Morgunblaðið - 05.08.1944, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 05.08.1944, Qupperneq 11
Laugardag'ur 5. ágúst 1944. MÖRGUNBLAÐIÐ 11 Fjelagslíf ÆFINGAR í DAG Á ganila Iþróttavell- j inum Kl. 2 e. h. Knattspyrna 2. fl. Stjórn K.R. ÁRMENNINGAR! Stúlkur — Piltar! Sjálfboðavinna í Jós efsdal um helgina. Farið í dag kl. 2 og kl. 8. Unnið laugardag, sunnudag og mánudag. Uppl. síma 3339 kl. 12—13 í dag. I.O.G.T. VÍKINGUR Fundur á mánudagskvöld kl. 8 í loftsal G-.T.-hússins. Fáelagsmál. Inntaka nýrra fje laga o. fl. Að fundi loknum kl. 10 verður dansað. AðgöngumiðaSala frá kl. 4 á mánudag. Vinna KJÓLAR SNIÐNIR Skólavörðustíg 44. - HREIN GERNIN GAR Auk venjulegra hreingern inga tökum við að okkur hreinsun á miðstöðvárher- bfergjum o. fl. Magnús Guðmundssbn • Jón og Guðni. Sími 4967. HREIN GERNING AR Jón & Guðni. — Sími 4967. ♦*« •** ****♦**♦** Tilkynning RAFTÆKJAVINNUSTOFA Halldór Ólafsson, mín er nú á Njálsgötu 112. rafvirkjameistari. Sími 4775. Kaup-Sala BARNAVAGN til sölu. Uppl. í síma 5029. Verkfallið á Hólel Borg í LANGLOKUGREIN í Alþýðublaðinu í dag' er Jón Sigursson, framkvœmdastjóri Alþýðubiaðsins, að reyna að koma skömminni fyrir verk- fallið af sjer og hljóðfœra- leikurunum. En í grein þessari sannar hann sjálfur sök sína og seijyía. llann birtir þar brjef sitt fyrir fjelag hljóðfœraleikar- anna, dags. 31. maí síðastl.,; þar sem hann náðarsamlega segir að þeir muni ekki halda fast við kröfur sínar um að ráða því hvaða menn starfi í hljómsveitinni, en Fjelags- dómur hefir með dómi 14. júlí f. á. dæmt þessa kröfu þeirra ólöglega. Aftur á móti' falla þeir ekki frá kröfunni1 um að þeir ráði því hve marg ir skuli starfa í hljómsveit- inni. Út af þessari kröfu, og' engu öðru, er verkfallið, einsí og jeg hefi áður skýrt frá. •Tón Sigursson er með þvælu sinni í greininni að reyna að leiða athygli frá þessa aðal- atriði málsins. Hann er lík- lega farinn að finna að menn geta ekki láð hóteieigandan um þó hann láti ekki kúgast’ undir þessa kröfu hljóð- færaleikaranna og Aiþýðu- sambandsins. En þessi krafa hljóðfæra- leikaranna átti víst að vera; upphaf þess ,að Alþýðusam- bandið krefðist þess yfir höf- uð að ráða því hve marga menn vinnuveitendur hefðu í þjónustu sinni. Ennþá hefir þetta ekkj tekist, en nú grát- biður Jón Sigurðsson. eins o hann hefir áður gjört, ríkis- stjórn &g bæjaryfirvöldin, aðj styðja þessa ósvífnu kröfu. Eggert Claessen. NOTUÐ HÚSGÖGN keypt ávalt hæsta verði. — Sótt heim. — Staðgreiðsla. — Sími 5691, — Fornverslunin Grettisgötu 45. IC**!**!**?*?*!**!**!**!**!*****!**!**?*!**!**?*^**!**!**!**?*) Húsnæði GOTT HERBERGI til leigu um tveggja rnánaða tíma. Uppl. Hrísateig 25, uppi TANNBURSTAR EXQUISITE! Long Wearing Matvælaskortur í Indlandi. London í gærkveldi: — Einn af starfsmönnum indversku stjórnarinnar, varaði menn við því í útvarpsræðu í gær, að halda að ástandið í matvæla- málum Indlands væri aftur orð ið sæmilegt. Sagði hann, að vel gæti svo farið að aftur yrði hungursneyð í landinu. — Kvað hann þetta vera vegna þess, að ræktunarframkvæmdir drægj ust á langinn vegna stríðsins Schachl Framh. af bls. 7. ing ítala, Rúmena, Ung verja og Finna. Það er nú þegar ljóst a því, sem hjer hefir verið rit að að dr. Hjalmar Schacht er ekki hægt að treysta, og enn stendur það óhaggað sem Otto gamli Meissner sagði um hann: „Við ættum aldrei að gleyma aðlögunárhæfileika dr. Schachts. Hann virðist alltaf hafa einhver ráð ti þess að koma mönnum óvart, gera menn undrandi. Það getur vel hugsast að hann eigi eftir að hefja bar- áttu fyrir einhverri göfugri ,og heilagri hugsjón manns- iandans. ^ oeteia ^baab >ófá 218. dagutr ársins. Árdegisflæði kl. 5.40. Síðdegisflæði kl. 18.02. Ljósatími ökusækja frá kl. 23.10 til kl. 3.55. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingóifs Apó- teki. Næturakstur annast Bs. Bifröst sími 1508. Messur á morgun: Hallgrímsprestakall. Messað i Austurbæjarskóla kl. 11 f. h. Sr. Sigurbjörn Einarsson. Nesprestakall. Messað í kapellu háskólans kl. 11 árd. Messað verður á Elliheimilinu Grund kl. 10.30, f. h. Sjera Sig- urbjörn Á. Gíslason. 50 ára verður í dag Ágúst Sig- urðsson, Nýlendu, Akranesi. Hjúskapur. I dag verða gefin saman í hjónaband af sr. Bjarna Jónssyni vígslubiskupi, ungfrú Karen Vilbergsdóttir, Eyrar bakka og Preben J. G. R. Sig- urðsson, Mjólkurb. Flóamanna, Selfossi. Heimili ungu hjónanna verður að Selfossi. Hjúskapur. 1. ágúst voru gefin saman í hjónaband af sr. Garðari Svavarssyni, ungfrú Elsa Kristín Sigfúsdóttir (Elíassonar), versl- unarmær og Ólafur Jónsson, bif reiðarstjóri, frá ’Skála, Eyjafjöll- n. Hjónaband. 2. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af sr. Garð- ari Þorsteinssyni, ungfrú Val- gerður Jónsdóttir, Öldugötu 7, Hafnarf. og Larry Lalaguna, lög regluþjónn í ameríska hernum. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Lára Ólafsson, Ránargötu 3 og Magnús Guðlaugsson járnsmiður, Patreks firði. Nokkrar konur geta komist að á Sumarheimili Mæðrastyrks- nefndarinnar að Þingborg. Kon- ur, sem vildu sækja um dvöl þar, eru beðnar að snúa sjer til skrif stofu nefndarinnar í Þingholts- stræti 18, kl. 3—5, sem allra fyrst eða í síðasta lagi fyrir n. k. fimtu dag 10. þ. m. í greininni 100 ára minning sr. Sveins Eiríkssonar og konu hans, er birtist hjer í blaðinu í gær, misprentaðist nafn hennar í fyr- irsögn: Guðrún f. Guðríður; einn ig misprentaðist í upphafi grein- arinnar ártalið 1944 f. 1844. Til Strandakirkju. Kona kr. 50,00, G. K. kr. 10.00, F. M. G. kr. 20.00, G. J. kr. 50,00, E. B. K. kr. 10,00, K. G. kr. 10,00, B. J. kr. 100,00, Ó. Á. kr. 100,00, A. B. C. kr. 10,00, S. F. kr. 20,00, A. J. kr. 5,00, ónefndur kr. 10,00, S. B. — (gamalt áheit) kr. 10,00, G. B. kr. 25,00, kona kr. 20,00, ónefnd kr. 10,00, G. E. kr. 20,00, Stella kr. 10,00, N. N. kr. 100,00, gamalt áheit kr. 50,00, Einar kr. 50,00, G. M. kr. 20,00, Rúna (gamalt á- heit) kr. 10,00, G. BB. (gamalt og nýtt áheit) kr. 25,00, S. V. Þ. kr. 50,00, K. Á. kr. 20,00, S. J. kr. 50,00, F. S. kr. 20,00, ónefndur kr. 10,00, Silla kr. 10,00, L. E. og G. K. kr. 50,00, Svavar kr. 10,00. ÚTVARPIÐ í DAG: 8,30 Morgunfrjettir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. . 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20.00 Frjettir. 20.30 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 20.45 Stutt lýsing Bandaríkjanna, lands og þjóðar. — Samtöl, frásagnir og tónleikar (plötur. — Dr. Edward Thorlakson og Benedikt Gröndal blaðamað- ur). 21.30 Hljómplötur: Danssýning- arlög eftir Ravel. 21.50 Frjettir. 3*$s€>3><8x§*$>^><§><$><^<$<^3><$><$><$><§><$,,:§x^,$>^>,^,§><$>,$>,3x§><§>,§><^<^^<^<£^^<®>^><^<3>,30<$>,$>^í><$*$> LOK AÐ næstu viku H L í N Laugaveg 10 Best að auglýsa í Morgunblaðinu Felga á Dodge ’40 óskast til kaups. p6rir P*\riótináóon. Frakkastíg 12. Maðurinn minn, faðir og sonur, JÓHANN B. ÁGUST JÓNSSON andaðist í fyrrinótt. Fanney Friðriksdóttir. Edda Ágústsdóttir. Ragnheiður Jónsdóttir. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR PJETUR SVEINSSON fyrverandi vitavörður frá Reykjanesi, andaðist í Landsspítalanum að kveldi þess 3. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda. Málfríður Gísladóttir, Fjölnisveg 11. Hjer með tilkynnist að hjartkær dóttir, okkar, SIGURBORG ÞÓRLAUG KÁRADÓTTIR andaðist að Vífilsstöðum hinn 4. þ. m. Jarðarförin verður auglýst síðar. Júlíana Stígsdóttir. Jón Kári Kárason. Jarðarför hjartkærrar konunnar minna'r, OLGU FRIÐRIKSDÓTTUR fer fram frá heimili hennar, Langholtsveg 13, mið- vikudaginn 8. þ. m. kl. 1 e. hád. Jarðað ve’rður frá Dómkirkjunni. Sigurður Jóhannsson og börn. Jarðarför ÞORVALDAR PÁLSSONAR, læknis, fer fr.am frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 8. ágúst og hefst á heimili. okkar, Þingholtsstræti 17, kl. 1 e. h. Vandamenn. Innilegt þakklæti fyrir, auðsýnda vinsemd við fráfall og jarðarför, HALLDÓRS HALLDÓRSSON AR frá Vatnsleysu. Margrjet Gísladóttir. Hjartans þakkir fýrir auðsýnda samúð og hlut- tekningu við andlát og jarðaxför móður okkar, KRISTÍNAR JÓHANNSDÓTTUR Lokastíg 19. Sigu'rlaug Einarsdóttir. Skafti Einarsson. Gísli' Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.