Morgunblaðið - 05.08.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.08.1944, Blaðsíða 6
MOBGUNBLA»í» in^ttstMftfrifr 'Jtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Leabók. ÞINGVELLIR ÞINGVELLIR er helgur staður í huga og hjarta ís- lensku þjóðarinnar. Hátt á eldhrauni upp, þar sem ennþá Öxará rennur ofan í Almannagjá — Alþingi feðranna stóð. Svo kvað ástsælasta skáld íslendinga. „Hjer hefir steinninn mannamál og moldin sál", kvað annað skáld. En það eru ekki aðeins hinar fornu minningar, sem tengd- ar eru við staðinn, sem gera hann helgan í huga þjóðar- innar. í síðastliðnum júnímánuði kom þjóðin saman á þessum stað og var þar viðstödd þá helgu stund, er lýð- veldið var endurreist. Enginn gleymir bví hátíðlega augnabliki, er klukkur hinnar litlu kirkju staðarins hljómuðu yfir vellina og endurómuðu frá veggjum Al mannagjár, eftir að forseti Sþ. hafði tilkynt gildistöku lýðveldisstjórnarskrárinnar. En hvað er nú að gerast á þessum helga stað, hálfum öðrum mánuði eftir að lýðveldishátíðin fór þar fram? Kynnið ykkur frásagnir blaðanna af því, sem nú fer fram á Þingvóllum. Lesið brjef ungu stúlknanna, sem birt er á öðrum stað hjer í blaðinu í dag. Enginn vafi er á því, að frásögn stúlknanna er rjett í öllum atriðum. Eftir lestur brjefs stúlknanna getur enginn ver- ið í vafa um, að verið er að saurga Þingvelli, þenna helga stað þjóðarinnar. Hjer verður hið opinbera að skerast í leik tafarlaust. Það verður nú þegar að setja lögregluvörð að Þingvöll- um og hafa hann þar að staðaldri, sumarmánuðina. Þingvallanefnd sýndi það frjálsræði að veita fólki ókeypis tjaldstæði á Þingvöllum í sumar. Hart væri það, ef taka yrði fyrir þetta með öllu vegna þess að til er fólk, sem enga sómatilfinningu hefir. Enginn staður í nágrenni höfuðstaðarins er betur fallinn til stundardvalar, til hvíldar og hressingar, en Þingvellir. En ef þola á slíkt framferði, sem nú á sjer stað, getur enginn heiðvirður maður haft ánægju af dvöl þar. Þess vegna ber nú þegar að setja lögregluvörð á Þing- völlum, sem vísar brott öllu því hyski, sem vanhelgar staðinn. BLESSAÐIR EINFELDNINGARNIR MIKLIR blessaðir einfeldningar mega kommúnistar vera. Altaf eru þeir að reyna að telja fólki trú um, að þar sem kommúnisminn ræður, ríki hið fullkomnasta lýðræði, sem til sje í veröldínni. Hugsum okkur að hjer á Islandi væri ástandið þannig, að hjer væru bannaðir allir stjórnmálaflokkar, nema þessi eini, sem kommúnistar trúa á, Sósíalistaflokkurinn. Engir flokkar aðrir mættu hafa menn í kjöri við alþingis- kosningar. Enginn þingmaður mætti sitja á Alþingi, nema hann játaði trú sína á þessum eina flokki og fylgdi stefnu hans í einu og öllu. Engu blaði væri leyft að koma út, sem ekki styddi þenna flokk. Og ef eitthvert blað leyfði sjer að gagnrýna gerðir þeirra manná, sem flokk- urinn fæli að fara með stjórn landsins, myndi það á sama augnabliki gert upptækt og aðstandendur blaðsins fang- elsaðir eða jafnvel líflátnir. ' Myndum við kalla þetta fyrirkomulag lýðræði? Nei, áreiðanlega ekki. Við myndum kalla það einræði og harð- stjórn. Við Islendingar ölum þá von í brjósti, að í hinu ný- stofnaða lýðveldi okkar megi varðveitast fullkomið lýð- ræði, þar sem fólkið sjálft ræður, en ekki fámennur flokk- ur manna, sem verndaður er af byssustingjum launaðra hermanna. I Morgunblaðinu fyrir 25 árara Sumir hjeldu, að dönsku knattspyrnumönnunum frá A. B., sem þá voru í heimsókn hjer í bænum, hefði verið boð- ið í útreiðartúr til þess að gera þá stirðari til kappleikja við „landann". 14. ágúst. „Misskilningi hefir greinin um knattspyrnuna valdið hjá ýmsum bæjarbúum, og vilja jafnvel sumir halda því fram, að vjer dróttum því að heim- boðsnefndinni, að hún hafi efnt til reiðfararinnar í þeim tilgangi að spilla leik A.B. ¦— Heimboðsnefndin mun fara nær um það, hvort svo muni hafa verið og skilningi bæjar- búa treystum vjer nfl. svo vel, að þeir sæju það á orðalagi greinarinnar og efni, að þær bæri eigi að skoða sem heilaga alvöru. En þar hefir eigi farið að vonum. „Útreiðartúr", hef- ir jafnan verið sjálfsagður lið^ ur á dagskrá, þegar hjer hafa verið heimsóknir af líku tægi og þessi, og Danir munu hafa farið nær um það, hver áhrifin yrðu. Enda stóð þeim til boða að aka í 'vagni ef þeim þætti þreytandi að ríða". • • Þá sótti unga fólkið kaffi- húsin, jafnvel enn meir en nú. 15. ágúst. ,,Á kaffihúsum bæjarins er nú strax farið að verða líf- legra en fyrir nokkrum vikum. Eigna menn það húmínu. Ber- um vjer enga ábyrgð á tilgát- unni. En um kl. 11 í gærkvöldi gekk maður um á öllum kaffi- húsum hjer í bænum og komst hvergi að borði, svo fult var al- staðar. Ungir menn og ungar meyjar skipuðu þar hvert sæti og hlustuðu á dillandi hljóð- færaslátt". •Á' 15. ágúst. „Búrhveli 60 álna langt, rak á Kalmanstjarnarfjöru í Höfn- um 11. þ. m. Er það eign Ólafs Ketilssonar. Getið er til, að lýsið úr hausnum einum muni verða 10 þús. króna virði". * Varðskip gómaði þá sænsk gufuskip, sem voru að brjóta tolllögin. 15. ágúst. „Á mánudaginn sáust tvö sænsk gufuskip innarlega á Eyjafirði austanverðum, og virtist ferð þeirra og háttalag grunsamle.gt. Var símað af bæj arfógetaskrifstofunni hjer eftir varðskipinu íslenska og það beðið að fara á vettfang til at- hugunar. Kom það næsta dag með bæði skipin til Akureyr- ar. Höfðu þau verið að umskip- un síldartunna, er þótti stríða á móti tolllögunum. Fengu þau að greiða um 13 þús. í toll fyr- ir tiltækið". 4- Þá þótti það tíðindi, að lýst var upp með rafljósi. 16. ágúst. „Iðnó var í gærkveldi allýst Delco-ljósi eins og á dansleik íþróttamannafjelagsins forðum. En nú hverfur það ekki þaðan aftur, því að hr. Haakansen hefir keýpt stöðina og látið setja upp rafljós í öllu húsinu". [Jíkueni ákri ar: Laugardagur 5. ágúst 1944. f»*MV./4t'M*4.V..*..,..*«*Jt,..*.»*Ht»A(í«''lÁAj*l**..*..**t*«A^ lyr daaíeaa líHnu Bílferja yfir Akranes. NÝLEGA var frá því skýrt hjer í blaðinu í frjettagrein, að mikil áhugi ríkti meðal manna á Akranesi fyrir því, að fengin yrði bílferja milli Reykjavíkur og Akraness, sem gæti farið á milli á svo sem 45 mínútum. — Hjer er í*ferðinni góð og þörf hugmynd, sem ekki má þegja í hel með þögninni. Bifreiðin er og verður okkar aðalfarartæki. Það er að vísu lík legt, að í framtíðinni verði Iagð- ar rafmagnsjárnbrautir á nokkr- um aðal umferðarleiðum, eink- um í nágrenni Reykjavíku'r. En það mun ekki að ráði draga úr bifreiðanotkun manna. Fleiri og fleiri einstaklingar munu geta veitt sjer þau þægindi að eignast bíl og þá verður þörf fyrir betri vegi og brýr um landið alt. En það er einnig mikið atriði, að hægt verði að stytta leiðirnar, fara yfir flóa og firði í bátum, í stað þess að krækja fyrir þá. — Akranes er nú að verða ein að- alsamgöngumiðstöð landsins milli Suður- og Norðurdlands, enda vel í sveit sett. • Betra en ferja yfir Hvalfjörð. ÞAÐ þarf ekki mikla útreikn- inga, eða vangaveltur til að sjá það, að bílferja milli Reykjavík- ur og Akraness, sem gæti farið á milli á 45 mínútum, yrði í alla staði hentugri og betri, en t. d. bílferja yfir Hvalfjörð, sem mik ið hefir verið talað um, en aldrei Iagt út í að koma upp. Leiðin frá Reykjavík, um Mosfellssveit, Kjalarnes og Kjós, að þeim ferjustað, austan Hvalfjarðar ¦—¦ myndi aldrei verða styttri en 30 —40 km. Eða með öðrum orðum, það tæki jafnlangan tíma, að aka frá Reykjavík að ferjustað aust- an Hvalfjarðar, eins og það tæki að bílferjuna að komast frá Rvík til Akraness. Bílferja til Akraness er því aug ljós lausn á því vandamáli, hvern ig stytta eigi hina löngu og þreyt andi leið fyrir Hvalfjörðinn. Bíl- ferjan yrði að vera það stór að hún gæti tekið 15 bíla að minsta kosti í hverri ferð. Ennfremur ætti að vera svo um búið, að hægt væri að aka bílum um borð T ferjuna og af henni aftur. Það skal játað, að kostnaðar- hlið málsins hefir ekki verið at- huguð, en í fljótu bragði er ekki að sjá annað, en að slík ferja hlyti að borga sig og það á skömmum tíma. Drykkjupeningar. ÞAÐ VAR gaman að lesa grein ina hjer í blaðinu í gær, sem birt var úr 25 ára gömlu Morgunblaði og fjallaði um þjórfje. Greinar- höfundur vill láta leggja niður þann ósið, að viðskiptavinir á veitingahúsum gefi þjónustufólki drykkjupeninga. Einu sinni í vor mintist jeg lít ilsháttar á þetta mál hjer í dálk- unum. Jeg sagði þá frá því eftir góðum heimildum, að það eru allir aðiljar á móti drykkjupen- ingaaðferfeinni. Þjónustufólkið veitingamenn og viðskiptavinir. Þjónustufólkið er á móti þjór- fjenu vegna þess, að því finst það niðurlægjandi að taka við því og vill heldur fá ákveðið gjald fyrir sitt verk. Veitinga- menn vilja alveg eins leggja á- kveðið gjald á veitingarnar, sem rynnu til þjónustufólksins sem kaup og viðskiptavinirnir vilja fyrir hvern mun losna við drykkjupeningana, vegna þess, að' þeir eru sífelt í vandræðum hvað sje rjett að gefa. Nokkur veitingahús hjer í bæn um hafa þegar afnumið drykkju \ peningana og hafa orðið vinsælli I fyrir. Það ættu fleiri að koma á eftir og það sem fyrst. • • Grænmeti. „BORÐIÐ MEIRA GRÆN- METI". ¦—¦ „Grænmeti eru ávext ir okkar á ófriðartímum". Eitt- hvað á þessa leið hljóðar auglýs- ing, sem lesa má í breskum blöð um og sem birt er, að mjer skilst á ríkisins kostnað til þess að fá menn til að neyta meira græn- metis af heilbrigðisástæðum. Hvað snertir nýja ávexti erum við íslendingar líkt settir og Bret ar. En hjer á landi þarf ekki að hvetja fólk til að borða græn- meti, því eftirspurnin er meiri, en framboðið, þrátt fyrir óheyri lega hátt verð á öllu, sem græn- meti getur kallast. Það getur enginn trúað, nema sá sem reynir, hvað það lítilfjör lega grænmeti, sem hjer er á boð stólum, kostar. Örlitlir kálhaus- ar, sem ekki standa út úr hnefa — 4 til 5 krónur taka. Næpur, eða gulrætur — fjórir dvergstert ar í búnkti, 4 krónur! Hvað haldið þið, að varla finst af því bragð í súpu fyrir 4—5 manns? 8—10 krónur, og þetta eru engar ýkjur. fslenskir ávextir. EINU SINNI var það siður hjá okkur íslendingum, er við vild- um raupa dálítið við útlendinga um gæði landsins, að við sögð- um frá ávaxtarækt í gróðurhús- unum. Sumir gengu svo langt, að þeir sögðu: Þið skuluð sanna til, að það verður ekki langt þang að til að við förum að selja ís- lensk vínber, appelsínur og önn- ur suðræn aldini á heimsmark- aðnum. Hugsið ykkur. Vínber og appelsínur ræktað á íslandi! Vissulega fallegir draumar. En veruleikinn hefir orðið annar, eins og dæmin sanna. I verslunum í Reykjavík er hægt að fá sitt af. hverju sem kitlar braðglauka manna, um þessar mundir. Þar á meðal eru íslensk vínber. Þau eru að vísu ekki fullþroskuð öll, en það er innlend framleiðsla — okkar stolt. I sömu verslunum eru til sölu amerískar döðlur, gómsætar ekki síður en vínberinn. Hvorttveggja lostætið er í fallegum umbúðum og álíka mörg stykki í hvorum pakkanum fyrir sig, en verðið er það sama. Hvað ætli þau myndi kosta vínberin íslensku, þegar búið væri að flytja þau vestur til Kaliforníu og greiða af þeim háa innflutningstolla. Hversvegna þenna leikaraskap? ÞAÐ BER öllum saman um, að grænmeti sje nauðsynjafæða og sumír heilbrigðisfræðingar ganga svo langt, að þeir segja, að það sje íslendingum nauðsyn, að borða meira grænmeti. En hversvegna er þá ekki eitt- hvað gert til þess að framleiða meira grænmeti og við skaplegu vgrði til að allir geti veitt sjer þessa nauðsynlegu fæðu. Til- hvers er verið að eyða vinnuafli og hita og gróðurhúsarými í rækt un vínberja, sem eru svo dýr, að það geta ekki nema örfáir menn leyft sjer að kaupa þau?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.