Morgunblaðið - 13.08.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.08.1944, Blaðsíða 4
4 W o n o r v ^ t * . r Sunnudagur 13. ágúst 1944. I f Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftárgjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands. kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. ! Alt veltur á okkur sjálíum FULL VIÐURKENNING er nú fengin frá stórveld- unum fjórum á hinu unga íslenska lýðveldi. En þar með að engu orðin svartsýni undanhaldsmannanna, sem gripu þá átyllu fyrir andstöðu sinni gegn lýðveldisstofn- uninni í ár, að heimsþjóðir myndu tregar á þann velvilja í vorn garð. Að sú bölsýni var eigi bygð á rökum, kom strax í ljós á Þingvöllum sjálfan hátíðardaginn, ekki síst er lesið var þar kveðjusending frá fyrverandi konungi landsins. En þrátt fyrir hina styrku aðstöðu hins nýstofnaða lýð- veldis í þessu efni, kemur það fyrir hvað eftir annað, að talað er um sjálfstæði þjóðarinnar sem stundar fyrir- brigði. Ekkert megi út af bera, svo það glatist ekki að nýju. Ef ekki fáist alger eining með þjóðinni, þá sje hjer alt í voða, er sagt. Ef dýrtíðarmálin leysast ekki strax, ef togstreita milli stjetta eða flokka heldur áfram, ef ekki verður hægt að fá atvinnu handa öllum um alla framtíð. og hjer rísi yfirleitt ríki alsælu, friðar og fagnaðar, þá sje viðurkenning heims á sjálfstæði okkar rokin út í veður og vind, og þjóðin komin í eitthvert úlfagin. Jafnvel hefir verið gengið svo langt, að ef gjálííis verður vart á Þing- völlum í nokkuð stórum stíl, þá er því máli blandað inn í sjálfstæðismál þjóðarinnar. Síst er það að lasta, að þjóðin hafi vakandi auga á varð- veislu sjálfstæðisins. Og að því ber að stefna, að efna til meiri eindrægni í málefnum landsins og að skapa hjer meira öryggi fyrir alla og betri lífsafkomu yfirleitt. En suða um það, í tíma og ótíma, að sjálfstæði landsins sje hætta búin. er bæði óviðfeldin og getur líka orðið hættuleg. Því menn verða að skilja það, ungir jafnt sem gamlir, konur og karlar allra stjetta og flokka, að með þeirri allsherjar viðurkenning sem fengin er á frelsi okk- ar, er það algerlega undir okkur sjálfum komið, hvernig það varðveitist. í rúmlega þúsund ár hefir landið og hafið umhverfis landið fætt og klætt þjóðina. Hún hefir að vísu alt of oft og lengi soltið. Og henni hefir alt of oft og lengi verið kalt í ljelegum húsakynnum sínum. Nú hefir þetta breyst mjög til batnaðar, sem betur fer, Við höfum betri tæki til þess en áður, að færa okk- ur gæði lands og sjávar í nyt, og til þess að koma afurð- um okkar á markað. Og þegar við vorum sem allra fá- tækastir, var það gert að gróðavegi að skifta við lands- menn. Ef sú ómælanlega ógæfa ætti að henda þessa þjóð, að glata sjálfstæði sínu að nýju, verður ekki annað sjeð, en það væri að einu og öllu leyti okkur sjálfum að kenna. Þetta finna menn með sjálfum sjer, þó aldrei betur en nú. Enginn getur efast um, að alþýða manna, ungir og gamlir, allir, sem stóðu á Lögbergi 17. júní og allir íslendingar, sem hlýddu á hljóm tímamótaklukknanna og raddirnar í eigin brjósti þann dag, standi við hin þöglu heit, sem þeir unnu þá, um að vera sameinaðir um sjálf- stæði landsins. Allar þjóðir eiga að verja eigið land með blóði og hönd- um, inn til dala, út með ströndum, óvinum, sem koma að herja, sagði hinn nýlátni skáldbóndi á Sandi. Þegar aðstaða þjóðarinnar er orðin þannig, að hún er tekin sem fullfrjáls í samfjelag heimsþjóða, þó fámenn sje, þá er ekki öðrum óvinum, sem koma að herja, til að dreifa, en þeim, sem búa í okkur sjálfum. I dag er þjóðinni borið andvaraleysi á brýn. Það kann að vera rjettmætt. En þetta stafar af því, að allur almenn- ingur hefir ekki komið auga á neinar yfirvofandi hætt- ur. Þegar að því kemur, og alvaran er öllum ljós, sam- einast íslendingar til þess að yfirvinna hætturnar, og' vernda frelsi sitt. I Morgunblaðinu fyrir 25 árum Amerísku trjeskipin, sem smíðuð voru á heimsstyrjaldar árunum fyrri, reyndust bráðó- hýt. 28. ágúst. „Frá New York er; „Politi- ken“, símað nýlega að um 50 gufuskip úr trje liggi nú í höfn um á vesturströnd Ameríku — og líklega komist aldrei þaðan. Skip þessi hafa öll verið dæmd ósjófær, en þau voru smíðuð meðan á ófriðnum stóð og mest gekk á fyrir Ameríkumönnum. Þóttust þeir ætla að smíða skip fyrir allan heiminn, jafnvel meira á ári hverju en kafbát- arnir söktu. Ameríska stjórnin bíður mik ið tjón á skipasmíð þessari. — Skipin hafa verið boðin út en enginn vill kaupa þau“. ★ Þá var mikil óánægja með „Miðstöð Reykjavíkur“. 28. ágúst. „Þegar talsímanotendur áður fyrr, meðan ófriðurinn stóð yf- ir, kvörtuðu undan ástandi því hinu illa, sem ríkti á miðstöð Reykjavíkur, þá var alla jafn an svarað því, að afgreiðslan gæti ekki gengið greiðar og bet ur með þeim áhöldum, sem fyr ir hendi væru, en ómögulegt væri að ná í betri og stærri á- höld vegna ófriðarins. Menn sættu sig við það þó bölvað væri vegna þess að menn trúðu því að ekki væri unt að bæta úr vandræðunum þrátt fyrir góðan vilja landsímastjórans. En nú hefir það ekki orðið“. ★ Sú skoðun var þá almenn, að rithöfundunum gengi illa að koma fyrir sig orði í tækifæris- ræðum. 29. ágúst. -„Daginn, sem Hans Andrud (nafnfrægur norskur rithöfund ur) var fimtugur. Var haldin veisla honum til heiðurs og auð vitað varð hann að heiðra veislugestina með ræðu. Hann byrjaði hana þannig: „Það er kunnugt, að þeir, sem eru vel ritfærir, eru ekki góðir ræðumenn. Og þar sem jeg er mjög vel ritfær, eins og allir vita, megið þið ekki búast við góðri ræðu frá mjer“. Þannig kemur fram sama skoðunin — að rithöfundar sjeu ekki góðir ræðumenn — eins og kom fram hjá Henrik Ibsen, þegar hann sagði, að einungis í einrúmi gæti hann ráðið við hugsanir sínar og stíl“. Nýr utanríkisráð- herra Spánar Madrid í gærkveldi. 1 dag var skipaður hjer af Franco, nýr utanríkisráðherra í stað .Tordana hershöfðingja, sem er nýlátinn. Hinn nýji ráðherra nefnist La Cíuerica og hefir lengi fengist við ut- anríkismál. Var hann fyrir styrjöldina sendiherra Spán- verja í Frakklandi. La Guerica er sagður vera mjög ífialds- samur í stjórnmálum og hefir altaf stutt hægri flokkána. Nú hafa bandaríkjamenn byrjaS árásir á meginland Jap- ans með hinum nýju risasprengjuflugvjelum sínum, og var mynd þessi tekin inni í einni flugvjelanna, þegar hún var á leið til Japan Hjer er Churchill að sýna Eisenho'wer hershöfðingja hinn þægilega klæðnað, sem hann ber á ferðalögum og við herskoð- anir. Eru föt þessi samfestingur með afármiklum rnnilás. Flóðhestamóðir með barnið sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.