Morgunblaðið - 16.08.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.08.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. ágúst 1944. Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Leibók. /__________ ___________________________________________ Jöfnuður og þjóðskipulag KRAFAN um meiri jöfnuð á lífskjörum borgaranna í þjóðfjelaginu er ekki ný. Hún á sjer langan aldur og hefir verið haldið á lofti með margvíslegum hætti. Þessari kröfu hefir og á ýmsan hátt verið leitast við að fullnægja í hinum ýmsu þjóðfjelögum. En tilraunirnar til þess að fullnægja henni, hafa oft verið mjög með gagn- stæðu móti. Annars vegar hefir viðleitnin miðað í þá átt að jafna upp á við, — bæta hina almennu velmegun, — hins vegar hefir jöfnunarviðleitnin stundum aðeins snú- ist niður á við með þeim árangri að fæstir fengu bættan hag, en allur þorri enn verri en áður. , Byltingarnar hafa reynst róttækustu jöfnunar ráðstaf- anirnar, en jafnan með þeim árangri, að jafna niður á við með þeim eyðileggingum, sem þeim eru samfara. Hin hægfara þróun þjóðfjelaganna hefir líka skilað áleiðis til meiri jöfftunar. Þess jafnaðar gætir minna, en hann veit upp á við, svo langt sem hann nær. Jafnaðar kenningunni hefir mjög verið haldið á lofti af hinum sósíalistisku flokkum. Sú krafa, út af fyrir sig, að jafna lífskjör borgaranna, er áreiðanlega líkleg til fylgis og hefir enda farið vel í munni margra pólitískra fagur- gala. Hinir sósíalistisku flokkar hafa yfirleitt ekki látið við það sitja að krefjast jöfnunar, heldur einnig bent á þá einu leið, sem þeir telja örugga til framkvæmdanna, •— en það er þjóðskipulagsbreyting, að komið verði á sósíal- istisku þjóðskipulagi. Nú er næsta lítill vinningur að jöfnuðinum, ef hann ekki veit upp á við, miðar að því að auka almenna velsæld. Til þess'að nýtt þjóðskipulag, sem setti jöfnuðinn ofar öðru, gæti náð þessum tilgangi, þyrfti þá fyrst að vera örugt, að það hefði í sjer fólgna meiri framleiðslugetu, meiri orku til heildararðsköpunar, er síðan jafnaðist sem mest. Þessum þætti málanna er oft gleymt, þegar jafnaðarins er krafist, en hann er þó það, sem öllu máli skiftir, er til framkvæmdanna kemur, og ekki situr við orðin tóm. Þörf varúðar EINS OG MENN rekur minni til, urðu um það harðorð blaðaskrif nýlega, hversu háttað væri framferðinu á Þing- völlum, hjartastað þjóðarinnar. Samband íslendinga við setuliðin, er hjer hafa dvalið, hafa verið eitt mesta vandamál þjói$arinnar, Þessari litlu þjóð ríður á því að koma fram í skiptum sínum við hina framandi aðila með allri þeirri einurð og festu, er hún framast má, og að beita til fylstu hlýtar skapgerð sinni til varðveislu og öryggis því sem þjóðlegt er og geymir ís- lensk menningarverðmæti. Það sakar minna, þótt eðlileg aðgæsla þjóðarinnar sje kölluð kuldi og jafnvel andúð af einstaka aðila, sem mis- skilur aðstöðu þjóðarinnar, heldur en hitt, að misskilin greiðvikni og vel meint viðleitni til nánari kynna við út- lendingana skilji eftir sviðinn svörð á akri þjóðlífsins. í upphafi yar meira um þessi mál fengist og meiri á- hersla á það lögð, að sambúðin færi fram með þeim hætti, að við biðum hvergi tjón af. Það er því eðlilegt, að menn hrökkvi við, er ófremdin og aumustu meinsemdirnar í sambúðinni við setuliðin hafa færst að helgasta stað þjóðarinnar, án þess að því hafi verið virkilega gaumur gefinn. Að sjálfsögðu eiga þessar staðreyndir ekki að vera til umtals í dagblöðunum nokkra daga. Heldur ætti hjer að hafa fram komið sú við- vörun, er stuggaði við því andvaraleysi, er nú virðist ríkj- andi á sviði þessara mála. Vonandi nálgast sú stund óðum, að við getum kvatt þá heri, er nú dvelja í landinu, og tekið upp aðeins frjáls og eðlileg viðskifti við þær þjóðir, er hjer eiga hlut að máli. Færi þá best á því að hver um sig gæti kvatt með hrein- an skjöld og góða samvisku. Aumt hlutskipti Alþýðublaðsins ÞAÐ var einlægur fögnuður með þjóðinni er endurreisn lýð- veldisins var lýst yfir að Lög- bergi þann 17. júní í sumar. Þjóðin hafði einnig mikla á- stæðu til að fagna. Það var hins vegar vitað að örfáir menn, með þrönga klíku Alþýðublaðsiijs í broddi fylk,- ingar og sárfáa fylgifiska, höfðu litla ástæðu til að fagna. Þeir höfðu varið allri orku sinni til þess að telja þjóðinni trú um að það væri aðeins ósæmandi brölt, dónaskapur og siðleysi að fresta ekki stofnun lýðveldisins þar til eftir stríð og þar til búið væri að tala við Dani. Það væri ,,gervi-mál“ pólitískra loddara að hrapa að stofnun lýðveldisins 17. júní 1944. Þjóðin hefir verið umburðar- lynd við þessa lánlitlu undan- haldsmenn í sjálfstæðismálinu. Hún hefir verið of innilega fagnandi yfir farsælli úrlausn málsins til þess að hún gæti ekki leyft hinum fáu að falla í gleymsku. Nú henda þau stórmerki, að Alþýðublaðið ræðst í að skrifa um sjálfstæöismálið á nýjan leik. Og — sjá! •—- Það er hreint engin iðrun syndarans, sem boð ið er upp á. í forystugrein blaðs ins í gær er nú hvorki meira nje minna á seyði en byrjað er að túlka það fyrir landslýðn- um, að þeir, sem unnu að og fengu framfylgt þeirri lausn sjálfstæðismálsins, sem nú er orðin, hafi látið ,,undan síga — góðu heilli“ — fyrir Alþýðu- blaðinu og fallist á að sambands slitin við Danmörku færu fram ,,að rjettum lögum“! Afstaða Alþýðublaðsins til sjálfstæðismálsins þykir altof endemisleg og aumleg til þess að hefja deilu við það nú um lubbahátt þess í málinu. Hvað þá ósköpin, ef ræða ætti málið á þeim grundvelli, að þetta mál gagn hefði ,,afstýrt því, að hrað skilnaðarmenn ynnu tjón áliti þjóðarinnar út á við“, eins og Alþ.bl. kemst að orði, eða yfir höfuð hefði bjargað málinu í höfn. En það þykir engin ofrausn, þótt Alþýðublaðinu sje leyft að hnoðast við sjálft sig. Verða því hjer á eftir birtir nokkrir kafl- ar úr fyrri skrifum þess, sem sýna, hver stefna þess var, — hvað klukkan sló hjá því góða blaði. Þarf þá ekki um það að deila, hvað hverjir vildu í mál- inu. Eins sýnist þá nokkuð vafalaust, við hverja þjóðin stendur ekki í þakkarskuld fyr ir þá úrlausn málsins, sem allur þorri manna fagnar nú heilum huga. (Allar leturbr. gerðar hjer). I. Hinn 25. júlí 1943 birtist í Alþýðublaðinu forystugrein undir fyrirsögninni: „Er ekki Olafur búinn að verða okkur nóg til skammar,“ Þar segir m. a.: ,,Það er ekki nóg, þó að Bandaríkin fallist á að við göng um formlega frá sambandsslit- unum á næsta ári, eins og Ólaf- ur Thors er sífelt að klifa á. Við höfum í fleiri horn að líta. Vekur upp virðu ísjálfsl Um álit Bretlands vitum við ekkert .... Og um álit frænd- þjóða okkar á Norðurlöndum, sem mestu skiftir, vitum við af aðvörunum þaðan. Þær telja það ekki samrýmanlegt norræn um sambúðarvenjum að við göngum að nauðsynjalausu formlega frá sambandsslitum fyrr en við höfum talað við bræðra- og sambandsþjóð okk- ar“. II. Hinn 28. júlí 1943 birtist í Alþýðublaðinu önnur forystu- grein undir fyrirsögninni: „Urh hvað er deilt?“ Segir þar m. a.: ,,.... Alþýðublaðið vill fresta formlegum sambandsslitum þar til í stríðslok, að við getum tal- að við hina gömlu sambands- þjóð okkar og skilið við hana á drengilegan og sómasamlegan hátt .... og erum sjálfir orðnir lausir við hið erlenda setulið úr landi okkar, þannig, að sjálf,- stæðið og lýðveldið verði eitt- hvað annað en nafnið tómt“. III. í þriðja lagi birtist svo í Al- þýðublaðinu hinn 20. ágúst 1943 forystugrein undir fyrirsögn- inni: „17. júní 1944“. Ásetning- ur og stefna blaðsins fer þar ekki dult. Þar segir: „En sem sagt: Líklegt er það ekki að stríðinu verði lokið fyr- ir 17. júní 1944, og þess vegna er rjett að gera ráð fyrir því að sambandsslitin og lýðveldis- stofnunin færu fram áður en Danmörk hefði aftur fengið frelsi sitt og við getað talað við hina gömlu sambandsþjóð okk- ar, og áður en við værum sjálf- ir orðnir lausir við .erlent setu- lið úr landinu, — ef hrapað yrði að því að ákveða sambandsslit- in og lýðveldisstofnunina þann dag. Og verðum við því að gera það upp við okkur nú þegar, hvað við slíkt flaustur • væri unnið. Um nokkurt raunverulegra sjálfstæði en það, sem við þeg- ar höfum, væri ekki að ræða, þótt gengið yrði formlega frá sambandsslitum 17. júní 1944, ef stríðið hjeldi áfram og við hefðum erlent setulið í land- inu .... Hins vegar vitum við það af mörgum aðvörunum, se'm okk- ur hafa borist í seinni tíð, að við myndum áreiðanlega hljóta mikið ámæli af því, að minsta kosti meðal frændþjóða okkar á Norðurlöndum, ef við notuð- um okkur að nauðsynjalausu neyðarstund hinnar dönsku þjóðar til að ganga formle%a og endanlega frá sambandsslitum við haná — án þess að virða hana svo mikils sem viðtals. Það myndi, eins og landar okk ar í Kaupmannahöfn orðuðu það í aðvörun sinni, ekki vera talið samrýmanlegt norrænum sambúðarvenjum, og því vera eigin van- æðismálinu til þess fallið að spilla fyrir góðri samvinnu okkar við frændþjóðirnar eftir stríðið, sem við þó síst getum án verið, ef við viljum varðveita þjóðerni okkar og þar meo raunverulegt sjálfstæði í framtíðinni. Og væri þá ógiftusamlega af stað farið, ef hið íslenska lýðveldi ætti að byrja sögu sína með stórkost- legum álitshnekki fyrir okkur sakir siðleysis einstakra ís,- lenskra stjórnmálamanna, sem leggja meira upp úr að slá sjer persónulega og pólitískt upp á skilnaðarmálinu hjer innan lands, heldur en hinu, að þjóðin hafi sóma af sambandsslitunum og lýðveldisstofnuninni í aug- um umheimsins og leggi á þann hátt traustan grundvöll að sjálf stæði sínu á ókomnum tímum“. i< Það væri ekki úr vegi fyrir Alþýðublaðið að rifja upp fyrir sjer þessi og ótal fleiri lík um- mæli þess sjálfs, áður en það byrjar að hefja sjálft sig til skýjanna fyrir atorkuna og bjargvættarstarfsemi þess í sjálfstæðismálinu. Normtmdie Framh. af bls. 1. ig að þeir flyttu afbakaðar fregnir, sem ekki reyndust hafa stoð í veruleikanum, er þar að kæmi. Kvað hann þetta skaða dómgreind fólksins heima fyrir og koma því til að slaka á tökunum við her- ■ ga gnaf ramleiðsluna. Frá vígstöðvunum. Bilið milli herja bandamanna í Normandi, sem sækja að 7. hernum þýska að sunnan og norðan og reyna að ná saman milli Falaise og Argentan, eiga nú eftir ófarna um 10 km. til að ná saman. Bardagar eru alsstað ar mjög harðir á þessum slóð- um og eru Kanadamenn aðeins hálfan annan km. frá Falaise, en í Argentan er barist á göt- unum. Umhverfis þá borg er vörn Þjóðverja hörðust, en ann arsstaðar er hún einnig hörð og skipuleg, og hörfa Þjóðverjar hægt undan. Fregnritarar segja að Þjóðverjar muni bíða nætur, til þess að hörfa hraðara. Þjóð verjar hafa farið skipulega með það fámenna lið, sem þeir hafa flutt brott í dag. Kanadamenn hafa Falaise í skotfæri og frjettaritarar segja uð þeir hafi komist gegnum varnir Þjóðverja á þessum slóð um. Á Bretagneskaga. Þar hefir aðstaðan ekkert breytst og bardagarnir hafa minkað mjög alsstaðar síðast- liðinn sólarhring. Þjóðverjar segjast hafa hrakið bandamenn aftur yfir Leiru hjá Nantes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.