskum föngum, sem sluppu úr stríðsfangabúðum hjá South Argyl í Skotlandi s. 1. sunnu- dagskvöld, hafa nú verið hand teknir. Vopnaðir lögreglumenn og heimavarnarliðsmenn leita hinna, 13, sem ófundnir eru. — Þessum ítölskum föngum er þannig lýst, áð þcir sjeu „æstir fasistar“. — Reuttr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.