Morgunblaðið - 16.08.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.08.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. ágúst 1944. ANYA SETOIN Miranda horfði á hann. „Eigið þjer við, að þjer hafið dansað við Viktoríu Englands- drottningu?" hvíslaði hún. Þótt John Van Buren væri veraldarvanur, gramdist hon- um þetta. Hann hjelt, að allir vissu um kunningsskap sinn við ensku hirðina. Það hafði jafnvel verið talað um mægðir milli forsetaættarinnar amer- ísku og ensku konungsættar- innar. Það hefði vitanlega ver- ið fráleitt, og hann var vel á- 'iægður með Elísabetu sína. En ekki gat hann að því gert, að hann hafði gaman af viður- nefni sínu: John prins, er hann hafði hlotið vegna kunn- ingsskapar þessa. Miranda, sem hafði aukið þekkingu sína á karlmönnum allmikið síðustu vikurnar, reyndi nú að bæta fyrir glópsku sína. „Jeg er ekkert hissa á því, þótt drottningin hafi haft gam- an af að dansa við yður", sagði hún. „Þjer dansið svo vel — og — og —". Miranda leit niður. „Og hvað?" spurði Van Bur- en, sem þegar var orðinn blíð- ari. „Þjer eruð svo fallegur", sagði Miranda og brosti feimn- islega. „Hvaða vitleysa, barn!" sagði Van Buren og hló á- nægjulega. Hann hafði þegar breytt um álit á henni. Hún var í rauninni hrífandi og hon um þótti leitt, þegar dansinn var á enda. En það þótti Mir- öndu aftur á móti ekki,. því að hún dansaði næst við Niku- lás. Hún var orðin nærri því von laus um, að hann ætlaði að dansa við sig, og greifinn hafði þegar nálgast hana og sagt: „Mademoiselle — viljið þjer gera mjer þann heiður —¦", þegar Nikulás kom. „Hefirðu þegar lofað að dansa þennan dans við greif- ann, Miranda?" spurði hann. „Nei, nei", hrópaði hún með ákafa, sem ekki var beinlínis gullhamrar fyrir litla Frakk- ann. „Nei, vissulega ekki, Nikulás frændi". Greifinn gretti sig ofurlítið og brosti í laumi og muldraði: „Mjer er a. m. k. neitað". Hátt sagði hann: „Jeg vona, aðjeg fái að dansa við ungfrúna síð- ar; en nú ætla jeg að reyna að hugga mig við að dansa við Mademoiselle Van Rensselaer". Hann gekk að stól, þar sem Harriet beið, döpur í bragði, eftir herra, og hneigði sig. Mig vantar a. m. k. ekki herra, þótt jeg sje illa upp alin og hagi mjer undarlega, hugs- •aði Miranda. En hún gleymdi því og öllu öðru, þegar hljóm- sveitin tók að leika dásamleg- an vals og hún var í örmum Nikulásar. Hönd hans snerti varla mitti hennar og hann hjelt henni jafnvel enn lengra frá sjer en nauðsynlegt var. En engu að síður var hún yfirbuguð af nærveru hans. Nú var henni sama um alt. Hún hafði mik- inn hjartslátt og höndin, sem Nikulás hjelt utan um, titraði. Hún óð elginn — talaði um samkvæmið, hljómsveitina, samtal sitt við Van Buren og Harman Van Rensselaer. Alt í einu sagði Nikulás stuttlega: „Vertu róleg, Miranda!" Hann leit ekki á hana, en bætti tveim orðum við: „ástin mín!" Fyrst hjelt hún, að sjer hefði misheyrst, en þegar hún fann, að hann þrýsti hönd hennar, vissi hún, að svo hafði ekki verið. Hinu dansfólkinu fanst vals þessi aldrei ætla að taka enda. Hljómsveitarstjórinn beið eft- ir því, að Nikulás gæfi sjer merki um að hætta, og þegar hann gerði það ekki, hjelt hann áfram að leika. Greifinn, sem þeyttist kóf- sveittur um með Harriet, sem var vel í skinn komin og tals- vert hærri en hann, leit horn- auga til Nikulásar og Miröndu og hugsaði með sjer: Hann er óvarkár, ungi maðurinn. Hann hagar sjer altof grunsamlega, og andlit stúlkunnar má lesa eins og opna bók. En áður en Nikulás og Mir- anda drógu að sjer almenna athygli, eða um leið og frú Van Rensselaer hallaði sjer að Maríu Livingstone og hvíslaði: „Ef þetta væri einhver annar en Nikulás, gæti maður nærri því haldið ....", var það greif inn, sem bjargaði þeirri*. Hann gerði það óvart, því að þótt umhyggja hans fyrir Nikulási og Miröndu væri mikil, hefði hann aldrei lagt á sig líkam- legan sársauka þeirra vegna. Hann var nú orðinn mjög þreyttur og missti fótanna, svo að þau skullu bæði á gólfið, hann og Harriet. Harriet komst brátt á fætur aftur, en greifinn lá kyrr á gólfinu og gaf frá sjer ámátleg hljóð, á milli þess sem hann bölvaði og ragnaði, bæði á frönsku og ensku. „Un médicin! Læknir!" hróp aði greifafrúin og dansaði hringinn í kringum greifann og fórnaði höndum í örvænt- ingu. „Já, frú", sagði Nikulás. „Verið róleg. Jeg hefi þegar sent eftir lækni. Og jeg hygg, að það fari betur um yður, greifi ef við lyftum yður upp af gólfinu". Fjórír þjónar báru síðan greifann upp á loft. — Menn stóðu dálitla stund og ræddu atburð þennan, en fóru svo aft ur að dansa. Jóhanna, sem hafði gengið nokkur skref í átt ina þangað, sem slysið vildi til, var nú sest aftur. Hún kom auga á Miröndu og benti henni að koma til sín. Miranda hlýddi því. „Farðu niður í anddyrið og bíddu þar eftir lækninum", skipaði Jóhanna. „Þjónarnir hafa allir svo mikið að gera. Og þegar læknirinn kemur, fylgdu honum þá upp til greif- ans". „Já, frú", sagði Miranda. Hún skildi fullkomlega að með þessu var Jóhanna að reka hana af dansleiknum, en henni var hjartanlega sama. Eftir að hafa dansað við Nikulás, væri ekkert gaman að dansa við aðra menn. Hún vildi vera ein, til þess að geta lifað upp aftur hvert andartak — þegar hann lagði handlegginn utan um hana og þegar hann þrýsti hönd hennar og hvíslaði: „ást- in mín". Miranda fór nú niður í and- dyrið. Þar beið hún í tuttugu mínútur. Þá heyrði hún hófa- dyn fyrir utan. Hún opnaði dyrnar og inn kom ungur maður. Hann var berhöfðaður, og föt hans voru óhrein og fjósalykt af þeim. Hann var nokkrum þumlung- um hærri en Miranda, en mjög þreklega vaxinn, svo að hann virtist lægri en hann í raun rjettri var. Hann hafði mikið, rautt hár, freknótt andlit og greindarleg og fjörleg, grá augu. „Þjer getið ekki verið lækn- irinn ....", sagði Miranda, sem hafði átt von á skrautút- gáfu af gamla lækninum heima, með silkihatt, uppsnúið skegg, hvítt hár og mjög virðu legan svip. Ungi maðurinn veifaði svartri, óhreinni tösku, sem hann hjelt á í annari hendinni. „Jeg er læknir. Jeg heiti Jeff Turner, frá Hudson. Jeg var hjá konu Tom Wilsons, þegar jeg fjekk boð um að koma hingað". Hann talaði hratt og rödd hans var djúp og falleg. „Hvar er sjúklingurinn?" hjelt hann áfram og athugaði Miröndu, kuldalegur á svip. „Hefir ein- hver af fínu herrunum fengið sjer of mikið neðan í því? Eða hefir einhver hefðarfrúin fall- ið í yfirlið?" „Nei, hreint ekki!" hreytti Miranda út úr sjer. Henni gramdist fyrirlitningarsvipur- inn, sem kom á andlit hans, þegar hann leit í kringum sig í anddyrinu. „Einn af gestum okkar varð fyrir slysi — fransk ur aðalsmaður að nafni de Grenier greifi". Hún hafði ætlast til þess, að þetta hefði áhrif á hann og varð því fyrir vonbrigðum, þegar Jeff fnæsti og sagði: „Án efa hafa meiðsli greifa miklu meiri sársauka í för með sjer en meiðsli þeirra, sem lægra eru settir. ¦—¦ Þjer eruð senni- lega ungfrú Van Ryn, þar sem þjer segið „okkar gestir"?" Miranda roðnaði. Þetta var andstyggilegur maður! „Ung- frú Ran Ryn er sex ára göm- ul", svaraði hún kuldalega. „Jeg er Miranda Wells, frænka húsbóndans". „Ó já, auðvitað!" sagði Jeff. Hann þagði andartak og horfði á hana, og í svip hans var bæði gletni og meðaumkun. „Jeg hefi heyrt yðar getið". Miröndu geðjaðist engan veg inn að svip hans. „Jeg veit hreint ekki, hvernig þjer hafið getað heyrt mín getið", sagði hún drembilega. atjwfe Hjalti húsmannssonur Æfintýr eftir P. Chr. Asbjörnsen. 7. þar voru nú tvö skip, þar sem eitt hafði verið áður, kom hann niður að sjónum og vildi vita hvernig í þessu lægi. Sá hann þá að Hjalti stóð í bát sem lá við annað skipið og var með kúst í hendinni, eins og hann væri að leggja síð- ustu hönd á að fága liti skipsins, en þegar hann sá konung standa á ströndinni, hrópaði hann um leið og hann kast- aði kústinum: „Nú er skipið búið, fæ jeg nú dóttur þína?" — „Það var nú það", tautaði konungurmeð sjálfum sjer, og sagði svo hátt: „Annað verðurðu fyrst að leysa af hendi. Ef þú getur bygt höll, sem er eins og höllin mín, á einni klukkustund eða svo, þá skulum við sjá til". „Ekki annað", hrópaði Hjalti og hljóp af stað. Þegar hann svo var búinn að siæpast í rúma klukkustund, þá óskaði hann, að höll stæði þar, eins og konungshöllin. Og ekki var Hjalti búinn að sleppa orðinu fyrr en þar stóð höll, alveg eins og konungshöllin, og brátt' komu þau öll þrjú hlaupandi, konungur, drottning og konungsdóttir og ætluðu að líta á þessa nýju höll. Þá stóð Hjalti með kúst og var að sópa tröppurnar. „Hjerna er höllin komin með öllu tilheyrandi, fæ jeg nú dóttur þína?" sagði hann við konung. „Það er nú það", sagði konungur. „Komdu bara inn, svo getum við talast við um það", bætti hann við, því nú vissi hann að piltur gat svona hitt og annað. Svo var lagt af stað heim að gömlu - höllinni aftur, gekk kqn- ungur fyrir, en drottning og prinsessa á eftir, og svo Hjalti á eftir konungsdóttur. Allt í einu óskaði Hjalti þess, að hann væri orðinn fríðasti maður í heimi, og um leið var hann orðinn það. Þegar konungsdóttir sá, hve fallegur hann allt í einu var orðinn, ýtti hún í móður sína og hún aftur í konunginn, og þegar þau höfðu glápt á Hjalta, eins og þau lysti, þá fór þeim að skiljast að hann var eitthvað meira, en fyrst hafði sýnst, þegar hann kom í lörfunum sínum. Svo sögðu þau konungsdóttur, foreldrar hennar, að hún skyldi með lægni reyna að komast að því, hvernig þetta væri arlt með biðilinn. — Nú verð jeg að fara heim að búa til mat. — Er konan þín veik? — Nei, hún er svöng. * — Hvað ertu að gera við matseðilinn? — Jeg er að strika 'út rjett- ina, sem kosta 8 krónur og þar yfir, áður en unnustan mín kemur. Kenslukonan: — Hvað hefir kötturinn mörg eyru? Tommi litli: — Tvö. — Og hvað mörg augu? — Tvö. — Og hvað marga fætur? — Vitið þjer alls ekki neitt um köttinn sjálf, kennari? Vindlasalinn: —¦ Vill frúin sterka vindla? Frúin: — Já, eins sterka og þjer hafið. Maðurinn minn kvartar altaf yfir því, að þeir brotni í vasa sínum. • Það var fyrir nokkrum ár- um, að norskt blað lagði eftir- farandi spurningu fyrir lesend ur sínaj „Hvað mynduð þjer gera, ef konan yðar eignaðist fimm- bura? Einn lesandi blaðsins svar- aði: „Síma til Stalins: Fimm ára áætlun framkvæmd á einu ári". • Frúin fjekk að stýra bílnum og auðvitað lenti hún á stóran stein langt fyrir utan veginn. Frúin (eftir að hún hafði jafnað sig): — Jeg keyrði ansi vel, Óli, þangað til þessi bann- settur steinn varð fyrir. • — En hváð það var leiðin- legt, að unnustan þín skuli hafa mist allar eigur sínar. • — Já, það var leiðinlegt fyr- ir hana. Haldið þjer, að hún sakni mín mikið? • _ — Varð hún ástfangin af honum við fyrstu sýn? — Nei, við aðra. Þá kom hann í nýja bílnum sínum. • Dómarinn: — Þjer játið að hafa elt konuna yðar um alt húsið með hestasvipu í hend- inni, þó að hún væri aðeins klædd í náttkjól? — Já, en við erum búin að fá hitaveituna. * A grímuballi. Hann: — Af hverju viltu vera Eva eftir syndaflóðið? Hún: — Vegna þess að mjer fanst hún full fáklædd fyrir það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.