Morgunblaðið - 04.08.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.08.1944, Blaðsíða 12
11 * íorseta Islands vel fagnað Húsavík í gær Frá frjettaritara vorum í Ilúsavík 3. ágúst. í DAG kl. ] e. k. fór forseti Isiands frá Akureyri, áleiðis til Húsavíkur, en l>aðan komu á móti honum sýslumaður í*in geyjarsýslu, Júlíus Hav- steen, prófasturinn á Húsa- vík, sr. Friðrik A. Friðriks- son, hreppsstjórinn á Iíúsa- vík, Þórarinn Gtefánsson og iSefehirinn á Breiðumýri, 8norri Ölafsson og frú hans. Finnig vorii þarna í för sýslu nefndarmenn og' hreppsnefnd- armen úr suðurhreppum sýsl- unnar. y Mætti hópurinn forseta við Goðafoss og bauð sýslumaður hann velkominn í Þingeyjar- sýslur, en læknisfrúin á Breiðumýri afhenti forseta hiómvönd. Síðan var ekið til Húsavík- ur, og er þangað kom, stóðu skátar heiðursvörð við sam- komuhús staðarins, en Karl Kristjánsson oddviti bauð for- seta velkominn og bauð hon- um til kaffisamsætis í sam- fcomuhúsinu, sem var fagur- lega skreytt með fánum og öðru skrauti, þar á meðal fán- um aiira hreppa sýslunnar. Ýfir borðum ávarpaði sýslu- maður forseta, en forseti þakkí aði og ávarpaði samkomuna, en hana sátu hreppstjórar, oddvitar og aðrir embættis- og sýslunnarmenn sýslunnar, ásatnt fleiri gestum. -— Að ræðu forseta lokinni, tóku til máls: Karl Kristjánsson odd- viti, Kári Sigurjónsson hrepþs stjóri Tjörneshrepps, Þórdís Ásgeirsdóttir form. kvenfjel. Húsavíkur, prófastur Friðrik A. Friðriksson. Þá las sýslu- maður ávarp frá sýslunefnd Norður-Þingeyjarsýslu, og að, íokum mælti form. íþrótta- fjelagsins Völsunga, Sigurður P. Björnsson nokkur orð. Frá samkomuhúsi var geng ið til kirkju og ávarpaði for- seti af tröppum kirkjunnar mikinn mannfjölda, sgm þar hafði safnasfc saman. Síðan skoðaði forseti kirkjuna og að því búnu söng kirkjukór staðarins tvö lög, en það voru þessi: Græðum saman mein og mein og þjóðsöngurinn. Eftir þetta skoðaði forseti. sjúkrahúsið og heiisaði upp a sjúklinga þá, sem þar dvelja, að því búnu skoðaði hann hafnarmannvirki og önnur mannvirki staðarins. Áður en forseti fór frá Ilúsavík kom hann á heimili sýslumanns. Húsavík var fánum skreytt ög einnig skip á höfninni, en veðrið var það besta, sem þar hefir lengi komið, stafalogn og sóiskin. Var koma forseta staðarbúum og hjeraðsbúum öllum til mikillar ánægju, og náttúran sjálf hefði ekki get- að heilsað honum fegur en hún gerði. Allar móttökur yö'ru og hinar virðuleguastu. f kvöld lagði forseti af stað tit Akureýrar. JllatSpitttUikHd Vesturvígstöðvarnar Kortið hjer að ofan sýnir helstu staðina, þar sem bandamenn sækja nú fram í Frakklandi, t. d. borgina RENNES, sem Bandarríkjahersveitir hafa^iú tekið, og cinnig bæinn Iíinant, norðar Clæsileg skemmtiferð templara til ísafjarðar og Þingeyrar ÞINGSTUKA REYKJAVIK- UR «efnir til skemtiferðar til ísafjarðar og Þingeyrar, nú um helgina. — Er hjer stærsta og lengsta hópferð templara, sem farin hefir verið, þátttakendur eru 300 talsins og ekki hægt að bæta neinu þar við. Þorsteinn J. Sigurðsson heíir skýrt blað- inu svo frá: Þriggja manna nefnd hefir undirbúið förina, þeir Þorsteinn J. Sigurðsson, Helgi Helgason og Einar Björnsson, eiga sæti í henni. Farið verður hjeðan kl. 7 að kvöldi n. k. laugardag, með m. s. Esju. í förinni verður vinsæl asti leikari borgarinnar Brynj- ólfur Jóhannesson, mun hann eiga að fá fólkið til þess að gleyma því, að sjóveiki sje *til. Þá verður Lúðrasveit Reykja- víkur, undir stjórn A. Klahn. Mun lúðrasveitin leika á skipi, einnig munu hljóðfæraleikarar úr Lúðrasveitinni leika fyrir dansi á skipsfjöl. Til ísafjarðar mun skipið koma að morgni sunnudagsins 6. ágúst. Er skemtiferðarfólkið hefir stigið á land, mun verða gengið til kirkju, hlýtt messu. Klukkan 2 e. h. verður gengið undir fánum, með Lúðrasveit feeykjavíkur í fararbroddi. — Verða skrúðgöngur vestfirskra og sunnlenskra templara sam- einaðar og gengið að Stórurð, skemtisvæði Isfirðinga. (Þar var þjóðhátíðin haldin 17. júní) — Þar fara fram ávörp og ræð- ur, munu templarar skiptast á í ávörpum og ræðum. Þar munu Lúðrasveit Reykjavikur og Sunnukórinn, undir stjórn Jónasar Tómassonar, tónskálds syngja og leika milli ræðna og ávarpa. — Seinna um daginn mun Lúðrasveit Reykjavíkur leika fyrir bæjarbúa, en 1 Al- húsinu verða haldnir hljómleik ar, einnig menn úr lúðrasveit- inni. Um kvöldið verður þingstúku fundur, en að honum loknum mun dans verða stiginn fram á nótt. I Á mánudagsmorgun verður haldið til Þingeyrar við Dýra- fjörð. Þar munu templarar á Þingeyrum taka á móti ferða- fólki, en orð og móttöku mun Ólafur Ólafsson, skólastjóri hafa. Um miðjan dag verður svo haldið til skips og lagt af stað til Reykjavíkur, en á skipsfjöl skemtir lúðrasveilin. dans verð ur stiginn og loks mun svo Brynjólfur skemta og mun hann ekki láta sinn hlut eftir bggja. Hvenær hefst „Ijósafími" göfuljósanna! Ýmsir hafa kvartað yfir því við blaðið, að ekki skuli enn vera farið að tendra götuljósin að næturlagi. Segjast þeir ekki vita til þess, að hjer sje nein myrkvun, en finst allsvart að koma út eftir að dimma tekur á kvöldin. Sumfr segjast hafa farið niður í polla á götunum og óhreinkað föt sín og vaðið í fætur, en aðrir hafa þá sögu að segja, að þeir hafi dottið í svað ið vegna myrkursins. Vjer lát- um hjermeð fyrirspurnir þessa ljósþreyjandi fólks ganga til rjettra aðila. Nýlf sjúkrahús bygf á Pafreksfirði Patreksfirði á fimtu- dagskvöld. Frá frjettaritara vorum. IIJER ER nýlega hafin i bygging sjúkrahúss, en gamla, sjúkrahúsið er fyrir löngu orðið altof lítið. Ilúsameistari ríkisins gerði uppdrætti, og er gcrt ráð fyr- ir öllum nýtísku þægindum. Grunnflötur hússins verður um 400 ferm., tvær hæðir með útbyggingu, alls um - 2.300 rúmmetrar. Sjúkrahúsið er, bygt fyrir 20 sjúklinga, en 30 sjúklingar munu hæglega geta komist fyrir, vegna þess, hve her- bergin eru rúmgóð. Starfs- fólki eru ætluð sex herbergi. Auk þess eru skurðarstofur, rannsóknarstofa, aðgerðastofa, ljósastofa, röntgenstofa, sótt- hreinsunarstofa, varðstofa, baðherbergi, matarúthlutun- arherbergi, borðstofa, strau- stofa, þvottahús, líkhús og, allar nauðsynlegar geymslur. Húsið stenduf undir fjall- inu á hinum fegursta stað ; miðju kauptúniiiu. Kostnaður við bygginguna mun vart verða undir 1. milj. króna. Ríkissjóður og Pat- rekshreppur leggja fram fje til byggingarinnar, og auk] þess mun nokkurt fje fást með frjálsum framlögum. Yfirsmiður er Ingi Krist- jánsson, Patreksfirði. Föstudag'ur 4. ágúst 1944, Richard Beck kominn vestur Frá utanríkisráðuneyt- , inu 3. ágúst. Prófessor Riehard Beek er. kominn til Washington og hefi ir sent þaðan alúðarfyllstifl kveðjur til allra Islendingá með þökk fyrir samveruna í júní og júlí í sumar. Á mánu-. daginn man prófessor Beelc halda aðalræðuna á ]>-jóöhá- tíðarsamkomu Vestur-lslendx inga að Gimli í Manitoba og skýra þá ýtarlega frá lýð- veldishátíðinni og móttökun-* um á Islandi. Brefakonungur kominn heim London í gærkveldi. Georg 6. Bretakonungur er kominn heim úr för sinni til vígslöðvanna á Ítalíu, og tók hann í morgun á móti Churc- hill forsætisráðherra í áheyrn. Síðar í dag veitti konungur hin um meðlimum stríðsstjórnar- innar bresku áheyrn og óskuðu þeir honum til hamingju með vel hepnað ferðalag. Konungur þakkaði og lýsti í ræðu áhrifum þeim; sem hann hafði orðið fyr- ir í ferðinni. — Reuter. Völsungar hand- knattleiksmeist- arar IVorðurlands FYRIR skömmu síðan varj á Siglufirði háð handknatt- leiksmót kvenna fyrir Norð- uriand. Þátttakendur voruj flokkur frá Siglufirði, Völs- ungar frá Húsavík og tvö f je- lög frá Akureyri, K.A. og Þór, Úrslit mótsins urðu þau, að Völsungar frá iíúsavík sigruðu mjög glæsilega, uiyin! alla leiki sína með miklumi yfirburðum. Er þetta ágætuú flokkur, sem getið hefir sjeú mikinn orðstír síðustu árin, og! sem gaman væri að sjá næstá ár á landsmóti kvenna í hand- knattleik. Völsungar, urðu Norður-i Jandsmeistarar í handknatt- leik árið 1941 og sýndu einn- ig ágæta frammistöðu á lands-: mótinu, sem háð var á Akur- eyri 1942, þótt þá kæmust stúlkurnar ekki í úrslit. Eni það sem einkennir þennanj fiokk er þrek og samheldni, ásamt prúðum leik. Mun hannj eiga fyrir sjer mikla íþrótta- framtíð. Rifist um gestrisni. London: — Bæjarstjórnin í bænum Hoole í Bretlandi, hef- ir skorað á þingmann staðarins að bera fram fyrirspurn um á- stæður til þess, að sá orðrómur hefir komið upp, að bæjarbúar í Hoole væru mjög ógestrisnir við flóttamenn frá London. — Fyrir viku síðan skoraði bæjar stjórnin í Hoole á heilbrigðis- málaráðherra Bretlands að koma þangað og sjá, hvernig tekið væri á móti flóttamönn- um, er^Hoole hefir verið kall- aður „blettur á Bretlandi“ vegna skorts á gestrisni við flóttamenn. Loftsókn banda- manna úr og suðri í gær London í gærkveldi. Bandamenn hafa haldið uppi allmjklum loftárásum á Þýska land í dag og komu flugvjel- arnar bæði úr suðri og norðri. — 750 amerískar sprengjuflug vjelar flugu frá Italíu og rjeð- ust að borginni Friederichs- hafen, einkum að flugvjela- smiðjum. Loftorustur voru háðar í geysi mikilli hæð yfir Alpafjöllunum og segjast Þjóð verjar hafa grandað þar all- mörgum hinna amerísku flug- vjela og leiti nú fjallahermenn að áhöfnum þeirra. Um 400 aðrar amerískar sprengjuflugvjelar frá Bret- landseyjum rjeðust að járn- brautarstöðvum í Starssburg og Saarbrucken. Einnig þær lentu í loftorustum. Þá rjeðust enrl aðrár flugvjelar á olíustöðvar og ýms önnur skotmörk í Frakklandi. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.