Morgunblaðið - 02.08.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.08.1944, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 2. ágúst 1944. fff 0 R G 0 SBLrMÐ 5 A U Ð 1 ■ í K Ö M Eftirfarandi grein er birt samkv. beiðni atvínnumálaráðu- neytisins: Á UNDANFÖRNUM ár- um hefir allmikið borið á bráðum sjúkdómum í kúm víðs vegar á landinu, eink- um í kaupstöðum, kauptún- um og þorpum og umhverf- is þessa staði. Mest brögð hafa orðið að sjúkdómum þessum í Reykjavík og á Ak- ureyri og í umhverfi þeirra, í Vestmannaeyjum, á Siglu- firði, Akranesi, Hvamms- tanga, Raufarhöfn, Þórs- höfn og Hornafirði. Sum- part eru það hámjólka kýr eða kýr nálægt burði, sem detta niður í krampateygj- um eða flogum og geta ekki staðið upp frekar en doða- kýr. Þess vegna eru margir þeirrar skoðunar, að hjer sje um doða að ræða, en svo er þó ekki í raun og veru. Þessi sjúkdómur er að vísu af sama toga eða svip- uðum toga spunninn og doði, er þó miklu alvarlegri og drepur á skömmum tíma, ef ekki er tafarlaust leitað rjettra læknisráða og að- gerða. — Hann neínist á læknamáli Tetani — mætti kaila hann á íslensku floga dauða. Er hann oft læknað- ur á sama hátt og doði. En enn annað sjúkdómsafbrigði er, að kýr detta niður dauð- ar skvndilega, ems og skotn ar væru, og án þess að menn hafi veitt nokkurri veilu eða lasleika í þeim eftirtekt, áð- ur en dauðann bar að hönd- um, nema ef vera skyldi lít- ils háttar óróleika og hræðslu, er benti til, að taug arnar sjeu ekki í sem. bestu lagi. Þessi sviplegu dauðs- föll koma nú orðið oft fvrir seinni part vetrar, á vorin og fyrri part sumars, eink- um þegar kúm er fyrst hleypt út eða nokkru þar á eftir. Lítur oft út eins og snögg áreynsla eða geðs- hræring ríði þeim að fullu. Við krufningu kemur í ljós, að hjartað er slappt í sum- um þessara kúa; þess vegna halda menn, að hjer sje um hjartaslag að ræða. í mörg- um, ef ekki öllum kúnum, er lifrin bólgin og spillt (degenereruð) líktog við fos fóreitrun. Flosið í vömbinni er oft laust og sterkur roði undir. Oft eru það spikfeit- ar kýr, sem þannig 'fara, hámjólka kýr og kýr óborn- ar, en nálægt burði. Þessi bráðdauði í kúm, er virðist vera að fara í vöxt, er orðinn alvarlegt áhyggju efni þeim, sem fyrir skaðan- um hafa orðið og þá einnig þeim, sem óttast þennan vá- gest í kúahóp sinn. í vor sneru menn sjer nyrða til stjórnarráðsins og óskuðu, að þetta mál yrði rannsakað og leitað að or- sökum þessa kúadauða. Með brjefi, dags. 14. júní s.l., fól atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytið mjer að takast ferð á hendur norður fEvja fjörð til þess að rannsaka þetta mál, en þar hefir nú Eftir Sigurð E. Hlíðar yfirdýralækni og áður borið allmikið á þessum bráðdauða í kúm. — Fór jeg 3. þ. m. af stað í þessa ferð. Kom við á Akra- nesi í ríorðurleið til þess að fá skýrslu þeirra manna þar sem misst hafa kýr í vetur og vor með líkum hætti. — Ferðaðist um Ej^jafjörð, skoðaði lasburða kýr og cók skýrslu af bændum, sem misst höfðu kýr á þennan hátt, Sömuleiðis skoðaði jeg sjúkar kýr á Hvammstanga á suðurleið og tók skýrslu af mönnum þar, sem misst höfðu kýr þar nú og á síð- astliðnu ári. Við þessa rannsókn kom í ljós, að á þessum framan- greindu svæðum koma fleiri sjúkdómar íil g'reina og er eðlilega málum blandað vegna ókunnugleika. —- Ber talsvert áLeinaveiki (osteo- malaci) í kúm í Evjafirði og á Hvammstanga, sem stafar af steinefnaskorti í fóðrinu, einkum þar, sem mikið er notuð nýræktartaða, sem fengið hefir tilbúinn áburð eirtvörðugu eða mestmegnis og það árum saman, en við það drepst bakteríugróður- inn í jarðveginum, sem er þó svo þýðingarmikill fyrir jurtagróðurinn, .því bakt- eríurnar leysa í sundur ýms efni í jarðveginum, svo sem steinefnasambönd og gera þau aðgengileg fvrir jurta- ræturnar. Einnig er á það að líta, að gras, sem sprett- ur mjög ört, er fremur stein efnasnautt, en það mun hafa átt sjer stað nyrðra í fyrra sumar. » Alls staðar á landinu, þar sem um hættulega kúa- kvilla hefir verið að ræða, ber mikið á doða í ýmsum mvndum, og hafa nokkrar kýr drepist úr doða og af- leiðingum hans. Doðinn fer mjög í vöxt hjer á landi og nú er svo komið, að ær fá doða og það miklu oftar en menn alment grunar. Stend ur þetta í beinu hlutfalli við bætta meðferð og kröftuga fóðrun. Margar kýr hafa drepist úr tetani eða floga- doða. Virðist sá sjúkdómur einnig fara mjög í vöxt, ein- mitt í kaupstöðum, kauptún um og þorpum kringum allt land, þar sem kraftfóður- gjöf er mest. Og loks hafa margar kýr á sömu slóðum oi’ðið bráðdauðar. Eins og að iíkindum læt- ur vilja menn vita, hvað valdi þessum ískvggilega kúadauða. Hafa meiln hjer leitt ýmsum getum þar um. Flestir eru þeix'rar skoðunar að um efnaskort og þá helst sthinefnaskoi't sje.að ræða. Aðrir telja, að bætiefna- skortur sje þessu valdandi, og enn eru aðrir, sem full- yrða, að þessi kúadauði sje nýræktarheyi og tilbúna á- burðinum að kenna. Þegar þessar skoðanir eru teknar til nánari athugunar í þessu sambandi, ber á það að líta, að mönnum hættir við að blanda saman gjör- ólíkum sjúkdómum. Annars vegar beinaveiki (osteomal- aci) og beinkröm (rachitis), sem standa í beinu orsaka- sambandi við steinefna- og fjörefnaskort — og hinsveg- ar doði, tetani og kúabráð- dauði, sem óefað eru skyld- ir, hvað eðli og uppruna á- hrærir, en eiga lítið eða ekk.- ert skvlt við þá tvo fyrr- töldu. Orsakir doðans hafa lengi verið mjög umdeilt efni. En árið 1925 fundu Englendingarnir Dryerre og' Greig lausnina á þessari miklu ráðgátu. Þeir komu fram með þá kenningu, að orsakir doðans væru meiri eða minni starfsemistruflan- ir í vissum rakakirtlum (endokrin-kirtlum) líkam- ans og þá einkum truflanir á starfserhi kalkkirtlanna — Glandula paratyreoideæ. — Þessir kirtlar eru oftast 4 að tölu, á stærð við matbaun og liggja við neðri jaðar skjaldkirtilsihs og inni í hon um. Við þessar truflanir eða þverrandi starfsemi kirtl- anna söfnuðust saman í 'blóð inu, sumpart viss toxisk éfni (eiturefni) svo sem Guani- din, en sumpart þvarr kalk í blóðinu. Þessa kenningu sína bvggðu þeir á nákvæm- um blóðrannsóknum. Kom það í ljós, að normalt blóð hefir í sjer 9—ll mg. kalk í hverjum 100 ccm. serums, e'n kalkmagnið í blóði doða- sjúklinga fellur niður í 3 mg., jafnaðarlega 5.13 mg. í hverjum 100 ccm. serums. (Próf. Oluf Bang telur, að jaínaðarlega sje kalkmagnið í blóði doðasjúklinga 4 rag. pr. 100 ccm. serum). Sjoll- una (Holland) og Fish (U. S. A.) höfðu síðar rannsókn- ir með höndum í þessum efn um og komust að sömu nið- urstöðum, hvað blóðkalkið áhræðri, en jafnframt leiddu þeirra rannsóknir í ljós, að einnig hin ólífræna fosfói'sýra í blóðinu þvarr við-doða, eða úr 3-—7 mg. nið ur í 1—2 mg. pr. 100 ccm. serum. Nú er það viðurkent um heim allan, að þessar eru orsakir doðans. Allur almenningur hefir álitið, að kalkskortur í blóð- inu stafaði af því að skepn- unni bærist ekki nægilegt kalk með fóðrinu til þess að bæta upp kalkeyðsluna við hina miklu mjólkurfrgm- leiðslu, en svo er í raun og yeru ekki. í kalkforðabúrum líkamans, beinunum, er nóg kalk til þeirra hluta, en kalk kirtlarnir, sem eiga að stjórna kalkumferðinni í lík amanum, eru hættir að starfa að meira eða minna leyti og fyrir það kemst rugl ingur á dreifingu þessa bráð nauðsvnlega næringarefnis un> líkamann með blóðinu. Menn hafa álitið, að það nægði að spýta kalksam- böndum, svo sem calcium- gluconatupplausn inri undir húðina eða í æðar doðasjúk- ingar. Menn nota mjög mik- ið af kraftfóðri handa kúm, enkum við sjávarsíðuna, í kaupstöðum, kauptúnum og þorpum þessa lands og það að staðaldri. Þetta kraftfóð- ur er mestmegnis hinar svo kölluðu fóðurblöndur: Síld- armjöl, maís og rúgmjöl. Síldarmjöl að einum þriðja eða jafnvel til helminga. — Fiskimjöl og beinamjöl er og notað, einnig fiskur, fisk- hausar og hrogn. Af þessu þungmelta fóðri er svo þess- urri jórturdýrum gefin 2—3 kíló á dag, þar sem vanhöld hafa einkum átt sjer stað, 5-—6 kíló hafa verið gefin á nokkrum heimilum og einsdæmi mun það ekki, að kúm hafi verið gefin 8 kg. af fóðurblöndu á dag. Við þessa miklu matargjöf trjen ast kýrnar upp á þurheyinu og öll eðlileg melting fer meira og minna út um þúf- ur. Ætti hver maður að geta skilið það, að eitthvað hlýt- ur að truflast og ganga úr skoi’ðum í meltingai’kerfi lings til þess að bæta upp þennan kalkskort í blóðinu en það er augljóst mál, að smá inngjafir eru ekki nema til bráðabirgða og kalkskort ur mundi því óðara gera aft ur vart við sig. Hinsvegar er það víst, að kalkinngjafir í æðar eða undir húð reynast mjög heppilegar ásamt loft- dælingum í júgur doða- sjúklinga. Sjollena álítur, að loftið í júgrinu þrýsti og erti hinar sympatisku taug- ar, sem þar eru, en við það verki þær á kalkkirtlana til aukinnar starfsemi, svo að kalkið næst á ný úr forða- búrum líkamans. Margvís- legar rannsóknir hafa og verið gerðar á tetani eða flogadauða, sem hafa leitt í Ijós, að hann er af sams kon ar rótum runninn og doð- inn. Menn hafa tekið kalk- kii'tlana í burtu í smærri dýrum, annars vegar eða beggja vegna, til bess aðé.’órturdýra, sem kýrnar eru, draga úr eða hefta m^ð öllu starfsemi þeirra, en við það koma óðara í Ijós krampar eða flog — tetani—. Spýti maður inn undir húð eða í æð slíkra sjúklinga vaka (hormóni) þessara kirtla, hætta kramparnir. Loftdæl- ing í júgur og ealcium- gluconat-innsprauting næg- ir einnig oft til þess að lækna flogadauða. Bráðdauðinn mun og vera af sömu rótum runninn. Á það bendir það meðal ann- ars, að ieg þekki mörg dæmi þess, aö kýr hafa skollið nið ur fyi'irvaralaust og legið eins og dauðar við fyrstu sýn, en hafa sprottið upp aft *ur að vörmu spori og jafn- vel farið að jeta eins og ekk- ert hafi í skorist. Og svona geta þær dottið hvað eftir annað, jafnvel 3—5 sinnum. En oftast drepast þær í ein- hverju kastinu, þó að tekist hafi að lækna nokkrar með sams konar aðgerðum og doðann og tetani. Þá er eftir að vita, hvað það sje, sem valdi þessum háskalegu starfsemistruflun um vakakirtlanna. Fóstur- myndunin gerir að sjálf- sögðu móðurina næmari eða veikari fyrir, enda ber það oft við, að einmitt kýr í'jett óbornar detta niður í flog- um eða bráðapest fyrirvara- laust. Á einu heimili í Eyja- firði drápust tvær kýr i vet- ur með þessum hætti nokk- uru fyrir burðai'tal. — Báð- ar voru ký.r þessar með tveimur fóstrum. . Prófessorarnir Oluf Bang og Holger Möllgaard hafa fyrstir manna, að því er jeg best veit, leitt líkur að því, að starfsemistruflun þess- ara kirtla sje of megnri eða of kröftugri fæðu að kenna. Kraftfóðurgjöf hefir aukist mjög hjer á landi síðari ár- in, bæði er kraftfóður talið nauðsynlegt til uppbótar ljelegu heyi — nýræktar- töðu, og þó miklu fremur til holdgjafar en mjólkuraukn- þegar troðið er í þau daglega og mestan hluta ársins í kí- lóatali jafn eggjahvíturíku fóðri og síldarmjöli og öðru sjófangi. En í síldar- mjöli og öðru fiskmjöli eru hvorki meira eða minna en rúmlega 50 c/c eggjahvítu efni (hi’áprotein). — Þessi hóflausu matargjöf kúnna getur ekki haft góðri lukku að stýra. Því er það ráðleg- ast að draga til muna úr slikri matargjöf og þá eink- um síldarmjölsgjöfinni, ef menn vilja forðast stórfeld vanhöld í kúastofni sínum í framtíðinni. Áður fyrr var doði mjög sjaldgæfur, floga dauði með öllu óþektur hjer á landi, og sama er að segja um þennan bráðdauða. Og enn er það svo, að þar sem kýr eru fóðraðar á góðu heyi eingöngu, eða því sem næst, eru þessi sjúkdómsfvrir- brigði óþekkt, sjaldgæf eða lítt þekkt nema af afspurn. Af því, sem hjer að fram- an hefir verið sagt, tel jeg vafalaust, að of megnri fóðr- un sje starfsemistruflun vakakirtlanna að kenna og þar með vanhöld þau í kúa- stofni vorum, sem hjer er átt við. Reykjavík, 11. júní 1944. tSficijtstcjh. ScMcfcfCCcbjÁíSýob*? cc a cSxiuxjf cioeyi 3. Qjiún Áf. /0 - /2 Oý : 2- cá/yéeya som JV22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.