Morgunblaðið - 06.08.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.08.1944, Blaðsíða 2
2 MObSUNBLAÐIÐ Sunnudagur 6. ágúst 1944, Uagana 19. júlí og 2. ág. sl. jjijeldu íþróttamenn í Reykja- ;vík fund í Oddfellowhúsinu. Stjórn Í.S.I. Itoðaði til fund- arins, en rætt var um íþrótta- svæði í Laúgardal og vallai'- mál íþróttafjelaganna í Rvík. Iþróttafulltrúi ríkisins, 'Þor- steinn Einarsson, íþróttaráðu- n.autur Reykjavíkur, Benedikt Jakobsson og hæjarfulltrúarn- ir Gunnar Thoroddsen og Gunnar Þorsteinsson sátu fund inn og tóku þátt í umræðum. Fundarstjóri var kjörinn Ben. G. Waage, forseti I.S.Í., en flundarritari Þorgeir Sve'in- bjarnarson, framkvæmdastj. Þessar tillögur voru sam- þyktar á fundinum, allar í einu hljóði: 1. Almennur fundur stjórna íþróttafjelaga í Reykjavík, íþróttaráða og stjórnar Í.S.Í., haldinn í Oddfellowhúsinu 19. júií og 2. ág. 1944, skorar ein- róma á Bæjarstjórn Reykja- víkur: a. Að látá nú þegar hefja framkvæmdir á Laugardals- sræðinu, og verði það sem fyrst skipulagt til fullnustu og framræst, svo að " hægt verði að byrja þar á bygg- ingu íþróttavirkja eigi síðar en á næsta vori, og verði þá fyrst hafist handa um bygg- ingu sundlaugar og íþrótta- leikvangs. Jafnframt telur fundurinn, tiliögur Laugardalsnefndar- innar mjög æskilegar sem grundvöll frekari frarnkv. h. Að taka > nú þegar úr erðafestu þann hluta Vatiís- mýrarinnar, sem liggur vestan Njarðargötu og sunnan svo> ncfnds Öskuvegar, ræsa hann fram á þessu hausti, svo að hún verði hæf til íþróttaiðk- ana á næsta vori. Sömuleiðis fer fundurinn fram á, að lóð- in við Egilsgötu og hinn svo kallaða VesturvöII verði gjörð hæf til frjálsra leikja fyrir unglinga. c . Að styrkja vallargerð' þeirra íþróttafjelaga bæjar- ins, sem æskja að koma upp eigin æfingarvöllum, enda sje, fyrirkomulaíg þeirra ákveðrð í samráði við íþróttaráðunaut bæjarins. 2. Fundurlnn mælir ein- dregið með því við bæjarráð Reykjavíkur. að Ivnattspyrnu- fjelaginu Fram verði nú þeg- ar veitt íþróttasvæði það, er þáð hefir sótt um í Höfða- hverfi, og Knattspyrnufjelag- ið Víkingur fái einnig landl það til íþróttaiðkana, sem það hefir beðið um syðst í Vatns- mýrinni. 3. Fundurinn slcorar á: hæjarstjóm Reykjavíkur og háttvirta ríkisstjórn íslands að aðstoða Rnattspyrnuf jel. Reykjavíkur á allan hátt til að endurheimta íþróttahvis sitt nú þegar úr liöndum breska setuliðsins. 4. Fundurinn óslcar eftir, að ílýtt sje svo sem verða má. stofnun íþróttaráðs Reyk.ja- víkur og kýs af því tilefni formenn íþróttafjelaganna * í bænum eða varanienn, sem ]ieir nefna til þess, ásamt í- þróttanefnd ríki.sins, íþrótta- þulltrúa ríkisins og íþrótta- áðunaut bæjarins, að búa lagaj fru'mvarp til þessarar stofn- unar í hendur stofnfundi sam- bandsins, sem ákveðinn er 21. b. m. 5. Fundurinn jvalckar Ivæj- arráði og bæjarstjórn Reyk.ja- víkur af alhug fyrir ómetan- legan stuðning við íþrótta- málin. Almenningur í Japan vopnaður London í gærkveldi: — Japankeisari hefir skipað sjer stakt ráð. stórráð svonefnt. til þess að sjá um það, að enginn maður í Japan dragi af sjer við hernaðarátakið. Þá hefir stór- ráð Jletta tilkynnt, að bráðlega verði hvert mannsbarn í Japan vopnað, þar sem hættur vofi yfir heimalandinu. -— Reuter. 75 ára: Auðunn í Dalsell AUÐUNN í Dalseli undir Eyjafjöllum er 75 ára í dag. Morgunblaðið hefði kosið að geta" minst all-rækilega við jvetta tækifæri hins stórhuga, bónda og dugmikla athafna- manns, en varð að láta nægja. aðeins að minna á afmælisdag inn, svo að hinir mörgu vinir Auðuns og heimilisins í Dal- seli gætu sent afmælisbam- inu kveðju og þakklæti fyrir margar ánægjulegar samveru- stundir. Ábyrgðarmikil staða. London: Þýska frjettastofan segir, að framleiðslumálaráð- herra Þjóðverja, Albert Speer, hafi falið yfirmanni skotfæra- framleiðslunnar, dr. Johannes Geider, af ar þýðingarmikið verk að hafa yfirumsjón með. Segir frjettastofan, að fram- kvæmd þæssa verks geti haft úrslitaþýðingu á styrjöldina. — * Hitler hefir áður falið Geiber vandasöm störf að vinna. Reuter. — Mentaskólinn. Framh. af 1. síðu. sumárið 19455 en þá verður að líkindum þar minst þess að 100 ár eru líðin frá endurreisn Al- þingis. Mun verða lagt annað gólf í salinn, komið fyrir Sjer- stakri ljósalögn; koniið fvrir belri sætum o. fl. Pjetur Thoroddsen hjeraðslæknir á Norðfirði, er sextugur þriðjudaginn 8. ágúst n.k. Pjetur er fæddur í Þórukoti í Ytri-Njarðvík þann 8. ágúst 1884, sonur hinna velþektu hjóna Þórðar læknis Thorodd- sen og konu hans Önnu Pjet- ursdóttur Guðjónsen, organista. Hann gekk í lærða skólann í Reykjavík og varð stúdent þaðan 1904, tæplega tvítugur að aldri. Hann á því nú og við samstúdentar hans 40 ára stú- dentsafmæli. Eftir að hann hafði fullkomn að nám sitt í læknisfræði, bæði í Reykjavík og Kaupmanna- höfn, var hann skipaður lækn- ir í ýmsum hjeruðum, en síð- ustu 31 ár, hefir hann verið hjeraðslæknir í Norðfjarðar- hjeraði. Jeg sem þessar línur rita, var samtíða og í sama bekk og Pjetur, meðan hann dvaldi í Lærðaskólanum, (sem svo hjet þá) og má jeg með sanni segja, að Pjetur var þar hvers manns hugljúfi. Hafði hann margt til þess, fríður sýnum, prúður í framgöngu og viðmóti, mikill gleðimaður og hinn besti fje- lagsbróðir. Hann var ágæt stoð og stytta okkar, er við hjeld- um sjónleiki, því maðurinn er listfengur með afbrigðum og mjög hneigður fyrir söng og hljómlist eins og hann á ætt til. Pjetur nýtur hinna bestu vinsælda góðra manna, eins og að líkum lætur, eftir því, sem hjer að ofan er sagt. Hann var í hreppsnefnd og skólanefnd Neshrepps 1914—1920 og í sáttanefnd síðan 1926. Má hann því kallast mannasættir, sem þótti gott til mannorðs eftir vitní íslendingasagna. Pjetur er kvæntur Friðrikku Valdemarsdóttur Davíðssonar, verslunarstjóra á Vopnafirði, síðar kaupmanns í Kaupmanna höfn, hinni ágætustu konu. Á þessum tvöfalda afmælis- degi sínum er Pjetur og frú hans stödd hjer í Reykjavík hjá bróður hans Þorvaldi Thor- oddsen, framkvæmdarstjóra, og höfum við fjórir samstúdentar hans, sem búsettir erum hjer, þá miklu ánægju, að geta flutt hjónunum hamingjuóskir okk- ar, persónulega, á þessum merka afmælisdegi læknisins. Bogi Benediktsson. inillllillllllinilllllllllllllllllllilllllllllllilllllllllllllllip 1 Laufskála-1 I Café | g Tökum ails konar veislur. § = Upplýsingar í síma 5346. = mminnnnnmiuimiiimiiiiiminiiiiuiiniiiiiinniiiii Söngkonan Ann Carroll er nýlega gift? giftist hún manni þeim, sem hún vinnur fyrir; James Kyser. Myndin af brúðgumanum er allmiklu minnl, enda er hann vart jafnglæsilegur á að líla. Eitt af djarflegustu afrekum styrjaidarinnar er það talið, ee brcskuin strandhöggssveitum tókst að stela yfirhershöfðingja Þjóðverja á eynni Krít og fara með hann á brott, Hershöfðing- inn, sem heitir Kreipe, sjest hjer á myndinni til vinstri. Er hanu nú fangi í Egyptalandi. AUGLtSING ER GULLS ÍGILDÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.