Morgunblaðið - 15.08.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.08.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. ágúst 1944, t*:—:—r**:--:-*:”:-*:**:--:*.:-*:**:*-:*-:**:**:*-:—:":**:**:*-:—:*-:*.:**:*-:**:*-:**:**:*-:**:**:*.:**:*-:**:*-:-*:*.:.-!' Simhleranir. Fregnirnar frá Italíu um, að búið sje að afnema hið víðtæka símhlustunarkerfi Mussolínis og þar með svifta 1500 hlustara starfi, vekja upp gamlar endur minningar hjá Islendingum. I stjórnartíð þeirra Hermanns Jónassonar og Haralds Guð- mundssonar voru símhleranir innleiddar af stjórnarvöldun- uei hjer á landi. Lögfræðing- ana greindi á um, hvort þær væru löglegar eða ekki. Þeirri deiiu lyktaði í bili svo, að hæsti rjeítur mun ekkí hafa talið að- finsluvert, þótt þessari aðferð hefði verið beitt við öflun gagna. Almenningsálitið for- dæmdi símhleranirnar hinsveg ar gersamlega, og hefir sjaldan á seinni árum risið jafn almenn andúðaralcía hjer í bæ gegn ráð stöfunum valdhafanna og þess- um skipulögðu hlustunum á tíma ,,umbótarmannanna“ Her manns og Haralds. Fordæming alrneinings á símhlerununum var svo eindregin og sterk, að þær hurfu úr sögunni, a. m. k. svo vitað sje, án þess að til nokkurra afskipta löggjafar- valdsins þyrfti að koma’ „Diríy business<; Svipaður ágreiningur um sím hferanir og hjer komu upp, hef ir átt sjer stað í fleiri lýðræðis- löndum. Bandaríkjamenn hafa ekki talið sig geta verið alveg án þeirra í baráttunni við hina víðtæku bófaflokka þar í landi. í sumum ríkjanna þar er slík hlusíun þó beinlínis bönnuð með lögum og andúð sæmilegra manna gegn henni fer vaxandi. Ffeiri og fleiri komast á sömu skoðun í þessu efni og frægasti og merkasti hæstarjettardómari Bandaríkjanna á síðustu manns öldrum, O. W. Holmes. í dóms- atkvæði sínu í hæstarjetti Bandarikjanna 1928 kallaði þessi langfremsti dómari sinn- ar kynslóðar, símahleranir „dirty business1', sem er milt útlagt lubbaháttur á íslensku, og sagði að að sínu viti, gerði minna til, þótt nokkrir glæpa- menr. slyppu, en að stjórnin kæmi fram með ósæmilegum hætti. Dómur hinna bestu manna í öðrum lýðræðislönd, hefir því verið hinn sami og al mennings á Islandi, að slíkar njósnir væri vansæmandi og ó- hafandi. Staðfesting á þessu fæst enn með því, að hin nýja stjórn á Ítalíu skuli láta það vera eitt sitt fyrsta verk, er hún fer að hreinsa til eftir Mussolini, að afnema símhler- anirnar. Með því móti vill hún sýna. að stjórn Ítalíu sje á ný í siðaðra manna höndum. Mátíur kúgunarinnar. Sú stjórn, sem borgararnir sjálfir vilja halda við lýði, lýð- ræðisstjórn. þarf ekki á slíkum ráðum sem símhlerununum að Ii dda. Einræðisstjórn, er ekki hvílir á vilja bbrgaranna held- Uf getu sinni til að kúga þá til h.fýðni, verður hinsvegar að* halda uppi símhlerunum sem einum þætti kúgunaraðgerða sinna. Algert öryggisleysi þegn. anna í þessum efnum er ein- kenni allra einræðisríkjanna. Þar sem hvorki þekkist persónu frelsi, ritfrelsi nje málfrelsi, þykir ekki tiltökumál, þótt sím töl manna sje hleruð. Það er enginn vafi á því, að slíkar kúg unar-ráðstafanir geta styrkt stjórnir landanna í bili. Núver- andi styrjöld hefir og sýnt, að ófriðarmáttur stærstu einræðis ríkjanna er alveg ótrúlegur. — Þýska stjórnin kúgaði þegna sína til að meta meira byssur en smjör, til að taka vígbúnað fram yfir lífsþægindi, og skap- aði með því þá ógurlegustu hernaðarvjel, sem nokkurn tíma hefir þekst. Þessi ægivjel er nú að molna niður. Um það eru að verki hinar sameinuðu þjóðir. í þeim hópi eru hvort- tveggja: Lýðræðisþjóðir og ein ræðisríki. Enn er of snemt að meta, hverjir eiga þar mestan hlut að. Víst er þó, að Rússar hafa ekki látið sitt eftir liggja. En Rússland er, eins og allir vita, algert einræðisríki. Er Ijótt að vera þjóðrækinn? Einveldið í Rússlandi á sjer 'tvær rætur. Annarsvegar er það hið forna stjórnarform Rússa, hinsvegar sá stjórnar- háttur, sem kommúnistar telja samræmastan kenningum sín- um. Og' í Rússlandi eru það kommúnistar sem ráða. Um það er enginn vafi. Á hilt hefir ver- ið bent hjer í blaðinu, að for- ráðamenn-Rússa hafa í ýmsu brugðið frá kenningum kom- múnista eins og þær hafa verið prjedikaðar hjer á landi. Otelj andi gögn eru til um það, að stjórnendur Rússlands hafa í þeim heljarátökum, sem nú standa yfir, óspart vitnað til föð urlandástar landa sinna,. sjálfs- bjargarhvatar þeirra og jafnvel trúhneigðar. Málgagn Sosialista flokksins íslenska, Þjóðviljinn, hefir brugðist hið versta við yf ir því, að Morgunblaðið hefir minst á þessar staðreyndir. — Þjóðviljinn fullyrðir, að Morg- unblaðið sje að bregða kommún istum um óþjóðrækni og sví- virða þá, þegar blaðið bendir á, ^ð Rússum hafi í þessari styrj- öld, sem öðrum fyrr, orðið hinn mesti styrkur að föðurlandsást sinni. I munni Morgunblaðsins getur það ekki verið svívirði- legt, þótt afrek Rússa og þraut seigja sjeu þökkuð föðurlands- ást þeirra. Morgunblaðið hefir ætíð haldið því fram, að þjóð- ernisvitund, ættjarðarástin, — væri eitt hið sterkasta afl, sem í mannsbrjósti hrærist. Og blað ið telur að stjórnhæfni einvald anna í Rússlandi hafi hvergi komið betur fram en í því, hversu þeir, þrátt fyrir allar gamlar kommúnistakenningar, hafa getað sameinað varnar- baráttu stjórnar sinnar við þjóðernisbaráttu hinnar miklu rússnesku þjóðar. Áhrif hinna úreltu kennisetninga kommún- ■ista um, að ættjarðarást væri tilbúin af burgeisunum sjálf- um þeim til hags, koma hins- vegar fram hjá Þjóðviljanum, þegar hann telur það skammir., um Rússa, að bent er á, að þeir sjeu þjóðræknir. Mundu íslendingar þola slíkan mun? Á hitt hefir Þjóðviljinn ekki minst, að valdhafar Rússa hafa töluvert aðrar skoðanir a. m. k. nú orðið um lífsgildi trúar- innar og þýðingu sjálfsbjargar hvatarinnar en t. d. Bfynjólfur Bjarnason. Eitt af því, sem umheimur- inn telur þó eftirtektarverðast hjá Rússum nú, er, að valdhaf- ar þeirra hafa horfið frá fyrri ofsóknum gégn kristinni trú, og -hafa leitað bandalags við prest ana í baráttunni til verndar föðurlandinu. Engu ómerkilegra er það, að í Rússlandi þekkist enginn því- líkur jöfnuður, sem kommúnist ar prjedika í öðrum'löndum. I Rússlandi ríkir annað fjárhags kerfi en með lýðræðisþjóðum. Að sinni skal ekki um það rætt, hvort betur _ tryggir hagsæld þegnanna. Hjer skal einungis að því vikið, að Rússar hafa lært, að ekkert fjárhagskerfi fær staðist, sem ekki hvílir á sjálfsbjargarhvöt borgaranna. Eftir frásögn kunnugustu manna eru launakjör svo mis- jöfn í Rússlandi að sumir bera meira en tuttugufalt frá borði miðað við það, sem gengur og gerist hjá samborgurum þeirra. Ráðamenn í Rússlandi hafa sjeð, að fjárhagskerfi þeirra myndi hrynja, nema þeir verð launuðu svo ríkulega þá, sem mestu fengu áorkað og' hlest var undir komið. Á Islandi þekkist ekki svo gífurlegur munur á lífskjörum. Og Islend ingar mundu ekki telja það hagkerfi til frambúðar sem þvílíkan mun þyrfti að gera á þegnunum. Ævarandi rejynsla. Sjálfstæðismenn viðurkenna afdráttarlaust, að sjálfsbjargar hvötin er eitt aðalatriðið í stjórnmálastefnu þeirra. Þeir halda því fram, að þá verði mest aflað í þjóðarbúið, ef hver einstaklingur á hagsvon í því að afla sem mest. Ohófs- gróðann má altaf jafna með sköttum. En engu verður til að jafna, ef enginn leggur sig fram og allir ætlast til, að ríkið sjái öllum fyrir öllu. Þetta eru al- gild sannindi og Sosialistarnir íslensku gerðu vel í því, að læra þau sem fyrst af kommún istunum rússnesku. En því fer fjarri, að það sjeu sosialistarn- ir einir, sem þörf hafi á slíkum lærdómi. Málflutningur, bæði FramsóknarmanAa og Alþýðu- flokksins byggist að miklu leyti á svívirðingum um Sjálf- stæðismenn fyrir, að þeir trúi meir á sjálfsbjargarhvötina en ríkisforsjá. Það væri að vísu á- nægjulegt, ef allir hefðu jafna hæfileika og allir legðu sig jafnt fram, hvort sem þéir bera mikið eða lítið frá borði. En gallinn er sá, að mannleg reynsla frá alda öðli mælir gegn þesgu, og að ekkert þjóð- fjelag hefir staðist, sem þessú hefir afneitað. Þessi síðasta reynsla frá Rússlandi er aðeins staðfesting á því, sem reynsla allra annara hafði kent, en er sjerstaklega eftirtektarverð vegna þess, að valdhafarnir í Rússlandi byrjuðu með að prje dika alsherjar jöfnuð á sama hátt og flokksbræður þeirra hjer. Þig þekki jeg. Þú færð mat. En því merkilegra er það, að rauða fylkingin hjer á landi skuli eigi mela gildi einstakl- ingsframtaks og sjálfsbjargar- hvatar, sem einstakir forystu- menn hennar forsmá síst af öllu, ef svo ber undir, þann gróða, sem þessir eiginleikar jafnvel í leiðustu mynd, veita þeim, er þá hafa. Einmitt þessa dagana er Þjóðviljinn og Al- þýðublaðið með gagnkvæmar uppljóstanir um gróðabrall að- standenda hvors um sig. Allir þekkja söguna um óeig- ingirni Alþýðuflokksbroddanna í sambandi við eignir verkalýðs fjelaganna. Færri vissu fyrr en Alþýðublaðið sagði frá því, um gróðabrall ýmsra helstu kom- múnistanna hjer í sambandi við fiskflutninga á skipi, sem naumast mundi standast allar kröfur Þjóðviljans, um gott sjó skip, hvað sem um skipaskoð- unina er. Og Framsóknarmennirnir láta heldur ekki á sjer standa Hjer í blaðinu var fyrir skömmu birt einskonar hugs- unar-þraut, um það, hvernig mönnum litist á heilindi ,,um- bótaflokks11, ef hann hefði fyr- ir stafnbúa gestgjafa, sem þar var lýst. Áður en tvær sólir voru af lofti gaf sig fram einn, af forsprökkum Framsóknar- flokksins, Vigfús Guðmundsson og sagði í brjefi til blaðsins, að „allir skildu“ að við hann væri átt með gestgjafanum í hugsun arþrautinni. Þessi heiðursmað- ur fullyrti, að það gæti ekki verið neinn ímyndaður gest- gjafi, heldur einungis sjálfur hann, sem hafði það til að segja við gestina: „Þig þekki jeg. Þú færð mat“, og tæki 5* kr: af hverjum manni fyrir að dansa í hálftíma í hálfopnum skúr- ræfli, enda þótt gestirnir yrðu sjálfir að leggja til músikina. Gestgjafinn gerir að vísu all- rækilega grein fyrir því, að hann líktist mjög þeim gest- gjafa, sem í þrautinni var gert ráð fyrir. Eina atriðið, sem Vig- fús víkur ekki að er, hvort hann lætur einnig syngja um sig lítið Ijóð, áður en hann slít- ur hinum glæsilegu danssam- komum sínum. Og ef svo er, hvert er þá ljóðið? Er það hið eina, sem menn vita til, að um þann dánumann hafi verið ort, þetta: Finnur hann til sín, hann Fúsi vert? Hafa ekki folöldin líka stert? Engir bardagar á Ítalíu. London í gærkveldi: Hersveit ir Breta hafa nú farið yfir Arno ána og inn í norðurhverfi Flor- ensborgar, en allir þýskir her- menn eru farnir þaðan. Nokkr- ir æstir fasistar skjóta á her- menn bandamanna niður úr þakgluggum húsanna. Forsetinn ferðast m Austurland Á SUNNUDAG og MÁNU- DAG ferðaðist forseti íslands um Austurland. Á sunnudag kom hann til Norðfjarðar og Seyðisfjarðar, en á mánudag til Egilsstaða og Eskifjarðar. — í dag kemur hann til Hafnar í Hornafirði. Norðfjörður. Til Norfjarðar kom forseli kl. 14 á mánudag með varðskip- inu Ægi. Bálaflotinn á Norð- firði kom til móts við skipið, fánum skreyttur, og sigldi á eftir því upp að bryggju. Þeg- ar Ægir lagðist að bryggju söng kór: „Island ögrum skorið“. Bæjarstjórinn á Norðfirði, bæjarfógetinn; formaður bæj- arstjórnar og þingmenn Suður- Múlasýslu gengu með forseta upp bryggjuna, en þar stóð heið ursvörður íþróttamanna, sem heilsuðu með fánum. Þegar komið var upp af bryggjunni, bauð bæjarfógeti forsetann vel- kominn með nokkrum orðum^ en forseti svaraði með ræðu. Mannfjöldinn; sem mikill var þarna saman kominn, hy^lti for seta. Síðan þágu forseti, ritari hans, skipherrann á Ægi og ráða- menn bæjarins veitingar á heimili bæjarfógeta. Þaðan var gengið í skrúð- garð bæjarins. Var þar mikill mannfjöldi, eitthvað á fjórða hundrað. Bæjarfógeti kynti for setann mannfjöldanum^ en for- seti flutti ávarp. Þá færði lítil stúlka. dóttir bæjarfógeta, for- sela blómvönd. Síðan sýndi bæjarfógeti og bæjarfulltrúar forsetanum sund laug bæjarins og hafnarmann- virki. I skólahúsinu á Norðfirði, sat forseti veislu í boði bæjar- stjórnar. Sátu hófið um 200 manns. Þar fluttu ræður bæj- arstjórý formaður bæjarstjórn- ar, forsetinn og bæjarfulltrú- inn, sem þakkaði forseta kom- una. Þaðan var gengið niður á bryggju. Þar þakkaði bæjarfó- geti forseta komuna, en mann- fjöldinn hyllli forsetann. —• íþróttamenn stóðu heiðursvörð á bryggjunni. Klukkan 17 lagði skipið frá bryggju. — Forseti flutti þá ræðu, en kór söng: ;,Ó fögur er vor, fósturjörð“. Veður var gott. og fögnuðu Norðfirðingar forseta innilega. Seyðisfjörður Forseti kom til Seyðisfjarð- ar kl. 19 á sunnudag. Var gengið undir ' fánurn að húsi bæjarfógeta. Þar hjelt bæjar- stjóri ræðu, en forseti svar- aði. Kór söng. Síðan heimsótti forseti bæjarfógeta. Um kvöldið hjelt, bæjarStjórn og sýslunefncl forseta veislu í barnaskóla- húsinu. Þar fluttu ræður bæjar* stjóri, bæjarfógeti, Karl Finn_ bogason skólastjóri, Vilhelm- ína Ingimundardóttir, Björu Ilallsson frá Rangá, Gunnar Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.