Morgunblaðið - 04.08.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.08.1944, Blaðsíða 2
2 MObGUNBLAÐIÐ Föstudagur 4. ágúst 1944. Reykjavíkurmótið Jafntefli Víkings og Fram 2-2 Eldurian í Cutenberff. Hflikið verðmæti var i hætfy NÆST SIÐASTI leikur Reykjavíkurmótsins fór fram í gærkveldi milli Víkings og Fram. — Leikar fóru þannig, að jafntefli varð, 2:2. Veður var heldur leiðinlegt, rigningarsuddi og töluverður vindur. — Fram Ijek undan vindi fyrri hálfleikinn og hófu þeir þegar sókn, sem bar eng- an árangur. Samt þurfti ekki lengi að bíða eftir fyrsta mark inu, því að er 5 mínútur voru liðnar af honum, gerði Víking- ur upphlaup. Miðframherja þeirra, Herði Ólafssyni, tókst að leika sig frían. Skaut föstu skoti, boltin lenti í stönginni og hrökk í mark, án þess að Magnús gæti nokkuð að gert. Við þetta mark færðist nokk uð fjör í leikinn, sem þó hjelst ekki lengi. Hálfleikurinn var hjér eftir oftast heldur bragð- daUfur og leikurinn ekki sem bestur. Hefir veðrið án efa or- sakað það. Yfirleitt lá á Víking um, enda höfðu þeir á móti vindi að sækja. Framarar höfðu þó ekki eins gott vald á knettinum og æskilegt hefði verið fyrir þá og markskotin því færri og hættuminni en ellá, þótt sum þeirra hefðu get að‘ orðið Víkingum hættuleg. Anton varði af prýði. Víkingum tókst þó, einkum er fór að líða á hálfleikinn, að gera nokkur upphlaup, sum hættuleg. Og var svo komið á síðustu mínút- unum að þeir máttu heita í sókn, en ekkert var skorað. — Fyrri hálfleikurinn endaði því með 1:0, Víking í vil. % Sáðari hálfleikur. Síðari hálfleikurinn var mun betur leikinn og fjörugri en sá fyrri. Víkingar ljeku hú und- an vindi og byrjuðu, eins og Fram í fyrri hálfleik, á sókn. En Adam var ekki lengi í Para dís frekar en þá. Er um fimm mínútur voru af leiknum gerði Framy upphlaup, sem endaði með því að Víkingur fjekk á sig vítaspyrnu. Sigurður Jóns- son tók hana og skoraði. Leik- ar stóðu þá 1:1. — Leikurinn var nú •orðinn fjörugur og oft hraður. Lá meira á Fram og munaði litlu að Víkingum tæk- ist að skora, en Magnús gerði skyldu sína í marki. Framarar gerðu þó nokkur upphlaup, sem hrundið, en sum þeirra hefðu getað orðið Víkingum skeinuhætt. — Nú heyrðust raddir um það að þessi yrðu úr- slitin og að fleiri mörk yrðu ekki gerð. En er um 15 mínútur voru eftir af leiknum gerðu Framarar sókn allharða að* marki Víkings. Anton hljóp út úr markinu, náði ekki knettin- um, Tveir Framarar stóðu ein ir sjer fyrir framan autt mark íð með boltann, og þegar þeir höfðu áttað sig á þessu óvænta háppi, skoraði Þórhallur með lausu skoti. Færðist nú fjör yfir leikinn á ný. Framarar gerðu áköf á- hjaup á Víkingsmarkið og virt- u?t nú ætla að tryggja sjer sig urinn, en vörn Víkinga reynd- ist góð. En öll kurl voru ekki enn komin til grafar. Víkingar gerðu sóknarlotu að marki Fram og tókst Eiríki Bergssyni að skora, er um 3 mínútur voru eftir. — Leikurinn var mjög hraður það sem eftir var, en fleiri mörk voru ekki sett. Leikar standa nú þannig, að Valur hefir 3 stig, Víkingur 3, K. R. 2 og Fram 2 stig. — Úr- slitaleikurinn fer fram í kvölð milli Vals og K. R. — Fram og Víkingur geta ekki lengur unn ið mótið. Þ. „Daily Worker" fær enn ekki að hafa sfríðsfrjeitarifara London í gærkveldi: Þingmaður kommúnista, — Gall'agher, gerði fyrirspurn í neðri málstofu breska þingsins um það, hversvegna breska kommúnjstablaðið ,,Daily Worker“ fengi enn ekki að hafa frjettaritara. Var honum svarað til afhálfu stjórnarinnar, að bann þetta myndi ekki upphafið, þar sem ekki væri hægt að trúa kom- múnistum fyrir mörgu af því, sem aðrir stríðsfrjettaritarar fengju að vita, enda hefði bann ið verið sett, vegna ,þess að kommúnistar hefðu misnotað þá vitneskju, sem þeir hefðu fengið, sem fregnritarar, til þess að njósna, og sæti einn þeirra í fangelsi fyrir það. — — Reuter. Tyrkir senda breska þinginu kveðjur London í gærkveldi. Tyrkneska þingið hefir sent breska þinginu vinarkveðjur sínar; og segir í ávarpi þingsins, að tyrkneska þingið sje stolt yfir því. að hafa staðið við alla samninga við Breta, og sendi hinu virðulega breska þingi bestu kveðjur sínar. í Bretlandi gera menh sjer vonir um að sambandsslit Tyrkja við Þjóðverja kunni að hafa ýms áhrif á þjóðir Suð- austur-Evrópu, sem verði bandamönnUm mjög í hag. Reuter. „Tyrkir rufu gerða samninga" London í gærkveldi: Þýsku blöðin gera í dag að umræðuefni sambandsslit Tyrkja við Þjóðverja og Ijúka upp éinum 'munni um það, að Tyrkir hafi fullkomlega að á- síæðulausu rofið vináttu- og viðskiftasamninga sem lengi hafi verið i gildi milli land- anna og hallast á sveif með þeim þjóðum, sem verst hafi leikið tyrknesku þjóðina eftir heimsstyrjöldina fyrri, svift Tyrki löndum og gert alt; sem þeir máttu, til þess að Tyrkir yrðu vanmáttugt smáríki. — Reuter. Danmerkur- frjeSfir Úr danska útvarpinu hjer. Kveðja frá Norðmönmim. UTANRÍKISRÁÐHERRA Norðmanna. Trygve Lie, hefir sent formanní Frjálsra Danæ í London, Christmas Möller, kveðju, sem ráðhercann hafði fengið senda frá heimavígstöðv um Norðmanna, með tilmælum um að koma henni til skila. Segir svo í kveðju þessari, að Norðmenn heimavígstöðv- anna sendi Frelsisráði Dana hinar hjartanlegustu hamingju óskir vegna þess sigurs sem Danir hafa unnið í baráttunni gegn hinum sameiginlega óvini. Eins og þjer Danir segir í kveðj unni, bíðum við í Noregi óþol- inmóð en einbeitt eftir þeim degi þegar gefið verður merki um að við skulum koma fram í dagsljósið, með fullu afli reka ofbeldismenn nasismans af höndum okkar'og endurheimta frelsið. Ótti um matvælaskort. Vegna síðustu fyrirskipana Hitlers um algera hervæðing, hefir ótti gripið almenning í Danmörku, að nú muni Þjóð'- verjar hrifsa til sín alt sem þeir geta af matvælum. Kaupa því margir ihatarbirgðir, svo til vandræða horfir. T, d. var rúg- brauð um tíma ófáanlegt í Höfn.* Líklegt er talið, að þessi ótti sje ekki á rökum bygður. En hitt ætli Þjóðverjar sjer, að breyta til um rekstyr ýmissa verksmiðja sjer í Viag, svo þeir fái þar meira af hernaðarnauð- synjum, en þeir hafa fengið. Til þess að fá betra samband "við verksmiðjúrnar, hafa- þeir heimtað að bæjarsími Hafnar setti upp beint símasamband við 50 verksmiðjur. 25 manns handteknir í Dragör. Nýlega tók þýska lögreglan 25 manns fasta í Dragör, ásak- aða um að hafa annast óleyfi- lega flutninga til Svíþjóðar. Nokkru áður hafði þefari ver ið sendur til Dragör að kvöldi til. Gekk hann þar á milli manna og bað um að fá sig fluttan yfir Sundið fyrir 6.000 krónur. En enginn treysti hon- um, svo hann fjekk hvergi vil- yrði fyrir að hann yrði ferjað- ur yfirum. En næsta kvöld kom hann aftur, í fylgd með þýskum lögreglumönnum, er tóku nú fast það fólk, er þefarinn hafði haft tal af kvöldið áður. Þefari drepinn. Fyrir nokkrum dögum var einn af þefurum nasista drep- inn á götu á Friðriksbergi. Tveir menn komu eftir götunni. Þeir gengu sitt á hvorri gang- stjett. Þeir skutu báðir á þef- arann samstundis. Hann var þegar dauður. Skotmennirnir hurfu. — Vesturvígstöðvarnar Framhald af 1. síðu Framsókn Breta og Kanada- manna á þessu svæði hefir ver ið mjög hæg og einnig hafa þeir sótt lítið eitt fram frá borginni Vire, sem tekin var í gær, að minsta kosti mestur hluti henn .ar. MIKIL IIEPNI var það, að ekki varð etórkostlegt tjón af eldinum, sem braust út í Ríkisprentsmiðjunni Guten- berg aðfaranótt miðvikudags. Hjer var um að ræða gamalt timburhúS, en feikna verðmæti innan veggja. Er talið, að verðmætið, sem hjer var í hættu, hús, vjelar og annað' sem í húsinu-var, hafi verið 1 til 11/2 miljón króna virði. En ef hið stóra hús, Gut- enberg, hefði brunnið til iösfcu, eru litlar eða engar líkur til þess, að tekist hefði að bjarga áföstum og nær- liggjandi húsum, svo mikið hefði eldhafið vafalaust orð- ið. Er það fyrst og ffemst að þakka ágætu starfi slökkvi- liðs bæjarins, að ekki varð stórkostlegt tjón af völdúnv þ'essa eldsvoða. Einnig á lög- reglan ]>akkir skilið, því að það var hún, sern fyrst tók eftir eldinum og gerði aðvart urn hann. Lögreglan aðstoðáði einnig dyggilega við slökkvi- starfið. Hepni og tilviljun. , Blaðið snjeri sjer til Karls Bjarnasonar brunarvarðar og bað hann unv upplýsingar um slökkvistarfið. Slökkviliðs- stjóri er veikur og gat því ekki verið viðstaddur. Eftir- farandi frásögn er bygð á upp lýsingum Karls brunavarðar.: Slökkvistöðin fjekk bruna- kallið kl. 3.21 unv nóttina og var samstundis farið á bruna- staðinn. Var þá mjög mikiK reykur að sjá í kjallara húss- ins og á annari hæð, en ekki sjáanlegt hvar eldurinn væri. Þegar búið var að tengja fyrstu slönguna við bruna- hana, var ráðist til inrígöngu í húsið. Var farið inn bakatil og rjeði því eiginlega hrein tilviljun. En sú hepni var með slökviliðinu, að komið var inn í húsið beint yfir þeinv stað, sern eldurinn átti upptök sín, í k.jallara hússins. Var nú unnið kappsamlega að því, að slökkva eldinn. Þrjár vjelknúnar slökkvidæl- ur voru notaðar, þar af ein frá ameríska setuliðinu. Slökkvideild setuliðsinS er jafnan gert aðvart þegar eld- ur brýst út í bænum og bregð- ur hún altaf skjótt við og að- stoðar dyggilega við slökkvi- starfið. Slökkviliðið var að þessu sinni óvenju fáliðað, vegna. fjarveru margra úr bænurn og olli það nokkrum óþægindum. En slökkviliðsstarfið geklc þó vel og var að fullu búið að slökkva eldinn kl. 4.30. Karl brunavörður ljet þess sjerstafelega getið, að það hefði ljett mjög starf slökkvi- liðsins, að Steingrímur Guð- mundsson forstjóri prent- smiðjunnar var þarna mættur og leiðbeindi slökkviliðinu um’ húsaskipun o. fl. ,senv að gagni kom. Óvíst enn um tjónið. Ekki verður enn sagt urn það með neinni vissu, hversir mikið tjón hefir hlotist a£ þessum bruna. Tilfinnanlegt er tjónið, sem orðið hefir á ýmsum upplöguxn, sem geymd voru þarna, svo og á verkum, sem verið var að vinna að. Er hætt við, að þetta hafi eyðilagst meira eða m-inna. Enn er ekki fullrannsak- að hversu miklar skemdir hafa orðið á -vjelum prent- smiðjunar. Allar setjaravjel- ar verður að taka upp og hreinsa. Ýms stykki í stórui prentvjeíunum hafa skemst eða eyðilagst, en þó ekki svo mikið, að vjelarnar verði ó- nýtar. Unið er nú kappsamlega nótt og dag að því, að hreinsa. til í prentsmiðjunni, taka upp vjelar og hreinsa þær. Talið er, að setjaravjelarnar geti tekið til starfa á ný eftir helgi. _ , Ekki er vitað hvað valdið hafi upptökum eldsins, en; sennilegt er talið, að kviknað' hafi út frá rafleiðslum í kjallara hússins. — Rússland Framh. af 1. síðu. Eisttandþ þar sem Rússar hafa sótt nokkuð fram á Narvasvæð- inu. * Gagnáhlaup S. S.-manna. Þjóðverjar skýra frá gagn- áhlaupum þýskra S. S.-sveita nokkru fyrir norðaustan Var- sjá og segja að þeim hafi tekist að taka aftur bæ einn og tvö þorp. Rússar segja í herstjórn- artilkynningu sinni, að þeir hafi enn sótt fram nokkuð norðvest- ur af Kovno og tekið þar ýms þorp. Fyrir vestan og norð- vestan Yaroslav segjast Rússar einnig hafa unnið á og um skörð í Karpatafjöllunum er einnig barist í ákafa, sjerstaklega þó eitt; sem þýðingarmikill þjóð- vegur liggur eftir. 15 km. viglína. Það er á 15 km. víglínu^ sem oruslurnar eru harðastar við landamæri Austur-Prússlands, og herma fregnrilarar; að Rúss ar dragi nú að sjer mikið lið til þess að brjótast í gegn þarna, og einnig hefir heyrst; að Þjóð- verjar hafi fengið óþreytt skrið drékaherfylki til þessara víg- stöðvg. Um liðsflutninga Þjóð- Verja frá Eistlandi hafa ekki borist frekari fregnir. Barist við uppreisnar- menn. London í gærkveldi: Þjóð- verjar tilkynna nú daglega ör- ustur við uppreisnarmenn að baki vígstoðvunum í Frakk- lapdi. í dag segja þeir, að frá því að innrásin hófst, hafi þeir fellt 7300 uppreisnarmenn og spellvirkja, en tekið 4700 höncl um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.