Morgunblaðið - 05.08.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.08.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLíAÐID Laugardagur 5. ágúst 1944. / ^ eítir ANYA SETON 15. dagur L Gamla konan kinkaði kolli. ,Jú, þú fannst eitthvað. En þú vilt ekki hlusta á mig. Þú vilt steypa þjer í glötun. Ef til vill er það guðs vilji!,, Hún gerði krossmark með hendinni út í loftið. „Hvers vegna ertu að reyna að hrœða mig", hrópaði Mir- anda, og reyndi að hlægja. „Jeg er ekki að hræða þig, litla mín, jeg er að vara þig við". Hún greip með hendinni utan um lokk af hári Miröndu og strauk hann hægt og því nær blíðlega. Hún lokaði aug- unum, og reri fram og aftur. „Þú verður að trúa því", hún talaði nú hærra en áður, — „að það er myrkur, vonska, blóð í kringum þig. En það er einnig ást, tvenns konar ást, en þú varar þig ekki í tíma". Hún opnaði augun og hárlokkurinn fjell úr hendi hennar. „Þú held ur að Zélia gamla sje vitskert? Þú liggur þarna nakin, með gullið hárið, og þú veist ekki við hvað jeg á. Pah! Þú ert barn ennþá og sál þín er blind ¦— blind eins og litla moldvarp- an, sem grefur undir skógar- rjóðrinu hjerna úti — fallega skógarrjóðrinu". Dökk augu hennar glömpuðu af fyrirlitlegri meðaumkvun. Hún snjeri sjer við og fór út úr herberginu og lokaði dyrunum á eftir sjer. „Hún er vitskert", hvíslaði Miranda. Hún fór fram úr rúminu og aflæsti dyrunum. Síðan fór hún í baðmullar náttkjólinn ginn og stíffljettaði hár sitt, og þegar hún skreið upp í rúmið aftur tók hún með sjer biblíuna, sem faðir hennar hafði gefið henni, og las með ákafa nítugasta og fyrsta sálminn. FJORÐI KAPITULI Miranda komst brátt að því, að hægt var að búa á Dragon- wyck með Van Ryn hjónunum og tuttugu þjónum, og vera samt einmana. Nikulás var oftast önnum kafinn, en þegar hann gat því við komið dvaldi hann í görð- um sínum. Jóhanna hafði einn- ig sín störf, ef hægt er að kalla það starf, að borða góðan mat og föndra við ein- hverja handavinnu. Vegna þess hve feit hún var og þung á sjer, dvaldi hún mest í herbergi sínu, nema þegar gestir voru. Miranda komst að því, að þau hjónin sváfu ekki í sama herbergi, en hver gat botnað í hegðun heldra fólksins? Miranda var jafn áköf í að njóta þeirra þæginda, sem þetta nýja líf hennar veitti henni, og kettlingur er í rjóma. Það var dásamlegt, að mega sofa til kl. 8 og borða síðan góðan mat, sem hún hafði ekk- ert þurft að hafa fyrir. Hún vandist því furðu fljótt, að láta aðra þjóna sjer, búa um rúm sitt, taka til í herbergi sínu o. s. frv. Nikulás hafði leyft henni aðgang að hljómlistarherberg- inu og bókasafninu, og þegar hún var orðin þreytt á að æfa sig á píanóið eða lesa Waverly sögurnar, sem Nikulás hafði mælt með við hana, — og henni fannst nærri því eins skemti- legar "og reyfararnir, sem hún las heima •—¦ þá gat hún altaf farið, og gengið í gegnum garð- ana eða upp með fljótinu og horft á öll skipin, sem sigldu framhjá. Eina skyldustarf hennar var, að reyna að kenna Katrínu að lesa. Á hverjum morgni fóru þær eftir morgunverð inn í skólastofuna, og Miranda end- urtók þar þolinmóð A—B—C— o. s. frv. Katrín var iðin og gerði sitt besta, en hún var sein að læra og minni hennar lje- legt. Henni fór brátt að þykja vænt um Miröndu, sem alltaf var góð við hana, en hjelt þó áfram að sækja á fund sinnar ástkæru Annetju, sem gaf henni sælgæti og sagði henni sögur. Miranda hafði því lítið að gera, en fyrstu vikurnar, á meðan nýjabrumið var á öllu, fann hún ekkert til þess. — Daginn eftir að Miranda kom ail Dragonwyck, kom Magda, þjónustustúlkan, inn til hennar, vopnuð málbandi, blý- anti og pappírsblaði. Hún gaf enga skýringu, aðra en hús- bóndinn hefði sent sig. Varir hennar voru samankipraðar. Hún hrinti Miröndu hranalega til og frá, á meðan hún var að taka af henni málið. Viku síðar, þegar Miranda sat inni í herbergi sínu, og var að gera við rifu á brúna merínó-kjólnum, var barið að dyrum hjá henni og Magda kom inn í fylgd með þjóni. Þau voru með fangið fullt af pappaöskjum og kössum. „Þetta er eitthvað, sem hús- bóndinn hefir beðið um frá New York", svaraði Magda upphrópun stúlkunnar, og án þess að skeyta nokkuð um hana frekar fór hún að taka upp úr óskjunum. Hún lagði fötin á rúmið. Það voru tveir silkikjólar, annar grænn, skreyttur svört- um flöjelsböndum og hitt var bleikur samkvæmiskjóll, skreyttur hvítum knipplingum. Auk þess var þar blár morgun- kjóll, úr kasmírvefnaði, grænn hattur, tvenn pör af skóm, blæ- vængur úr fílabeini, saumapoki, skreyttur perlum, stórt ilm- vatnsglas og duft, til þess að þvo hárið úr, o. fl. snyrtivörur. Þarna voru einnig undirföt úr fínu líni, skreytt knipling- um, sem Miranda starði á í undrun. „En hvernig gat Van Ryn — jeg á við — auðvitað hefir hann ekki beðið um allt þetta sjálfur —", hrópaði hún loks, rjóð í kinnum af ákafa. Magda leit fyrirlitlega á Mir- öndu. „Þú heldur þó ekki, að hús- bóndinn sjálfur sje að ómaka sig til slíkra hluta! Hann fjekk þetta frá Madame Duclos í New York. I fyrrasumar var fransk- ur munaðarleysingi frá New Orleans í heimsókn hjer, og hann fjekk það sama handa henrii." „Ó", sagði Miranda. Roðinn varð enn dýpri í kinnum hennar. Þetta var þá eins konar náðargjöf — og hún fann nú ónotalega til þess, að hún hafði Yankee-blóð í æðum sjer. — Var það sæmilegt, að þyggja svona af karlmanni — jafnvel þótt það væri frændi manns? — Já, auðvitað! flýtti hún sjer að svara. Honum fyndist hún sveitaleg og kjánaleg, ef hún færi að neita að taka við föt- unum. Og þau voru svo falleg. Hún strauk blíðlega með hönd- unum yfir bleika satín-kjólinn. ,,Er þetta ekki dásamlegt, Magda?" sagði hún. Konan svaraði ekki. „Hversvegna geðast þjer ekki að mjer, Magda? Hvað hefi jeg gert?" „Það tilheyrir ekki stöðu minni, að láta mjer geðjast að fólki, ungfrú. Húsmóðír mín bíður", og hún var farin. Ætli það sje vegna þess að Jóhönnu geðjast ekki að mjer, að Magda er svona óvingjarn- leg? hugsaði Miranda hrygg í bragði. En hún var ekki enn- þá viss um, hvort Jóhönnu geðj aðist að henni eða ekki, því að hún ljet mjög sjaldan í Ijós nokkrar tilfinningar. Miranda flýtti sjer nú að klæða sig í græna kjólinn. — Hann var alveg/ mátulegur og liturinn fór dásamlega við ljóst hárið og brún augun. Ef til vill yrði hún svo hepp- in, að rekast á Nikulás einan niðri, til þess að geta þakkað honum fyrir hugulsemina. Það var enn hálf klukkustund til kvöldverðar. Hún flýtti sjer niður, og skrjáfið í silkikjóln- um gaf henni nýtt hugrekki. Hún bar höfuðið hátt og vagg- aði sjer örlítið í mjöðmunum, til þess að skrjáfið yrði enn meira. Hún fann Nikulás í sólbyrg- inu, þar sem hann var að at- huga orchidiu, sem hann hafði komið með inn úr gróðurhús- inu. Hann snjeri sjer við og horfði á hana nálgast, í gegnum borðstofuna. Svei mjer þá, ef stúlkan er ekki falleg! hugsaði hann undr andi. Vöxtur hennar er eins og gyðju. „Nikulás frændi", sagði Mir- anda feimnislega. „Jeg veit ekki hvernig jeg á að þakka þjer fyrir öll þessi fallegu föt. Þau — þú hefir gert mig svo ham- ingjusama!" „Jeg er ánægður yfir, að svonay lítið skuli þurfa til þess að gera þig hamingjusama, Miranda". Venjulega missti hún kjark- inn, þegar hann talaði í þessum háðstón, en í kvöld var hún hug rakkari. Hún brosti, og hugsaði með sjer, að karlmenn kærðu sig aldrei um þakklæti — a. m. k. ekki pabbi og Tom. Hún færði sig nær honum og kom við orchidiuna. „En hvað þetta er lítið og skrýtið blóm", sagði hún. — „Þrífst það vel hjer?" Jflai'-rwp.ilu Konungsdóttirin, sem ekkj gat hlegið Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 4. við hana, þá hjekk hann fastur, bara ef hann sagði: „Ef þú vilt vera með, þá hangdu á". Þetta þóttu Hans góð skifti. „Ekki er fugl verri en fiskur", sagði hann við sjálfan sig, „og ef hann er eins og þú segir, þá get jeg líka notað hana fyrir öngul. gæs- ina þá arna", sagði hann við kerlu og var vel ánægður með gæsina. Svo lagði hann af stað með hana, en var ekki kominn langt, er hann mætti annari kerlingu, sem leitst afarvel á gæsina og vildi endilega klappa henni. Hún bað Hans samt um leyfi. „Já, blessuð klappaðu henni bara", sagði Hans. „en þú mátt ekki rífa af henni fiðrið". Og um leið og hún snerti fiðrið, sagði Hans: ,,Ef þú vilt vera með, þá hangdu á!" Kerla reyndi að slíta sig lausa, en það gekk ekki, hún hjekk föst. hvort sem henni líkaði betur eða ver, og Hans hjelt áfram, eins og hann væri einn með gæsina. Nokkru síðar mætti Hans manni, sem þekkti kerlu og var eitthvað í nöp við hana. Þegar hann sá hana hanga þarna fasta, hjelt hann að óhætt væri að gefa henni smá- vegis ráðningu, og sparkaði því í hana heldur fast. En um leið sagði Hans: „Ef þú vilt vera með, þá hangdu á!" Og um leið varð fótur mannsins fastur við kerlinguna, og áfram hjelt hersingin yfir mela og móa, og leið manninum enn ver en kerlingunni, því hann hjekk á öðrum fætinum og drógst þannig áfram. Enn hjeldu þau áfram og nálguðust höllina, því vatns- bólið var talsvert langt frá höllinni, skuluð þið vita, þá mættu þau smiðnum konungsins. Það var nú kátur og fjörugur náungi, hann var á leið til smiðjunnar með stóra töng í hendinni. Þegar hann sá þessa hersingu koma hoppandi og skrækjandi, þá setti að honum óstjórnlegan hlátur, svo hann stóð þarna í einum keng: Loksins gat hann tautað: „Þetta er sjálfsagt nýr gæsahópur handa konungsdótt- ur, en hvað af þessu skyldi nú vera gæs og hvað steggur? — Ja, ætli það sje ekki steggur sem fer fremst. „Gæsir, gæsir," kallaði hann svo og ljet sem hann væri að strá korni fyrir fugla. En flokkurinn nam ekki -staðar. Kerlingin og maðurinn Oflátungur (aðkomandi á veitingahúsi): „Eru margir idí- ótar í þessum bæ?" Veitingamaðurinn: „Nei, svo að herranum finst líklega nokk uð einstæðingslegt að vera hjá okkur". * „Um hvað ertu að hugsa, Soffía?" „Æ, það er óttalega ómerki- legt". ,,Jeg hjelt að þú værir að hugsa um mig". „Jú, þú átt kollgátuna". * Gjaldkerinn: „Jeg hefi gert ráð fyrir, að fá kauphækkun um nýjár". Húsbóndinn: „Þar hefir yður misreiknast, og jeg get ekki not að þann gjaldkera, sem reiknar skakkt". * „Þegar við erum gift, þarf jeg að fá tvær vinnukonur". ,.Þú skalt fá þrjátíu, elskan mín — en ekki allar samtímis". * „Flýttu þjer á fætur, Jón, ÉfcJ mjer heyrist vera komin rotta inn í herbergið". „Hvað kemur mjer það við? Heldurðu að jeg sje köttur?" • * Hún: „Við konurnar berum þjáningar okkar með þögn". Hann: „Já, jeg hefi tekið eft- ir því, að þið þjáist, þegar þið verðið að þegja". * Gömul jómfrú segir að lokn- um lestri nýrrar skáldsögu: | „Fyrrum náðu þau samah og áttu börn og buru. Nú er svo komið, að ýmist ná þau saman, og eignast engin börn eða þau ná ekki saman og eignast þp börn. Frúin (í húsvitjun hjá fátækl ing): „Er ekkert sem jeg get gert fyrir yður?" Konan: „Gætuð þjer ekki sungið dálítið eða dansað fyr- ir okkur? Það er svo skelfilega langt síðan jeg og maðurinn minn höfum komið í sönghús eða bíó".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.