Morgunblaðið - 15.08.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.08.1944, Blaðsíða 7
Jpriðjudagur, 15. ágúst 1944. MORGrUNBLAÐIÐ 7 Fys'irmysadár é MyFFeshi&fssSrÖMad UM BREYTINGAR A GE EISKISKHPA HÖFUNDUR eftirfarandi greinar; Hilmar Kristjóns- son; stundar nám við Kali- forníuháskóla í Berkeley. Hann las viðskiftafræði hjer við háskólann áður en hann fór vestur, en kynti sjer auk þess sjerstaklega rekstur síldarverksmiðj - anna hjer á landi. Vestr? stundar hann vjelaverk- fræði. En hefir auk bess gefið sjer tíma til þess að athuga gaumgæfilega ým- islegt er að fiskveiðum lýtur við Kyrrahafsströnd; eins og meðfylgjandi grein m. a. sýnir. Undanfarið hefir allmikið verið rætt um nýbyggingar báta í stríðslok, og er mála sann ast, að vart getur tímabærra mál en endurnýjun fiskiflotans. Hafa ýmsir mætir menn kom- ið fram með tillögur og athuga- semdir um, hvar og hvenær eigi að smíða bátana, en jeg hefi ekki komið auga á tillögur um neinar róttækar breytingar frá því bátalagi, sem tíðkast hefir síðasta mannsaldurinn. í því sambandi vil jeg lýsa stuttlega þeirri þróun, sem orð- ið hefir á bátum og veiðarfær- um vestanhafs, og þó einkum á Kyrrahafsströnd — þróun, sem knúin hefir verið fram af sí- vaxandi kröfum um aukna hag kvæmni,— aukinn afrakstur. Lang þýðingarmesta veiðiað- ferð hjer á vesturströndinni er herpinótaveiði, einkum fyrir síld, lax og túna. í fyrstu voru það einkum ítalskir og júgó- slafneskir innflytjendur, sem stunduðu sjósókii á sunnan- verðri ströndinni, og er svo jafn vel enn. Þeir fluttu að sjálf- sögðu með sjer að heiman báta- lag það og veiðarfæri, er tíðk- uðust við Miðjarðarhaf — „lampara“-netið, sem líkist lít- illi síldarnót og lampara-bát- inn litla, er dregur nokkru stærri lestarbát. Þessir suðrænu menn settust einkum að á Kali- forníuströnd, þar sem loftslag er svipað og í heimalöndum þeirra, og enn heyrist ítalska frekar en enska meðal fiski- manna í San Diego, Los Ang- eles (San Petiro), Monterey og við San Franscisco-flóann. Nokkru síðar tók útvegur að blómgast norðar á ströndinni, kringum Seattle, á strönd Brit- ish Columbia og norður í Al- aska. A þessum norðurslóðum hefir jafnan borið mest á nor- rænum mönnum, eínkum Norð- mönnum. Veiddu þeir mest lax, síld og lúðu (og hákarl síðustu árin vegna vitaminauðugrar lifrar). í fyrstu bygðu þeir báta sína með gamla „norska“-lag- inu, eins og við eigum enn að venjast, og notuðu sömu veið- arfæri og tíðkuðust í „gamla landinu“. Framan af var fiski- sældin geysileg og veiðarnar arðsamar, en brátt hafði rán- yrkjunni tekist að fleyta þykk- asta rjómann, og sjómenn voru knúðir til að leita meiri hag- kvæmni í veiðiháltum. — Þeir reyndu að hagnýta vjelaraflið betur en áður — auka afköst Eftir Hilmar Kristjónsson Þetta var ,,búmm“-kast, og því ekki hirt um að halda nótinni opinni nje draga saman'; korkið á vængjunum, en myndin sýnir bátslag og „þurkun“ á vestræna vísu. |jj hvers einstaklings og 1 jelta þó erfiði hans. Þeir gerbreyttu bátalaginu til þess horfs, að meiri not yrSu að bómu og spili við meðhöndl- un veiðarfæranna, og hættu að nota nótabáta við síldveiðar. — Hefir þróun þessi náð því stigi nú, að átta menn vinna sjer mun hægar á hinum vestrænu herpinótarbátum, heldur en át- ján menn á jafnstórum báti heima með jafnstóra nót. Ef- laust er, að engum myndi til hugar koma að reyna samkepni á íslenskum herpinótabát þar vestra enda laklega hálfdrætt- is að vænta. Síldin gengur á mismunandi árstíðum hjer við ströndina, í Alaska á sumrin, líkt og heima, en frá miðju sumri til síðari hluta vetrar hjer suður á Kali- forníuströnd. Það tíðkast því mjög, að hinar skandinavisku skipshafnir, er stunda sumar- veiði við Alaska, fari í suður- veg til San Francisco og Mont- erey um vetur. Kynnast þar hvorir annars aðferðum og út- búnaði. Heldur þykja ítalirnir tregir til að taka nýjum siðum, en enginn fær til lengdar stað- ist hin áhrifaríku rök — þyngri pyngju hins hagsýna. Það var haustið 1942, að jeg fyrst kyntist þessum vestræna útvegi. Hjer við San Fransisco flóann er ein af þrem miðstöðv- um síldveiða við Kaliforníu (34 verksmiðjur, 122.000 tonn síld- ar landað 1943), og vaknaði á- hugi minn á bátunum, sr jeg skoðaði nokkrar síldarverk- smiðjanna. Síðar fór jeg út á veiðar með norskum og ítölskum skipshöfn um frá Monterey, og naut jeg aðstoðar herra Thor Thors, sendiherra í Washington, við að öðlast leyfi strandvarnaliðsins til þess, því að landhelgin er lokuð útlendingum. Mjer þótti strax augljóst, að ef þessi veiðiaðferð reyndist hæf við íslenkka staðháttu,- þá gæti hun orðið mikilvæg hjálp við að fleyta síldarútgsroinni yfir þann erfiða hjalla, er henn ar bíður í stríðslok. Jeg hafði nú kynst bátum og aðferðum við skilyrði, sem ekki voru sambærileg við Islands- mið, og litist vel á. Eftir var ao vita hvernig bátarnir færu í sjó o. s. frv. Hjer við Kaliforníu- strönd er sjó- og veðurlag harla ólíkt íslandi, svo sem kunnugt er, og sardinan frábrugðin síldinni heima. Að óreyndu leist mjer aðeins miðlungi vel á bót- ana sem sjóskip, og þykir mjer líklegt, að svo fari ykkur einn- ig. Mjer sýndust þeir þungir að framan, enda er vjelin fram í stefni og íbúð skipshafnar að mestu eða öllu leyti ofandekks frammá. Það var aðeins ein leið til að kynnast nothæfni bátanna við skilyrði svipuð og heima — jeg varð að komast til Alaska. Þar eru veður síst betri en við ísland, og síldin afar lík- bæði að útliti og háttum. En nú voru góð ráð dýr því að Alaska var hernaoarsvæði lok- að útlendingum og auk þess röska 3000 km í burtu. Næsta sumar var jeg þó kom Myndin sýnir pramma, nótar- borð og nót. inn til Alaska sem opinber starfsmaður við fiskirannsóknir og eftirlit með síldveiðum í Prince William Sound. Að skóginum undanskildum minnir landslag þar mikið á Is- land, og veðrátta og sjólag nauðalíkt. Jeg fór út á veiðar í misjöfnum veðrum og fjekk loks svör við efasemdum mín- um. Jeg skaí nú reyna að lýsa al- gengum, nýtísku bát og veiði- aðferð þeirri, er tíðkast í Al- aska. Flestir bátar, sem bygðir hafa verið síðustu 3—4 árin líkj ast bátnum á fyrstu mvnd að útliti og stærð (óa. 80x20 fet, amerísk, og gengur 10—11 hnúta með 240 ha. dieselvjel). Vjelin er fremst í bátnum og miklu ljettari per hestafl held- ur en þær skandinavisku vjel- ar, sem heima tíðkast. Lestin nær því sern næst stafnanna á milli og rúmar því meira og gefur bátnum jafnari hleoslu en með gamla laginu. í skutn- um eru olíu- og vatnsgeymar, og einnig eru olíugeymar fram í vjelarrúmi, svo að rjetta má bátinn með því að dæla á milli. Nokkru framan við miðju hækk ar þilfarið um hnje-hátt þrep, og oft um annað þrep um fram- enda yfirbyggingar. Báturinn er breiður aftan og þver fyrir skut. Þilfarið hækkar nokkru aftan við lestaropið í fetháan pall. A palli þessum snýst all- stórt (15x15 fet) nótarborð um ramgjörvan öxul, en hvílir á tveim hringlaga hjólbrautum. I yfirbyggingu er fremst íbúð skipshafnar (8—10 rekkjur), en aftar er stórt og vel útbúið eldhús, sem einnig er borðsal- ur. Fram til 1940 höfðu fáir bátar stýrisklefa á efra þilfari, en flestir bátar, sem síðan hafa verið smíðaðir, af þessari strerð, eru þannig bygðir. ] Nótin er venjulega um 180 | faoma löng og 24 faðma djúp (í Alaska), eða svipað og heima tíðkast, nema hvað pokinn er í ©ðrum endanum. Algengt er að nota ca. 50 hringi, lokaða, og koma gjarnan tveir níu feta langir hanafætur í hvern hring. Allir nota nú orðið snurpuvír nema ítalirnir í Monterey og San Pedro. Vírinn er ekki lagð- ar niður með nótinni, heldur undinn í vindu upp á eldhúsinu, en hringirnir eru lagðir skipu- lega í stokk á þeirri hlið nótar- borðsins, sem að blýateininum snýr. Eins og áður er sagt eru ekki notaðir nótabátar, heldur all- stór prammi (sjá myndir). Á siglingu er hann tekinn upp á nótina, en rennt aftur af og dreginn, þegar lónað er fyrir síld. Þegar nótin hefir verið lögð niður, er vírinn dreginn í 'iringina og hnýtt í lykkju efst í pokabrjóstinu sem síðan er lundið í prammann þannig, að íonum slær flötum fyrir, þegar 'anglínunni er sleppt, og dreg- ur þá út nótina. Báturinn hring ar nú torfuna og nótin liðast aftur af nótarborðinu yfir kefli, en virinn rennur út af vindunni uppi á eldhúsþaki. Einn maður er í prammanum, og rjettir hann upp sinn enda snurpu- vírsins, sem venjulega er fram- lengdur með kaðli, Nú er báð- um endum vírsins brugðið í blakkir á snurpustólpanum, er stendur skáhalt í dekkið og skagar nokkuð út yfir borð- stokkinn miðskips, Snurpað er hratt. enda er meira kork á nót- inni en heima tíðkast. Er hring- arnir koma í blökk, eru þeir og blýið allt hafið inn á dekk. Meðan á þessu stendur, dreg- ur prammverjinn saman ca. 50 faðma af korkateininum að framan, en aftur á skut draga tvein menn saman álíka mikið af korki afturvængsins. Suður í Kaliforínu hefi jeg sjeð þetta gert með vjelarafli, og er það sjálfsagt. Nú er kaðli brugðið um nót- arborðið, og því snúið í hálf- hring, þannig að keflið snýr nú fram. Næst er bómunni fest þannig, að hún gnæfi sem hæst yfir miðju nótarborðinu. Tveir menn bregða síðan lykkju um afturvæng nótarinnar, og er honum lyft eins hátt og auðið er. Þá leggjast þeir fjelagar báðir á netið í borðstokknum, en ,.kallinn“, sem oftast er við vinduna, lætur yænginn síga ofan í fang fimm skipverja, er leggja nótina niður í bugður, fyrst aftast á borðið. í hvert sinn, sem slakað er, bregða þeir tvímenningarnir lykkju undir nótina á borðstokk og krækja í hana þegar fyrri lykkjan kem ur niður. Gengur þannig inn allur afturvængurinn, og þeg- ar þrengist að sildinni, er leyst niður korkið á prammanum, frammá, viöfnum höndum. Er þess gælt að hafa jafnan vel rúmt um síldina, enda er hún gjarnan vel lifandi til siðasta háfs. Þegar nær er fullþurk- uðu, er korklínan á pokanum (enda framvængsins) bundin upp á borð prammans, og hon- um haldið frá skipinu hliðhægt með stöngum að framan og aft- Framh. á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.