Morgunblaðið - 03.08.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.08.1944, Blaðsíða 4
4 &OORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 3. ágúst 1944. Höfum fengið frá Ameríku Herra-Sumarírokka í öllum stærðum, fjölbreytt úrval. ^Rlkclal % IÐNREKENDUR I byggingu, sem nú verður reist við aðal- götu, er óráðstafað ca. 200 ferm. iðnaðar- plássi, án skilrúma. — Góð lofthæð. Forlóð 15 metra breið frá götu. Þeir, sem vildu tryggja sjer pláss þetta, sendi tilboð á afgr. blaðsins fyrir kl. 12 á föstudag 4. þ. m, auðkent „Iðnaður“. Nýjor snyrtivörur Við höfum fengið litla sendingu af hinum margeftirspurðum Embassi-snyrtivörum andlitspúðar í mörgum litum, cream fleiri teg, varalitir, Make up Base og skinsoftener. RÚÐUGLER Höfum fengið enskt rúðugler 3, 4, 5 og 6 mm. þykt. Járn og Gler h.f. Laugaveg 70. — Sími 5362. Amerískt Kaffibætisduft verulega góð tegund fyrirliggjandi. IVIagniís Ih. S. Blöndahl Sími 2358. Best að auglýsa í IVIorgunblaðinu Ný bók: „Þjer eruð Ijés heimsins" Eftir síra Björn Magnús- son á Borg. SVO NEFNIST bók, sem ný- komin er út á forlagi bókaút- gáfunnar Norðri. Höfundurinn er síra Björn Magnússon á Borg. Fjallar bókin um sið- ræn viðhorf í ljósi fjallræðunn- ar. í inngangi bókarinnar segir höfundur m. a.: „Það er tilgangur þessa rits, að gera tilraun til að opna fyr- ir samtíðinni eitthvað af þeim fjársjóðum, sem alt of mörg- um eru lokaðir og gleymdir í fjallræðunni. Ymsum nútíðar- mönnum finnst, að „guðsorða- bækur“, og þar á meðal sjálf ritningin, sje fjarri hinu raun- verulega lífi. Hjer sje aðeins um að ræða fornaldarrit, sem að vísu kunni að vera merki- legt, en sje þó utan og ofan við þarfir daglegs lífs, og í hæsta máta óraunhæft. En sá dómur mun oftast vera sprottinn af vanþekkingu, eða þá af grunn- færni. Nokkurn þátt í honum mun einnig eiga sú staðreynd, að túlkun ritninganna hefir ekki ætíð verið í því formi, að aðgengilegt sje miklum fjölda manna. En það muni hinir sömu menn sanna, að lesi þeir ritninguna fordómalaust, og láti orð Jesú verka á sig laust við allar fyrirfram mótaðar skoð- anir, þá verður þeim ljóst, að þau eiga einmitt erindi til vor í dag. Fjallræðan er í tímabundn- um búningi. Það var háttur Jesú, að laga orð sín eftir skiln ingi og hugsunarheimi áheyr- enda sinna, svo að þeir gætu tileinkað sjer orð hans. Sá hugsunarheimur, sem vjer lif- um í á 20. öldinni, er vitanlega allt annar en sá, sem fjallræðan er miðuð við. Víða verður því að leysa orðin úr hinum tíma- bundna búningi, og færa þau í það form, sem skiljanlegt sje þessari samtíð, sem nú er uppi. eftirfarandi máli verður reynt að leggja fjallræðuna út á mál samtíðarinnar, og leiða fram þær niðurstöður, sem af henni leiðir í hinum ýmsu viðhorf- um nútímans. Sumum kann að virðast, að þær niðurstöðuf sjeu ýmsar á annan veg, en þeir hefðu búist við. En reynt verð- ur að fylgja þeirri aðferð, að láta stjórnast af anda kenning- arinnar, hlutlaust og án þess að hirða um, hvort niðurstöð- urnar eru í samræmi við hefð- bundinn skilning, ef þær að- eins eru rökrjett afleiðing af orðum meistarans. Hvort það hefir tekist er annara að dæma um“. Eins og kunnugt er, er síra Björn Magnússon fyrir löngu orðinn þjóðkunnur maður fyr- ir störf sín í þágu kristninnar í landi voru, og er ekki að efa, að hjer er um mjög merka bók að ræða, sem almnningur ætti að lesa, og kynna sjer þau við- horf fjallræðunnar, sem síra Björn Magnússon dregur hjer fram í áður nefndri bók. Ræða Charchills Framh. af 1. síðu. Churchill Japana vera orðna miklu liðfærri á sjó en banda- menn væru. Sprengjuregn á London. ,,Alls hefir nú“, sagði Churc- hill, ,,5340 svifsprengjum verið skotið á höfuðborgina, London, og aðra staði 1 Bretlandi. Af völdum sprengja þessara hafa 4734 menn beðið bana og, yfir 14000 særst alvarlega. 17.000 hús hafa eyðilagst algjörlega, en 800.000 skemst. Verið getur að Þjóðverjar byrji að skjóta að oss risarakettum, og hvet jeg alla, sem farið geta úr höfuð- borginni, að gera það“. Miljón manns sagði hann farna úr borg Innrásin gengur vel. Þá skýrði Churchill frá und- irbúningi innrásarinnar, og hvernig honum hefði verið hag- að. Sagði ráðherrann, að ekki hefði verið hægt að hefja inn- rásina fyrr, en Stalín hefði ver- ið lofað, að hún yrði hafin í maí eða júní og lofaði Stalín aftur á móti, að þá skyldu rússnesku herirnir byrja allsherjarsókn til vesturs. Churchill sagði, að erfiðast hefði verið að framleiða öll inn rásarskipin. Flest þeirra hefðu verið framleidd vestan hafs og alls hefðu verið notaðar 60 teg- undir af innrásarskipum, en nú væri líka kominn her á land, sem brátt myndi fá svigrúm til þess að neyta þess ofureflis, sem hann hefði á öllum sviðum, mannafla, skriðdrekum, fall- byssum og flugvjelum. Kostnaðurinn mikill. En kostnaðurinn hefir líka verið mikill, ekki sist í flug- hernum. Frá því í apríl og til júníloka misti breski flugher- inn einn 7000 menn fallna og ameríski flugherinn beið einn- ig mikið manntjón. En þessar viðureignir kostuðu óvinina meira manntjón en okkur. •— Og bráðlega myndu herir'banda manna á Frakklandi fá meira svigrúm til þess að beita sjer. Hinn illræmdi Churchill- skriðdreki. Churchill ræddi allmikið um hergögn og kvað skriðdreka bandamanna á Normandivíg- stöðvunum duga vel, ,,jafnvel hinn illræmda Churchill-skrið- dreka“, eins og forsætisráðherr ann komast að orði og var þá mikið hlegið af þingheimi. — Shermann skriðdrekana sagði Churchill ágæta og kvað hann aldrei í veraldarsögunni hafa verið til eins vel búinn her, eins og her bandamanna í Nor- mandi. Víglínur rofna. Churchill hrósaði Rússum mjög fyrir hina miklu sókn þeirra; hann kvaðst hylla Stalín og sagði að tjóðverjar hefðu gert allmikið axarskaft með því» að flytja ekki heim heri sína í Finnlandi og Eyslrasalts- löndunum, og nota þá til varn- ar heimalandinu. — Þá hrósaði Churchill einnig sókn banda- mannaherjanna á Ítalíu. Tyrkir í öruggri aðstöðu. Churchill kvaðst hafa umboð til þess að tilkynna, að tyrkn- eska stjórnin hefði slitið stjórn- mála- og verslunarsambandi við Þýskaland á grundvelli bresk-tyrkneska bandalags- samningsins, og kvaðst hann álíta Tyrki í öruggari aðstöðu nú en nokkru sinni áður. Sagði hann að ef Þjóðverjar, eða bandamenn þeirra rjeðust að Tyrkjum, myndu Bretar koma þeim til hjálpar með öllu því afli, sem þeir ættu yfir að ráða, ,,en engin þjóð, sem í styrjöld- inni lendir getur losnað við að færa fórnir“, sagði ráðherrann. Pólverjar og Frakkar. Churchill sagði að leitt væri til þess að vita, hversu slæmt samkomulag Pólverja og Rússa væri, en kvaðst ekki furða sig á afstöðu Rússa, ef athugað væri það tjón, sem Þjóðverjar hefðu unnið Rússum með sókn þeirra yfir Pólland á hendur Rússum. Kvaðst hann viss um að Rússar vildu vinsamlegt Pólland. Ráðherrann kvað mjög hafa batnað samkomulagið milli Bandaríkjanna og frjálsra Frakka við vesturf. De Gaulles hershöfðingja. Hann sagði að Bretum og frjálsum Frökkum bæri margt á milli, en ekki væri hægt að skipa málum í Evrópu eftir styrjöldina, nema að Frakkar væru með í bessum málum. NiíSurlagsorð. Churchill sagðist ekki treysta neinu hruni í Þýskalandi. Hann kvaðst aðeins treysta vopna- valdi bandamanna og rjettum málstað þeirra. Hann bað menn hugsa til höfuðborgarinnar London, sem á þessum úrslita- tímum styrjaldarinnar hefði leg ið undir sprengjuregni vikum saman. Bað Churchill alla gera skyldu sína, þá myndi alt bráð- lega fara vel. Að ræðunni lokinni var þingi frestað vegna sumarleyfis. VESTURVÍGSTÖÐ V ARNAR. Framh. af bls. 1. um, — Caen — Villiers Boc- hage svaeðinu , en þar gera bandamenn nú árásir og eru um þessar mundir háðar þar stór- orustur, eins og svo oft áður. Um úrslit þessara bardaga er ekkert hægt að segja að svo stöddu. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiinimiinHiiiimiiiiiiiiiiimiiiiHit BÍLABÓKIN I FÆST ENNÞÁ. | iiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiii Augun jeg hvíli með gleraugum frá TÝLI. Ef Loftur tretur það ekki — þá hver?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.