Morgunblaðið - 17.08.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.08.1944, Blaðsíða 1
81. árgungur. 183. tbl. Fimtudag’ur 17. ág'úst 1944. tsafoldarprentsmiðja h.f. IVIIMIR TIL CHARTRE8 UM 70 KIH. TIL PARÍ8AR Áframhaldandi lofhókn gep flugvöitum í Þýskalandi London í gær. Yfirstjórn aniéríská flug- hérsins í Bretlandi tilkynnir: J\leira en 1000 stórar amerísk- ar sprengiflugvjelar gerðu í dag árásir á flugvjelasmiðjur, hreyfílsmiðjur, olíuhreinsun- arsstöðvar og flugvelli í Þýska landi. ■— Veður var gott og sáust árásarstaðirnir vel. Þetta var 25. dagurinn í röð, sem 8. ameríski flugherinn gerir slíkar árásir. Hörð mótspyrna Mótspyrna Þjóðverja var hiu haj’ðasta, sein vart hefir oi'ðið í.margar vikur, loft- varnaskothríð yfirleitt áköf og fjöldi þýskra flugvjela á lofti, voru þar á meðal flug- vjelar vopnaðar rakettubyss- um. — Ur leiðangri þessum komu .23 tórar sprengju- flúgvjelar vorar og 3 orustu- flugvjelar ekki aftur. Skotn- ar voru niður tvær .þýskar flugvjelar, en orustuflugvjel- ar vorar skutú á margar járn- bfautarlestir. — Reuter. Kjor mma frsmieiH gerfigúmmí Vegna þess að mikið af hrágúmmíi heimsins er nú í höndum Japana, er lögð mikii áhersla á framleiðslu á gerfigúmmíi í löndum bandamanna, sjerstaklega i Bandaríkjunum. — Á mynd inni sjest mesta framleiðslustöð í heimi á þessari vöru, vera að rísa í Texas í Bandaríkjunum. Bandomeim auko stöðugt við lið sitt i Suður-F rakklandi Churchill horfði á innrásina London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FRÁ aðalbækistöðvum bandamanna á Ítalíu er til- kynt, að mikill fjöldi her- sveita hafi í allan dag streymt á land í Suður- Frakklandi í besta veðri og sje mikill hiuti strandsvæð- isins milli Toulon og Nissa á valdi bandamanna, sem sumsstaðar hafi þegar sótt fram alt að 17 km. inn í landið og tekið næstu hæð- irnar fyrir ofan ströndina, en þarna er mikið um hæðir og ósa. — Auk hermann- anna hefir í dag verið flutt á land mikið af allskonar hergögnum og birgðum til handa herjunum. Churchill horfði á. Tilkynt var opinberlega seint í kvöld. að Churchill forsætis- ráðherra hefði verið á tundur- spilli einum, sem fylgdist með innrásarflotanum og horfði Churchill á er fyrstu sveitirnar gengu á land. Mun hann nú aft- ur kominn til Ítalíu. Sigurvegarinn frá Guadalcanar stjórnar. Þá hefir einnig verið tilkynt, að Bandaríkjahershöfðinginn Alexand^r Patch, sá sem forð- um rak Japana af eynni Guad- alcanar, stjórni öllum landherj- um bandamanna í Suður-Frakk landi. Hann stjórnar nú h. hern- um ameríska. . De Tasigny er yfirmaður frönsku hersveit- anna. Hörð mótspyrna á einum stað. Mótspyrna Þjóðverja var hvergi hörð, nema á þeim stöð- um, sem mesta hernaðarþýð- ingu höfðu, sjerstaklega á skaga einum, þar sem bandamenn urðu að hverfa frá-aftur, eftir að þeir höfðu stigið fyrst á land. Mörg virki Þjóðverja voru manntóm með öllu og þykir mjög lítið að ekki skuli hafa verið teknir nema 2000 fangar enn, eins mikið svæði á strönd- inni og hreinsað hefir verið að fullu af Þjóðverjum. Framh, á bls. 11. Þjóðverjar berjast af hörku á Falaise-Argen- tansvæðinu og hörfa skipulega undan London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ÞJÓÐVERJAR RUFU í DAG þögnina um vjelaher- sveitir Bandaríkjamanna, sem sótt hafa fram frá Le Mans, með því að segja, að orustur miklar væru nú háðar í nánd við borgina Chartres, sem er tæpa 70 kílómetra frá París, og einnig á svæðinu milli Chartres og Alencon. Frá þessu segir sjerstakur fregnritari vor í Normandi þannig: —■ „Þessi Berlínarfregn, sem er líkleg til að reynast rjett, afljettir þögn þeirri um liðið, sem að undanförnu var vitað að sótt hefði fram meðfram járnbrautinni frá Le Mans til suðaustui's. Kanadamenn eru nú komnir inn í Falaise og mjókkar stöðugt undanhaldsleið þýska hersins sjöunda, en hann hörfar hægt og skipulega undan og berst af hörku á und- anhaldinu. Þjóðverjar halda enn Argentan. „Jeg er ekki dauSur ennþá" — segir Rommel. London í gærkveldi: Tíðindamaður þýsku frjetta- stofunnar heimsótti, að sögn hennar í dag, Rommel marskálk þar sem hann liggur í sjúkra- húsi og er á góðum batavegi. „Englendingarnir sögðu að jeg væri dauður“, sagði Rommel við frjettamanninn og glotti við, „langt frá því, og þjer sjáið nú sannleikann 1 málinu, og við hann verða þeir víst að sætta sig, og venja sig við það að jeg verð ekki drepinn með upp- spunnum fregnum einum sam- an“. Sagði frjettaritarinn, að Rom mel myndi bráðlega komast á fætur aftur. •— Reuter. Þjóðverjar auka setulið. London í gærkveldi: — Vart hefir orðið við það, að Þjóð- verjar auki nú allmjög við setu lið sitt á Tylftareyjum, nærri ströndum Tyrklands og hafa flugvjelar bandamanna á njósnarflugi orðið varar við allmikla liðsflutninga þangað á sjó. Það er einkum eyjarnar Chios og Emnes, sem eru næst ströndum Litlu-Asíu, sem setu liðið hefir verið aukið á. — Reuter. Doon Campbell, frjettaritari vor á Falaisesvæðinu símar, að álitið sje nú að því nær allar vjelahersveitir von Kluges sjeu komnar úr gildrunni og kveð- ur hafa verið vel gert að bjarga þeim þaðan. Barist er nú, segir hann, í borginni Falaise en fyr ir austan þá borg munu skrið- drekasveitirnar, sem úr gildr- unni gengu, nú hafa tekið sjer stöðu. Einnig mun von Kluge hafa sent varalið til Argentan, þar sem stórorustur geisa nú sem stendur. Mikið hefir verið gert á síðustu 12 tímum, til þess að loka það inni, sem eftir er af 7. hernum, sjerstaklega að sunnan, en alt lið Breta og Kanadamanna hefir líka sótt fram allmarga kílómetra í dag. Áskorun um uppgjöf. í dag vörpuðu flugvjelar bandamanna tveim miljónum flugmiða yfir þýsku hersveitirn ar á hinu hálfumkringda svæði Var þar skorað á þýsku her- mennina að gefast upp án taf- ar. Ekki hefir þessu verið svar að. — Annars var veðrið óhag- stætt bandamönnum í nótt sem leið og í dag og gátu ekki flug- vjelar neitt aðhafst fyrr en eft ir hátíegi. — Eftir það ollu flug vjela 'nar allmiklu tjóni á far- artæi:jum og hergögnum Þjóð- verja. Frjettir bannaðar. Herstjórn Breta og Kanada- manna hefir algjörlega bannað Framh. á 2. síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.