Morgunblaðið - 15.08.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.08.1944, Blaðsíða 5
Þriðjudagur, 15. ágúst 1944. MORGUNBLAÐIÐ 6 ^Q[) róttctóíÁ l^f]or^ u n l) íci &ói nó CV** %*V%#WW%*WWWW%*%*WWWWWW%r Þrjú íslandsmet og eitt drengjamet AÐALHLUTI Meistaramóts I. S. í. í frjálsum íþróttum fór fram s. 1. laugardag og sunnu- dag/— A mótinu voru sett þrjú ný íslandsmet og eitt drengja- met. Skúli Guðmundsson setti nýtt met í hástökki. Stökk 1;94 m. Fyrra metið, 1.93 m.; átti hann sjálfur. — Oliver Steinn setti nýtt met í langstökki, stökk 7.08 m. Fyrra metið, 6,86 m.( átti hann sjálfur. — Þá setti Gunn- ar Huseby íslandsmet í kringlu kasti beggja handa, kastaði 73,34m. Fyrra metið, 71.11 m. átti hann sjálfur. Loks settu þeir Torfi Bryngeirsson og Þor- kell Jóhannesson sameiginlega drengjamet í stangarstökki, stukku 3.40 m. Verður nú að nokkru skýrt frá úrslitum og kepni í hinum ýmsu greinum. Á laugardaginn var kept í 200, 800 og 5000 m. hlaupum, hástökki, langstökki, spjótkasti og kúluvarpi. Hástökk. 1\ Skúli Guðmuss. KR 1.94 m. 2. Jón Ólafsson, UÍA, 1.75 m. 3. Jón Hjartar, KR, 1.65 m. 4. Brynj. Jónsson, KR 1.65 m. Skúla tókst að bæta hið glæsi lega hástökk met sitt, sem hann setti á 17. júní-mótinu í sumar um 1 cm. Hann stökk yfir hæð- ina 1.94 í mjög kröftugu og fallegu stökki og virtist ekki taka það neitt nærri sjer. Síðan var hækkað upp í 1.97 m. og feldi hann þá hæð, en miklu munaði ekki að hann færi yfir hana. Austfirðingurinn, Jón Ólafsson, kom næstur Skúla. Jón stekkur á veltistökki og á áreiðanlega framtíð fyrir sjer sem hástökkvari, ef hann æfir vel. Afrek Jóns er nýtt Aust- urlandsmet. KR-ingarnir Jón og Brynjólfur hafa stokkið yfir 1.70 á mótum fyrr í sumar, en þá hæð feldu þeir núna. Oliver Steinn, FH, varð meistari í fyrra, 1.80 m. Langstökk. 1. Oliver Steinn, FH, 7.08. m. 2. Skúli Guðmss., KR, 6.63 m. 3. Magnús Baldvss., ÍR, 6.54 m. 4. Brynj. Jónss., KR, 6,21 m. Oliver Steinn setti þarna glæsilegt nýtt íslandsmet. Bætti met sitt, 8.86 m., sem hann setli á allsherjarmótinu, um 22 cm. Oliver stökk í fyrsta stökki 6.80 m., en í tveimur næstu yfir 7 metra, fyrra 7,01 og síðara 7.08 Vindur var dálitill, mestmegnis á hlið, en lítiö eitt á eftir. Þeg- ar Oliver stökk í fyrra sipn yfir 7 m., hafði lægt svo, að vindur -var lítill sem enginn. En þegar hann náði stökkinu 7.08 m., var nokkur vindur, en hvort stökk- • aðstæður voru ólöglegar, skal ekki um sagt. Það, má telja það víst, að Oliver á þennan árang- ur sinn því að þakka, að hann er hættur að keppa í öllum þeim greinum sem hann er lið- gengur í, eins og hann gerði áður. — Skúli náði ágætum stökkum og hefði árangur hans K. R. hefir 10 meistara, í. K.V. 1 og F.H. 1 R. 6, þó orðið betri, ef hann hefði ekki verið nýbúinn að keppa í hástökki og þreyttur eftir þá kepni. Magnúsi tókst nú loks að hitta plankann, eins og það er kallað, og bar árangur hans þess greinleg merki, þó hann væri fyrir aftan hann, þegar hann náði besta stökki sínu. Á hann óefað eftir að bæta árang- ur sinn enn. Oliver varð meisl- ari í fyrra á 6.67 m. 200 m. hlaup. 1. Finnbj. Þorvss., ÍR, 23,5 sek 2. Guttormur Þ., ÚÍÁ, 24.4 sek 3. Árni Kjartanss. Á 24,6 sek 4. Jóh. Bernhard KR 24.8 sek Hlaupið var í tveimur riðlum Finnbjörn vann þann fyrri ljett (23,4) á*móti Árna (24.6) og Hjálmari Kjartanssyni og Gutt- ormur (24.5) þann síðari á móti Jóhanni (24.9) og Hannesi Berg, ÍR. — Úrslitasprettinn vann Finnbjörn svo glæsilega, erwGuttormur varð annar. Var kepni ekki eins hörð og alment var búist við. Vindur var nokk- ur á móti í beygjunni og hefir hann dregið nokkuð úr árangr- inum. Brynjólfur Ingólfsson, K R, varð meistari í fyrra á 23.6 sek. 800 m. hlaup. 1. Kjartan Jóhss., ÍR 2:02,5 mín 2. Brynj Ingólfss KR 2:05,2 mín 3. Hörður Haflss. Á, 2:07,3 mín 4. Páll Halldórss. KR 2:10.3 mín Kjartan vann mjög ljett, leiddi hlaupið frá byrjun. Hörð ur fylgdi honum fast eftir allan fyrri hringinn og hálfan þann næsta, en þá fór bilið milli þeirra að breikka og Brynjólfur fór fram úr Herði, sem var ekki eins harður núna og á alls- herjarmótinu. Vindurinn hefir óefað haft áhrif á hlaupið. Sig- urgeir Ársælsson, Á, varð meist ari í fyrra á 2:05.0 min. Kúluvarp. 1. G. Huseby, KR, 15.40 m. 2. Jóel Kr. Sigss., ÍR, 13.55 m. 3. Þorv. Árnas., UÍÁ, 13.01 m. 4. Sig. Sigss., |R, 11,97 m. Huseby var ekki langt frá meti sínu, 15.50 m., en tókst ekki að bæta það. Köst Jóels og Þorvarðs eru einnig ágæt og setti Þorvarður þarna nýtt Austurlandsmet. Huseby var íslandsmeistari í fyrra með 14.53 m. Spjótkast. 1. Jón Hjartar. KR, 50.95 m. 2. Tómas Árnas., UÍÁ, 49.68 m. 3. Jóel Kr. Sigss., ÍR, 48.83 m. 4. Þorv. Árnas^, UÍÁ, 45.20 m. í spjótinu er óhætt að segja að allir hafi orðið fyrir von- brigðum og má vindinum um það kenna. Var það allsnarpur hliðarmótvindur, sem hafði mik il áhrif á köstin. Allir þeir fyrstu hafa kastað yfir 50 m. og hefði árangurinn getað orðið glæsilegur við góð skilyrði. Jón varð meistari í fimta sinn í röð, en Jóel, sigurvegarinn af Alls- herjarmótiflu, varð að láta sjer nægja þriðja sæti. Jón varð meistari í fyrra með 53,19 m. 5000 m. htaup. 1. Óskar Jónss., ÍR, 17:03,4 mín. Steinar Þorfss A, 17:12,6 mín Indr. Jónss., KR, 17:35,0 mín. Keppendur voru ekki fleiri ingarnir Guðjón og Torfi fóru í 'fyrsta sinn yfir allar hæðirnar að 3.50 en þá feldu þeir. Þor- kell feldi í fyrsta stökki 3.35, en fór svo Ijett yfir 3.40. Torfi og Þorkell eru báðir ,.drengir“ og hafa verið að kljást um drengjametið en nú settu þeir sameiginlega nýtt drengjamet, 3.40 m. Guðjón og Torfi þurftu að kppa um 1. sætið og fór Guð- jón í millistökki yfir 3.48 mjög vel. Annars munaði ekki miklu að allir þeir þrír fyrstú færu Oliver Skúli en þessir þrír. Óskar og Steinar skiftust á um að leiða hlaupið og vann Óskar Ijett. Indriði var meistari í fyíra á 17:34.8 mín. Á sunnudaginn var kept í 100, 400 og 1500 m. hlaupum, stang- arstökki, kringlukasti, 110 m. grindahlaupi, sleggjukasti og þrístökki. 100 m. hlaup. 1. Fýinbj. Þorv., ÍR, 11,3 sek. 2. Oliver Steinn, FH, 11,4 sek. Aðeins þessir tveir komu til greina í úrslitum, þar sem hin- ir, er í þau komust, þjófstört- uðu tvisvar og var vísað frá kepni. — Annars var hlaupið fyrst í þremur riðlum. Þann fyrsta vann Árni Kjartansson Á (11,8) óvænt á móti Gutlormi Þormar, (11.9), Annan vann Finnbjörn ljett á 11,2 sek., sem er persónulegt met hans. Jó- hann Bernhard varð annar á 11,7 sek. Þriðja riðilinn vann Oliver á 11,5, en Höskldur Skag fjörð, Borg, var annar eftir harða kepni við Gunnar Stef- ánsson, Vestm. í milliriðli urðu þeir Gultormur og Jóhann hníf jafnir, Var úrskurðað að þeir skyldu- keppa aftur um, hvor ætti að lenda i úrslit, en Jóhann gaf Guttormi sætið eftir. í úr- slitunum þjófstörtuðu svo Árni o’g Guttormur tvisvar og Oliver og Finnbjörn urðu einir eftir. Oliver varð meistari í fyrra á 11,4 sek. Stangarstökk. 1. Guðjón Magnúss, KV, 3.40 m. 2. Torfi Bryngeirss, KV 3.40 m. 3. Þork. Jóhanness, FH, 3,40 m. 4. Ólafur Erlendss., KV, 3.25 m. Kepni í stangarstökki hefir aldrei fyrr verið svo skemtileg hjer á mótum. Vestmannaey- yfir 3,50. mundsson. FH Hnseby Magnús Guð- varð meistari í fyrra á 3.20 m. 15&0 ri. hlaup. 1. Óskar Jónsson, ÍR, 4:20.2 mín. 2. Hörður Hafliðason, Á 4:21,2 mín. 3. Indriði Jónsson, KR 4:29,2 mín. Aðeins þessir þrír kepptu. Hörður byrjaði á því að leiða hlaupið. Óskar var þá annar og Indriði þriðji. Svo tekur Ind- riði forystuna og leiðir hlaup- ið einn hring (en það er nær því 4 hringir) Hörður er annar en Óskar þriðji. En er einn hringur er eftir tekur Óskar forystuna og hefst um leið hörð barátta milli hans og Harðar, Indriði dregst aftur úr. Svo leit út um tíma að Hörður ætl aði að sigra, en honum tókst það ekki. Annars er tími þeirra Óskars og Harðar mun verri en þeir náðu á alsherjarmótniu. Sigurgeir Ársælsson Á varð meistari í fyrra á 4:18.0 mín. Kringlukast. 1. Gunnar Husebj: KR 43.02 metrar. 2. Ól. Guðmundsson, ÍR 38.81 m. 3. Bragi Friðriksson, KR 37,89 m. 4. Ingólfur Arnarson, KV., 34,03 m. Huseby var öruggur með sigurinn og setti auk þess nýtt íslandsmet í kringlukasti beggja handa, kastaði 73,34 m. samanlagt, 43, 02 betri hendi og 30,32 með lakari. — Fyrra metið, 71,11 m. setti hann í fyrra. Huseby varð meistari í fyrra með 43,24 m. 110 m. grindahlaup. — 1. Skúli Guðmundsson, KR 17,4 sek. 2. Brynjólfur Jónsson, KR. 19,7 sek. Aðeins þessir tvéir kepptu í grindahlaupinu og er gamla tómlætið þar aftur ríkjandi. Skúli er annars á okkar mæli- kvarða góður grindahlaupari og á sennilega eftir að slá met- ið. Oddur Helgason, Á varð meistari í fyrra á 19,8 sek. Sleggjukast. 1. Huseby KR, 36,83 m. 2. Símon Waagfjörð, KV 35,31 m. 3. Helgi Guðmundsson, KR, 35.09 m. 4. Áki Granz KV, 34.89 m. Huseby sigraði hjer, en Vest mannaeyingnum, Símon Waag fjörð tókst að ná öðru sæti. I fyrra varð Huseby meistari á 43,24 m., en þá var kastað drengjasleggju. Þrístökk. 1. Skúli Guðmundsson, KR 13.61 m. 2. Jón Hjartar, KR 13 39 m. 3. Halld. Sigurgeirsson, Á, 12.62 m. 4. Þorkell Jóhannesson FH,. 12,55 m. Skúli var sýnilega bestur og sigraði þótt hann stykki aðeins tvö stökk, þvi í fyrsta stökki meiddi hann sig í fæti. Jón náði ágætu stökki, 13,39 m., en Hall dór og Þorkell voru linari en á drengjameistaramótinu. Þor- kell var nýkominn úr erfiðri stangarstökkskeppni og hefir það auðvitað haft sín áhrif. — Oddur Helgason, Á, varð meist ari í fyrra á 13,33 m. Jóhansson ÍR, KR, Á Á, 400 m. hlaup. 1. Kjartan 52,3 sek. 2. Brynjólfur Ingólfss. 53.5 sek. 3. Árni Kjartansson, 54.9 sek. 4. Magnús Þórarinsson 56.6 sek. I undanrásum var hlaupið í tveimur riðlum. Sigraði Kjart an fyrri riðilinn ljett (53,7) á móti Árna (54,8) og Jóhanni Bernhard., (55,2). Seinni rið- ilinn sigraði Brynjólfur einnig ljett (55.6) á móti Magnúsi og Páli Haldórssyni. — Tveir þeir fyrstu úr hvorum riðli komust svo i úrslit. Úrslitasprettinn vann Kjartan á mettíma sínum og var hann nú jafn óheppinn og á allsherjarmótinu að'lenda á ytsti braut. Tími Brynjólfs sem hljóp á annari braut, er einnig ágætur. Það 'er sami tími og hann náði bestum í fyrra. Árni hljóp á þriðju braut og Magnús á fyrstu. Brynjólf- ur var meistari í fyrra á 53,5 sek. Nú hefir yerið keppt í 18 gr. meistaramótsins, en eftir er að keppa i tveimur, 10 km. hlaupi og tugþraut. — I þeim greinum sem búið er að keppa í, hefir Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.