Morgunblaðið - 17.08.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.08.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ María Hallgrímsdóttir: MYNDIR OG FLEIRA ÍTALSKI listamaðurinn Gi- otto málaði fyrir mörgum öld- um m. a. myndir úr sögu Krists á ítalska kirkjuveggi, og sá hluti ítölsku þjóðarinnar, sem ekki var læs, nam þannig krist- indóminn af myndum. Ógleym- anleg þá, eins og enn í dag, var Júdasarkossinn í kirkju einni í Padua. Stundum tala myndir betur en orð, því til er eitthvað, sem flýgur hljóðlaust um storð, eins og Ólöf frá Hlöðum segir. Við höfum eitthvað á tilfinningunni ..eitthvað, sem kemur, eitthvað, sem fer, eitthvað sem hlær og grætur“, og eitthvað, sem vakið getur öll þau geðbrigði, sem þar eru á milli. Orðin eru aðeins form hugs- unarinnar með öllum sínum ólíku skynjunum, tákn eins ó- lík, margbreytileg og fátækleg og hugsanir einstaklinga nú geta verið. Sá, sem fer út til að kanna ókunna stigu í fyrsta skifti, tekur ef til vill einhvern minja grip með sjer, máske stein úr fjöruborðinu, leggi hann af stað með tóma pyngju, ljettan mal. Eða eitthvað, sem er gullinu dýr mætara, einhverjar bókmentir. íslendingurinn kann að taka með sjer „Myndir“ Einars Jóns- sonar eða einhverja uppáhalds ljóðabók. Seinna, þegar hann er þreyttur á útivistinni og langar til að heillast af tign íslenskra fjalla, flettir hann upp á „Ein- búanum í Atlantshafinu“ og virðir fyrir sjer þegjandalegt höfuðið, sem drúpir einmana- legt og sköllótt yfir stuðlaberg- inu út úr öxl fjallsins. Vísu- hendingarnar koma í hugann, líkt og „smáar bárur rísa og flykkjast heim“, til „Einbúans“, sem „horfir á straum hinnar hraðfleygu ár“. Máske verður fyrir honum mynd, sem heitir „Ur álögum“, konan leyst úr á- lagaham. Við fætur mannsins liggur tákn slægðarinnar. En skjöldur hans gnæfir til hægri, í upprjettri hendi. Til er mynd, sem heitir „Vernd“. Konan sit- ur með ungling í kjöltu sjer, sem heldur á hnetti. Hún heldur handleggjunum í hálfboga, en niður frá þeim fellur tjald, sem gæti sennilega útilokað um- heiminn. Myndin gæti verið þjóðartákn, eins konar móður- jarðarmynd. Þá eru til ádeilu- eða áminningar-listaverk; eins og „Hrosshófurinn“, öðru nafni „bersynduga, konan“ kunnari en þörf sje að lýsa henni nánar. Börnin, sem sáu Útilegumann inn í fyrsta sinn í anddyri ís- landsbanka, gleyma seint þeirri óttablöndu lotning, sem stór- brotið líkneskið vakti hjá þeim. En með hljóðu huldumáli list- arinnar kallaði hann þau í margendurteknar heimsóknir. „Öreigar“ segja manni eitthvað líkt. Það er raunar dirfska að lýsa þessum myndum. Hver einstak lingur hefir sínar ófullkomnu hugmyndir um þær. í seinni tíð berast hingað margar listabæk- ur erlendis frá og er það vel. Væri ekki hægt að gefa út vasa útgáfur, íslensk listaverk með skýringum og ódýrar vasaút- gáfur __af íslendingasögunum? Þegar flpgið er í aðrar heims- álfur, verður kostur að því, að farangurinn verði sem minnstur og Ijettastur. Mannamyndir eru ekki síður fróðlegar — eða andlitin sjálf. Líti maður á mynd af Kristínu Sigfúsdóttur, skáldkonu, í Út- varpstíðindum nýlega, dylst ekki mannúðin, góðvildin og skilningurinn, sem skín frá því. Einhverjar íslenskar konur gætu tekið undir með henni í viðtalinu, sem fylgir, — þær eiga ekki úr háum söðli að detta — og eins og segir í leikritinu: „. . leikurinn er of einhliða“. En sjón er sögu ríkari. Hvers- vegna er leikurinn ekki sýndur á leiksviði? Það myndi ef til vill rifja upp fyrir okkur allar þær skelfilegu afleiðingar, sem einfeldni og ljettúð Höskuldar hafði í för með sjer. Sagan er rökvís, tómar orsakir og afleið- ingar. Einhver nútímamaður- inn kann að setja út á rit skáld- konunnar, en förum þá til Matt híasar Jochumssonar. Honum fannst svo mikið til um ljóða- gáfu hennar að hann sendi henni eitt sinn kvæði Hannesar Hafstein í skrautbandi, með langri áletrun í viðurkenning- arskyni fyrir ljóð þau, er hann hafði heyrt eftir hana. — Þá dettur manni í hug hvað H. H. sagði í ljóðabrjefi til M. J. um háðið: „I köldum meinyrðum kafnar hlátur og kætin breylist í skoplegt , háð. Ekki vil jeg þó hæða háðið, því háð er það, sem land vort þarf. Það er einasta óskaráðið til útrýmingar á þrældómsarf. U Það er bjart yfir mynd Guð- bjargar frá Broddanes, í „Gömlum glæðum“ og það legg- ur einhvern yl og birtu frá bók- inni, sem raunar er íslendinga- saga, skrifuð af konu, og því með nokkuð öðrum hætti en venja er til. Hún kemur víða við. Hún segir: „Sumir álíta að konan þurfi ekki að vera gáf- uð, ekkert í hennar verkahring útheimti þess háttar. Oft er þetta mikið satt. Konunni getur beinlínis verið kvöl að því að vera vel skynsöm þegar hún 'hefir aldrei tíma eða tækifæri til að þroska anda sinn..“. — „Svona er hugsunarhátturinn hjá sumum; þess vegna verða svo margar mannssálir úti á snjóbreiðum lífsins". — Hún lýsir litlum stúlkum í nýjum fötum, hrifnum af sjálfum sjer: „Við þrifum fjósið svo vel, að við gætum leikið okkur þar á eftir, mokuðum flórinn fyrst og þvoðum hann svo . . Allir okkar leikir voru þannig, að við vor- um fínar, fínar stúlkur, sem við höfðum aðeins heyrt nefndar, en aldrei sjeð, en við vorum aldrei við sjálfar; það þótti okk ur of lítið“. Um förumanninn Helga, segir hún: „Á hann þá enginítö k í hugum.manna og hjörtum eftir hráslagalega úti- ganginn sinn? Þegar hann kom, kaldur og fannfarinn, inn í bað- stofuna, flutti hann þá ekki með sjer eitthvað, sem ýtti við hálf- sofandi hugsanalífi fólksins? — Og þegar klakinn þiðnaði úr mikla, dökkjarpa skegginu hans, þá hrundu droparnir eins og tár ofan á tötrana, sem hann klæddist“. — í bókinni finnst útþrá og mentaþrá þess, sem heima situr. Það er erfitt að gera mönnum til hæfis, Menta- maðurinn íslenski og skáldið, sem situr erlendis andvarpar, af því að hann „vantar vaxtar- magn, þótt vorið fljúgi í lofti hraðan byr“. — Guðbjörg var í sinni moldu kyrr og_þessvegna fengum við bókina hennar til fróðleiks og skemtunar. Fyrir skömmu birtist í Morg- unblaðinu grein um unga konu íslenska, sem öðlast hefir amer ískan ríkisborgararjett. Hún vakti athygli manna af því, að hún var svo einlæg. Sumir segja að íslenska kvenþjóðin sje kom in úr öskunni inn í nýttísku eld hús tækninnar. Öðrum finnst einhver hluti hennar vera kom- inn úr öskunni í eldinn. Hvern- ig þær koma þaðan út, mun tíminn einn leiða í ljós. Slíkt ferm. a. eftir því, hvernig hverj um einstakling tekst að halda á sínum málum. En íslenska stúlkan með ameríska ríkis- borgararjettinn getur ekki dul- ið uppruna sinn innan um öll þægindin. Stephan G. orti sín ljóð erlendis sem Islendingur. Eigi íslensk kvenþjóð að festa yndi á íslandi, verður hún að finna áþreifanlegar en raun ber vitni um, að hún eigi þar heima. Sumir geta ekki gert að því, hvað þeim dettur í hug, eða hvar hugurinn festist, -og til eru hlutir. sem aðeins má hugsa en ekki segja, af vissum ástæð-. um; sem stundum er erfitt að útskýra. Nútíma stúdentar, sem láta til sín heyra, eru engir smá ræðis hugsjónamenn. — Ungar stúlkur, sem engin skilyrði hafa til að verða stúdentar, en reyna að afla sjer þekkingar og lífsreynslu á annan hátt, mega ekki ganga á sömu helgisíaði og þeir — með útlendingum. Helgiathafnir eru þar, eins og fleira — aðeins fyrir íslendinga. Ungu stúlkurnar gætu tekið undir með Agnesi, hjá Ibsen: Alt du kan, det staar dig fritt“. —*• En hváð á að verða um ís- lensku stúlkurnar, sem borist hafa og berast enn út? Hvern- ig verður þeim lekið, ef þær hrekur aftur til Einbúans í At- lantshafinu? María Hallgrímsdóttir. Gripdeildir í London. London í gærkveldi: Til þess að kveða niður ýktar fregnir um gripdeildir í London, eftir að svifsprengjuárásirnar byrj- uðu á borgina, hefir breska ör- yggismálaráðuneytið tilkynnt að gripdeildir úr skemdum hús um hafi yfirleitt verið minni en í árásunum á London 1940. Flestir þeirra seku, sem náðst hafa, hafa verið unglingar inn- ,an 18 ára aldurs. —Reuter. Fimtuúagur 17. ágúst 1344, X Myndafriettir Gene Tierney með dóftur sína Kvikmyndaleikkonan Gene Tierney heldur hjer á dótt- ur sinni sjömánaSa gamalli, sem hún er nýkomin með til Holly'vvood. Barnið var aoeins 5 merkur að þyngd, þegar það fæddist og var. á fæðingarstofnuninni alt þar til móðir þess fjekk það þaðan 7 mánaða og fór með það í kvikrnynda- paradísina. Ný sokkaSíska Þessi kvenpersóna er auðvitað kvikmyndaleikkona og hefir tekist á hendur að ,,sitja“ fyrir, til þess að sýná nýja sokkatísku fyri'r eitthvert verslunarfyrirtæki. — Lagleg er .stúlkan, en skiptar munu skoðanir.nar vera á svona aug- lýsingaraðferð. AUGLtSING EK GULLS tGILDí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.