Morgunblaðið - 04.08.1944, Page 1

Morgunblaðið - 04.08.1944, Page 1
81. árgang-ar. 173. tbl. — Föstudagaf 4. ágást 1944. IsafoldarprentsmiSja h.f. BANDARÍKJAIUENIM 8ÆKJA HRATT FRAIU FRÁ REIMNES OG DINANT Svifsprengjuárásir harðnandi London í gærkveldi: Svifsprengjuárásir Þjóðverja hafa aldrei verið eins harðar og í nótt sem leið og í dag. — Komu sprengjurnar inn yfir landið í smáhópum í nótt og þurftu loftvarnaskyttur að standa við byssur sínar alla nóttina. Einnig í dag hafa marg ar' sprengjur fallið, og hefir tjónið af þessari auknu skot- hríð verið með mesta móti, bæði á mönnum og eignum. Síðari hluta dags í dag fóru stórhópar Lancaster- og Hali- fax-sprengjuflugvjelar til árása á svifsprengju- og rakettustöðv ar Þjóðv. í Frakklandi.' Komu sprengjur flugvjelanna niður á að minsta kosti tvær flug- sprengjustöðvar fyrir norðan París. — Reuter. Graziani sijórnar nýjum her London í gærkveldi. Hitler og Mussolini gáfu í dag út sameiginlega tilkynn- ingu um nýjan her, sem stofn- aður hefir verið á Ítalíu. Eru í honum þýsk og ítölsk herfylki, en stjórnandi hans verður Graziani marskálkur hinn ítalski, sem einnig er hægri hönd Mussolinis nú. — Verður þessum nýja her að sögn beitt á Italíuvígstöðvunum, og hefir Kesselring, yfirmaður allra þýsku herjanna þar, gefið út dagskipan, þar sem hann fagn- ar komu hins nýja hers og kveð ur hann munu berjast af mestu hreysti undir stjórn hins fræga yfirmanns síns, Grazianis. — Reuter. Fá Rússar leið um Dardanellasund! London í gærkveldi. Mikið er nú um það rætt, hvort Rússar fái leið fyrir skip sín gegnum Dardanellasund, eftir að Tyrkir slitu stjórnmála sambandi við Þjóðverja, og halda ýmsir því fram að svo verði. Þjóðverjar telja sam- bandsslitin sigur fyrir Rússa, og segja þýsku blöðin, að þetta verði til þess að þeir auki mjög áhrif sín í Suður-Evrópu, ekki síst, ef skip þeirra fái hjer eft ir að sigla frá Svartahafi til Miðjarðarhafs, að vild. — Reuter. Utanríkisráðtierra Spánverja látinn London í gærkveldi: Tilkynt var í Madrid í dag, að utanríkisráðherra Spánverja Jordana hershöfðingi, hefði í dag orðið bráðkvaddur að sumarsetri sínu, skamt frá Madrid. Jordana var fyrsti ut- anríkisráðherrann í stjórn Francos, veik svo fyrir Suner, en hafði nú gengt embættinu alllengi. — Reuter. Kviknar í úl frá slraujárni ' UM KLUKKAK 15.30 í gær var slökkviliðið kvatt að Bar- ónsstíg 24. Kviknað hafði í út frá strau- járni? og hafði það brent sig gegnum gólf og loft. er slökkvi liðið kom á vettvang. Slökkviliðinu tókst þegar að slökkva eldinn. Skemdir urðu ekki aðrar en þær. sem áður eru nefndar. Þéssi mynd var tekin í borðsal þýsku liðsforingjanna í Cher- bourg; skömmu eftir að borgin fjell Bandaríkjamönnum í hend- ur. Eins og sjá má, hefir ekki enn verið tekið af borðinu, eftir síðustu máltíð liðsforingjanna. — Mynd af Hitler á veggnum og þýskir herfánar. Síðasta máltíðin Báðar borgirnar fjellu þeim í hendur í gær London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. RENNES, höfuðborg Bretagne og Dinant, allstór bær suður af St. Malo, hafnarborginni á norðurströnd skagans, fjellu í hendur Bandaríkjamönnum í dag. og hafa sveitir þeirra þegar sótt hratt fram frá Rennes og munu nú vera vel hálfnaðar þvert yfir skagann (sjá kort á bls. 12). Austar berjast Bretar af mikilli hörku við þýskar skriðdrekasveitir. sem lítt hafa látið undan síga og gera gagnáhlaup í sífellu. Hefir aðstaðan þar lítið breyst. Bretar eru nú um einn km. frá Villiers Bochage. Lílil framsókn við Florens London í gærkveldi. Framsókn bandamanna fyrir sunnan Florens hefir í dag ver- ið sama og engin, þótt orustur hafi verið feikna harðar, eins og að undanförnu. Það er eink- um stórskotalið Þjóðverja, er gbrir sóknina erfiða. Hafa þeir þarna mikið af allskonar fall- byssum ( Það er helst fyrir suðaustan borgina. sem indverskar her- sveitir hafa unnið lítiðeitt á, tekið þar tvær hæðir. Lausa- fregnir herma. að Þjóðverjar sjeu farnir að láta flytja íbúana af svæðinu við norðurbakka Arnoárinnar og þykir þetta benda til, að þeir ætli að koma þar upp varnarstöðvum. Rennes, sem nú er fallin í * hendur bandamönnum, er stærsta borgin, sem þeir hafa enn náð í Frakklandi, íbúar um 70 þúsund. Borgin er mikil sam göngumiðstöð og liggja þaðan vegir og járnbrautir í allar átt ir. Borg þessi er höfuðstaður Bretagnehjeraðs. — Bærinn Dinant, sem einnig var tekinn er líka nokkuð stór, og gerir fall hans aðstöðu þýska liðsins í St. Malo all erfiða. Skjót og mikil sókn. Sókn Bandaríkjahersins til Rennes og Dinant hefir verið sjerstaklega hröð, enda hefir mótspyrna Þjóðverja ekki ver- ið mikil. Hafa þeir sótt fram tæpa 100 km. á fáeinum dög- um. Austar hafa þeir einnig sótt fram, en þar hefir mót- spyrnan verið harðari og sókn- in minni. Enn austar eiga Bret- ar og Kanadamenn í miklum orustum. Þjóðverjar verja landamærin af hörku Stórorustur um 15 km. frá þeim London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÞJÓÐVERJAR gera nú alt sem í þeirra valdi stend- ur, til þess að reyna að hindra að Rússar komist inn í Austur-Prússland og eru ' háðar gífurlega harðar or- ustur um 15 km. frá landa- mærunum, en fregnritarar segja að fyrstu fallbyssukúl- ur Rússa hafi þegar fallið á þýska grund. Hafa Rússar unnið nokkuð á í orustunum þarna, en þó ekki mikið. Rússar komnir yfir Vislu. I herstjórnartilkynningu sinni í kvöld skýra Rússar í fyrsta skifti frá því, að þeir sjeu komn ir yfir stórfljótið Vislu í Pól- landi. Er það tæpum 200 km. suður af Varsjá, sem þeir brut- ust yfir, en um 145 km. norð- austur af Krakov. Fregnritarar í Moskva segja, að Þjóðverjar hafi þegar ráðist með skriðdrek um á liðið sem yfir komst og sje nú barist þar af miklum móði. Loftorustur nærri Varsjá. I allan dag hafa staðið grimmi legar loftorustur yfir ferjustöð- unum yfir Vislufljót nærri Var- sjá, og lítur svo út, sem það sje mest undir úrslitum þeirra bar- daga komið, hve snemma Rúss- um tekst að koma liði yfir fljót- ið á þessum slóðum. Þar sem Þjóðverjar eru ekki enn komn- ir vestur yfir fljótið, er mikið barist og er sagt að Himler, hinn nýi yfirmaður ,;heimahersins“ þýska hafi þegar sent þangað sveitir nýs varaliðs. Örugg fótfesta á Eystrasaltsströnd. Duncan Hooper, fregnritari vor í Moskva, símar í kvöld, að Rússar hafi nú náð öruggu tangarhaldi á nokkrum hluta Eystrasaltsstrandarinnar nærri borginni Riga. Ekki hafa Rúss- ar sjálfir sagt frá þessu opin- . berlega. Um þessar slóðir eru bardagar allharðir og einnig í Framh. á 2. síðu Gagnáhlaup og virki. A austurhlutum vígstöðv- anna verjast Þjóðverjar eink- um á hæðum. Er það aðallega fótgöngulið, sem þar tekur sjer stöðu og hefir hver sveit jafn- an skriðdreka með sjer til stuðn ings. Eru sveitir þessar oft erf- iðar viðureignar, enda lands- lagið þarna gott til varnar. — Flugher bandamanna hefir ekki getað beitt sjer mikið í dag, sökum slæms flugveðurs, en í gær var hver flugvjel á lofti. Átök á Caens' æðinu. Langhörð 3t er vörn Þjóð- verja á svæðir... fyrir. sunnan og suðr -ó úc' n Caen, þar sem Þjóðvejar beita skriðdreka- sveiturn í vörninni. Eru þetta S. S.-sveitir og hefir yfirmaður einnar þeirra, Sepp Dietrich, nýlega verið gerður hershöfð- ingi. Einnig hefir anriar S. S,- foringi verið hælrkaður allmik ið í tign, „fyrir trúmensku við foringjann“. Framh. á 2. síðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.