Morgunblaðið - 06.08.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.08.1944, Blaðsíða 1
> 81. árgangux. 175. tbl. — SunnudagTir 6. ágúst 1944. IsafoldarprentsmiSja h.f. RfJSSAR KOMNIR AÐ LANDA- HÆRIH AUSTUR- PRÚSSLAIMDS Suðurhverfi Fiorens fekin London í gærkveldi: Hersveitir áttunda hersins hafa nú náð á sitt vald öllum þeim hverfum borgarinnar Flor ens, sem eru sunnan Arno-ár- innar. Hafa Þjóðverjar sprengt allar brýr af Arno, nema eina fornfræga brú, Ponte Vecchio, en umferðatálmanir miklar hafa þeir gert við sporða þess- arar, brúar með því að sprengja þar hús í loft upp. Florens er nú eins og eyja í hafi herjanna, sem umhverfis borgina eru, bandamenn sækja til Arno-fljótsins suðaustan og suðvestan borgarinnar og nálg ast það mjög. Þjóðverjar hafa fallbyssur stórar í hæounum fyrir norðaustan og norðvestan borgina og skjóta af þeim á hersveitir bandamanna niðri í dalnum, en nú er lítið um ná- vígisbardaga. Frá öðrum hlut- um Italíuvígstöðvanna eru eng ar fregnir sagðar. — Reuter. ermaour Flypirki yfir Þýskalandi í gær London í gær: Þýska útvarpið hefir sagt frá því í dag, að sprengjuflugvjel- ar bandamanna hafi verið yfir ýmsum stöðum þýska ríkisins í dag, og einnig hafi verið ráð- ist á Rúmeníu. Skutu Rúmenar niður 10 flugvjelar, að sögn. — Yfir Þýskalandi flugu flug- vkkin frá norðvestri, yfir Sljes vík, Holstein og Brandenburg, stefndu til Magdeburg og jafn- vel Berlín. Ekki hafa borist fregnir um árás á höfuðborg Þýskalands enn. — Reuter. Þessi þýski hermaður, sem nýlega var tekinn til fanga í Frakk- landi, hefir enn á ermi sinni bandið, sem gefur til kynna að hann hafi verið í Afríkuher Rommels forðum. Hann er því sjálfsagt búinn að fara allvíða þessi styrjaldarár og reyna hitt og annað S vif spreng j ugláparar vaida vinnustöðvun. London: Reglur munu verða settar um það ,að menn hlaupi ekki frá vinnu sinni, til þess að glápa á svifsprengjur, er í þeirh heyrist, en að þessu hafa verið mikil brögð að undanförnu, þar sem menn hlaupa frá verki, ekki einungis er merki um yf- irvofandi hættu er gefið, held- ur og ef þeir halda sig geta sjeð eitthvað spennandi. Manntjón Bandamanna í innrásinni 117.000 Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. London í gærkveldi. I aðalstöðvum bandamanna var í dag tilkynnt manntjón það, sem innrásarherirnir hefðu orðið fyrir, síðan innrásin byrj- &8L Var það 117.000 als. Af þessu hafa Bretar mist 39.594 menn, þar af 5.646 fallna Kanadaménn mistu 6.545 menn þar af 919 fallnaj og Bandaríkja menn hafa als mist 70.009 rnenn. Þar af 11.115 fallið. Manntjónið er ekki frekar sundurliðað, þannig að ekki er hægt að sjá hve margir hafa særst og verið tekn'ir höndum, eða týnst. Engar nýjar karföf lur á Landbúnaðarráðuneytið til- kynti fyrir nokkrum dögum, að Grænmetisverslun ríkisins myndi kaupa nýjar kartöflur af íslenskum framleiðendum og væri kaupverðið 106 kr. pr. 100 kg. En Grænmetisverslunin hef ir ekki fengið einn einasta poka af kartöflum fyrir þetta verð. Hinsvegar mun etthvað vera af nýjum kartöflum á „svörtum markaði", þ. e. framleiðendur selja vöruna framhjá verðlags- eftirlitinu og þá fyfir hærra verð. Svona er ástandið. Sækja einnig hratt í átt til Sljesíu London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÞÝSKA FRJETTASTOFAN segir í dag. að nú sje barist á landamærum Austur-Prússlands, eða ekki nema eina mílu frá þeim. Þetta er við þorpið Virbalem. sem stendur við járnbrautina milli Königsberg og Kovno. Eru bardagar þarna afskaplega harðir og gera Þjóðverjar alt sem þeir mega til þess að hindra Rússa í því að sækja inn í þýskt land. Beita þeir óspart flugliði og skriðdrekum, og eru loftorustur miklar háðar yfir vígstöðvunum. — Sunnar, þar sem Rússar ruddust yfir Vislu, halda þeir sókn sinni áfram og stefna til landamæra Sljesíu, hins mikla iðju- hjeraðs. ___-_____________________ Fyrir austan Varsjá eru ' enn stórorustur háðar og segjast Þjóðverjar hafa um- kringt þar nokkurn rússnesk an her. Segist þeim svo frá um þetta: „Fyrir austan Var sjá halda hersveitir og S. S. sveitir ásamt Hermann Gör- ing fallhlífaherfylkinu áfram undir stjórn Model hershöfðingja áhlaupum sín um gegn hinum umkringdu Rússum, sem verjast af mik- illi hörku. Árásir, sem óvin- irnir gerðu, til þess að koma hinu innikróaða liði til hjálp ar, mistókust. Fursti ferst í Bretlandi London: Indverskur fursti, múhamedstrúarmaðurinn Sheik Abdul Hamid, stofnandi fjelags skaparins „Vinir Múhameds- manna", og byggingarfræðileg ur ráðunautur í verkamálaráðu neytinu, fjell nýlega í Suður- Englandi af völdum svif- sprengju. — Reuter. Álit nefndar: Menfaskólinn yerði áfram á sama sfað Á ALÞINGI 1942 var skipuð nefnd til þess að gera tillögur um framtíðarskipun og húsa- kost Mentaskólans í Reykjavík. í nefnd þessa voru kosnir þeir húsameistari ríkisins, próf. Guðjón Samúelsson, Pálmi Hannesson rektor og Hörður Bjarnason arkitekt Nefnd þessi hefir nú skilað áliti. Leggur hún til, að skól- inn verði áfram á þeim stað, sem hann er nú át en landrými hans aukið, svo að nýbygging- um gefist breiðara svið. Nú hefir hinsvegar önnur nefnd; sem hefir það verkefni að athuga; hvernig best verði ráðstafað lóðum ríkisins við Lækjargötu, stungið upp á því, að nokkur hluti Mentaskólalóð- arinnar verði tekinn undir aðr- J ar opinberar byggingar. Nái þetta fram að ganga, vill Mentaskólanefndin flytja skól- ann inn í Laugarnes, í nánd við hið fyrirhugaða íþróttasvæði. Verði skólinn 'hins vegar á sama stað, mun nefndin vilja að gamla skólahúsið verði látið standa áfram; en bygt verði nýtt hús fyrir stærðfræðideildina, þar sem sjeu; auk venjulegra kenslustofa stofur fyrir verk- lega kenslu herbergi yfir ýmsa fjelagsstarfsemi nemenda og samkomusalur til að Ijetta á samkomusalnum í gamla hús- inu því að hann er; eins og mönnum er kunnugt^ sögufræg- ur slaður. Myndi hann þá að- eins notaður við allra hátíðleg- ustu tækifæri. Ráðgert er að endurbæta gamla samkomusalinn fyrir' Framh. á 2. síðu Við* Byalistock. Báðu megin Byalistock segja Þjóðverjar að Rússar geri hörð áhlaup, og hafi sumsstaðar tekist að brjót- ast inn í varnarlínur þýska hersins, en víðast hvar verið hrundið á bak aftur, stund- um í gagnáhlaupum. Þá segjast Þjóðverjar hafa hrundið árásum Rússa á Narvavígstöðvunum og einn ig sunnar í Eystrasaltslönd- unum. Eru orustur þar víða allharðar. Við Vislu. Sókn Rússa er nú hröðust þar sem þeir stefna til borg arinnar Krakov og Sijesíu- landamæranna, en varnir Þjóðverja fara harðnandi. Segja fregnir frjettaritara, að eitthvað af varaliði hafi borist þýska hernum þarha. I Karpatíiíjulium. Suður í skörðum Karpata fjallanna er einnig barist, harðast þó í skarði einu, þar sem viðureignir hafa staðið nokkuð lengi. Er enn ekki sýnt um úrslitin á þeim slóð um og fregnir þaða.i írekar óljósar. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.