Morgunblaðið - 18.08.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.08.1944, Blaðsíða 5
Föstudagur 18. ágúst 1944. MORGUNBLAÐIÐ 6. £ ¥ T i t *+***+**+*******++++**++**+**+*++++*++*+**+** * „Islenskir knnttspy rnudómarar eru of stnðbundnir ú vellinum“ Og línuvarðstaðan ekki tekin nógu alvarlega Viðlal við Mr. W. Rae, rilara Knatt spyrnudómarafjeiags Lundúnaborgar Framfarir K.R. vöru merkasti viðburður Reykjavíkurmótsins Eítir~J. Bn. HJER I BÆNUM er nú staddur ritari Knattspyrnu- dómarafjelags Lundúnaborgar, Mr. W. Rae, og hefir Morgun- blaðið haft tal af honum. Mr. Rae hefir mikinn áhuga á knatt spyrnu og fylgist með henni hjer, sá t. d. ýmsa af leikjum Reykjavíkurmótsins á dögun- um. Tíðindamaður blaðsins bað hann að segja sjer eitthvað um knattspyrnudómara í Bi'et- landi, fjelagsskap þeirra, ment- un og æfingu, og varð Mr. Rae fúslega við því. Hann kvað flesta dómara fara út á þá braut, er þeir væru hættir að leika knattspyrnu, en vildu samt fylgjast með íþróttinni. Erfið braut. Það er erfitt að verða fyrsta flokks knattspyrnudómari í Bretlandi, en svo eru þeir nefndir, sem rjett hafa til að dæma millilandakappleiki, kappleiki í fyrstu deild Eng- landskepninnar og úrslitakapp leiki um Engiandsbikarinn, en að dæma þá leiki er álitinn einhver mesti heiður, sem dóm ara getur hlotnast. „Jeg var 12 ár að komast upp í fyrsta flokk dómara“, sagði Mr. Rae, ,,en mjer þótti gaman að öllu, sem jeg varð að læra og reyna á þeirri braut. Síðan hefi jeg dæmt bæði millilandakappleiki og kappleiki í fyrstu deild, þar hefi jeg dæmt leiki hjár^ollum fjelögunum, t. d. Arsenal, Tott enham, Charlton, Chelsea og öllum þessum“. Línuverðir fyrst. Það sem Mr. Rae fann helst að íslensku dómurunum, þegar hann var spurður um álit sitt á þeim, var að þeir hjeldu sig jafnan öðrum megin á vellin- um og hefðu of lítið samstarf við línuverðina. — ,,í Englandi er það orðtak hjá okkur, og það satt, að við dæmum þar ekki einir leikina, dómararnir, heldur erum við þrír, sem dæmum, dómarinn og línuverð irnir. Hreyfir dómarinn sig að jafnaði skáhalt eftir vellinum frá horni til horns, en sú að- staða gerir línuvörðunum, sem venjulega fylgja kantmönnum, mjög auðvelt um að sjá t. d. rangstæðúr, enda látum við dómarar þá venjulfega um alt þar að lútandi. Hjer finst mjer samstarfið ekki vera nægilegt, og línuvarðarstaðan álitin lítils virði. En hjá’ okkur byrjuðu margir bestu dómararnir á að vera línuverðir og hafa efalaust haft mjög gott af því, enda er það bráðnauðsynlegt að hver dómari sje það einhverntíma“. Kensla dómaranna. Jafnframt því að fá æfingu af að vera línuverðir og dæma leiki, verða dómararnir bresku að ganga gegnum ýms nám- skeið og einnig æfingar. Þeir verða altaf að vera í góðri þjálfun, enda láta öll fjelögin dómurum ókeypis í tje aðstöðu til æfinga á æfingastöðvum sínum, nudd ef með þarf og annað, sem haldið getur mann- inum í þjálfun. T Bretlandi er álitin nauðsyn, að dómarar sjeu í góðri þjálfun, enda er leiðinlegt fyrir dómara að fá harðsperrur af að dæma einn einasta leik, og má ekki koma fyrir, sagði Mr. Rae. Venjulegt er það, að dómar- ar eru um tvö ár í svokölluð- um 3. flokki A, en komast síð- an á um ári upp í 3. flokk B. Ef vel gengur, komast þeir svo á einum til tveim árum upp í 2. flokk, en þá fer alt að vera erfiðara og nefndi Mr. Rae það sem dæmi, að nú væru í Lund- únum um 1100 starfandi dóm- arar, en einungis um 40 þeirra í 1. flokki. Alþjóðasamband knattspyrnudómara. Mr. Rae kvað í uppsiglingu alþjóðasamband knattspyrnu- dómara, sem áformað er að stofna að styrjöldinni lokinni. Hafa þegar menn frá mörgum þjóðum talað sig saman um þetta. — Kvað Mr. Rae þetta hina mestu nauðsyn, því sinn er siður í landi hverju hjá knattspyrnudómurum, sem öðr um. — Er búist við að dómar- arnir myndu koma saman til ráðstefnu einu sinni á ári,- ráða þar ráðum sínum og reyna að samræma ierfiðustu spursmál- . in, þannig að alt yrði sem svip- aðast i hinum ýmsu löndum, því oft hafa orðið vandræði vegna þess, að dómarar hafa verið fengnir frá einu landi, til þess að dæma kappleiki í öðr- um, og hafa svo farið öðruvísi að, en venjan var þar heima fyrir. — Kvað Mr. Rae áreið- anlegt, að íslenskir knatt- spyrnudómarar yrðu boðnir velkomnir í hið fyrirhugaða alþjóðasamband. — % Islensk og bresk knattspyrna. Ekki kvað Mr. Rae sjer finn ast mikill munur á leikaðfer’ð- um og styrkleika meistara- flokkanna hjerna og betri á- hugamanna í Bretlandi. Það, sem honum fanst aðalmunur- inn á leikjunhm, var það, að Islendingar leika hjer á mjög hörðum velli, og gefur það leiknum alt annan svip en á grasvöllum. Sagði Rae, að hon um hefði fundist margt vel gert á leikjum þeim, sem hann sá af Reykjavíkurmótinu, en auðvitað snerist talið mest um dómarana, sem Rae var ánægð ur með fyrir utan staðsetning- ar þeirra á vellinum og skort á samstarfi við línuverðina, eins og áður er sagt. Skipulag dómarafjelags Lundúna. I dómarafjelagi Lundúna er haldinn mánaðarlegur fundur, þar sem einhver þektur dóm- ari flytur erindi um eitthvert vandamál í sambandi við dóma og reglur, og eru síðan umræð- ur. Kvað Rae venjulegast mæta um 200 af fjelagsmönnum á fundum þessum og sagði hann það góða aðsókn, er þess væri gætt, hve stór borgin væri. Þá gengst fjelagið einnig fyrir skemtunum fyrir meðlimi sína, sem eru af öllum stjettum þjóðfjelagsins og hafði fyrir stríð mikil sambönd við knatt- spyrnudómara frá öðrum þjóð- um. Eftirminnileg kvöld. Eins og kunnugt er, er úr- slitakappleikurinn um Eng- iandsbikarinn, en hann fer fram á Wembley-leikvellinum í London, mesti knattspyrnu- viðburður hvers árs í Bretlandi Kvöldið fyrir þenna leik held- ur dómarafjelagið samkomu, þar sem boðnir éru allir þeir mörgu erlendu dómarar, sem staddir eru þá í borginni, til þess að horfa á leikinn dag- inn eftir. Kvað Mr. Rae þetta hafa eflt mjög alt samstarf breskra knattspyrnudómara við stavfsbræður þeirra erlend is. -— En á þessum samkomum hefir útlendingunum auðvitað fækkað -að mun, eftir að ófrið- urinn hófst,- Hefir fundið starfs- bræður sína. Mr. Rae hefir þegar komist „í kynni við starfsbræður sína hjer, og hefir formaður Knatt- spyrnudómarafjel. Reykjavík- ur, .Gxmnar Akselson, tjáð blað inu, að Mr. Rae muni síðast í þessum mánuði flytja erindi á fundi fjelagsins um dómara- mál, en umræður verða á eftir. Framh. á 8. síðu ÞAR SEM JEG ekki sá eins mikið af leikjum Reykjavíkur- mótsins nýafstaðna, eins og jeg vildi, get jeg heldur ekki ritað um það eins og jeg hefði kosið, En jeg sá leiki hjá öllum fjelögunum, og þótt erfitt sje að gera sjer hug- myndir um mótið í heild, án þess að sjá það allt, má þó nokk uð marka frammistöðu liðanna við það að sjá tvo leiki hvers þeirra af þrem. Það sem í mínum augum var merkilegast og um leið gleði- legast við allt mótið, voru hin- ar miklu framfarir, sem mjer finnst K. R.-liðið hafa tekið siðan á íslandsmótinu í sumar, þótt ekki sje lengra farið. — Þakka jeg það að miklu leyti auðsýnilega ágætri þjálfun, ásamt skynsamlegri niðurröð- un liðsins á leikvelli. — Mesti styrkurinn við breytingar þær, var að mínum dómi sá, að nú ljek Oli B. Jónsson útframvörð, en þótt K. R. liðið væri að ýmsu gott á íslandsmótinu, þá voru það hliðarframverðirnir sem brugðust. — Nú kom það ekki fyrir. , Breytt leikaðferð. Öðru tók jeg eftir, sem mjer fannst ánægja á að horfa, en það var það, að mjer finnst K. R.-ingarnir vera að breyta um leikaðferð. Stuttu spj’rnurnar voru ao jeg held fleiri en þær löngu í þeim leikjum. sem jeg sá til liðsins á mótinu. Og það var ekki aðeins svo, að það væru stultar spyrnur. þær geta farið út í veður og vind, hjá liði, sem ekki hefir æft þær. — Mjér fannst þær oft ótrúlega nákvæmar hjá liði, sem svo ný- lega hefir tekið þær upp að nokkru ráði. — Um snerpuna og sigurviljann þarf ekki ao ræða. Þau einkenni K.R. þekkja allir, sem völlinn sækja. Einstaklingar. Að öðrum ólöstuðum finnst mjer Óli B. Jónsson vera K. R.-liðsins ,,stóri maður“ eftir þetta mót. Annars bar þar líl- ið ú að einn skaraði langt fram úr öðrum, til þess er liðið of samstillt. Bakverðir og mark- vörður voru allir góðir, án þess þó að afreka neitt sjerstakt hver um sig. Markmaðurinn hefir öðlast mikið öryggi síðan á íslandsmótinu, Framlínan er góð, en það sem á kann að vanta þar, er að menn skjóta ekki nógu oft, það er gamla sag an, enda skoraði liðið allt of fá mörk á mótinu, miðað við alla I frammistöðu í leikjunum. Kant | mennirnir báðir eru góðir og getur hinn ungi hægri kant- maður, Ólafur, áreiðanlega orð ið sjerstaklega mikill leikmað- ur, ef hann æfir vel og lengi og kostgæfilega og fær fram- haldandi æfingu í kappleikjum. Hafliða hef jeg aldrei sjeð betri en á þessu móti. Ekkert oflof. Mörgum kann nú að finnast þetta oflof, sem jeg hefi sagt um K.R.-liðið og frammistöðu þess á mótinu. En mjer finnst það svo mikill viðburður, þggar einn flokkur lyftir sjer skj ndi- lega langt upp fyrir það þrep, sem hann hefir staðið á, ef svo mætti segja, að þess sje vert að geta. Og þetfa hefir ekki gerst með neinum göldrum, síður en svo, heldur hinum sanna áhuga, umhugsun og þjálfun, hvenær sem tómstundir gáfust. Vil jeg því óska K, R.-ingum til ham- ingju með verðskuldaðan sigur, og veit jeg að þeir bregðast ekki trausti mínu nje annarra og verða ljelegri á næsta móti. Hin tiðin þrjú. Það, sem jeg hef sagt um K. R. hjer að framan, ber ekki að skilja svo. að það lið sje komið í eitthvert æðra veldi fyrir ofan öll hin. — Nei, það var um framfarirnar, sem jeg var að tala. Enn eru liðin yfirleitt fremur jöfn, eins og sjá mátti á úrslitum leikjanna. — Valur var ekki eins góður og á ís- landsmótinu, Víkingur að sumu leyti betri, en að sumu leyti Ijelegri, það var eins og það lið geti aldrei verið jafngott tvo leiki í röð. Víkingar unnu K. R. í besta leik sínum á mót- inu. þá hafði liðið það sern það- hefir stundum, en bara of sjald an. trúna á sjálft sig og sig- urinn og varð auðvitað að henni. En stundum er eins og Víkingarnir haldi endilega að þeir þurfi að tapa, verði að tapa — og þá tapa þeir auðvitað líka, því ekkert gerir eins víst að lið tapi leik, og að það haldi það sjálft, eða að minnsta kosti ein hverjir í því og þeir þurfa ekki að vera margir. Jeg skil ekki almennilega hvað komið hefir fyrir skot- menn Vals á þessu móti, hjá þeim fór alll fyrir ofan garð og neðan, þeir settu ein 2 mörk í þrem leikjum. og eru þó flest- if framherjar Vals sæmilegar skyttur. Vörnin var heldur ekki eins stöðug og hún hefir jafnan verið. Fram er nú niðri í hálfgerð- um öldudal, eins og eitthvert eða einhver fjelaganna eru Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.