Morgunblaðið - 03.08.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.08.1944, Blaðsíða 7
Fimtudagur 3. ágúst 1944. MOBGUtíBLAÐlB S ! R ARTHIR TEDDER HERST J ÓRNENDUR vita það manna best hve tilvilj- únin á mikinn þátt í braut- argengi þeirra. Enginn af núlifandi mönnum hefir meiri ástæðu til að viður- kenna þetta en „Skotinn fljúgandi“, Sir Arthur Tedd er yfirlofthershöfðingi, sem er varamaður Eisenhowers, yfirhershöfðingja innrásar- innar. Þrisvar sinnum hefir heppnin hjálpað honum á- fram í áttina að þeirri stöðu sem hann nú hefir. í fyrsta sinni var það flugslys, í ann- að sinn ægilegur ósigur og þriðja skiftið óveruleg breyt ing á ferðaáætlun hans. Flugslysið var í nóvember 1940, þegar Wellington- sprengjuflugvjel hrapaði yf- ir Ítalíu, en í flugvjelinni var maður sá, sem átti að verða annar æðsti maður breska lofthersins í hinum nálægári Austurlöndum. Allir, sem í flugvjelinni voru, voru teknir höndum og ráðuneytið í London varð að senda annan mann í stað- inn. Sá, sem valinn var, var Tedder, sem þannig fjekk sitt fyrsta tækifæri, sem herstjóranandi á vívellin- um. En Tedder var ekki yfir- maður flughersins og hann hefði vafalaust orðið áfram undirmaður annara, ef Bret- ar hefðu ekki beðið ósigur í Grikklandi og á Krít. Eins og venjulegt er, eftir slíka ósigra, var hreinsað til með- al æðstu foringjanna, því að þeir hlutu að bera ábyrgð á ósigrinum, svo að þremur dögum eftir flóttann frá Krít var Tedder orðinn yf- irmaður alls flughersins í hinum nálægari Austur- löndum. 1 Vegna þessa fjekk hann tækifæri til að sýna hvað hann gat, þegar amerískar flugvjelar fóru að koma í stríðum straumum og stríð- ið fór að snúast Þjóðverjum í óhag. Casablankaráðstefnan. í ÞRIÐJA skiftið, sem hamingjan snerist Tedder í vil, var í janúar 1943, þegar hann -var kallaður heim til London til þess að gerast vara-yfirmaður bresku flug herstjórnarinnar. Á síðustu mínútu var __ ferðaáætlun hans breytt svo, að hann kæmi við í Casablanka á ráð stefnu þá, sem þar var hald- in af Roosevelt og Churc- hill. Kvöld nokkuð á þeirri ráðstefnu ræddi Tedder lengi við Eisenhower he'rs- höfðingja, og þeir komust að raun um, að þeir höfðu sömu skoðun á því hvernig nota ætti flugher í stpíði, og voru nærri því á sömu skoð- un um alt annað. Eisenhower sagði mjer mörgum mánuðum seinna í Algiers, að hann hefði þá þegar í Casablanka ákveðið að hann yrði að fá Tedder til þess að sveit hans við Mið jarðarhaf yrði fullskipuð. — Eisenhower sótti þetta svo fast, að litli skoski loft-hers- EFTIR DEMAREE BESS höfðinginn fór aldrei til Lon don til þess að taka við starfi sínu þar, en varð í þess stað yfirmaður loftherja Banda- manna í orustunum í Túnis, á_Sikiley og Ítalíu. „Við vorum mjög heppnir að ná í Tedder“, sagði Eis- enhower „vegna þess, að jeg er ekki í neinum vafa um að hann er einn af hin- um örfáu miklu herstjórn- endum vorra tíma“. Hið mikla álit ameríska hershöfðingjans á hæfileik- um Tedders svo og hve vel fór á með þeim, varð til þess að Tedder var að lokum sett ur varayfirhershöfðingi inn rásarliðsins. — En þótt líf hvers manns sje fult af smá atvikum, sem hjálpa honum áfram, dugir það lítið nema maðurinn sje fær um að nota sjer það. Tedder hefir ekki aðeins yfir að ráða skörpum gáfum og alúðlegri framkomu, en hefir einnig æfilanga reynslu í meðferð flughers. Tedder er alþýðlegur. í FYRSTA skifti sem ieg hitti Tedder, var, er jeg heimsótti aðalbækistöðvar flughersins í Norður-Afríku en þá bauð yfirmaður amer- íska hluta flughersins, Carl Spaatz, mjer óvænt til mið- degisverðar. Jeg skýrði að- stoðarmanni Spaatz frá því, að jeg væri rjett að koma úr flugferð svo að jeg ætti ekki einu sinni hreina skyrtu. „Það gerir ekkert til“, sagði hann, „hinir gest- irnir eru líka ferðamenn“. Þegar jeg kom, sá jeg að fataskortur minn þyrfti ekki að valda mjer neinum á- hyggjum. Útlit eins af gest- unum gerði mig sjerstak- lega rólegan. — Hann var stuttur, grannur breskur flugforingi, og hann var í einkennisbúningi, sem ekki var neitt verulega frábrugð- inn einkennisbúningi ó- breyttra hermanna. Hann var mjög rauðleitur og mag- ur í andliti, og hin stóru augu hans voru afar blá. — Áður en jeg fengi tækifæri til að kynna mjer stöðu hans sagði Spaatz við mig: „Þetta er Tedder“. „Nú jæja! Frjettaritari“, sagði Tedder, er við vorum kyntir. „Þjer hafið þá eitt- hvað nýtt af nálinni. Hvað vitið þjer, sem jeg ekki veit?“. Spurningin ruglaði mig í ríminu, en Tedder hjelt á- fram. „Jeg skal segja yður, að jeg hefi lært mikið af frjettariturum. — Þeir eru ekki alltaf bundnir við sömu vígstöðvarnar. Hvar hafið þjer komið, sem jeg hefi ekki verið?“ Jeg sagði honum að jeg hefði verið í Þýskalandi og hernumdu löndunum í Ev- rópu, áður en ársin var gerð á Pearl Harbor, og Tedder sagði „þar hefi jeg sannar- var skírSur „Innrés" „Innrás“ var hann skírður þessi snáði, sem fæddist 6 merku'r að þyngd í sjúkrahúsi í Chicago á sömu stundu og innrásin hófst. Þegar er búið að gefa snáðanum herskip og flugvjel til að leika. sjer að. Fult nafn hans er Leslie Invasion Bodmar. Faðir hans heitir Leslie Bodmar og er nú líklega í innrásairhernum í Frakklandi. lega ekki komið, þót; jeg búist við að koma þar innan skamms. Segið mjer nú eitt- hvað um Þjóðverjana“. Meðan við sátum undir borðum, beindi hann hverri spurningunni af annari til mín, meðan jeg reyndi að snúa samræðunum svo að jeg gæti fengið hann sjálfan til að segja mjer frá ein- hverju. Að síðustu tókst mjer það með því, að segja honum hvernig Þjóðverjar höguðu sjer meðan stóð á or ustunni um Bretland 1940, en þá gaf hann mjer ítarleg- ar upplýsingar um það hvernig breski loftherinn sigraði Þjóðverja í þessari úrslitaorustu — þótt hann mintist ekki einu orði á þált sinn í þeim sigri. Samt sem áður veit jeg, að Tedder átti mikinn þátt í því, með því að hann hafði ráðið miklu um hvaða teg- undir flugvjela voru smíð- aðar. Ef Bretar hefðu fram- leitt aðrar flugvejalar eins og sumir aðrir ráðandi menn vildu, hefði útkoman getað orðið alt önnur en raunin varð á. * Tedder er nú fimmtíu og þriggja ára gamall, tveimur mánuðum eldri en Eisen- hower. Hann hefir starfað í flughernum í tuttugu og átta ár, eða alt frá því, að hann var fluttur úr fót- gönguliðinu árið 1916, í miðri fyrri heimsstyrjöld- inni. Þótt Tedder hefði verið forspár og vitað fyrirfram nákvæmlega hvernig nú- verandi styrjöld yrði, myndi hann varla hafa getað búið sig betur undir núverandi stöðu sína heldur en hann gerði, |jví að aðaláhugamál hans var altaf lofthernaður, en hann lagði líka stund á land cg sjóhernað. Árangur innrásarinnar að vestan mun ac miklu leyti byggjast á samhæfni og samstarfi allra þessara þriggja höfuð- greina hernaðarins. Eins og nú standa sakir, verður Tedder að gera miklu meira heldur en stjórna flugherjum, líkt og við Miðjarðarhaf. -— Hann verður að aðstoða við að samhæfa hlutverk landhers, sjóhers og lofthers. Það er því táknrænt, að þegar ár- ið 1941 sagði hann í skipun til liðsmanna sinna: „Jeg er viss um að sá hinn náni fjelagsskapur milli landhers, flughers og flota, sem mótast hefir á síðustu mánuðum, mun verða mikil vægasti þátturinn í því að brjóta á bak aftur veldi ó- vinanna í hinum nálægari Austurlöndum. Tedder og Montgomery — Skotar í ÞRJÚ ár hefir Tedder án árekstra unnið saman með hinum snjalla en óvana fasta yfirmanni breska átt- unda hersins, Montgomery hershöfðingja, sem nú er yf- irmaður bresku landher- sveitanna, sem taka eiga þátt í innrásinni. Þar sem þeir eru báðir Skotar, þá skilja þeir hvern annan niður í kjölinn og má búast við jafngóðu samstarfi hjá þeim í framtíðinni. Sú staðreynd, að Tedder er Skoti, gerir hann sjerstak lega hæfan til þess að stjórna jafnt amerískum sem breskum hersveitum. Eisenhower sóttist eftir hon um meðal annars vegna þess hve , Skotinn fljúgandi“ átti gott til vina meðal Ame ríkumanna. Hann er einn af þeim mönnum, sem Amer- íkumönnum geðjast að við fvrstu sýn, og sem aldrei fara í taugarnar á þeim. Það hefir oft verið á það minnst hve nauðsynlegir Skotarnir sjeu breska heims veldinu, ekki aðeins vegna færni þeirra, en vegna þess að þeir eru nokkurs konar túlkar milli Englendinga og hinna þjóðanna sem það byggja. Enska stjettafyrirkomu- lagið festi aldrei rætur í Skotlandi, en þar er fræðslu starfsenq.in mjög lík og í Ameríku. Mentunin nær þar til allra stjetta og það er ekki eins mikill munur á máli mentaðra og óment- aðra eins og í Englandi. Tedder er á sama máli og Eisenhower að stríðið verði aðeins unnið með fullkomnu samstarfi, allra enskumæl- andi þjóða. í stríðinu í Tún- is gaf breskur liðsforingi út áminningu, sem stoltur ame rískur landhershöfðingi skildi sem ádeilu á herstjórn sína. — Ameríkumaðurinn rauk upp í bræði og tilkvnti það foringjaráði sínu, að hann væri að fara t,il þess breska, til þess að fá leið- rjettingu mála sinna. Þegar hershöfðinginn var farinn, símaði breskur foringi sem viðstaddur var, til Tedders og sagði honum frá þessu. Tedder stökk upp í flugvjel og kom í bækistöðvar breska foringjans rjett í því að Áme 'ríkumaðurinn var farinn að hárífast. Hershöfðingjarnir, sem báðir voru risar að vexti og róm, öskruðu þarna hver á móti öðrum þegar Tedder gekk inn án þess að gera boð á undan sjer. Sam- anborið við hina tvo leit hann út eins og skólapiltur. Tedder sagði ekki orð en stóð hjá og reykti pípu sína. Hershöfðingjarnir hjeldu áfram að rífast, en allt í einu hætti Ameríkumaður- inn og kallaði til Tedder. — „Fjandinn hirði þig. Þú heldur að þú ætlir að verða sáttasemjari milli okkar. — Jæja, þjer skal ekki verða kápan úr því klæðinu, jeg ætla að verða það sjálfur! Jeg ætla nú að taka í hend- ina á þessum náunga hjerna og sættast við hann“. Hann tók svo þjett í hönd Bret- ans, sem hafði móðgað hann og þeir gengu svo allir burtu Framhald á 8. síöu,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.