Morgunblaðið - 17.08.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.08.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudag'ur 17. ágúst 1944, Innrásarsvæðið í Suður-Frakklandi Miðjarðarhafsströnd Frakklands Miðjarðarhafsströnd Frakk- Jatids er um 480 km. löng. Frá Marseilles til Ajaccio eru 310 fcm. loftleiðis; til Cagliari 550, . Róm 600, París 675, Algiers 780, Tunis 840, Berlín 1180. Franska Miðjarðarhafsströnd in takmarkast beggja vegna af háfjöllum, annarsvegar af Pjrr- erteafjöllunum og hins vegar af Alpafjöllunum. Upp af henni rís hásljetta. Yfir þessa hásljettu er farið eftir Careassonne skarðinu til Toulouse, og þaðan eftir Gar- onnedalnum til Bordeaux og Atiantshafsstrandarinnar. Nær Alpafjöllunum myndar áin Rhone dal yfir hásljettuna. Sá dalur hefir verið notaður sem innrásarvegur síðan á dög- um Juliusar Caesars. Frá Pyreneafjöllunum að imynni Rhonefljótsins er strönd in lág og flöt, með stórum salt- lónuih, að sumu leyti aðskilin frá sjónum af töngum og skög- um. Aðeins ein góð höfn er á þessari strandlengju, í Sete. Xiöndun þungra hernaðartækja mundi verða torvelduð mjög af hinum grunnu lónum. Sete (eða Cette) er um 150 km. frá spönsku landamærun- um. Þar er höfn gerð af manna völdum, varin 1600 metra löng- iim brimbrjóti, Sete er endastaður skipa- skurðar (Canal du Midi). sem éndar hinum megin í ánni'Gar- ónne við Toulouse. Þessi skurð- ur stytfir mjög leiðina frá Mið- jarðarhafinu til Atlantshafsins. Fyrst liggur skurðurinn sam- hliða ströndinni frá Sete til Narbonne, sem liggur örlítið frá ströndinni um 85 km. frá Spönsku landamærunum, síðan heygir hann til norð-vesturs, gegnum Carcassonne skarðið. Armar skurður tengir 'Sete við ána Rhone. Landsvæðið upp af þessari strandlengju er mjög frjósamt. Þar er mikil vínviðarrækt, ein- hver sú mesta í Frakklandi. Að al borgirnar eru Perpignan, Carcassonne, Beziers, Mont- pellier og Nimes. Umhverfis árósa Rhone en víðáttumikið votlendi (Camar- gue). Þar er aðallega stunduð nautgriparækt. Strandlengjan frá mynni Rhone og austur á bóginn er þjettsett lónum. Upp af ströndinni eru vötn og mýr- ar. I slærsta lóninu, Etang de Barre, sem er austan við aðalós árinnar, er hinn litli hafnarbær Marlgues. Austar er hafnarborgin Mar- seilles, slærsta og þýðingar- mesta höfnin við vestanvert Miðjarðarhaf. Þar eru 60.000 feta langar skipakvíar, sem taka stór skip. Árás á Mar- seilles er mjög miklum erfið- leikum bundin. Þar var mið- stöð allrar vérslunar við Afríku og Asíu, og eftir að skipaskurð- urinn til Rhone var bygður, ár- ið 1902, var Marseilles miðstöð allra afurða Rhonedalsins. íbúa talan var lítið undir 700.000. Höfnin samanstendur annars- ,vegar af gömlu höfninni, sem nú er aðeins notuð af fiskiskip- um og skemtisnekkjum, og svo hinsvegar af röð af saman hang andi skipakvíum, sem bygðar hafa verið á seinustu öld. Þjóð- verjar hófust handa um víg- girðingu Marseilles óðara er þeir höfðu hertekið hana 11. nóvember 1942. Allri gömlu höfninni var breytt og er hún nú notuð undir birgðaskemm- ur, byssur og skriðdreka. Um- hverfis Marseilles eru strjál- bygðar hæðiy sem gera árás á borgina mun érfiðari. Um 25 km. fyrir austan Mar- seilles er lítill hafnarbær, La Ciotat, en þar er þýðin^rmikil skipasmíðastöð.TJm 50 km. fyr- ir austan Marseilles er hafnar- borgin Toulon, sem áður var aðal flotahöfn Frakklands. Þar er ágæt höfn og stórar skipa- smíðastöðvar. Sem flotaltöfn var hún mjög vel víggirt af Frökkum, gegn árásum af sjó. Þjóðverjar hafa lagt mikla á- herslu á að styrkja þessar víg- girðingar. Höfnin er full af sokn um herskipum franska flotans, orustuskipum, beítiskipum, tundurspillum og kafbálum, sem sökt var er Þjóðverjar reyndu að taka þau í nóvember 1942. | * Fyrir austan Toulon ná fjöll- in niður lil strandar, og er þar erfitt yfirferðar. Við borgirnar er strandlengjan yfirleitt send- in, enda eru þær fleslar bað- staðir og menn fara þangað sjer til heilsubótar. Þess á milli er ströndin klettótt. Stærslu borgirnar eru Nice og Cannes, báðar með sæmileg- um höfnum. Taka þessarar slrandlengju mundi rjúfa alger- lega aðal samgönguleiðina milli Ítalíu og frönsku Miðjarðar- hafsslrandarinnar. Þjóðræknisfjelagið þakkar mállökur Frá utanríkisráðu- neytinu: Utanríkisráðherra barst í morgun skeyti frá stjórnar_ nefnd Þjóðræknisfjel. Islend- inga í Vesturheimi, og er skeytið á þessa leið: „Þjóðræknísfjelagið vott ar forseta Islands, ríkis- stjórn og þjóð, hjartfólgnar þakkir fyrir framúrskarandi viðtökur og fyrirgreiðslu í sambandi við heimsókn full trúa síns og Vestur-lslend- inga á lýðveldishátíðinni. Plugheilar kveðjur“. Reykjavík, 1G. ágúst 1944 UtanríkisráSuneytið, Kínverjar byrja gagnsókn Chunking í gærkveldi: Kínverskur her á Gulárvíg- stöðvunum hefir hafið gagn- sókn gegn Japönum nærri borg inni Ichang, sem er mikil sam- göngumiðstöð nokkru vestan Hankow; Þetta er tilkynt af yf- irherstjórn Kínverja í kvöld og sagt, að kínverskar hersveitir sæki að borginni eftir bökkum Gulár, og hefðu í gær getað brotist gegnum varnarstöðvar Japana á nokkrum stöðum. — Eru nú háðar þarna allmiklar orustur. — Um borgina Ichang eru miklir flutningar, sjerstak lega á fljótinu, milli fylkjanna Hupeh og Hunan. — Reuter. MikilS síldarafli fyrir Norðurlandi Aflinn nokkru meiri en á sama tíma í fyrra Frá frjettaritara vorum á Sigiufirði. Miðvikudagskv. 16. ág. SlLDARAFLINN er nú u’m 3000 málunt meiri hjá ríkis_' verksmiðjunum, en á sama' tíma í fyrra og ennfremur er alt útlit fyrir að all- ar þrær síldarverksmiðjanna hjer á Siglufirði fyllist alveg á næstunin _en undanfarna daga hefir veður verið mjög gott og mokafli á báta hjeð- an. Mest er síldin á Grímseyj- arsundi, Skjálfanda og Þist- ilsfirði. Vegna þess gífurlega afla er borist hefir á land, hefir fram kvæmdástjóri Ríkisverksmiðj- anna ráðstafað 40% af flot- anum annarsstaðar. Er ætlun- in að floti þessi fari með afla sinn til Raufarhafnar, en þar austurfrá hafa verið fá ski]> að undanförnu, en þau aftur, á móti aflað mjög vel, en þó ekki meira en það, að allay þrær voru tómar fcgær. Nú er ekki að vita nema svo mikið síldarmagn berist A land að hvorki á Siglufirði eða Raufarhöfn takist að hafa undan, mun síldin þá verða flutt í Krossanesverksmið j - una, en hana tók S. R. á leigii! en þar mun hún verða brædd, en til þessa hefir ekkert verið brætt af síld. Hjer á Siglufirði var í kvöld búið að salta, um 18000 tunnur síldar og er veður hjer með ágætum. Vestur- vígstöHvarnar Framh. af bls. 1. frjettariturum að nefna nokkur nöfn á þorpum eða hæðum um hverfis Falaise, því fregnir um þetta mættu koma Þjóðverjum að gagni, þar sem þeir oft ekki vissu hvaða staðir væru í hönd um bandamanna og- hverjir ekki. — Þykir oss frjettamönn um þetta slæmt, segir Camp- bell, en nauðsyn brýtur lög, jafnvel um frjettaflutning. Dinard fallin. Á Bretagneskaga hafa Banda ríkjam. náð bænum Dinard eft ir harða bardaga. Nokkuð af setuliðinu þar komst á brott, en í St. Malo verjast Þjóðverjar enn í kastala borgarinnar og hafa þeir alls þrisvar hafnað áskorunum um uppgjöf. — Frá Brest og Lorient er ekkert að frjetta, en franskar hersveitir hafa náð tveim smábæjum á Bretagneskaga, en þær sækja þar fram með skriðdrekum. Herstjórnartilkynning. Tilkyningin frá aðalbæki- stöðvum bandamanna í Frakk- landi í kvöld er á þessa leið: „Unnið er að sigra sjöunda þýska herinn. Ekki hefir hann þó verið yfirbugaður enn. Und anhaldsleiðin við Falaise er enn um 12 mílna breið. Falaise og Argentan eru enn í höndum Þjóðverja. Fram- sveitir eru komnar til Flers, eft ir að hafá sótt fram 5—7 mílur frá Tintebray og St. Pierre Deneremont. Sótt hefir verið fram á suð- urhlið orUstusvæðisins og skóg ur einn tekinn þar. Barist er í Ecoucche, nokkru vestur af Argentan11. Lárus Pálsson les upp á Akureyri Frá frjettaritára vorum á Akureyri. Miðvikudagsk. 16. ág. LÁRÚS PÁLSSON, ’leikari,. las upp í samkomuhúsi bæj- arins í gærkveldi. — Efni var Pjetur Gautur, eftir II. Ibsen í þýðingu Einars Benedikts- :sonar. Upplesturinn, er stóð' yfir hátt á annan tíma endaði á „dauða Ásu“, ljek þá Jak- ob Tryggvason á orgel, á bak við, tilheyrandi lög eftir Edv. Grieg. Þrátt fyrir hvað þetta kverkefni er afar örðugt við- fangs tókst Lárusi frábærB ,lega vel að gefa hvorri per- sónu leikritsins sín sjerkenni, sjerstaklega aðalpersónunni, PjetriGaut. Listamanninum var tekið með ágætum, var hann mjög hyltur að lokum og barst blómvöndur, - er hann koni fyrst fram á leiksviðið. Tíðindamaður blaðsins hef- ir haft tal af Lárusi og spurt, hann frjetta, Eins og kunnugt er, fór hann upplestrarför til Austurlands er hófst á Hólma- AÚk og endaði á Djúpavogi. (hurchill ræðir við Tito Róm í gærkAældi. . Chiirchill forsætisráðherra Breta, sem nú dvelur á Italíu, hefir átt viðræður við Tito marskálk, forsprakka skæru- liðanna í Jugo-Slavíu og enn- fremur við forsætisráðherra júgoslavnesku útlagastjórnar- innar í Cairo. Hafa viðræð- urnar gengið prýðilega. Aðal- lega var rætt um hermál, og nýjar sóknir á Balkanskaga og Italíu. — Vel er sagt að hafi fallið með þeim Tito og forsætisráðherranum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.