Morgunblaðið - 17.08.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.08.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 17. ágúst 1944. llloi&tsttMtofrife Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Leabók. Að gæta fengins fjár OKKUR ÍSLENDINGUM hafa áskotnast meiri fjár- munir en við áður áttum að venjast. í stað þess að berjast í bökkum hefir sparifje landsmanna stóraukist og miklar innstæður safnast erlendis. ★ Það vill oft brenna við í seinni tíð, að mönnum verður skrafdrjúgt um nauðsyn þess, að gæta nú vel fengins fjár og tryggja með því betri efnahagsafkomu í framtíðinni. Það mun vera svo að þorri manna, sem áður átti ekkert aflögu, hefir nú átt þess kost að safna nokkru fje og fjöldi fólks mun nú eiga allverulegar innstæður. Eins ö| aðstæðum er háttað í íslensku þjóðlífi í dag verða menn að minsta kosti að gæta að tveim meginatrið- um til þess að gæta þess fjár, sem aflast hefir. í fyrsta lagi þarf hver og einn að hafa þá eðlilegu aðgát í meðferð fjármuna sinna, að forðast óhóflega eyðslu og sóun verð- mæta. En þetta eitt hrekkur ekki til. Hversu vel, sem menn vilja halda um sparisjóðsinnstæður sínar og gera það, kann þó svo að fara, að þær rýrni stöðugt og verði lítils virði. Þannig fer, ef verðgildi peninganna heldur áfram að hraka, dýrtíðin eykst í landinu og stöðugt fæst minna og minna til nauðsynlegs lífsviðurværis fyrir hverja krónu. ★ Þegar menn gera sjer þessar staðreyndir vel ljósar, skilst mönnum, hversu þýðingarmikil áhrif vaxandi dýr- tíð getur haft á afkomu og efnahag hvers og eins, og þá um leið, hversu miklu skiftir, að menn alment láti þessi mál til sín taka og sjeu ekki andvaralausir um það, hvort nokkuð sje gert, eða hvað sje gert af hálfu þings og stjórn- ar til varnar og viðbúnaðar. Sá, sem þegar hefir sparað saman, segjum 20—30 þús- und krónur, er e. t. v. í þeirri aðstöðu úð geta lifað sæmi- lega af launum sínum það sem eftir er stríðsins enda þótt dýrtíðin vaxi, þar sem hann fær hækkunina bætta með verðlagsuppbót á launin. Hann hygst þá kannske að eiga sparisjóðsinnstæðuna óskerta í stríðslok. Og hún kann að vera óskert, en hvers virði er hún orðin, ef verðbólgan heldur stöðugt áfram, verðgildi peninganna fellur, minna og minna fæst fyrir innstæðuna? ★ Þótt launatekjur sama manns minkuðu eitthvað nú sem afleiðing af ráðstöfunum til að draga úr verðbólgunni, myndu þá hinar færri krónur, er viðkomandi fengi í laun, hafa meiri kaupmátt og jafnframt ykist innstæðan í spari- sjóðunum sjálfkrafa að verðmæti, þar eð kaupmáttur pen- inganna ykist við minkandi verðbólgu, lækkaða dýrtíð. Alt eru þetta einfaldar staðreyndir. Þó gerir almenn- ingur sjer e. t. v. ekki fulla grein fyrir þeim, er hann ákvarðar afstöðu sína.til ýmsra þeirra opinberu mála, er snerta það viðfangsefni að vinna bug á dýrtíðinni. Það hangir hver í sínu og hver hugsar um að hrifsa til sín, engu síður gerfigróða, þ. e. a. s. fleiri krónur með minni kaupmætti. . ★ Sparifje landsmanna er æði mikið og undarlegt er, ef mönnum er sama um, hvað um það verður. í árslok 1943 var sparifje landsmanna um 325 milj. króna. Og spari- fjáreigendurnir eru margir. í Landsbankanum í Reykja- vík einum eru t. d. fast að 50 þúsund sparisjóðsbækur. Alt sparifje landsmanna er nú vel trygt með hinum er- Iendu innstæðum, sem um síðustu áramót námu netto um 380 milj. króna. Það er mesti misskilningur að halda, að erlendu innstæðurnar sjeu fyrst og fremst eign stórat- vinnurekendanna. Þvert á móti. Eignaaukning þeirra ligg- ur fyrst og fremst í atvinnutækjunum sjálfum, í vörú- birgðum og ýmsu fleiru. Langmestur hluti sparifjárins er fólginn í smáum eignum og er eign manna úr öllum stjett- um þjóðfjelagsins. En það eru eigendur þessa fjár, sem eiga ítök í erlendum innstæðum og þær trygging þess. Þingvallamáli ð: Ný lýsing frd helgisfað þjóðarinnar Hvað gera yfirvöldin? Yfirvöld landsins hafa ekk- ert gert enn viðvíkjandi á- standinu á Þingvöllum, sem svo mikilli gremju hefir valdið. Morgunblaðið birtir hjer frásögn fjögurra ungra manna, sem dvöldu um hríð á Þingvöllum í sumarleyfi sínu. ÞRIÐJUDAGSKVÖLD eitt í júlímánuði lögðum við undir- ritaðir af stað í skemtiför til Þingvalla í áætlunarbíl frá B. S. I. Bíllinn var þvínær full- skipaður og var meiri hlutinn ungar stúlkur. Þegar til Þingvalla kom stansaði bíllinn við tjaldbúða- hverfi við vegamótin á völlun- um. Nokkrir hermannabílar höfðu staðnæmst á veginum og virtust hafa beðið eftir áætlun arbílnum. Tvær ungar stúlkur fengu farangur sinn afhentan í sama mund og við. Þær gengu með byrði sína nokkur spor frá bílnum, éh í sömu svifum ók einn hermannabíllinn, upp að hlið þeirra og hermenn gáfu sig á tal við þær. Að^vörmu spori stigu stúlkurnar inn í hermannabílinn og ók hann með þær eitthvað út í buskann og höfum við ekki sjeð þær síð- an. Við lögðum farangur okk- ar við veginn og hópur ungra stúlkna lagði tjaldútbúnað sinn og pjönkur á næstu grös og gengu síðan út í hraunið til þess að skygnast eftir tjald- stað. Hermenn, jafnmargir þeim, komu í sömu svipan á vettvang og hjeldu vörð um dótið þangað til þær komu aft- ur. Buðust þeir svo til að bera dótið og hjálpuðu stúlkunum að tjalda. Engin hjálpandi hönd bauðst til að ljetta undir með okkur. Við tókum því til að koma okkur fyrir og veitt- um samferðafólkinu ekki frek- ari athygli. Þarna á flötinni voru á að giska 20 tjöld. Við tjölduðum í hraunjaðrinum rjett utan við aðalþyrpinguna og þar voru nokkur tjöld fyrir. Við dvöld- um þarna til laugardagsmorg- uns. Veðrið var óvenju fagurt og hlýtt, svo við eyddum tím- anum hjer og þar í hrauninu eða á vatninu, og kyntumst því tjaldbúunum lítið. I mörgum tjöldunum voru hjón, en í öðr- um lausafólk. I a. m. k. 6 tjöld unum voru „ástandsstúlkur“. Rjett hjá okkur voru þær 6 í tjaldi. Þær sáust ekki við tjald ið fyr en komið var fram yfir miðnætti. Þá komu þær í her- mannabíl og óku burt í her- mannabílum eftir hádegi. Þess á milli sáum við þær stundum á daginn í námunda við Val- höll, oftast með hermönnum. I öðru tjáldi mjög nálægt okk- ur voru tvær stúlkur. Tveir sjoliðar voru hjá þeim fyrsta kvöldið. Daginn eftir sáum við þær þrisvar sinnum fara inn í tjaldið með hermenn, tvo og tvo í einu, aldrei þá sömu. Um kvöldið hurfu þær á brott úr tjaldinu og stóð það síðan lokað á meðan við dvöldum I þarna. Uppi í hrauninu nokk- uð frá okkur stóðu tvö tjöld, hermannatjald með tveimur hermönnum og í hinu voru tvær stúlkur. Þessar manneskj ur fjórar bjuggu áreiðanlega alveg saman. Eina nóttina heyrðum við gól mikil og há- reisti frá tjaldinu og voru þá hjúin mikið drukkin. Um mið- nætti nóttina eftir komu þau akandi að tjaldinu í hermanna bíl og virtust stúlkurnar vera að sækja þangað eitthvað smá- vegis, en síðan var ekið áleið- is inn á Leirur. Ekk’i munum við til þess að hafa sjeð þetta' fólk oftar, en tjaldið stóð þar allan tímann. — í þremur tjöld um öðrum í tjaldbúðahverfinu sáum við hermenn hjá stúlk- um, en þessi tjöld voru það langt frá okkur, að við vissum ekkert, hvað þar fór að öðru leyti frarrí. Eitt kvöldið kom stór hermannabíll akandi að tjaldbúðunum. I honum sátu stúlkur og aftan á stóðu nokkr ar stúlkur með hermönnum. Aðkomustúlkurnar gerðu til- raun til að lokka stúlkur úr einu tjaldinu til að koma inn í bílinn, sem mun hafa verið í kvennaleit. Þetta tókst , þó ekki, því svo hittist á, að þess- ar stúlkur voru ekki-í „ástand- inu“. — Einn daginn komu tvær stúlkur í hermannabíl með tveim sjóliðum og lágu þar alllengi í sólbaði skamt frá tjöldunum. Þegar við vorum á gangi um hraunið og víðar, sjerstaklega þar sem ekki var mikið um mannaferðir, mættum við iðu- lega stúlkum og hermönnum. I bátunum á Þingvallavatni bar einnig mjög mikið á þess- um ófögnuði. Stúlkur voru þar ýmist í bátum með hermönn- um eða einar sjer, og Ijetu þá svo dátt við hermenn í öðrum bátum, að oft varð úr, að skift var liði í bátunum, þannig að saman komu stúlka og hermað ur. Sumir íslensku piltanna voru að reyna að gera sínar hosur grænar og glettast við stúlkurnar, en því var að jafn- aði tekið með fussi og sveium eða verri ónotum. Eina barnunga stúlku, tæp- lega meira en 14 ára gamla, sáum við eitt sinn slangra sýni lega ölvaða um vellina. Stúlku þessa sáum við oftar, ýmist eina eða með hermönnum. Við giskuðum á, að hún hjeldi til í hermannatjaldborginni, sem sögð var vera inni á Leirum, en þangað komum við aldrei. í áttina þangað var stöðugur straumur hermannabíla, en sáralítið sást þar af íslenskum bílum. Það, sem við sáum til her- mannafjelagsskapar kvenfólks ins, var áreiðanlega ekki nema lítið brot af því-, sem átti sjer stað á Þingvöllum þessa daga. Fólk, sem lá í tjöldum á ýms- um stöðum öðrum, hafði alt sömu söguna að segja, og víða annarsstaðar mun ástandið síst hafa verið betra en á þeim slóð um, sem hjer hefir verið leit- ast við að lýsa. — Um næstu helgi á eftir fór- um við í aðra för á annan fagr- an stað. Við tjölduðum í skóg- arjaðri skamt frá þjóðvegi og gengum til náða nokkru eftir miðnætti. Innan stundar vökn- uðum við og heyrðum manna- mál/Voru þar komnir tveir ís- lenskir piltar og tvær stúlkur og tekin að reisa tjald í ná- grenni okkar. Á meðan þau voru að koma tjaldinu upp, kom Jeep-bíll og stansaði. Hermenn gáfu sig á tal við stúlkurnar. íslensku piltarnir brugðust illa við og tóku að brígsla stúlkunum um, að þær væru í „ástandinu" og spunn- ust af þessu nokkrar orðahnipp ingar. Eftir stundarkorn stigu stúlkurnar inn í hermannabíl- inn og óku burt. Daginn eftir tókum við upp tjald okkar, en piltarnir voru eftir einir síns liðs. Þegar við höfðum ekið kipp- korn frá tjaldinu áleiðis heim, sáum við hermannatjald við veginn og Jeep-bíl hjá því. I tjalddyrunum brá fyrir stúlku, en hún hvarf samstundis inn aftur, þegar hún sá til okkar. Við gerðum okkur í hugar- lund, ao þarna kynnu konu- ræningjarnir að hafa hafnað með bráð sína. Vera má þó, að þetta hafi verið aðrar dætur okkar unga lýðveldis, og aðrir menn úr hópi verndara okkar. Reykjavík, 11. ágúst 1944. Fjórir Þingvallavinir. ★ Þessi frásögn sannar nákvæm lega það sama, sem aðrar grein- ar hafa gert, er sjónarvottar ó- fagnaðarins á Þingvöllum hafa ritað. Stúdentaráð hefir skorað á yfirvöldin að láta hjer til sín taka, en þögnin ein hefir enn verið þeirra svar. En áður en langt líður munu raddirnar um það að afmá vansæmd þessa, verða orðnar svo háværar og áskoranirnar svo margar, að við þeim verður ekki þagað lengur. En þessi þögn og afskiftaleysi yfirvaldanna í máli, sem varð- ar svo mjög sóma þjóðarinnar, ber ekki vitni um það að hjá þeim lifi enn andinn frá 17. júní s. 1. Árásir á herskip. London: — Mosquito- og Beaufighterflugvjelar rjeðust á þýsk herskip í Girondemynni í gærkveldi, tilkynnir flug- málaráðuneytið breska. Vart varð við að eldur kom upp 1 tundurspilli einum, sem varð fyrir rakettuskeytum, og birgðaskip laskaðist. — Fjórar flugvjelar týndust. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.