Morgunblaðið - 17.08.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.08.1944, Blaðsíða 11
Fimtudagur 17. ágúst 1944. MORGUNBLAÐIÐ 11 ►♦♦♦ Fjelagslíí 'ÆFINGAR I KVÖLD Á íþróttavellinuiri: j Kl. 8 Frjálsar-íþrótt- ir. Á Iláskólatúninu: . Kl. 8 Ilandbolti kvenna. Á Cíamla íþróttavellinum: Kl. 7—8 knattspyrna 2. fl. Stjóm K.R. ÁRMENNINGAR! Munið námskeiðið -í kvöld kl. 7,30 á Háskólatúninu. Ný- ir. menn láti innrita sig í skrif_ stofunni, sími 3356 kl. 5,30— 6,30 í dag. ÆFINGARN- AR byrja aftur inn í Sund- laugum í kvöld kl. 9 (fimtu- dag). FERÐAFJELAG ÍSLANDS biður þátttakendur í Haga- vatnsferðinni er verður farin yfir næstu helgi um að taka farmiða fyrir kl. 6 á föstu- dag. Farið verður gönguför um Ileiðmörk á sunnudaginn og lagt af stað kl. 10 árdegis frá Lækjartorgi. Farmiðar sækist fyrir kl. 12 á hád. á laugardag. ►♦»»♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦ I. O. G. I ST. FREYJA Fundur í kvöld kl. 8,30. Hagnefndaratriði annast br. Jón Árnason. Fjelagar fjöl- mennið. Æðstitemplar. UPPLÝSINGASTÖÐ um bindindismál, opin í dag kl. 6—8 e. h. í Templarahöll- inni, Fríkirkjuveg 11. k. >. .«». .♦.A .t. ■». A 'V WVW WV V V V V'/ wvvvwvw Kaup-Sala MIÐSTÖÐVARELDAVJEL stor og góð miðstöðvarelda- vjel til sölu. Tækifærisverð. Til sýnis í Múla við Suður- landsbraut. Pfn til sölu á sama stað. KAUPUM allskonar húsgögn, ný og not- uð. Ennfremur gólfteppi, fið- ur.sængur og ónýta dívana. SÖLUSKÁLINN Klapparstíg 11. Sími 5605. NOTUÐ HÚSGÖGN keypt ávalt hæsta verði. — Sótt heim. — Staðgreiðsla. — Sími 5691. — Fomverslunin Grettisgötu 45. ImX**H**X**!**MhX'm»hX**XmJmW**X*4M Húsnæði ÍBUÐ Ungvhjón óska eftir að fá leigða 4 herbergja íbúð, eða heila hæð. 2 herbergi og eld- Jiits gæti komið í skiftum. •Sími 2973. Tapað SVARTDÍLÓTTUR KÖTTUR (la*ða), hefir tapast. Skiltst í Gjótargötu 12. Augun jeg hvíli með gleraugum frá TYLI. 230. dagur ársins. 18. vika sumars. Árdegisflæði kl. 5.35. Síðdegisflæði kl. 17.52. Ljósatími ukutækja frá kl. 22.25 til kl. 4.40. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs Apóteki. Næturakstur annast Bs. Aðal- stöðin, sími 1383. 80 ára afmæli á í dag frú Jón- ína Jónsdóttir frá Ártúnum, nú á Úlfarsá í Mosfellssveit. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína í Geirshlíðar kot.i, Flókadal, Borgarfirði, Þrúð ur Sigurðardóttir, Hringbraut 180 og Guðmundur Bergsson, Laugaveg 45. Vitar og sjómerki. Kveikt verð ur á ný á Hríseyjarvita, Hjalt- eyrarvita, Grímseyjarvita, Brim nesvita og Hafnarnesvita 15. á- gúst s. 1. Ljósmagn og Ijósein- kenni óbreytt, eins og áður. Að gefnu tilefni skal það tek- ið fram, að afmælisgrein hjer í blaðinu í gær, undirrituð E. Th., var eftir sr. Einar Thorlacius. Til lamaða mannsins, sem vant ar stólinn: Kerling kr. 20,00, S. og J. kr. 100,00, R. G. og H. S. kr. 50,00, Hörður kr. 10,00, N. N. kr. 20,00, ónefnd kr. 30,00. Til Strandarkirkju: E. A. 5 kr. M. J. 5 kr. D. C. L. 50 kr. H. K. (gamalt áheit) 2 kr. H. K. 5 kr. G. E. 6 kr. Ónefnd 25 kr. Hafn- firðingur 25 kr. N. N. 100 kr. Ónefnd 10 kr. W. S. LarSen 5 kr. Bóndi 25 kr. E. 25 kr. S. og M. 2 kr. N. N. 25 kr. N. N. 15 kr. N. N. 5 kr. N. N. (gamalt á- heit) 10 kr. K. B. 15 kr. N. N. 20 kr. G. S., Bíldudal 10 kr. Bíl- stjórinn á R. 1919 og hinar 5 forsjálu meyjar 35 kr. A. B. 10 kr. K. Á. 10 kr. L. E. 10 kr. M. B. 15 kr. Þ. J. 20 kr. N. N. (gam- alt áheit afh. af sr. Bj. Jónss.) 25 kr. H. G. 10 kr. Guðbjörg 5 kr. Þakklát kona 30 kr. Ónefnd- ur 100 kr. G. Þ. 5 kr. V. G. Þ. 20 kr. L. + R. 10 kr. Áslaug 10 kr. Rúna 2 kr. R. G. 20 kr. Ferða- fjelagar 1944 30 kr. S. p. 25 kr. Aðalsteinn Guðmundsson 100 kr. ÚTVARPIÐ í DAG: 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór- arinn Guðmundsson stjórnar). a) Forleikur að „Töfraflaut- unni“ eftir Mozart. b) „Saga úr Vínarskógi", vals eftir Strauss. c) Mansöngur eftir Max Bruch 20.50 Frá útlöndum (Björn Franzson). 21.15 Upplestur: Smásaga (Sig- urður Magnússon kennari). 21.35 Hljómplötur: Spönsk þjóð- lög og dansar. Vinna KJÓLAR SNIÐNIR .Skólavörðustíg 44 kl. 7—9 síðdegis. SNÍÐ KÁPUR og dragtir á börn og full- orðna. Þórður Steindórsson, feldskeri, Klapparstíg 16. HREIN GERNIN G AR Magnús Guðmundsson. Jón & Guðni. Sírni 4967. TÖKUM LAX, KJÖT FISK og aðrar vörur til reykingar. Reykhúsið Grettisgötu 50. — Sími 4467. HREIN GERNIN GAR húsamálning, viðgerðir o. fl. Óskar & Óli. Sími 4129. Brjef: Vandræðin má hlífðarskófatnað Herra ritstjóri! MIG langar til að biðja yð- ur að koma fyrir mig á fram- færi nokkrum línum, þareð mjer er ekki kunnugt um hvert á að snúa sjer með mál mitt. I tvö ár hefi jeg ætlað mjer að fá mjer skóhlífar. Jeg vinn úti í bæ og verð á hverjum degi árs, öðrum en helgidögum, í hverju sem viðrar, að fara út til vinnu. Jeg hefi ekki tíma til að-standa fyrir framan skó- búðir klukkustundum saman, vil heldur ekki hvorki stela af mjer vinnutíma nje fara þess á leit við húsbónda minn að fá tíma til slíks. Reynt hefi jeg að hringja í skóbúðir og beðið um að taka frá fyrir mig skóhlífar, en þar er þverneitað að taka á móti nokkrum „pöntunum í síma“, þó er vitað að bak við tjöldin fá vinir og kunningjar óátalið afgreiðslu á vörunni og sumar konur, sem aldrei þurfa, af nauðsyn, að fara undir bert loft, standa á sölustöðunum og kaupa fleiri pör af skóm og skó hlífum. Mjer er spurn, hvers eigum við, sem ekki höfum tíma til að standa og senda náunganum olnbogaskot, að gjalda, í barátt unni um að fá eins nauðsyn- lega vöru og skóhlífar á fætur okkar. Úrbóta þarf í þessu efni. Það er ekki hægt að sætta sig við slíkt verslunar-fyrirkomulag, ekki frekar én ókurteisi þá, sem nú er víða ríkjandi hjá af- greiðslufólki í sumum búðum bæjarins, það getur varla svar að viðskiptavinunum fyrir full um munni af útlendu „gums“, eða má als ekki vera að svara fyrir sínum eigin „interess- um“. Vona, að, þjer getið á ein- hvern hátt fundið þessum lín- um leið til þeirra, sem að þess- úm málum standa, svo að úr verði bætt. Ekki er jeg ein um þessi vandræði, þótt jeg kvarti, held ur hefir fjöldi starfssystra minna sömu sögu að segja og fjöldi húsmæðra, sem verða að yfirgefa börn og heimili á versta tíma dagsins, fyrir há- degi, til þess að reyna að ná í skó eða föt á börn og eigin- menn, sem stunda vinnu, en verða oft að hverfa jafn nær. Með mikilli virðingu og von um að þjer misvirðið ekki þessa beiðni, herra ritstjóri. Bæjarkona. Gördeler handtekinn London í gærkveldi: Belgíska útvarpið tilkynti í kvöld, miðvikudagskvöld, að fyrrverandi borgarstjóri í Leip zig, Karl Gördeler, sem ákærð- ur hafði verið fyrir það að eiga þátt í samsærinu gegn Hitl er á dögunum, var handtekinn á laugardaginn var. Hafði þýska stjórnin lagt 50.000 sterlingspund til höfuðs hon- um. — Reuter. I Bensínskammtur fyrir inæsta skömtunartíma- I bil minkaður nokkuð Atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytið hefir tilkynt að næsta skömtunarbil á bensíni skuli hefjast 1. september n. k. og skulu skömtunarseðlar þess gilda til 31. desember næst komandi frá þeirri skömtunar tímabili, sem nú er að verða lokið. Samkvæmt tilkynningu ráðu neytisins lækkar bensínskamt- ur nokkuð á flestum stærðum bifreiða, en skamturinn er sem hjer segir: Fólksbifreiðar. Strætisvagnar í Reykjavík og Hafnarfirði fá 8200 lítra, skamtur til þeirra er aukinn um 200 lítra, almennings-, hálf kassa-, og mjólkurbifreiðir fá 4100 lítra, skammtur til þeirra er einnig aukinn um 100 lítra. Leigubifreiðir er uppfylla á- kveðin skilyrði fá 2500, en fengu 3500 lítra. Einkabifreiðir. Skammtur til læknisbifreið- ir er 800 lítrar, ep var 1200 lítrar, almenn stærð, 5 til 6 manna 400 lítra, skammtur mínkaður um 450 lítra, smábif- reiðir, 15 hestafla og minni 300 lítra, fengu 500 1. og bif- hjól 60 lítra, fengu 100 lítra. Vörubifreiðir. Vörubifreiðir 2 smálestir og stærri, 2900 lítra, fengu 4000 1 lítra, vörubifreiðir 1 Vz smálest, 2100 lítra, fengu 3000 lítra, —• vörubifreiðir 3/4 til 114 smá- lest 1400, en fengu 2000 lítra og smábifreiðir 700 lítra, en fengu 800 lítra. Bensínskömmtunarmiðar frá fyrra tímabili ganga því úr gildi áðurnefndan dag, 1. sept. — Suður-Frakkland Framh. af 1. síðu. Er Cannes fallin? Lausafregnir hafa borist um það i kvöld, að borgin Cannes hafi nú fallið bandamönnum í hendur. Herstjórnin hefir ekki staðfest þetta að svo komnu, en nokkra smábæi hafa banda- menn þegar tekið, og er góður flugvöllur í nánd við einn þeirra. Einnig er þaðan aðstaða til þess að sækja þaðan upp í dal einn, sem liggur þarna upp frá ströndinni og þaðan að baki borginni Toulon. — Er talið að sótt muni verða eftir dal þess- um. Má vera að borgin St. Raphael sje nú á valdi banda- manna, en umhverfis hana hafa verið háðar miklar orustur. — í dag skutu bandamenn niður 3 þýskar flugvjelar yfir inn- rásarsvæðinu, en mistu sjálfir 20 flugvjelar. — Þjóðverjar reyndu í nótt sem leið að gera með flugvjelum tundurskeyta- 1 árásir á flota bandamanna. •*• ♦*» ♦*« »% ♦*♦ ♦*• ♦% ♦*♦ •*« ♦*♦ ♦ * Sníða og taka mál Get bætt við nokkrum stúlkum í kvöidtíma. Sími 4940. ♦:**:**:**:*4**:==:*=:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:-:**:**:-:-:**:-:-:**:**:**:**:**:**:**:**:**:-:**:-:-:**:-:**:*' Hjer með tilkynnist að hjartkær sonur minn og bróðir okkar, HALLGRÍMUR GESTUR HELGASON Stórholti 26, andaðist í sjúkrahúsi 15. þ. mán. Karolina Káradóttir og systkini. Konan mín og móðir okkar, GUÐRÚN ÁGÚSTA RÖGNVALDSDÓTTIR verður jarðsungin föstudaginn 18. þ. m. Athöfnin hefst kl. 1 með bæn að heimili hennar, Mýrargötu 5 Athöfninni í Þjóðkirkjunni verður útvarpað. Fyrir hönd mína og barna minna Ólafur Pjetursson. ■ Jarðarför móður og tengdamóður okkar, ^ GUÐRÍÐAR JÓNSDÓTTUR fer fram frá heimili h’ennar, Akurhúsum í Garði, föstudaginn 18. þ. m. kl. 1 e. hád. Guðrún Jónsdóttir. Björg Guðmundsdóttir. ÞorgTÍmur Sigu'rðsson. Jón Einarssson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.