Morgunblaðið - 13.08.1944, Síða 1

Morgunblaðið - 13.08.1944, Síða 1
81. árgangur. 180. tbl. — Sunnudagur 13. ágúst 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f, BVRJAÐAR ÞJOÐVEIIJUIVi ViB ALENCON Layf !il atíögu í Frakklandi Bandaríkjamenn. sjást á þessari niynd vera að-gera áhlaup í Frakklandi. Eru fyrstu mennirn ir þegar komnir upp úr skjólgröfum sínum beint gegn byssukjöftum Þjóðverja, en hinir sem enn sitja í skoígröfinni, bíða merkis um að fara á eftir. Hafði afdrei flogið áður, en komst frá Danmörku ti! Sví- þjóðar í stoiinni sprengjuflugvéf Það voru skruggu- Ijós Stokkhólmi: Nýlega nauð- lenti þýsk Heinkel 111 sprengjuflugvjel á velli einum við Klappe, nærri Helsingör í Svíþjóð. Hafði verið skotið á hana af sænsku loftvarnaliði og hún hitt. I flugvjelinni var danskur liðsforingi, sem aldrei hafði stýrt flugvjel áður. Farið var með hann til Helsingborg til athugunar. Hann sagði að þýsk orustuflugvjel hefði elt sig nokkurn hluta leiðarinnar, en snúið við. Liðsforingi þessi kvaðst lengi hafa beðið færis á að stela flug vjel, og loks hefði þetta hepn- ast. Sagði hann að sjer hefði gengið illa að hefja vjelina til flugs og var skotið á hana af loftvarnabyssum, meðan hún enn var yfir flugvellinum. —- Aleiga þessa fljúgandi flótta- manns við komuna til Svíþjóð ar, var úr og skírnafvottorð hans. Mikil slys í Bretlandi í júnímánuði. London i gærkveldi: Opinber lega hefir verið tilkynnt hjer í borg, að 497 menn hafi beðið bana af umferðaslysum í Bret- landi í júnímánuði, en 10.441 slasast. Er þetta nokkru meira en í júnímánuði í fyrra. — Reuter. Fangamir hjeðan komnir heim ÞEGAR ÍSLAND var her- numið í maí 1940; voru um 130 Þjóðverjar^ er hjer voru stadd- ir eða búsettir; teknir höndum og fluttir af landi burt. — Um helmingur þeirra voru frá Ba- hia Blanca. Frjest hefir, að 'allir þessir menn, að undanteknum 5 eða 6 þeirra, sjeu nú í Þýskalandi, hafi komið þangað í fangaskift- um. Seiuliðshjélbarðar leknir undan ís- lenskum bílum UNDANFARIÐ hefir íslensk og amerísk lögregla unnið að því að handsama þá Islendinga, sem hafa hjólbarða frá setulið- inu hjer undir bifreiðum sín- um. Eru töluverð brögð að þessu. Setuliðshjólbarðarnir eru mjög auðþekk j anlegir. Eins og mönnum er kunnugt, er algerlega óheimilt að versla með slíkar vörur og liggja við því háar sektir. Það voru skruggu- Ijós EINS og skýrt var frá í blaðinu í gær, urðu menn víða austan- fjalls varir við eld- bjarma eða ljósagang í lofti aðfaranótt laugar- dags og giskuðu sumir á, að hjer væri upphaf að eldgósi. Ef um slíkt er rætt, dettur manni fyrst í hug Katla hjer sunn- anlands. Sást þetta af svo stóru svæði, að eigi gat verið um að ræða neitt sem skeð hefði af mannavöldum, skips- bruna, skothríð í hafi eða þess háttar. í gær átti blaðið tal við Gísla Sveinsson sýslumann í Vík. Hann sagði, að fullvíst væri að þetta hefðu verið skrugguljós. Mikill skýjabakki var yfir hafinu skammt frá landi, og gerði skrugg- ur í því skýjaþykkni, en bjarma af eldingun- um lagði á skýin svo mikinn, að hann hefir sjest um allt Suður- landsundirlendi. Sagði Gísli, að slíkur bjarmi gæti verið svipaður bjarma þeim, er legði upp af eldf jöllum, þeg- ar gos eru á ferðinni. Alencon mun vera á valdi Bandaríkjamanna London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. í ÞÝSKU herstjórnartilkynningunni í dag, er sagt frá stórorustum við borgina Alencon, beint norður af Le Mans, og kveða Þjóðverjar Bandaríkjamenn hafa fengið liðsauka á þessar slóðir og reyni þeir að koma aftan að þeim sveitum Þjóðverja, sem verja Caensvæðið og Vire- svæðið og innikróa þær allar. Frjettaritarar með herjum bandamanna telja þessa fregn Þjóðverja rjetta og einn kvaðst hafa fengið vitneskju um það, að margir þýskir f^ngar hefðu þegar verið teknir á Alenconsvæðinu. Þá segja þýskir fregnritarar að Bandaríkjamenn hafi tekið borgina Alencon sjálfa. Roosevelt á Aleuteneyjum London í gær. Tilkynt var opinberlega í Washington í gær, að Roose- velt forseti hefði á leið sinni frá 'Honolulu, farið til Aleut- eneyjanna á beitiskipi, og skoðað varnir eyjanna. Hafði forsetinn ekki komið til Aleut- eneyja fyrr. Sagði hann að mjög sterkar varnir yrði að hafa á eyjum þessum, til þess að verjast mögulegum árás- um Japana. — Reuter. Svifsprengjur falla sföéugt London í gær. Bæði í gær, nótt sem leið og í dag, liafa Þjóðverjar haldið áfram að skjóta svifsprengj- um sínum á London og nær- liggjandi hjeruð og hefir enn orðið allmikið manntjón. Brottflutningi fólks frá Lond- on er haldið áfram. Ornstu- flugvjelar og loftvarnasveit- ir fengii grandað mörgum svifsprengjanna — Reuter. ----- Grikkir dæmdir til dauða. Cairo: í Alexandríu voru í gær átta grískir sjóliðar daémd- ir til dauða af herrjetti fyrir uppreisn. Tólf aðrir voru dæmd ir í ævilangt fangelsi en átta fengu fangelsisvist frá 3—5 ár um. Als hafa nú 40 grískir sjó- liðar verið dæmdir til dauða vegna fyrrnefndrar uppreisn- ar. — Reuter. Nærri Mortain og Vire eru enn háðar orustur, og hafa bandamenn einu sinni enn náð bænum Mortain á sitt vald, eða öllu heldur rústum hans, því þar stendur nu ekki steinn yfir steini eftir hinar hatrömmu or- ustur, sem umhverfis hann og í honum hafa geisað. — Fyrir austan og norðan borgina mæta hersveitir bandamanna harðri mótspyrnu\þýskra skriðdreka- sveita, að því er segir í tilkynn ingu Eisenhowers. Varist enn í St. Malo. Að því er sagt er í tilkynn- ingu bandamanna, verjast Þjóð verjar enn í St. Malo í einu virki. Miklar orustur eru háðar við bæinn Dinard, nærri St. Malo, en í Brest og Lorient er ástandið óbreytt, einnig að því er tilkynningin hermir. Þá segir tilkynningin, að fyr ir austan Vire hafi bandamenn sótt fram um rúma 500 metra, þrátt .fyrir harða mótspyrnu. Hjóíbarðar vænt- anlegir um mán- aðamótin FYRSTA sending af hjólbörð um, sem pantaðir hafa verið í Ameríku á þessu ári, er væntan leg til landsins um næstu mán aðamót. Tilfinnan'cgur skortur hefir 'verið á hiúlbörðum fyrir fólks- bifreiðar, en hinsvegar hefir 'verið nokkurnveginn hægt að fullnægja eftirspurninni að því 'er snertir vörubíla og aðra slíka stóra bíla. Ahcrsla verður því lögð á pað, að fyrsti verði afgreiddir 'hjólbarðar á fólksbíla, og verða slíkir hjólbarúar meginhluti 'sendingarinnar, sem væntanleg er um mánaðamótin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.