Morgunblaðið - 10.08.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.08.1944, Blaðsíða 10
10 MOBGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 10. ágúst 1944. „Og þeir,. sem eru myrtir, eiga það skilið?“ surði greifinn, og hafði gaman að. Nikulás horfði andartak á hann..„Ef til vill“, sagði hann. „Menn gera sjer yfirleitt alt of miklar grillur um dauðann og hugsa um harm með of mik- illi viðkvæmni. Það væri miklu betra fyrir mannkynið, ef þeir Ijótu gagnslausu væru látnir hverfa“. „Já, en góði maður“, hrópaði greifinn og hló við. „Þetta er villimenska. Hver á að ákveða, hverjir sjeu ljótir og gagns- lausir, til þess að deyja? Hver myndi þora, að ákveða slíkt?“ Nikulás fjekk sjer vænan sopa úr glasinu. „Jeg myndi þora það — ef tækifæri gæf- ist“. Greifinn ræskti sig. Flest kert anna voru nú brunnin út, en þau fáu, sem enn logaði á, vörp uðu draugalegri birtu á svip- laust andlit Nikulásar. Greifinn gerði krossmark í laumi en blygðaðist sín fyrir það á eftir. Þetta var ekki ann að en venjulegt guðleysingja- tal, sem maður heyrði nú hjá' mörgum ungum mönnum í Par ís.' En þrátt fyrir það^ leið hon- um hálf illa. Það varð þögn andartak. — I gegnum lokaðar dyrnar heyrði hann óglöggt, að leikið var á píanó. Hann þekti, að það var kona hans, og var hún senni- lega að leika fyrir Miröndu og frú Van Ryn. Vesalings María Lovísa, hugsaði hann með sjer. Henni hlýtur að leiðast mjög, að vera lokuð inni með tveim koimm, sem hún getur ekki tal að orð við. Hann langaði til þess að fara inn til þeirra. En Nikulás, sem aldrei þessu vant skeytti ekki um óskir gests síns, sýndi ekkert fararsnið á sjer. Hann sat, niðursokkinn í hugsanir sínar, og fitlaði við rauða rós. Greifinn ræskti sig nú, og fór að tala um það, sem hann hjelt að Nikulási myndi vera ánægja að. „Þjer eigið hjer glæsilegt setur handa sonum yðar“. Nikulás lagði frá sjer rósina. „Jeg á enga syni“. „Eh, bien! Þeir koma. Það er nógur tími ennþá“, flýtti greif inn sjer að segja. Nikulás sneri sjer hægt við, og leit á hann. „Þjer hafið sjeð konu mína. Haldið þjer að hún muni ala mjer syni?“ En sú spurning, hugsaði greifinn með sjer, og leið illa. En maður verður víst að svara einhverju. „Frú Van Ryn er ef til vill helst til feitlaginn, en það hefir ekkert að segja. Markgreifafrú de Laon er níutíu kíló að þyngd og á átta syni. Ef eitthvað smá- vægilegt er að, er auðvelt að ráða bót á því. Jeg hygg að þið eigið góða lækna hjer.......“. Hann þagnaði, forviða yfir svipnum, sem kom snöggt á andlit Nikulásar, svo snöggt, að hann efaðist um, að hann hefði í raun rjettu sjeð hann. „Jóhanna mun ekki ala fleiri börn“, sagði Nikulás og reis á fætur. Síðan sagði hann kæru- leysislega: „Þjer virðist hafa á- huga á persnesku oleandrunum mínum. Jeg á eina dökkrauða, mjög fallega úti í sólbyrginu. Munduð þjer kæra yður um að sjá hana, um leið og við förum inn til kvennanna?“ Á meðan greifinn dáðist kurteislega að oleandrunni, var hann að hugsa um hið undar- lega samtal þeirra Nikulásar. Svaf maðurinn ekki einu sinni hjá konu sinni? Hvað átti hann eiginlega við? Sú feita var vit- anlega lítt girnileg, en ef hann vildi eignast skilgetna syni, varð hann að sætta sig við það. Hann gat altaf fundið róman- tík annarsstaðar, eftir að hafa gert skyldu sína. Hann ætti ef til vill að ræða þetta við hann, sem eldri og reyndari maður. Hann ætlaði að gera það síðar, þegar tækifæri gæfist. En það tækifæri kom aldrei. Nikulás hafði þegar rætt meira um einkamál sín við greifann, en nokkurn annan mann nú um langt skeið, og sá nú eftir þeim veikleika sínum. Þeir gengu nú inn í grænu dagstofuna. Nikulás settist við hliðina á greifafrúnni. Jafn- framt því, sem hann hlýddi á tal hennar, gerði hann það, sem hann annars var vanur að forðast. Hann horfði á konu sína af ásettu ráði. Hann sá, hvernig hún reyndi að taka þátt í fjörlegum sam- ræðum litla Frakkans, um leið og hún kæfði geyspana, sem alt af sóttu að henni eftir kvöld- verð. Hann tók eftir, hve þunt hár hennar var slyttislegt, þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir Mögdu til þess að liða það, og hvernig ljósrauður hársvörður- inn kom í Ijós á milli lokkanna. Hann tók einnig eftir því, að hún hafði reynt að sverta auga- brúnir sínar, en hafði tekist miður vel, og kinnar hennar voru daðurslega roðaðar. Hann horfði á háls hennar og barm. í kvöld hafði hún Van Ryn demantana um hálsinn, sem Pieter Van Ryn hafði keypt handa Azilde. Það voru fagrir steinar. En það var eins og alt, hugsaði Nikulás, misti gljáann og fölnaði þegar það kom nálægt Jóhönnu. Hann mundi ekki lengur, eða kærði sig ekki um að muna, að hann hafði ekki altaf haft þessa miskunnarlausu óbeit á henni. Hún hafði að vísu verið feit- lagin fyrir sjö árum, þegar þau giftu sig, en hún hafði verið fremur snotur, og aðlaðandi. Hún hafði verið hæglát og vel upp alin og komin af gamalli og góðri hollenskri ætt, eins og hann sjálfur. Þegar Nikulás kom heim úr ferðalagi sínu og var orðinn foreldralaus — hann misti móð ur sína tólf ára gamall — hafði hann fundið brjef frá föður sín um, þar sém hann Ijet í ljós ósk um, að Jóhanna Van Tapp- en yrði húsmóðir á Dragon- wyck. Hann hafði þess vegna biðlað til hennar, án allrar ást- ar, en einnig án tregðu eða ó- beitar. Breytingin hafði komið eftir fæðingu Katrínar. Hann hafði orðið fyrir miklum von- brigðum yfir, að hún skyldi vera stúlka. Og þegar hann komst að því, að Jóhanna myndi ekki geta eignast fleiri börn, hafði hann orðið kulda- legur og fjarlægur, og hafði sá kuldi brátt snúist upp í líkam- lega óbeit. Þau höfðu ekki haft svefnherbergi saman í þrjú ár og á þeim tíma hafði hún orðið eins og hún var nú. En hún var eiginkona hans og húsmóðir á Dragonwyck og þess vegna myndi hann ávalt sýna henni fulla kurteisi og virðingu, a. m. k. meðan aðrir voru viðstaddir. — Hann svaraði greifafrúpni aðeins einsatkvæðisorðum. Hún var að lýsa, með mörgum fögr- um orðum, fegurð og gáfum bgrna sinna, og þar eð Nikulás fann, að hún óskaði aðeins eft- ir einhverjum til þess að hlusta á sig, sneri hann höfðinu ofur- lítið. Hann lokaði augunum til hálfs og horfði á Miröndu. Hún sat í hinum enda her- bergisins og var að sauma. Hún var með sama vasaklútinn og Jóhanna hafði verið að sauma fangamark Nikulásar í fyrir skömmu, því að þegar Nikulás sá, að hún saumaði eins vel og Jóhanna saumaði illa, hafði hann sagt, að það væri heimsku legt af konu sinni að vera að eyða tímanum í þetta, „ef Mir- anda vildi vera svo góð að gera það“. Miranda hafði auðvitað verið mjög hreykin af og vand- aði sig nú eins og hún gat. Ljósið af kertinu, í kerta- stjakanum fyrir ofan höfuð hennar, fjell beint niður á hár hennar, og varpaði á það loga- gyltum bjarma. Þegar Nikulás horfði á það, fann hann aftur þessa undarlegu tilfinningu, sem var dýpri en aðdáun og hafði í sjer bæði þrá og hugsvöl un. En hann reyndi aldrei að kanna þessa kend til hlýtar. — Það var gagnstætt eðli hans, að kanna sinn innri mann. Hann hjelt áfram að horfa á stúlkuna, á langan hvítan háls hennar og hreinan vangasvip. Hún hafði varla sagLorð, síðan staðið var upp frá borðum. — Hún var að hugsa um dansleik- inn annaðkvöld. Alt í einu, eins og sem ósjálf rátt svar við hina stöðuga augnatilliti Nikulásar, leit hún upp og augu þeirra mættust. Hún fjekk ákafan hjartslátt. Þau horfðu aðeins andartak hvort á annað, en þá sneri Niku lás sjer að greifafrúnni og sagði kurteislega: „Það var gaman, frú. Segið mjer meirá um þessa litlu dóttur yðar“. En Miranda vissi, að þó að þetta atvik virtist lítilfjörlegt, þá var samband þeirra nú breytt og hjeðan í frá var ekki hægt að snúa við. Um nóttina dreymdi hana, að faðir hennar kom til hennar, að Dragonwyck, og hún fagnaði honum með innilegri ástúð, sem Jiún hafði aldrei fundið til í veruleikanum. Hjalti húsmannssonur Æfintýr eftir P. Chr. Asbjömsen. 2. unum, sem hann var í þegar hann kom til hans fyrst, svo að lokum var ekki orðið annað en hver bótin ofan á ann- ari. Og svo þegar árin þrjú voru liðin og maðurinn ætlaði að fara að kaupa, lagði hann af stað eldsnemma morguns. „Dýrar vörur verða að skoðast við dagsins ljós“, sagði hann við sjálfan sig, „og nú er varla mikið um samkepn- ina svona snemma, og það er gott, því það getur sjálf- sagt orðið nógu dýrt samt, því það er alveg undir hepni komið, hvað jeg finn“. Sá fyrsti sem hann mætti á götum bæjarins, var gömul kerling, og hún bar á handleggnum körfu með loki yfir. „Góðan daginn gamla mín“, sagði bóndi. „Sæll vert þú maður minn“, svaraði kerling. ,Hvað hefirðu í körfinni þinni?“ spurði maðurinn. — „Langar þig til að vita það?“ spurði kerling. „Víst langar mig til þess“, gegndi bóndi, „því jeg átti að kaupa það fyrsta, sem falt væri“. — „Jæja, kauptu þá“, sagði sú gamla. „Hvað kostar það þá?“ spurði maðurinn, og kerl- ing sagðist ekki geta sett minna upp en fjóra skildinga. Það fanst bónda ekkert sjerstaklega hátt verð, kvaðst ganga að því og lyfti lokinu yfir körfunni, og það var þá dálíttll hvolpur, sem lá þar niðri í. Þegar maðurinn kom heim úr kaupstaðnum, stóð Hjalti úti og beið með mikilli eftirvæntingu eftir að fá að vita, hvað hann fengi í kaup fyrir fyrsta árið. „Ertu kominn strax aftur, húsbóndi góður“, sagði hann, „og hvað hef- irðu keypt?“ — Og það var nú loðið, það sem jeg keypti“, sagði bóndi. „Jeg veit ekki hvort jeg á að vera að sýna það, en það var það fyrsta sem jeg fjekk og það var nú hvolpur“. — „Það þykir mjer reglulega vænt um“, sagði Hjalti. „Mjer hefir altaf þótt svo gaman að hundum“, Ekki gekk það betur annan daginn. Bóndi fór á fætur fyrir allar aldir og ekki var hann fyrr kominn í kaup- staðinn en hann mætti kerlingunni með körfuna, „Góðan daginn gamla mín“, sagði hann. „Sæll sjálfur maður minn“, svaraði gamla konan. „Hvað ertu með í körfunni í dag?“ spurði bóndi. —„Ef þú vilt vita það, þá geturðu keypt það“, kvað kerling. — „Hvað kostar það þá?“ — „O, fjóra skildinga. Jeg er vön að selja alt með sama verð- inu“, sagði sú gamla. Bóndi sagði þá, að hann yrði víst að kaupa, en betur þætti sjer að nú yrðu kaupin skárri en daginn áður. Þegar hann lyfti lokinu, var ketlingur í Hjá lögreglustjóra. Ákærð kona: — Jeg ók als ekki með átta mílna hraða — ekki einu sinni fimm, máske tæprar hálfrar þriðju. Jeg var í rauninni næstum grafkyrr, þegar lögregluþjónninn stans- ;aði mig og skrifaði mig. Lögreglustjórinn: — Já, þakka yður fyrir! Nú held jeg að minsta kosti að best sje, að þjer stansið. Annars endar það með, að þjer hafið keyrt aftur á bak. ★ Læknirinn: — Það er auðvit að leiðinlegt, að þjer skulið verða að liggja í rúminu á af- mælisdaginn yðar. En nú hefi jeg helt meðalinu í wisky- flösku, svo að það verði dálítið hátíðlegra. ★ Frúin (við mann sinn: — Jeg trúi reyndar ekki einu orði af þessari hneykslissögu um hana Ásu. — Hversvegna í ósköpunum ertu þá að segja mjer hana? — Það gæti skeð, að þú viss- ir eitthvað meira um hana. — Geirmundur jafnaðarmað ur hafði verið boðinn í brúð- kaup í nágrenninu. En rúmið, sem hann fjekk til þess að sofa í, hafði ekki verið sem ákjósan- legast. Hann lýsti því á þessa leið: — Hefðu flærnar verið sam- taka og haft almennilegan for- ingja, þá hefðu þær dregið mig fram úr rúminu“. ★ — Eruð þjer viss um, áð klukkan hafi verið tíu, þegar hann rjeðist á yður og löðrung aði yður? — Já, hún var nákvæmlegá tíu. Jeg sá það á armbandsúr- inu hans. ★ — Jeg vona að þjer dansið við mig í kvöld, herra Geir. — Auðvitað, ungfrú, hjelduð þjer að jeg hefði komið hingað bara mjer til skemtunar? ★ Á kvenrjettindaöldinni: Konan (við mann sinn): „Heyrðu elskulegi Jón minn, hvað hefirðu hugsað þjer að gefa mjer á afmælisdaginn þinn?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.