Morgunblaðið - 16.08.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.08.1944, Blaðsíða 8
t x l MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. ágúst 1944. — Norsku leikararnir Framh. af bls. 7. hafði horfið á leyndardóms- f ullan hátt á leiðinni til leik hússins. — Það hefði ekki 'verið neitt skemtilegt að leika aðalhlutverkið, meðan Ording sat í fangelsi, sagði hann við mig, eftir að hann kom til Svíþjóðar á undra- verðan hátt. Quislingarnir reyndu nú enn einu sinni, því að Ter- boven landsstjóri ógnaði Finn Halvorsen með öllu illu, ef ekki væri þegar í stað hafin sýning á leiknum. Til þess að það liti nokkru bet- ur út, breyttu þeir nafni leikritsins og kölluðu það nú „Síðasta ópið" — og gátu þeir vart fundið heppilegra nafn. Þar sem þeir ekki gátu nú fengið neinn í aðalhlut- verkið, töldu þeir Gestapo á að láta Ording lausan með því skilyrði, að hann tæki aðalhlutverkið í leiknum að sjer. Ording greip hið lang- þráða tækifæri til þess að losna úr haldi. Bæði á heim- ili hans og við leikæfingar í leikhúsinu hjeldu Gesta- pomenn vörð um hann, þar til þriðja frumsýningar- kvöldið rann upp. Enn var sama úrvalsliðið samankom ið, og enn varð ekkert úr leiknum. .Tveir Gestapomenn fylgdu Ording á leið til leikhússins,, en einhvers staðar hljóta þeir að hafa slakað á var- færni sinni, að minsta kosti kom Ording aldrei í leikhús- ið. Viku seinna komst hann yfir landamærin í hríðar- veðri með kornungt barn sitt og eiginkonu. Sagan um það, hvað varð um gæslu menn hans, verður senni- lega ekki umheiminum kunn fyrr en eftir stríð. En það er eftirmáli að sög unni. „Síðasta ópið" var að síðustu leikið fyrir nokkuru síðan. Eftir hvarf Ordings hjeldu vopnaðir Gestapo- menn vörð um sjerhvern leikanda, dag og nótt. En ennþá voru það íeikararnir, sem áttu síðasta orðið. Þeg- ar leiksýningin hófst í leik- húsi í úthverfi Osloborgar, rugluðu leikendurnir svo saman hlutverkum sínum að úrvalsliðið skildi hvorki upp nje niður. Leiksýningin var harðlega gagnrýnd, en leik- endurnir voru hinir ánægð- ustu með dómana. En þegar svo hinir harðskeyttu föð- urlandsvinir virtust að falli komnir, þá voru það örlögin, sem komu til sögunnar. — Aðalleikandinn fekk lungna bólgu og varð að flytjast í. sjúkrahús. Leikritið var að- eins sýnt í þrjú skifti. Og nú hryllir Reiderson, Berg-Jagger og Halvorsen við því að þurfa að svara í síma, því að ekkert er senni- legra en þeir heyri þá þessa dularfullu orðsendingu: — Þetta er Henry Gleditsch. — Brátt mun jeg heyra síð- asta óp yðar. — OpiS brjel Framh. af bls. 5. 3. Hvað mikið er talið alveg ónýtt? 4. Hvað mikið nothæft? 5. Hvar verður það nothæfa seic? 6. Hver borgar tjónið? 7. Hvaðan er það skemda kjöt sem nokkuð hefir orðið vart við hjer í bænum í sumar? Þjer hljótið að viðurkenna, að upplýsingar um þessa hluti sjeu ekki síður fróðlegar og nauðsynlegar, en af yður til- búnar upplýsingar um mig persónulega. Að svo mæltu læt jeg ekki lengur eða oftar leiðast út í það tilgangsleysi að tala við yður um opinber mál. Virðingarfylst 15. ágúst Í944. Sig. Á. Björnsson frá Veðramóti Rommel á batavegi. London í gærkveldi: Tals- maður þýska hermálaráðuneyt isins svaraði í dag fyrirspurn- um um líðan Rommels mar- skálks á þá leið, að hann væri á góðum batavegi og væri að ná sjer eftir áfall það, sem hann varð fyrir á dögunum, er hann varð fyrir slysi. . — Reuter. íslandi var ekki gleymt Frá sænska sendiráðinu. ÚTDRÁTTUR úr fregnum sænska útvarpsins á ensku þ. 17. júní 1944. í GÆR átti konungur Svía 86 ára afmæli, og samkvæmt venjum, blöktu fánar um allt landið( og fallbyssum var skot- ið í Stokkhólmi. Og í blakta einnig mörg flögg í blænum. Nú síðustu ár- in hefir það orðið venja í Sví- þjóð að draga að hún fána allra Norðurlandaþjóðanna á þjóðhátíðardögum þeirra. Og í dag er þjóðhátíðardagur ís- lands, sem hefir sjerstaka þýð- ingu þetta árið, þar sem á þess- um degi verður ísland, hið forna þjóðríki; lýðveldi að nýu, og með því að draga fána sína að hún eru Svíar að bera fram hamingjuóskir sínar og heilla- kveðjur til hins nýja íslenska ríkis. Það spor; sem ísland hefir nú stigið hefir altaf verið skil- ið til fullnustu í Svíþjóð. — Að vísu þykir sumum miður, að það skyldi hafa verið stigið, þegar Danmörk líður undir harkalegu hernámi, og gegn andmælum Danakonungs; en hjer er einnig vitað að veglyndi Dana og rjettlætiskend þjóðar- innar hefir ekki brugðist og gremja sú; sem sumir Danir kunna að finna til; mun ekki vera nema stundarfyrirbrigði. Ekki dettur einum einasia manni í hug að líta á sjálfstæð- isyfirlýsingu íslands sem fjand skap við nokkurn aðila, nje heldur eins o.g merki þess, að íslendingar vilji fara að fjar- lægjast hin Norðurlöndin. Hjer er það mæta vel vitað; að ís- lendingar líta á sjálfa sig sem Norðurlandaþjóð, og er vonað, að þeir muni viðhalda hinum fornu tengslum, sem tengja landið þeirra og þjóð við hin önnur Norðurlöndin. Eins og eitt sænskt blað bendir á í dag, geta Norðurlandaþjóðirnar með nokkru stolti bent áávenn sam- bandsslit, sem fram hafa farið með vinsamlegum hætti og sem þau hafa hlotið heiður af, nefnilega aðskilnað Svíþjóðar og Noregs árið 1905 og þann skilnað milli Danmerkur og ís- lands sem nú fer fraril. Það er líka eftirtektarvert sem annað sscnskt blað ritar í dag, nefnilega að hin ósigrandi norræna frelsisþrá skuli hrósa sigri á þessum hryggilegustu tímum í allri sögu Norðurland- anna. Svíar eru hreyknir af þessari þrá, þessum anda, sem var einnig það afl, sem knúði fram skilnað Norðmanna við Svía; segir blaðið. Það eru nokkrir íslendingar í Stokkhólmi, flestir þeirra slú dentar. Þeir munu minnast dagsins í hófi; sem íslenski sendifulltrúinn heldur, ' og munu hinir opinberu fulltrúar Svíþjóðar og mörgu einkavin- ir Islands einnig heilsa upp á hann í dag. AuðvitaS hafa sænsku blöðin gripið lækifærið og átt viðtöl við sendifulltrú- ann, sem leggur áherslu á það; að engum ábyrgum íslendingi detti í hug, að þjóðin slíti tengsl I in við hin Norðurlöndin. Þetla er raunar mjög eðlilegt: Það er altaf styrkur fyrir ísland að geta mætt hinum norrænu þjóð unum sem jafningi. og þar að auki er ekki auðvelt að rjúfa tengsl frændseminnar. * íslenski sendifulltrúinn var fær um að gefa áþreifanlega sönnun á áframhaldandi sam- bandi íslendinga við Svía. í sænskum skipasmíðastöðvum verða bygðir um 50 fiskibátar fyrir ísland, og miklar birgðir af sænsku efni til símlagna bíS- ur eftir að verða flutt til ís- lands. A — Agúst - Strætisvagna Framh. af bls. 2. Varð samkomulag um það í bæjarráði að biðja Jóhann kaupmann Ólafsson um að taka að sjer þessa samninga fyrir bæjarins hönd í samráði við borgarstjóra. Þessar samningaumleitanir hafa staðið yfir udanfarna daga og munu niðurstöður þeirra lagðar fyrir bæjarstjórn arfund 17. ágúst n. k., en skv'. þeim á að vera trygt, að strætis vagnaferðirnar geti haldið óslit ið áfram með þeim hætti, að bæjarfjelagið taki við rekstrin um frá 20. ágúst n. k. Framh. af bls. 5. eyddi næturtíma í að yfirfara leikritið og leita eftir, hvort þar fyndist ekki eitthvað, sem betur mætti fara. Hvað vinnu Kvarans viðvík- ur gagnvart leikendum, er þ.að að segja, að þó að hann sje skapmikill maður, munu þeir, sem undir hans leikstjórn hafa unnið, bera honum það orð, að hánn hafi sýnt þeim mikla nær gætni og verið þeim góður fje- lagi. Því miður hefir Kvaran'dreg ið-sig til baka frá leikstjórn og leik á hinum allra síðustu ár- um, en leiklistarvinir Akur- eyrar vilja mega vænta þess, að hann eigi eftir að stjórha leiksýningum fyrir Leikfjelag Akureyrar og taka að sjer 'að sýna vandasöm hlutverk, sem væru samboðin list hans. • Ágúst Kvaran er fæddur 16. ágúst 1894 að Breiðabólsstað á Skógarströnd. Foreldrar hans voru: Jósef Kristján Hjörleifs- son, prestur þar, fæddur 8. september 1865, dáinn 6. maí 1903, og kona hans Lilja Metta Ólafsdóttir kaupm. í Hafnar- firði Jónssonar, dáin 1929. Ágúst Kvaran gerðist mjög ungur að aldri verslunarmað- ur í Reykjavík og stundaði það starf þar, þar til hann fluttist til Akureyrar, svo sem að fram an getur. Kvaran lauk brott- fararprófi frá Verálunarskóla Reykjavíkur 1910. —¦ Heimili hans nú er í Brekkugötu 9, Akureyri. Kona hans er Anna, fædd Schiöth(dóttir A. Schiöth bakarameistara á Akureyri), hin mesta ágætiskona. Eiga þau tvö börn. H. V. manmjom London í gærkveldi: Manntjón af völdum svif- sprengjuárása á Bretland, var í júlímánuði síðastliðnum, sem hjer segir: 2441 biðu bana, en 7107 særðust svo, að flytja varð þá í sjúkrahús. — Þetta var tilkynnt opinberlega hjer í London í kvöld. — Reuter. J**Q4*4 »»——?—??—»< X-9 *w Effir Robert Slorm f6*GM*4660*00*0***460m+++0+*++**++*+t++*4 BLUE'JAW MD MfS /MEN EAT IN 611ENCE... TH6Y ^TACE AT X-9, BUT DO NOT ÖPBAK. TMEN------- S-18 Blákjammi og menn hans matast þegjandi. Þeir glápa á X-9, en segja ekkert. 1—2) X-9: — Þetta er þokkaleg samkunda. Hvað er að ykkur strákar? Getið þið ekki opnað kjaft- inn? Það er fjandann ekki fjörugra hjer en í gripa- vagni í járnbrautarlest. Blákjammi: — Jæja; skít- hælarnir ykkar^ hundist þið út! 3—4) Blákjammi: — Jæja, svo þú segir, að Floopsy hafi sent þig? Þú ert lygari! Þú erl í J;lögg- unni". X-9 (hugsar): — Þetta eru látalæti í hon- um. Hann er að reyna að rugla mig í ríminu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.