Morgunblaðið - 02.08.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.08.1944, Blaðsíða 4
4 BOBQUNBLAflifi Miðvikudagur 2. ágúst 1944. sem þau MATREIÐSLA ÞEGAR jeg var 11 ára gam- all, lýsti faðir minn því yfir, að jeg hefði hjeðan í frá, full- an aðgang að bókasafni sínu, og mætti lesa þar þær bækur, er jeg vildi. Mjer fannst skylda mín, að nota mjer leyfi þetta, og tók því að athuga bækurnar í bókahillu hans með mikilli forvitni. Mjer var alveg sama; hvað bækurnar hjetu, og hverj ir voru höfundar þeirra. Jeg gluggaði með jafnmiklum ár huga í heimspekirit; skáldsög- ur( kvæði, hagfræðirit og goða- fræði og uppgötvaði af eigin rammleik Kipling, Scott, Du- mas, Dickens, Conrad og marga fleiri. Mjer hefir altaf virst þetta eina eðlilega aðferðin; til þess; að opna hinn dásamlega heim bókanna fyrir barninu. En því fleiri foreldra, sem jeg heyri ræða um, hvað börnum þeirra skuli leyft að lesa, og hvað ekki, því glöggari grein geri jeg mjer fyrir því, að flestum for- eldrum finnst það nauðsynlegt að annast börn sín með jafn- mikilli nákvæmni andlega, eins og þau myndu annast þau lík- amlega, ef þau væru veik. A- stæðan er sú, að börnin mega ekki uppgötva neitt af leynd- ardómum lífsins. Allt, sem þau lesa, verður að vera fallegt og gott, þannig að það veki engar spurningar í hugum barnanna cg blási þeim í brjóst göfugum hugsunum. Börnin eiga í raun rjettri að vera andlega geril- sneydd. Jeg hefi mikla samúð með, og skil vel, áhuga foreldranna á velferð barna sinna, en jeg er þeim algjörlega ósammála í þessum efnum. Til þess að and- legt heilbrigði getí þroskast, verðum vjer að meðtaka margs konar þekkingu. Barnshugur- inn er ekki síður margbrotinn en hugur fullorðna mannsins og öll takmörkun í þessum efn- um, í barnæsku, getur haft sín áhrif, síðar í lífinu. Hver veit, hvaða afskræmdar lífsskoðanir geta komið af takmarkaðri, andlegri næringu? Árin áður en jeg fór í menta skólann, hafði jeg þroskað með sjálfum mjer mjög fjölbreyttan bókmentasmekk. Var þetta einnig reynsla þeirra vina minna, sem höfðu haft sömu lestraraðferðina í æsku. Án efa hefir margt, af bókum þeim, sem jeg las á þeim árum, farið fyrir ofan garð og neðan hjá mjer. Það getur ekki verið að jeg hafi skilið þær þá, a. m. k. ekki eins og höfundurinn ætl- aðist til. Jeg veit að foreldrar mínir furðuðu sig oft á bóka- vali mínu, og þegar jeg nú at- huga börn, sem alin eru upp á sama hátt, furða jeg mig einnig á bókavali þeirra. En aðalat- riðið er ekki hvað bókin heitir, heldur að barnið nái einhverju af andlegri fæðu úr henni. Jeg myndi ekki mæla með þessari aðferð, sem virðist stríða á móti settum rgglum, eftir D. ef jeg væri ekki sannfærður um gildi hennar. Jeg hefi sjeð mörg börn alast upp, er hafa fengið að lesa það, sem þau hafa viljað — að vísu oft vegna þess, að foreldrarnir voru of kærulausir til þess að banna þeim það — og jeg hefi veitt því athygli, að þau eru yfir- leitt fjörugri andlega, sjón- deildarhringur þeirra víðari og andleg áhugamál fleiri en hjá börnum þeim, er verið hafa und ir ritskoðun foreldranna. Óbeit á bókmentum getur orsakast af þvingun, til þess að lesa vissar bækur. Það, sem eingöngu á að vera ánægja, verður að vinnu, svo að senni- legt er að viðkomandi í framtíð inni hafi óbeit á öllum lestri. Þetta hefir og sannast. Við könnumst öll við fólk, sem á það til að segja: „Jeg get ekki sest niður til þess að lesa bók“, og leitar því eirðarlaust skemt ana annarsstaðar. Aðalástæðan sem liggur á bak við þessa takmörkun á lestri barnanna er ótti foreldr- anna við, að börnin spillist á að lesa um kynferðismál. Jeg hygg, að ótti þessi sje ástæðu- laus. Það eru mörg skilnings- svið á lífsleiðinni, og eftir því sem maðurinn eldist, fer hann ' af einu sviði á annað. Börn geta lesið bækur um margvís- leg tilbrigði tilverunnar, bæk- ur sem ræða margt það, sem lítt er talið sæmilegt. En þar eð hugir þeirra beinast ekki að kynferðismálum, hlaupa þau yfir. þá kafla, sem leiðinlega. Þá hafa slík mál ekki fengið þá þýðingu, sem tíminn og auk inn þroski leiðir í ljós. Þennan skilnings þroska er einnig að j finna hjá fullorðnu fólki, því j að mörgum finnst t. d. lestur andlegra og trúarlegra rita leið inlegur framan af æfinni, en breyta um skoðun seinna á lífs- leiðinni. Þessi mismunandi skilningssvið eru næg verndun fyrir barnið. Jeg veit um foreldra, sem leyfa börnum sínum ekki að lesa um skuggahliðar lífsins, svo sem fátækt, glæpi og sjúk- dóma. Þeir vilja að börnin lifi í óraunhæfri veröld. Er það vit anlega hin mest firra, sem hver einasti skynsemi gæddur maður hlýtur að sjá og viðurkenna. Þegar barnið fer að verða kynþroska, ætti heldur ekki að setja nein bönd á það, sem það les. Ef barnið er forvitið um eitt- hvert efni, sem því er neitað um fræðslu á, leitar það henn- ar annars staðar. Og þá er betra að það íræðist af góðum bókum, þar sem málin eru rædd af virðingu og skilningi, heldur en af bakdyra pískri. Hver veit, hvaða andlegar afskræmingar geta hlotnast af slíkri þvingun í æsku, þótt hún C. Russel sje gerð í góðum tilgangi? Það er ómögulegt fyrir nokkurn mann að vita, nema mjög ó- ljóst, hvers konar þekkingu börnin eru reiðubúin til þess að meðtaka. Öruggast er að veita þeim aðgang að allri þekkingu. Ef þjer komið að barni yðar„ þar sem það er að lesa bók, sem yður virðist of „fullorð- insleg“ handa því, þá látið það afskiftalaust. Það sem yður virðist hættulegt; mun það senni lega hlaupa yfir. Það tekur að- eins við því, sem er á skilning- arsviði þess, sem það er reiðu- búið og hæft til þess að skilja. Þá munuð þjer ekki neita því um, það sem nauðsynlegt er andlegum þroska þess. Veröld- in hefir sannað oss, að meira tjón hefir hlotist af andlegum kyrkingi en líkamlegum. Eggjateningar: 125—150 gr. egg, 125 gr\ mjólk, salt. Eggin eru hrærð vel í skál. Mjólkinni smáhellt út í, salt- að. Kökumót eða eldfast mót smurt innan með smjöri, eggja hvítunum hellt r og lok sett yfir. Soðið við gufu þar til eggin eru hlaupin, vatnið má ekki ná nema upp á mitt mót- ið og það verður að sjóða við hægan hita. Þegar eggin eru hlaupin er þeim hvolft á fat og látin kólna.. Síðan slcorin í teninga eða lengjur, sem notað er í tærar súpur eða til }ress að skreyta með smurt brauð. Blæjuegg: 6 egg 1 1. vatn, 1 msk. edik, hónsk salt. Salt og edik er látið í vatn- ið, þegar sýður eru eggin brot in og hvolft iir þeim á undir- skál, síðan rennt af skálinni ofan í vatnið. Stór matskeið er svo notuð til þess að sveipa hvítunni utan úm ráuðuna. Rauðan þarf að vera í miðj- unni, og eggin soðin í 2—4 mínútur. Kartöflugratin. 1% kg. kartöflur 1—2 laukar 4 msk. smjörl. 1—2 tsk. salt svol. pipar 4—5 dl. mjólk 3—4 msk. brauðmylsna. Kartöflurnar afhýddar hráar og sneiddar ásamt lauknum. Eldfast mót smurt. Kartöflur og laukur lagt í það; stráð yfir salti og svol. pipar. Mjólkinni hellt yfir; brauðmylsnu stráð ofan á. Smjörið flokkað og lagt yfir. Bakað í heitum ofni; þar til kartöflurnar verða meyrar. SUMARBLUSSUR Sjaldan hafa blússur verið eins 1 tísku og í ár. Þær eru hafðar í öllum regnbogans- lítum og eru mjög margbrey tilegar í sniðinu. Þær eru me ð löngum ermum og stuttum, háar. í hálsinn, með V löguð hálsmál, útáliggjandi hornum o. s.frv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.