Morgunblaðið - 11.08.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.08.1944, Blaðsíða 7
jFöstudagur 11. ágúst 1944. H08GUHBLAÐ1D T. ÞAR, SEM KOMAST RÚSSAR REYNA AÐ INN í ÞÝSKALAND Bugðótt lína. Deplar og einkennileg ömefni báðu- megin línunnar. Þannig líta landamæri Lietuvu og Aust ur-Prússlands út á landa- brjefinu, staður, sem athvgli alis heimsins beinist nú að. Munu Rússar fara yfir landa mærin? Munu bardagar fær ast yfir á þýska grund? Þannig spyrja allir. Alla langar til þess að vita það. En langar ykkur ekki einnig til þess að vita, hvernig um- horfs er við þessi landa- mæri? Menn halda oft, að það sjeu fjöll eða miklar ár, sem mvndi landamæri. Milli Lietuvu og Austur-Prúss- lands eru engin f jöll og eng- ar miklar ár. Lækir, hæðir eða einungis stólpar segja til um, hvert yfirráð eins lands ná og annars lands taka við. Sums staðar renna ár, en þær eru ekki mjög vatns- miklar. í landamærasamn- ingum er öllu þessu venju- lega lýst nákvæmlegá: ...... síðan beygist landamæralín an til suðvesturs til hæðar- innar x, þaðan meðfram læknum y, þangað til komið er 50 metra frá hæðinni z í beina línu á ....“ o. s. frv. Um þetta er samið við hin grænu borð, og breytingar á smáatriðum geta haft geig vænlegar afleiðingar í för með sjer. Slíkar breytingar fara oft fram með fallbvssu- undirleik. En það er langt síðan landamæralínan hefir breyst á þeim stað. sem nú er barist. Þessi landamæra- lína var dregin í lok mið- alda, og um hana var samið af konungi Lietuvu og yfir- boðara hinnar þýsku ridd- arareglu. íbúar Lietuvu, Li- etuvar eða Litháar, börðust öldum saman við þýsku krossriddarana. En það var engin samfeld styrjöld. Báð- ir aðiljar gerðu innrás í land hvors annars, fóru með báli og brandi, drógu sig síðan til baka, og alt var aftur með kyrrum kjörum til næstu árásar. Aðalvíggirðing þess tíma Lietuvu var hinn ill- ræmdi frumskógur, sem nú eru einungis til leyfar af hjer og þar. Þjóðverjar köll- uðu þenna skóg „Wildniss“. Þar bjó enginn, þar voru hvorki vegir nje brýr. Mjóir stígir hlykkjuðust milli trjáa og runnu og hurfu í vötnum og mýrum. Á botni þessara vatna og mýra hjeldu stíg- irnir áfram sem kulgrindos — mjóar bugðóttar stiklur hlaðnar frá botni. Einungis mjög kunnugir menn borðu að vaða þar, því að eitt skref til hægri eða vinstri og botn laus dý tók við mönnum. Þar. sem skóginn þraut, lágu kastalar, sem bæði Þjóðverj ar og Lietuvar höfðu bygt á hæðum á þeim stöðum, sem þeir bjuggust við mestri hættu. Landamæralínan breytt- ist þá í sífellu og sveigðist annað hvort til vesturs eða austurs, eftir því hvorir Eftir Theodoras Bieliackinas Fyrrí grein höfðu betur. Máttur riddar- anna. fór að þverra, eftir að Vytautas hinn mikli, einn af hæfustu konungum Liet- uvu, hafði gersigrað her þeirra við Tannenberg 1410. Tólf árum seinna var sam- ið um landamærin við Melnovatnið, og síðan hafa þessi landamæri staðið föst og óbifanleg þangað til árið 1940, og geta þannig talist til elstu landamæra í Evr- ópu. En margar breytingar hafa þessi gömlu landamæri lifaðí Fyrst aðgreindu þau Iáet- uvu og hina þýsku riddura- reglu, svo hið lietuvisk- pólska sambandsríki og kon- ungsríkið Prússland, svo keisararíki Rússlandskeisara og veldi hins þýska stjett- arbróður hans, síðan Liet- uvu, sem hafði endurheimt sjálfstæði sitt, og Weimar- lýðveldið og síðan .... Við sjáum, að alt hefir brevst nema landamærin sjálf. Að vísu hreyfðust þau svo sem tvisvar sinnum, en komu mjög fljótt aftur í gamla far ið. Fyrri breytingin varð um aldamótin 1800, en hin síð- ari 1923—1939, þegar Liet- uva rjeð um stutta stund yf- ir endurheimtu Klaipeda- fylki. Um aldamótin 1800 færð- ust landamærin um stund í austurátt, til borgarinnar Kaunas. En þegar Napoleon hertók sjálfa Kaunas-borg- ina, áleit Rússlandskeisari, sem hafði þá þegar lagt meiri hluta Lietuvu undir sig, að hjer væri gengið á rjett sinn. Við Kaunas hófst hin mikla styrjöld á milli Napoleons og Rússa. Napo- leon hvarf heim til sín og enn lengra. Landamærin F I N 1 A N D Kortið sýnir afstöðuna, nærri landamærunum. færðust á gamla staðinn. Endurminningarnar voru eftir: Lögin, sem Napoleon hafði sett, og hið gregori- aqska almanak, sem hann hafði innleitt þar. í austur- hluta landsins var hið gamla julianska almanak við lýði, þangað til Lietuva (Lithá- en) varð aftur sjálfstæð 1918. Á þessum tíma tók það svo að segja 13 daga að komast yfir nokkur hundruð metra langa brú, því að maður, sem fór þann fyrsta ein- hvers mánaðar frá miðhluta borgarinnar. kom þann 14. í úthverfi, er lá hinumegin við ánaí Og íbúar Kaunas- borgar hjeldu jól og páska tvisvar sinnum á ári, einu sinni heima„ og svo eftir tvær vikur hjá kunningjum handan við ána. Þeir voru frjálsir ferða sinna. En íbú- ar borgarinnar Virbalis-Ky- bartai, sem er tæpa hundrað kílómetra í vesturátt frá Kaunas, voru ekki eins frjáls ir, þegar þá langaði til þess að komast yfir örmjóan læk, er aðgreindi heimahaga þeirra frá borginni Eydtkuh nen, sem er Þýskalands megin. Þeir urðu að fara yf- ir brú nokkra, sem tvær slár voru settar yfir, sín við hvorn brúarsporð. Við hvora sá stóð kofi, en í hvorum kofa hjelt sig álitlegur hóp- ur af tollvörðum og lögreglu þjónum, sem rannsökuðu aumgæfilega skilríki og far angur heiðarlegra löghlýð- inna manna, sem vildu ekki brjóta landamærareglurnar, eins og þær voru óspart brotnar af hænsnum og >myglurum. Á smyglarana skulum við minnast seinna, en hvað hænsnunum viðvíkur, þá fóru þau yfir lækinn, þegar hann þornaði upp, og lítils- virtu með því lög bæði Rúss landskeisara og Vilhjálms gamla. Ástandið brevttist ekki, þegar lietuvisk yfirvöld tóku við af Rússlandskeisara en Weimar menn og síðar nas- istar af Vilhjálmi. Hænsnin voru enn sem fyrr látin af- skiftalaus, en smyglararnir eltir uppi. Baráttan á móti smyglurunum var ekki auð- veld, því að þeir nutu stuðn- ings íbúanna landamæranna. Smygl var mikið gróðafyr irtæki, því að mismunur á vöruverði var gífurlegur, þar sem annað ríkið var iðn aðarland en hitt lifði aðal- lega á landbúnaði. Sumt var fáanlegt fvrir nokkra aura í Lietuvu, sem var ekki svo ódýrt í Þýskalandi, sumt kostaði svo sem ekkert hjá Prússum, en var dýrt hjá Lietuvum. Arðvænast var að smvgla spíritus, því að í 1 Iiietuvu var áfengi rándýrt, log margur smyglari hefir ' bvgt sjer snoturt hús í landa báðumegin Frá KaunaSj höfuðborg LithaugalandSj nærri þýsku landamærunum mæraþorpunum, og einnig margur landamæravörður, sem var svo heppinn að veiða nógu marga smyglara, því að slíkt var vel launað. Þegar Lietuva var undir stjórn Rússlandskeisara, fóru ekki einungis spritt- smyglarar leyniferðir yfir landamærin. Það gerðu einn ig knygnesiai — bókberar, sem fluttu bækur á lietuv- iskri tungu frá útlöndum til Lietuvu, en þá var prentun á bókum á móðurmálinu bönnuð af rússneskum yfir- völdum. Stóð það bann frá 1864 til 1904. Þessir hug- sjónamenn hvíla sumir í Sí- beríu, sumir annarsstaðar, en nokkrir lifa heima á eftir launum, sem Lietuva greiðir þeim eða greiddi að minsta kosti á meðan hún var sjálf- stæð. Á síðustu áratugum fyr- ir heimsstyrjöldina var hins vegar engmn vandi að að- greina smyglara frá sóma- samlegum mönnum. Sóma- sarrilegir menn fóru annað hvort með járnbrautinni — en gegnum Virbalis-Kvbar- tai liggur aðaljárnbrautin frá Evstrasaltsríkjunum og Norð-Vestur Rússlandi til Vestur-Evrópu — eða not- uðu litlu brúna, sem jeg mintist áður á. Sómasamleg ir menn gátu einnig grætt töluvert á landamæravið- skiftum, enda lifðu bæði Virbalis-Kybartai og Evdtt kuhnen, eins og margir aðr ir bæir meðfram landamær- unum, á ,,utanríkisverslun“, og ekki þurfti langt að fara til þess að ná í útlendar vör- ur. Nú vil jeg hjer ekki full- vrða, að „sómasamlegir“ menn hafi ekki einstaka sinnum haft ýmislegt í tösk- um, vösum og í fóðri fata sinna, þegar þeir fóru með áætlunarbílum eða hraðlest- um yfir landamærin. Sumt gátu engir tollverðir fundið, því að sumar vörur báru menn svo að segja í sjer, eins og til dæmis þegar Þjóð verjar fóru heim, eftir að hafa fengið sjer góða steik hjá okkur, eða Lietuvu- menn komu frá Eydtkuhm en (Eydtkau) þar sem unt var að fá sjer vel í staupinu fyrir nokkr aura. Þrátt fyrir lækinn voru Eydtkuhnen og Virbalis-Ky- bartei reyndar ein borg, og umferð var mikil um brúna, þar sem hinir „innfæddu“ notuðu svokölluð landa- mærakort og þurftu ekki á árituðum vegabrjefum að halda, en það var nauðsvn- legt fyrir þá, er komu lengra að. Um landamærin í suð- urátt frá Virbalis-Kybartai er ekki mikið að segja. Þau drógust meðfram smálækj- ! um og pyttum til þess stað- lar, sem hanagal heyrist í þremur þjóðríkjum. Þar tók pólskt yfirráðasvæði við. Framhald á 8. síðu. v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.