Morgunblaðið - 16.08.1944, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 16.08.1944, Qupperneq 5
Miðvikudagur 16. ágúst 1944. MORGUNBLAÐIÐ S Opið brjef til Jónssonar á Ingólf s Hellu Fimtugur: Agúst Kvaran Herra alþingismaður. ÞJER HAFIÐ ALVEG brugð- ist vonum mínum og það svo afgerandi, að jeg verð að telja vafasamt eða tilgangs- laust að ræða við yður alvar- leg mál, slík sem jeg tel mat- vöruskemdamálið vera. í síð- ustu grein yðar eruð þjer bara fullur af stórbokkaskap og merkilegheitum, en komið hvergi nærri málinu. Þetta er alveg móti von minni og er furðuleg fram- koma af manni í yðar stöðu, manni, sem falin hafa verið mörg trúnaðarstörf, bæði fyr- ir alþjóð og smærri heildir, svo sem það að vera formaður Kjötverðlagsnefndar, sem er valdamikil ábyrgðarstaða og krefst rjettsýni og sanngirni til beggja handa, bæði gagnvart framleiðendum og neytendum. Þessa kosti var jeg að vona, að óreyndu, að þjer hefðuð í stærri éða minni mæli, en með tóninum í síðustu grein yðar. á laugardaginn var, í Morgun- blaðinu, kaffærið þjer allar mínar vonir um yður, því ,,oft má á máli þekkja manninn hver helst hann er“; og þess gjaldið þjer. Þjer byrjið grein yðar með því, að það hafi ver- ið eðlilegt, að Morgunblaðið sneri sjer til yðar — hvað það aldrei gerði — og spyrði, hvort rjett væri það, sem jeg segði um kjötbirgðirnar. Já, hvort yður finst það eðlilegt, að rit- stjórn blaðsins hlypi upp til handa og fóta og reyndi að fá hnekt tilraun til að draga í efa sannleiksgildi þess, sem sjálfur Ingólfur á Hellu segði, þjer lát ið beinlínis í það skína, — að það væri nú annaðhvort, þó ritstjórnin sæi maðkana í þeirri mysu, ef einhver ætlaði, svona alveg opinberlega, að ef- ast um rjettmæti þess, sem sjálfur formaður Kjötverðlags- nefndar segði. Annað atriði greinar yðar er löf um sjálfan yður fyrir hóg- værð í fyrri grein yðar. Sjer er nú hver hógværðin, að gera andstæðing sínum upp orð til að hrekja, þegar ekki er hægt að hrekja neitt af því, sem hann segir sjálfur. í framhaldi hugsunarinnar um þessa virð- ingarverðu hógværð yðar segið þjer, með ósköp kenniföður- legri mildi við mig: „Það er því ekki skynsamlegt af yður að reiðast“. En jeg spyr, hvaða á- stæðu hafið þjer til að halda, að jeg hafi skrifað nokkuð af því í reiði minni, sem jeg hefi sagt um þetta mál? Út af hverju hefði jeg svo sem átt að reiðast? Alt sem jeg he’fi sagt er óhrakið. Það er viður- kend staðreynd hvorutveggja, að kjötbirgðirnar voru þær, sem jeg sagði og vel það, og eins hitt, að skemdirnar eru miklu meiri en jeg upphaflega vissi svo í hvorugu tilfellinu hefi jeg sagt of inikið. En hitt skal jeg játa, að mjer finst £urðulegt margt sem þjer ség- ið, og eins það, yfir hverju þjer þegið. T. d. hvað verði gjört við þetta kjöt þarna norður frá, sem að vísu var selt, en ekki útflutningshæft, eða það af1 því, sem ekki er útflutnings- hæft. Um þetta viljið þjer ekk- ert tala, en vaðið hinsvegar elginn um mig perspnulega, sem ekkert kemur þessu máli við. Eða hvað kemur það þessu matvöruskemdamáli við, hvort jeg er ,,óhygginn“ eins og þjer segið eða ekki, eða hitt, hvort jeg hafi hætt að búa af þess- ari ástæðu eða hinni? Yður er svo ant um að fólk alment viti ástæðuna fyrir því, að jeg hætti búskap, að þjer svona til hægðarauka sláið ástæðunni alveg fastri, sem sje að jeg hafi viljað fá hægari stöðu og bet- ur launaða. Jeg skal nú yður til fróðleiks, af því að þjer er- uð tiltölulega ungur maður og sennilega lítið lífsreyndur, og þekkið þessvegna ekki mörg fyrirbrigði lífsins, upplýsa yð- ur um nokkuð, sem telja verð- ur að vísu einfaldan hlut, en sem þjer virðist þó ekki vita deili á, sem sje, að það geta ver ið fleiri en ein ástæða fyrir því, að menn bregða búi. Þetta haf- ið þjer gott af að vita sem bændaleiðtogi. Kannske þjer hafið slegið þessari ástæðu fastri fyrir mínum stöðuskift- um, vegna þess, að þjer þekkið ekki aðrar ástæður fyrir i>ví að taka við nýjum stöðum, en á- sókn í peninga og sjerhlífni? Ef svo er, þá eigið þjer eftir mikið að lagra 1 þessu efni sem fleiru. Sjáið nú til, góði maður, þeg ar þjer nú lesið þessar línur, hlýtur yðar að skiljast, hve gjörsamlega alt þetta skvaldur í siðustu grein yðar er^utan- gátta við málið: matarbirgðir og matarskemdir, sem jeg hafði vakið umtal um, og eins hitt, að jeg sje með mínum skrifum að rægja framleiðsluvöru bændanna. Jeg sagði í minni fyrstu grein orðrjett: „íslenskt kjöt, mjólk og smjör er úrvals- vara í eðli sínu og þessvegna eftirsótt, aðeins að hún sje ekki skemd í meðförum frá hendi framleiðenda til neytenda“. — Jeg legg það óhikað undir dóm allra skynbærra lesenda, hVort þessi ummæli sjeu rógur, eins og þjer nefnið það. Ennfremur sogið þjer, að jeg sje að gera tilraun til að hindra sölu ís- lenskra afurða í Reykjavík. Þetta eru svo blygðunarlaus skrök, að ekki einn stafkrók- ur í mínum skrifum gefur til- efni til slíkra ummæla. Hvern- ig getur yður dottið í hug, að mjer, eða yfir höfuð nokkrum manni með fullu viti komi til hugar að reyna að telja fólki í Reykjavík trú um, að matur, sem það er að borða daglega, sje vondur, ef hann er góður (óskemdur), eða að hann sje góður ef hann er vondur (skemdur: kjötið úldið og mjólkin súr og fúl). Nei, slíkan áróður treysti jeg mjer ekki til að reka við Reykvíkinga. Ann- að mál væri, hvað mjer tækist við Ingólf á Hellu, sem virðist skorta nokkuð á fulla smekk- vísi. Þjer getið ekki skilið, eða látist ekki skilja, að það sje málstaður bændanna, sem jeg er að túlka, um leið og jeg er að víta þessa meðferð á þeirra framleiðsluvörum á leiðinni frá þeim til okkar neytend- anna. Hvað ætli húnvetnsku bændurium komi til með að finnast um, hver gjaldi afleið- inganna af skemdunum í kjöt- inu, ef þeir sjálfir og einir eiga að bera tapið af þessum þús- undum skrokka, sem talið er að verði að mestu ónýtir. Þjer vitið og viðurkennið í áðurnefndri grein yðar, að bændur hafi lagt í mikinn kostnað við byggingar á slát- urhúsum, frystihúsum, mjólk- urvinslustöðvum o. s. frv. alt til þess að bæta og vanda geymslu á matvörunni. Það er þess vegna því átakanlegra, að þrátt fyrir allan þennan — að vísu sjálfsagða — tilkostnað, skuli þessar alþektu, stórkost- legu matvöruskemdir eiga sjer stað árlega. Sannleikurinn er sá, að þær þurfa ekki að koma fyrir, ef mennirnir, sem með þessi mál fara fyrir hönd bænd anna, vaka á verðinum, með opin augu og eyru fyrir öllu því, sem aflaga fer og betur má fara. Með því móti mundu misfellurnar fljótt hverfa, en ekki með því að þagga niður með frekju og órökstuddum slagorðum allar rjettmætar að- finslur. Þar sem skemdir eiga sjer stað verður að fara fram tafar- laus rannsókn á ástæðum, og að þeirri rannsókn lokinni bæta úr því, sem að er, þann- ig að ástæðan fyrir misfellun- um sje burt numin. Þetta má takast, ef einhverjir, sem telja sig nógu stóra til þess, standa ekki í veginum, eins og nátt- tröll, sem dagað hafa uppi í sínum eigin fordómum og blekkingum og skilningsleysi á því, sem gera þarf, í stað þess að viðurkenna rjettmætar að- finslur og ráða bót á rhisfell- um, svo fljótt sem við verður komið. Þjer sjáið nú, herra alþing- ismaður, að þjer hafið með þessari áðurnefndu laugardags grein yðar neytt mig til að fara í brjefi þessu nokkrum orðum um atriði, sem koma yður ein- um við, og verðið þjer sjálfum yður um að kenna, en hinsveg ar ætti jeg sennilega að biðja aðra lesendur velvirðingar á því, vegna þess, að rjettast er að gegna engu orði svona óvið- komandi orðagjálfri eins og grein yðar að mestu leyti er. Jeg segi óviðkomandi því stór- máli og alvörumáli, sem kjöt- og matarskemdamálið er orðið í þessu landi. Það er öllum að- ilum best og rekur mikla nauð syn til, að á því máli sje tekið með fullri festu og góðviljaðri gagnrýni, en ekki með neinni linkind eða dekri við ósómann. Jeg vil nú að lokum beina til yðar þessum spurningum: 1. Var yður það ekki ljóst fyrir nokkuð löngu, að ekki yrði úr Englandssölu nema á nokkrum hluta af Blönduósskjötinu? 2. Hvað mikill hluti af því kjöti er talið skemt? Framhald á 8. síðu ÁGÚST KVARAN, .einn af allra þektustu og glæsilegustu leikurum landsins, er fimtugur í dag, 16. ágúst. í tilefni þess vil jeg minnast hans að nokkru Það mun' hafa verið sumar- ið 1927, að við í Leikfjelagi Akureyrar fengum vitneskju um, að Ágúst Kvaran, sem mjög mikill orðstír hafði farið af sem einum af allra fremstu leikurum Reykjavíkur, myndi ef til vill flytjast þaðan og til Ak’ureyrar. Gáfum við þessum orðróm nánari gætur,. því að okkur kom til hugar, að þar gæti fjelgg okkar fengið leik- kraft, sem um munaði, ef svo vel tækist lil. að hann væri fá- anlegur til að liðsinna okkur í leikstarfinu. Svo varð og, sem betur*fór, að hann fluttist til Akureyrar það sama ár, samt méð það fyrir augum að setja á stofn útibú frá heildverslun I. Brynjólfsson & Kvaran í Reykjavík. Er það ekki aðal- efni þessarar greinar að lýsa framþróun þeirrar verslunar hjer undir forystu hans, sem, eins og kunnugt er, hefir reynst stórmikil. Aftur á móti vil jeg að nokkru geta hins mikla skerfs, sem hann hefir lagt til leikstarfseminnar á Akureyri. Er þá fyrst að geta þess, að um þær mundir, er Kvaran ílendist hjer, er Haraldur Björnsson leikari,- er hafði stundað leiknám við leikskóla Kgl. leikhússins í Kaupmannahöfn, ráðinn af Leikfjelagi Akureyrar til að taka að sjer nokkrar leiksýn- ingar á vegum fjelagsins. Ein af þeim var „Dauði Natans Ketilssonar“ eftir frú Eline Hoffmann. Kom þá svo ráði, að Kvaran tók að sjer að fara með annað höfuðhlutverk leiks ins, Natan Ketilsson. Fjekk leikurinn hinar ágætustu við- tökur. Er vafalaust þeim, er þá leiksýningu sáú, í fersku minni meðferð Kvarans á þessu hlut- verki, er var afar tilkomumik- il, tóku áhorfendur leikaranum að geysilegum fögnuði. Eftir þetta atvikaðist svo, að Kvar- an, eftir beiðni L. A., tók að sjer að starfa á vegum fjelags- ins bæði sem leikstjóri og leik- ari. Er mjer óhætt að fullyrða, að ef hans hefði ekki notið við, hefði orðið stórum minna úr starfsemi fjelagsins á næstu ár um. Sá, sem þessar línur ritar, hefir haft tækifæri til að fylgj- ast með leikstarfi Kvarans hjer. Sem leikari hefir Kvar- an marga ágæta kosti, svo sem óvenjulega glæsilegt persónu- gerfi, viðfeldinn, karlmannleg an málróm, sem eru eiginleik- ar er að góðu haldi koma á leik sviðinu. Auk þess er Kvaran mjög hugkvæmur leikari, skilningur hans á meðferð hins mælta máls er afar glöggur. Vandvirkni svo, að hann „treð- ur ekki upp“ fyrr en hann hef ir þrauthugsað meðferð hlut- verks þess er hann hefir tekið að sjer, enda hefir hann þá jafnan náð svo föstum tökum á því, og er svo fastur í rás- inni, að enginn mun geta fund ið mun á leikmeðferð hans frá einu kvöldi til annars. Þar sem Kvaran tekst best upp, má hik laust telja hann einn af allra mikilhæfustu og atkvæðamestu leikurum okkar íslendinga, sjerstaklega sem „dramatísk- ur“ leikari, aðsópsmikill, sem gustur stendur af. Lognmollulegum persónum leikritanna vill hann sjálfur sneiða hjá. Það er of mikil heiðríkja yfir leik hans til þess -að honum falli í geð væmnislegar persónur. Jeg man t. d. að hann sagði oft, eft ir að hann hafði leikið Ejbæk í Æfintýri á gönguför, að sams konar hlutverk skyldi hann aldrei taka að sjer. Fjekk hann og nokkra gagnrýni fyrir það hlutverk og ekki rjetta, því hann sýndi þar nýja hlið að nokkru á hlutverkinu, sem fólgin var í því, að þeir, er höfðu farið með það áður, þann ig, að það var eins og öll heims ins synd hvíldi á herðum þeirra, en ’meðferð hans varð svo, að öllu var stilt í hóf. Ef jeg ætti að telja upp nokk ur þau hlutverk, er Kvaran hefir leikið best, myndi jeg nefna, auk Natans Ketilssonar, Priorinn í Munkunum á Mö.ðruvöllum, Scrubby í „Á útleið“, Ogautan í „Dansinum í Hruna“, Lutz í „Alt Heidel- berg“, Tygesen í „Landafræði og ást“, og sjera Sigvalda í „Manni og konu“, og í því sambandi vil jeg geta þess, að því er þetta hlutverk snertir, þá sýndi Kvaran þar nýja hlið á leikgáfu sinni. Þá er það önnur hlið leikhús- málanna, er jeg vil minnast á. nokkrum orðum, þ. e. leik- stjórn Kvarans hjá L. A., er hann hafði á hendi um margra ára skeið. Þar má ekki síður þakka honum þann skerf, sem hann hefir lagt fjelaginu tií. Það hagar svo til hjá L. A., einkum þegar um leiksýningar er að ræða, ev marga leikend- ur þarf í, að meiri hluti þeirra mega teljast viðvaningar, sem mikla tilsögn þurfa. Það feyki lega starf, sem hvilir á herð- um leikstjóra, sem leiðbein- anda, er m. a. það, að -fá hina lítt vönu leikendur til að falla sem best í hlutverk þeirra. Áð ur en æfingar byrjuðu hafði Kvaran þrautkynt sjer leikrit- ið og hvernig því yrði hagan- legast komið á svið, svo að sem bestur árangur næðist. Eftir langar kvöldæfingar varð jeg þess oft áskynja, að hann Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.