Morgunblaðið - 09.08.1944, Síða 10

Morgunblaðið - 09.08.1944, Síða 10
10 MOBGUNBLAÐIÐ Miðvikudag'ur 9. ágúst 1944. titluðum útlendingum var sýnt þar. Hann hafði átt von á því sama hjer. En hann sá brátt, að þar hafði honum skjátlast. Van Ryn var „grand seigne- ur“, jafn óháður og Talleyrand eða de Lamballe. Og þó var hann ekki aðalsmaður. í þessu landi, er gumaði svo mjög af fullkomnu lýðræði sínu, gat enginn orðið aðalsmaður, þótt hann ætti stóra arfleifð. Greif- inn horfði dálitla stund á Niku lás, sem var að ræða við greifa frúna, á mjög vandaðri frönsku Hann var vissulega fallegur maður og hlaut að ganga í aug- un á kvenfólkinu. En það var einhver kuldi í svip hans — eng ktn eldur, engin tilfinning, — og þó var munnur hans ástríðu fullur! Sem eðlilega afleiðingu af þengingum þessum, athugaði greifinn Jóhönnu enn einu sinni. Konan var eins og kýr! Það myndi áreiðanlega ekki vera nokkur ánægja af að Sofa hjá henni. Van Ryn hlaut að hafa hjákonu, þótt greifinn hefði þegar komist að því, að öðrum augum var litið á þessi máj í Ameríku en Frakklandi. Hjár eru það teprulegar erfða- venjur sem ráða. Hið enska og hollenska blóð þeirra er hæg- fara og skortir allan ástarhita. ,,Miranda“, sagði Nikulás alt í einu. „Viltu ekki ná í bók Coopers, sem þú ert að lesa, fyr ir greifafrúna eftir matinn?“ Miranda leit upp. „Jú, Niku- lás frændi“. Hvert þó í logandi! sagði greifinn við sjálfan sig. Hjerna er eitthvað, sem mjer hefir sjest yfir. Þegar Jóhanna kynti stúlkuna fyrir honum, hafði hann haldið, að hún væri eins konar barnfóstra, og tæplega annað en barn sjálf. Hún sat við hinn endann á borðinu, þar sem skugga bar á og hafði fram að þessu ekki sagt orð. Þessi þrjú orð hennar sögðu heldur ekki mikið, en það gerði aftur á móti svipurinn í augum henn ar, þegar hún leit á Nikulás. Hún er hrífandi, ceitte petite! hugsaði greifinn með sjer, og hún er á góðum vegi með að verða ástfangin af Nikulási frænda. Hún veit það ekki ennþá, nje nokkur annar. Sú feita ætti að líta betur í kringum sig! Hann hló með sjálfum sjer, þurkaði sjer um munninn og sagði: „Jeg hlakka mjög til þess að taka þátt í hátíðahöldunum á morgun. Hvernig er dagskráin, monsieur?11 Nikulás sneri sjer þegar að gesti sínum. „í fyrramáli verð- ur hóf fyrir leiguliða mína, og jeg er hræddur um, að jeg verði að leggja á yður, að hlusta á mig halda ræðu, þar eð það er venja þjer“. Hann brosti og greifinn sagði: „Ræðu, þrungna ættjarð arást? Það verður vissulega gaman“. Nikulás hjelt áfram: „Síðar um daginn mun svo verð^ ann að hóf og smá-dansleikur um kvölclið. „Það er einnig mjög ánægju- legt, því að jeg hefi yndi af að dansa. Að vísu hendist jeg um eins og lítill gúmmíbolti, en jeg geri mitt besta. Þjer hljótið einnig að hafa gaman af að dansa, ungfrú?“ sagði hann og beindi orðum sínum til Mir- öndu. Hún hrökk við og skipti lit- um. „Jeg — jeg veit það ekki. Jeg er hrædd um, að jeg dansi mjög illa. Jeg kann hvorki polka nje vals. Jeg býst ekki við, að jeg verði á dansleikn- um“. Hún leit vandræðalega á Jó- hönnu, sem sagði: „Jeg hjelt að Miranda yrði hjá Katrínu. Hún verður óróleg, af öllum hávað- anum“. „Það getur einhver þjónanna verið hjá Katrínu", sagði Niku- lás. „Auðvitað werður Miranda 'á dansleiknum. Hún verður ekki lengi að læra danssporin". Jóhanna svaraði engu, en beindi allri athygli sinni að vanilla-ísnum, sem hún var að borða. Aha! hugsaði greifinn. Sú feita er þá ekki eins heimsk og jeg hjelt! Hún reynir að bæla þá litlu niður! En þá kemur Nikulás frændi til hjálpar, og fær að launum aðdáandi augna ráð ungfrúarinnar. En annars veit jeg auðvitað ekkert um þetta. Frúin er ef til vill of löt og grandalaus til þess að gera sjer grein fyrir því, sem er að ske. Herrann hugsar svo mikið um stöðu sína, að hann leyfir sjálfum sjer ekki að gera sjer grein fyrir því. Og litla ungfrú in — hún er ekki vöknuð enn- þá. Nú var staðið upp frá borð- um og greifinn athugaði Mir- öndu í laumi með augum sjer- fræðingsins. Hann dáðist að löngum og grönnum handleggj um hennar, háum brjóstunum og björtum yfirlitnum. Og enn meir dáðist hann að litla, dökka fæðingarblettnum, sem var við hægra munn vik hennar og nef inu, sem var örlítið bogið. — Hann andvarpaði og óskaði þess um leið, að það væri hann, sem ætti eftir að vekja hana! Hann virti fyrir sjer fagran vöxt hennar, þegar hún gekk á eftir hinum konunum út úr borðsalnum, og hann hreifst af æsku hennar og sakleysi. Aum- inginn litli! Hann gæti kent henni listina að elska með blíðu, sem hún myndi aldrei finna hjá þessum Nikulási, þótt hann væri fallegur og myndarlegur. En svo fjekk kímnigáfa hans aftur yfirhöndina. O, jamm og jæja! Svona var lífið. Tilfinn- irígalíf húsbændanna hjer kom honum í raun rjettri ekkert við. Hann settist nú niður og fór að ræða við Nikulás, og komst brátt að því að hann var víð- lesinn og sannmentaður mað- ur. Þeir ræddu utanríkismál, og þar var Nikulás miklu betur að sjer en greifinn. Síðan fóru þeir að ræða vísindi, en þar stóð Frakkinn honum nokkurn veginn á sporði. „Þvílík undur, sem við höf- um kynst síðustu árin“, sagði Nikulás. „Gufuvjelin, ritsíminn, Daguerre-ljósmynd, og þessi nýju gasljós, sem mjer finst raunar bæði Ijót og óþægileg‘.‘. „Rjett er nú það“, sagði greif inn, og leit í kringum sig. Kerta ljósin vörpuðu vinalegri birtu um salinn. „Þjer hafið ekkert af þeim hjer, þótt halda mætti að þjer vilduð hafa öll nýtísku þægindi í slíkri höll, sem þessi er“. Nikulás hristi höfuðið. „Mjer finst engin fegurð án leyndar- döms og skugga. Það er ungur, amerískur rithöfundur, Edgar Allan Poe, sem hefir tekist að tjá tilfinningar mínar til fulln ustu í ritum sínum. Kannist þjer við hann?“ Greifinn hristi höfuðið og Nikulás hjelt áfram: „Einhvern tíma heyrið þjer hans getið. Hann er án efa snillingur. Ein- hverntíma ætla jeg að heim- sækja hann, og segja honum það. Hlustið þjer á —“. Og Nikulás fór með eitt af kvæð- um Poe. Rödd hans varð dýpri og titr aði örlítið, á meðan hann fór með kvæðið, og greifinn gat ekki að því gert, að hann hreifst með. „Tiens“, sagði hann, þegar Nikulás hafði lokið kvæðinu. „Þetta getur í rauninni hrifið mann. Það er ekki skemtilegt, en sjerkennilegt,'mon ami, — mjög sjerkennilegt. En jeg verð að játa, að jeg botna lítið í því, um hvað er það eiginlega?“ Nikulás hallaði sjer aftur á bak, krosslagði fæturna og bauð gesti sínum vindil. „Ne me demandez pas des énigmes!“ vitnaði hann glað- lega. Hann sá eftir því að hafa látið í ljós, þótt ekki væri nema örlítinn vott af tilfinningum sínum. Hann.hafði freistast til þess vegna þess, að það var mjög sjaldan, sem hann fann andlegan jafningja sinn og hann hafði, í heimsku sinni, haldið að greifinn myndi skilja sig. „Hvernig er litið á þessar nýju tilraunir með eter í Fra^k landi?“ spurði þiann, og skipti um umræðuefni. „Það er kraftaverk! Ef þæf heppnast mun það linna ótal þjáningar“. „Og gefa þeim, sem eiga það skilið, auðveldan dauðdaga“. Greifinn starði á hann. „Hvað í ósköpunum eigið þjer við með þessu: „þeim sem eiga það skilið?“ Tompkins kom nú inn til þess að hella meiru víni í glös þeirra. Þegar, hann var farinn, svaraði Nikulás: „Jeg trúi því, að dauðinn sje okkur meðskap aður og við hljótum þann dauða, sem er í samræmi við eðli vort. Miðlungsmennirnir deyja í rúmi sínu, þar sem þeir hófu líf sitt, en þeir hugrökku deyja hetjudauða“. Ef Loftur getur bað ekki — þá hver? Konungsdóttirin, sem ekki gat hlegið Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 6. runnu niður kinnar hennar, og konungurinn varð að styðja hana og var hann þó varla maður til þess, því hon- um var líka heldur betur skemt. Svo fjekk Hans konungsdóttur og mikil var sú veisla, sem haldin var, þegar þau giftust_ og þar hló brúðurin hæst allra. ENDIR. Hjalti húsmannssonur Æfintýr eftir P. Chr. Asbjörnsen. 1. EINU SINNI VAR fátækur húsmaður, sem átti einn einasta son og hann hjet Hjalti, en hann var svo latur og kærulaus, að hann vildi ekkert gera og ekki mannast neitt. Ef jeg á ekki að þurfa að fæða þanna langa slána hjeðan í frá, hugsaði faðir hans, þá verð jeg að senda hann langt í burtu, þar sem enginn þekktir hann og þar sem ekki er auðvelt fyrir hann að komast heim aftur, ef hann hefir það í hyggju. Svo lagði maðurinn af stað með piltinn, hann Hjalta sinn, og hvar sem þeir fóru, þá bauð hann Hjalta í vinnu- mensku, en ekki nokkur maður vildi nýta hann. Eftir langt ferðalag komu þeir til ríks manns, sem hafði ekki sem best orð á sjer; það var sagt að hann sneri hverjum peningi þrisvar, áður en hann slepti honum. Þessi maður bauðst til þess að taka Hjalta fyrir vinnumann, en hann átti að vinna kauplaust í þrjú ár. En þegar árin væru liðin, áttf maðurinn að fara til bæjarins og kaupa það fyrsta, sem hann hitti þar og það átti Helgi að fá í kaup. Maðurinn átti að fara tvo morgna í röð, en Hjalti svo sjálfur þriðja morguninn og það sem þeir þá keyptu, átti Hjalti að fá. Hjalti var nú hjá ríka manninum og hagaði sjer betur en nokkur gæti hafa haldið, sem þekti hann, þótt hann væri vissulega enginn fyrirmyndar vinnumaður, en þá var nú húsbóndi hans heldur engin fyrirmynd á sínu- sviði, því hann ljet Hjalta vera allan tímann í sömu föt- — Sjáið þjer til, kæra frú, þessi hattur gerir yður tíu ár- um yngri. — Það eru nú dálítið vafa- söm meðmæli. Jeg verð þá, eft ir því að dæma, tíu árum eldri, þegar jeg tek hattinn af mjer. ★ Veitingastúlkan: „Maðurinn þarna segir, að það hafi verið tvö hár í súpunni, sem hann fjekk“. Veitingamaðurinn: „Tvö hár! Hann ætlast þó líklega ekki til þess, að fá héila hárkollu fyrir eina, skitna krónu?“ * Hann: „Þú mátt ómögulega gráta svona, elskan mín“. Hún: „Hvað kærir þú þig um það? — Þjer stendur alveg á sama“. Hann: „Nei .' Það gerir mjer ekki, því að prjónavestið mitt hleypur, þegar það vöknar“. ★ — Heyrðu, Þórður minn! — Þetta er nú í fimta skiptið, sem jeg bið þig um að borga mjer peningana, sem jeg lánaði þjer. — Góði vinur! Þú ert alveg búinn að gleyma, hve mörgum . sinnum jeg varð að biðja þig um þá, áður en jeg fjekk þá. * Svik. Prófessorinn: — Hvað eru svik? Kandídatinn: — Svik, það eru .... það eru t. d. svik, ef prófessorinn lætur mig falla við prófið. .Prófessorinn: — Hvað eigið þjer við? Kandídatinn: — Jú, því að í hegningarlögunum stendur, að sá geri sig sekan í svikum, sem notar sjer þekkingrírleysi ann- ars til að skaða bann. ★ — Hver ætli það sje, sem er að gifta sig? — Hafið þjer ekki heyrt það? Það er maður, sem er nýslopp- inn út úr betrunarhúsinu, þar sem hann hefir setið í átján mánuði. — Nú, rjett, já! Það eru til menn, sem hafa merkiiega skrítnar hugmyndir um frelsið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.