Morgunblaðið - 15.08.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.08.1944, Blaðsíða 10
J 10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. ágúst 1944. „Þið gerið það ef til vill ekki, en þeir gera það. Þetta eru alt heimskingjar, sem fylgja hvaða foringja sem er, ef hann aðeins lofar þeim gulli og grænum skógum. Þeir hugsa ekkert, og þið'skulið ekki búast við þakk- læti af þeim, því að það fáið þið ekki. Ef þið ekki hreyfið ykkur, skal jeg koma ykkur af stað, með penna mínum!“ Það varð steinhljóð við borð- ið andartak. Fyrir utan greif- ann, sem skemti sjer prýðilega, og greifafrúna, sem ekki skildi orð í ensku, fanst öllum þetta tal rithöfundarins mjög óvið- eigandi. Það var Martin van Buren, sem rauf þögnina: „Já, það eru óeirðir um alt land núna. En þær líða hjá, eins og alt annað. — Van Ryn, jeg hefi aldrei sjeð svona stórar og fallegar rósir“. Hann benti á blómaker, sem stóð á borðinu. „Þjer verðið að lána mjer garð- yrkjumann yðar, . til þess að hann geti komið rækt í mínar“. „Með mestu ánægju“, svar- aði Nikulás, og hófust nú fjör- ugar umræður um garðyrkju. — Harman sneri sjer að Mir- öndu og spurði hana hvort hún vildi dansa fyrsta polkann við sig. Hún roðnaði og svaraði vand- ræðalega: „Jeg vildi það gjarnan, hr. Van Rensselaer, en jeg er hrædd um, að jeg kunni ekki að dansa polka“. Harman horfði undrandi á hana. Hvaðan úr ósköpunum kom stúlkan? Hann vissi ekk- ert um hana, annað en hún var í ætt við Van Ryn. Hún var mjög falleg og bauð af sjer góð- an þokka, þótt framkoma henn- ar væri ef til vill dálítið feimn- isleg og vandræðaleg. Hann leit á systur sínar. Það var eitt- hvað við framicomu þeirra, sem hana vantaði. En hvað um það! Stúlkan var falleg! „Jeg get hreint ekki hugsað mjer neitt ánægjulegra en kenna yður hann, ungfrú Wells“, sagði hann og brosti til hennar. Miranda muldraði einhver þakkarorð og horfði á Niku- lás. Hún hafði vonað, að hann myndi kenna henni polkann, en sá nú, hve fáránleg sú von hennar hafði verið. Hann leit ekki einu sinni á hana, meðan á borðhaldinu stóð. Hvaða ástæðu hafði jeg til þess að láta mjer detta í hug, að jeg væri honum einhvers virði?- hugsaði hún með sjer. Jeg hlýt að hafa verið eitthvað verri. Og þarna sat Jóhanna, bros- andi, við hinn endann á borð- inu, og neyddi Martin Van Buren til þess að fá sjer meiri búðing — Jóhanna, sem var húsmóðir hjer og eiginkona Nikulásar. — Dagstofurnar höfðu nú verið ruddar, til þess að hægt yæri að dansa þar, og þegar staðið var upp frá borðum, fóru konurnar inn í r^uða her- bergið og bókaherbergið. Þeg- ar Miranda sá, að Jóhanna tók sjer sæti í því síðarnefnda, fór hún á eftir Van Rensselaer- stúlkunum inn í rauða her- bergið. Þegar hún var komin inn úr dyrunum, fann hún þegar þenn an undarlega kuldahroll og heimskulega ótta, sem hún hafði fundið til fyrsta kvöldið, sem hún var þar inni. Hún reyndi að bæla hann niður, en loks stóðst hún ekki lengur mát ið. Hún sneri sjer í örvæntingu að tveim konum, sem stóðu rjett hjá henni og voru að tala saman. „Er ekki hræðilega kalt hjer inni — jeg á við, er ekki kalt í júlí að vera? Ætli jeg ætti ekki að loka glugganum? Katrín Van Rensselaer frá Fort Crailo hætti í miðri setn- ingu og starði á Miröndu. Hið sama gerði Harriet, frænka hennar frá Claverack. „Mjer finst ekkert kalt hjer“, sagði Harriet kuldalega. „Fremur hið gagnstæða. Og jeg veit ekki betur én allir gluggarnir sjeu lokaðir“. „Ó, já, já“ þvaðraði Miranda og vissi vel, að hún var að verða sjer til skammar, en gat samt ekki þagnað. „Ef til vill hlýnar í hinum herbergjunum, þegar farið verður að dansa. Já, auðvitað hlýnar, þegar við förum að dansa“, endurtók hún og andvarpaði feginsamlega. Þessi undarlega ónotakend var horfin. Konurnar horfðu hvor á aðra. Stúlkukindin var sýni- lega eitthvað rugluð í kollin- um — hún hafði sennilega drukkið helst til mikið undir borðum. Þær skiftu sjer síðan ekki meira af henni, en hjeldu á- fram að ræða sín á milli. Mir- anda stóð andartak og horfði vonsvikin á þær, en muldraði síðan eitthvað um, að hún þyrfti að lagfæra kjólinn sinn, og hraðaði sjer upp á herbergi sitt. Þar staðnæmdist hún fyrir framan spegilinn og leitaði ráða hjá honum. „Jeg er falleg“, hvíslaði hún, og kjóll- inn minn er fallegur. Hvað er að mjer?“ Hún komst brátt að því. Eitt gestaherbergjanna þar uppi var notað fyrir snyrtiherbergi. Hurðin þar var opin í hálfa gátt og þegar hún var á leiðinni niður, heyrði hún alt í einu nafn sitt nefnt þar inni. Hún stóð eins og negld niður og hlustaði. „Hver er hún eiginlega, þessi ungfrú Wells?“ spurði rödd, sem hún ekkert kannaðist við, en hún þekti, að það var Harr- iet, sem svaraði: „Hún er eins konar barnfóstra fyrir Katrínu. Jóhanna sagði mjer það“. „En hún er snotur að sjá, og hr. Van Ryn kynti hana sem frænku sína“, sagði sú, sem fyrr hafði talað. „Jeg held að hún sje ein af þessum fátæku Gaansevant- ættingjum, sem Nikulás hefir tekið undir sinn verndarvæng. Hún kemur víst beina leið ut- an úr sveit. Þú veist, hve ætt- rækinn Van Ryn er. Hann ætl- ar sennilega að reyna að gera eitthvað úr henni“. „Harman bróður þínum virð- ist a. m. k. lítast vel á hana“, sagði nú önnur rödd, með dálít- illi illgirni. „Ó, já, Harman geðjast vel að snoppufríðu kvenfólki, eins og fleirum. En harjn áttar sig áreiðanlega, þegar hann heyr- ir, hvernig staða hennar er. Jóhönnu finst mjög óviðeig- andi, að hún skuli vera á dans- leiknum. Stúlkan hegðar sjer og mjög undarlega, og sýnir skort á góðu uppeldi“. Miranda hallaði sjer upp að veggnum, elflheit í kinnum og með reiðitár í augunum. Þetta voru andstyggilegar höfðingja- sleikjur! Fyrst datt henni í hug að fara inn til þeirra og segja við þær nokkur vel valin orð, en áttaði sig svo. Þær höfðu ekk ert sagt, sem ekki var dagsatt. Hún var sveit&stúlka og fátæk- ur ættingi, og hún var barn- fóstra Katrínar. Og sennilega var einnig satt, að hegðun henn ar væri undarleg og sýndi skort á góðu uppeldi. Það lá við, að hún misti al- veg kjarkinn. Hún gekk nokk- ur skref í áttina til herbergis síns. Hún færi ekki fet niður á dansleikinn, Það myndi enginn sakna hennar þar — ekki einu sinni tíikulás, og Jóhanna myndi verða ánægð. Þegar hún stóð þarna, á báð- um áttum, heyrði hún óm af laginu, sem Nikulás hafði kent hénni: „Mig dreymdi að jeg dveldi í marmarahöllum“. Hún lyfti höfðinu og hlustaði. Þetta táknaði áreiðanlega eitthvað! Jeg fer ekki upp á herbergi mitt, hugsaði hún. Jeg fer beina leið niður. Hún greip þjett utan um blævænginn sinn ög vasaklútinn og gekk hnarreist niður stigann — rjett á undan konunum, sem áður höfðu verið að tala um hana, en sem þögnuðu nú, þegar þær sáu ögrandi og hnafrreistan bak svip hennar. Jóhanna gat glápt eins og hún vildi, og þessar kerlingar- skrukkur máttu hvísla og pískra um hana eins og þær vildu. Karlmennirnir voru a. m. "k. góðir við hana. Harman kom þegar til hennar, og hún var ekki lengi að læra polkann og valsinn. Hún dansaði við Livingstona, Van Rensselaera og hún dans- aði við John Van Buren. Hún hafði sjerstaklega gaman af að dansa við hann, því að hann sagði henni, að hún væri ynd- isleg eins og unga drottningin. Miranda varð mjög upp með sjer, en um leið dálítið vand- ræðaleg, því að hún vissi ekki, við hvaða drottningu hann átti. „Jeg hafði altaf haldið, að Englendingar væru ljelegir dansmenn“, hjelt hann áfram, „en jeg verð að segja, að Viktoría prinsessa — hún var þá ekki orðin drottning — gjör- breytti því áliti mínu“. BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU Hjalti húsmannssonur Æfintýr eftir P. Chr. Asbjömsen. 6. „Æ, vertu ekki að þessu pabbi“, sagði Hjalti og var hinn hreyknasti. „Jeg kom bara til þess að fá þig til að koma með mjer til konungshallarinnar. Nú ætla jeg að biðja mjer konungsdóttur fyrir konu, og ekki skaltu heldur dæma mig eftir fötunum“. „O, svei, þú verður þjer aðeins til athlægis, strákur“, sagði faðir hans og var reiður, en Hjalti sagði að sjer væri rammasta alvara, og ljet þá faðir hans undan og fór með honum. Hrinti svo Hjalti karlinum föður sínum inn um dyrnar til konurrgsins. ,„Nú, nú“, sagði konungur. „Hvað gengur á fyrir þjer, maður minn? Hafirðu orðið fyrir ranglæti, skal jeg reyna að bæta úr því“, sagði hann. Nei, svo var ekki, en gesturinn átti einn son, sem hafði orðið honum til mikillar sorgar, því ekki gat hann kom- ið honum til manns og nú væri hann víst alveg búinn að missa glóruna, því hann vildi láta biðja konungsdóttur fyrir konu handa sjer, „og svo hrinti hann mjer hjer inn til yðar“, sagði gamli maðurinn. „O vertu rólegur maður minn“, sagði konungur. — „Biddu strákinn að koma hjer inn til> mín, svo skulum við sjá, hvernig okkur semst“, sagði hann. Hjalti kom nú þjótandi inn til konungs og hjengu ut- an á honum larfarnir. „Fæ jeg dóttur þína?“ spurði hann. „Það var nú það, sem við skulum tala um“, sagði kon- ungurinn, „það getur svo sem vel verið að þið eigi hreint ekki saman, hvorki hún og þú nje þú og hún“. Hjalta fannst mjög leitt ef svo væri. , Nýlega var komið stórskip frá útlöndum og sást það úr gluggunum á konungshöllinni. — Þá sagði konungur: — Geirðu smíðað svona skip á einni klukkustund, eins og þetta, sem liggur þarna frammi á firðinum, og þykir heldur betur fallegt, þá getur vel verið að þú fáir dóttur mína“, sagði hann. „Er það nú alt og sumt“, sagði Hjalti. Svo gekk hann til strandar og settist þar í sandhaug nokkurn, og er hann hafði setið þar tiltekinn tíma, óskaði hann að skip lægi úti á firðinum, sem líktist hinu. Og um leið og hann sleppti orðinu, lá skipið þarna og þegar kongur sá, að Bóndi einn í Lapplandi, sem aldrei hafði sjeð síma, kom inn í búð í Finnmörk til þess að fá að tala við kunningja sinn sím- leiðis. Honum gekk ekki sem best að gera sig skiljanlegan og símastúlkan sagði stöðugt: „Talið þjer hærra“. „Hærra“ sagði Lappinn að lokum fokvondur. „Haldið þjer að jeg hefði farið að nota þetta bannsett verfæri ef jeg gæti kallað alla leið?“ ★ Margar sögur eru sagðar um það, hvernig ástarsorg lýsir sjer. Ein sú nýjasta er um prentnema einn. Unnustan hafði yfirgefið hann. Þá fann hann upp á því að setja nafn hennar með smá leturstöfum, og gleypti þá síð- an. Til allrar hamingju hafa læknar sjeð fyrir því, að staf- irnir í nafni hennar hafa líka ,,yfirgefið“ hann. ★ Ungur maður, sem er að leita sjer atvinnu, hq/ir fengið að tala við forstjórann. Forstjórinn: — Hafið þjer sett yður eitthvert takmark í lífinu? Ungi maðurinn: — Já, jeg hefi strengt þess heit að hætta ekki fyrr en jeg er búinn að koma yður burtu úr þessu sæti og hefi sest í það sjálfur. ★ — Hafið þjer notið kenslu í listdans, Sigurður? — Nei — hversvegna spyrjið þjer? — Þjer dansið á tánum. — A tánum — nei, aldrei. — Jú, á tánum á mjer. ★ — Hjerna er ábyrgðarbrjef til þín. Hún: — Ó, það er grímubún- ingurinn minn, sem jeg ætla að vera í í kvöld. ★ _ — Heldurðu ekki, að bílarri- ir eyðileggi ungu kynslóðina? — Nei, það er unga kynslóð- in, sem eyðileggur bílana. ★ Frúin fór með manninn sinn til málara til þess að láta hann mála mynd af honum. Frúin (þegar verkinu var að verða lokið): — Gætuð þjer ekki sett gáfulegri svip á mann inn minn? — Frú mín góð, jeg er lista- maður en ekki galdramaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.