Morgunblaðið - 11.08.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.08.1944, Blaðsíða 4
4 M0RGUNBLA8IB Föstudagur 11. ágúst 1944. í sumarleyfinu / sundi og leikfimi Allar vitum við, hve hress- andi það er fyrir líkama og sál að iðka íþróttir og hollar lík- amsæfingar. En þrátt fyrir góð an ásetning um að leggja dag- lega stund á leikfimi, vill verða lítið um efndir hjá flestum. Nú flýkkist vinnandi fólk hvað af öðru í sumarleyfi’. En er sumarleyfið ekki einmitt til- valinn tími til þess að hefjast handa? Er ekki tilvalið að nota sumarfríið, meðal annars, til þess að leggja grundvöllinn að reglulegum íþróttaiðkunum? Þar sem því verður viðkom- ið, er sjálfsagt að iðka sund í sjó eða sundlaug. Og hver ein- asti dagur ætti að byrja með a. m. k. 10 mínútna rösklegri leik fimi. Þegar áhuginn á slíkri hollustu er einu sinni vakinn, er von um að hann haldist, þótt heim sje komið og sumarleyfinu lokið. Hjer eru nokkrar æfingar, auðveldar og hentugar sem sjer staklega er ætlast til að iðkaðar sjeu undir berum himni, við sjóinn eða úti í guðsgrapnni nátt úrunni: 1. Fyrsta æfingin er til þess gerð, að hrista burtu allan svefn og drunga. (Sje hún gerð inni, ætti það að vera fyrir opn um glugga). Teygið vel úr yð- ur, svo að þjer finnið til þess, alveg út í fingurgóma, og fyllið lungun um leið af lofti. Slappið síðan líkamann og andið frá yð ur. Æfingin er endurtekin fimm sinnum. 2. Því næst fallið þjer niður, eins og þjer sjeuð að tilbiðja sólina, á Austurlanda vísu. — Niður á hnjen, á grúfu, með framrjetta handleggi — lófar og framhandleggir snerti jörð. Sveiflið yður upp í boga og hall ið yður aftur, eins langt og þjer komist. Munið að rjetta vel úr handleggjunum. Þessi æfing er endurtekin 10 sinnum. 3. Sparkið tíu sinnum með hvorum fæti, eins og þjer sjeuð að sparka knetti hátt í loft upp. 4. 5 mínútna hjólatúr. Nið- ur á bakið, lyftið fótunum upp, og látið aðalþungann hvíla á olnbogunum, sem eru dálítið beygðir. Beygið hnjen og „stig ið pedalana“ jafn og stilt. And- ið djúpt og reglulega á meðan. 5. Að síðustu hlaupið þjer um í stórum og fallegum stökk um, með út- og upprjetta arma, rjettið vel úr ristunum og hálsi og fram með brjóstkassann! Kastið mæðinni og látið hjart að hvílast vel um stund, áður en þjer farið að synda. Matreiðsla Tær súpa með bollum. 3 1. soð salt—pipar—skerry hrísgrjón asparges Bollur: 120 gr. smjörl. 120 gr. hveiti 3A dl. vatn 3 egg. Smjörl. og hveiti bakað sam- an, þynt út smátt og smátt með köldu vatninu, jafningurinn hrærður vel, þar til hann flett- ir sjer frá potti og sleif. Pott- urinn tekinn ofan og eggin . hrærð í jafninginn, eitt og eitt í einu, örlítið salt látið í. Boll- , urnar mótaðar með teskeið, ■ látnar ofan í sjóðandi vatn og soðnar nokkrar mín., færðar ( upp í volgt vatn og geymdar í því þar til þær eru notaðar. jÞessar bollur má einnig nota í mjólkurmat. Þá er svolítill sykur og steittur kanell látinn í deigið, annars soðnar á sama hátt. ★ Kjötsoðið síað vel, krydd og vín látið í eftir smekk. Bollur og smátt brytjað asparges látið í súpuna. Soðin hrísgrjón borin með ásamt smjördeigssniddum eða lítil franskbrauð. Uxahalasúpa. 2—3 halar 3 1. vatn eða soð . salt Leikkona við vinnu í garbi sínum Þetta er mynd af kvikmyndaleikkommni Ann Savage, þar, sem hún er aS vinna í garði sínum. 2— 3 laukar 3— 4 gulrætur smjörl. til að brúna úr; sósulitur — tómatlögur skerry eða madeira — paprika. Halarnir skornir í sundur lið 'fyrir lið, þvegnir vel úr köldu vatni. Sjóðandi vatni síðan helt á þá og þeir þerraðir. Smjörl. brúnað á pönnu eða í potti. Þar í eru liðirnir brúnaðir ásamt laukunum og gulrótunum. Lát- ið í pott og sjóðandi vatni eða soði helt við. Soðið þar til kjöt- ið sprettur frá beinunum. Lið- irnir iærðir upp; soðið fleytt og siað, látið aftur í pottinm kryddi og víni bætt í eftir smekk. Þeg- ar súpan er skömtuð er einn liður látinn á hvern disk. Gott er að hafa harðsoðin egg eða eggjateninga í súpunni. Heilhveitigrautur. 3 1. vatn. 3—400 gr. heilhveiti salt — rúsínur sykur — mjólk Vatnið soðið. Þegar sýður er heilhveitið látið út í, saltað og soðið í 5—10 mín. Rúsínur látn ar í. Sykur og mjólk borin með. Hrukkur af að spila bridge. Franskt kvennablað heldur því fram, að konur verði hrukk óttar af að spila bridge. Spenn- ingurinn við spilamenskuna og geðshræringin komi því til leið ar, að djúpar hrukkur myndist í andlitinu. Hattprjónar aftur í tísku Nú eru stórir, hattprjónar — eins og þeir, sem notaðir voru á 18. öldinni, áftur komnir í tísku. Þeir, gera tvöfalt gagn — eru til skrauts og halda hattinum niðri. — Á myndinni hjer að ofan eru þ'rír fallegir hattar,, sem allir er,u festir með stórum hattprjónum. Hvað líður þyngdinni? í ensku blaði birtist nýlega grein eftir enskan prófessor, þar sem hann leggur ríkt á við konur að halda sjer unglegum í vexti í lengstu lög, með því að gæta þess vel að vera hvorki of grannar nje of feillagnar. Eitt af því, sem gera þarf, er að láta vega sig iðulega, til þess að sjá hvað þyngdinni líður. En þá kemur spurningin: Hversu þung má jeg vera? Þeirri spurningu verður svar að með því að líta á töflu þá, er hjer fer á eftir, og tekin er úr grein prófeásorsins: Hæð í cm. Þyngd. 150 ........ 52.5 kíló 151 ........ 53.0 — 152 ........ 53.5 — 153 ........ 54.0 — 154 ........ 54,3 — 155 ........ 54,7 — 156 ........ 55T — 157 ........ 56.2 — 158 ........ 57.0 — 159 ........ 58.0 — 160 . 59.0 — 161 . 59.8 — 162 . 60.3 — 163 . 61.1 — 164 . 61.3 — 165 . 61.8 — 166 . 62.3 — 167 . . 63.5 — 168 . 64.5 — 169 . 65.2 — 170 . 65.6 — 171 . 66.2 — 172 . 66.9 — 173 . 67.6 — 174 . 68.7 — 175 . 69.6 — 176 . 70.4 — 177 . 71.3 — 178 . 72.1 — 179 . 73.0 — 180 . 73.9 — Taflan sýnir hina rjettu þyngd miðað við hæðina. Þó má draga frá eða leggja við 9%, án þess að saki. Fer það nokk- uð cftir .vaxtarlagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.