Morgunblaðið - 18.08.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.08.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 18. ágúst 1944. Hkwtttmlilðklft Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórár: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: fvar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Leabók. Er nokkur önnur leið? UM FÁTT er meira skrafað en nauðsyn þess að vinna bug á hinni geigvænlegu dýrtíð í landinu og um fátt er minna samkomulag en aðferðirnar til þess að sigrast á dýrtíðinni. Núverandi stjórn var beinlínis sett á laggirnar með þeim höfuðtilgangi að sigrast á dýrtíðinni. Gaf hún um það skeleggar yfirlýsingar í upphafi. Árangurinn hefir orðið minni, en samviskunni í þessum málum að vissu leyti stungið svefnþorn með því að halda niðri dýrtíðar- vísitölunni með stórkostlegum fjárframlögum úr ríkis- sjóði. Framundan eru svo horfur þær, að ekki blæs enn byr- lega. Á sumri því, sem nú er að líða, hefir framleiðslu- kostnaður landbúnaðarins verið verulega hærri en áður. Þá er og hitt, að fyrr en varir getur skort fje í ríkissjóð til þess að inna af höndum hinar stórkostlegu greiðslur til þess að halda niðri dýrtíðarvísitölunni með því að greiða verðuppbætur á landbúnaðarvörurnar. Það sýnist því óhjákvæmilegt, að stórfeldar hækkanir á verði landbún- aðarafurða sjeu framundan, ef eigi verður að gert. Sam- hliða þessu hafa svo verið bornar fram kröfur um miklár kauphækkanir af hálfu stjettarfjelaga, en þar sem kaup- gjaldið er stærsti liður framleiðslukostnaðarins í nær öllum atvinnugreinum, fer ekki hjá því, að af kaup- hækkunum myndi leiða stórfeldar verðhækkanir, ef at- vinnureksturinn á að bera sig. Alt eru þetta næsta einfaldar og augljósar staðreyndir. Hitt er jafn augljóst, að með stöðugt hækkandi fram- leiðslukostnaði í landinu, er verið að grafa undan f járhags afkomu þjóðarinnar í framtíðinni, þar sem hún hættir þá von bráðar að geta framleitt útflutningsverðmæti með því verði, sém aðrar þjóðir fást til að greiða fyrir þau. Er nú nokkur leið önnur en að sameinast um að binda loksins enda á það geigvænlega öryggisleysi, sem dýr- tíðinni er samfara? Verða ekki hin smærri og þrengri sjónarmið að víkja, þegar framtíðarheill þjóðarinnar er í veði? Lítið mál en nokkuð táknrænt Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær var m. a. til um- ræðu tillaga um lokunartíma brauðsölubúða. Af um- ræðunum mátti ráða að nokkuð hafði verið um þau mál rætt milli starfsstúlkna og vinnuveitenda í þessari at- vinnugrein og ekki fullt samkomulag. Tillögur voru fram bornar í bæjarstjórninni um að stytta vinnutíma starfsstúlknanna, loka brauðsölubúð- unum fyrr en áður, daglega kl. 6 í stað 7 áður, og nokkrar fleiri breytingar. Við umræðurnar um þetta mál gerði fulltrúi kommún- ista, sem að vísu hafði sitt hvað við tillögurnar að at- huga, að lokum þannig grein fyrir atkvæði sínu: ,,Jeg er með málinu — af því að það er í berhöggi við það, sem vinnuveitendur vilja vera láta og af engu öðru“. Hjer er ekki um stórmál að ræða, en þó nokkuð tákn- rænt. Það háttar svo til, að kommúnistar hafa lagt sig1 mjög eftir því að fara með umboð verkamanna og vinnu- fólks í stjettarfjelögum og samninganefndum við atvinnu- rekendur. Góð sambúð og gagnkvæmur skilningur verka- fólks og vinnuveitenda er eitt þýðingarmesta atriði at- vinnulífsins í landinu. Nú má nærri geta, hvernig fara muni í þeim efnum, ef annar aðilinn gengur með því hugarfari til móts við hinn að vera með einu eða öðru, af því að hann veit að það er hinum á móti skapi, og af „engum ástæðum öðrum“. Er ekki ómerkilegt hlutverk þeirra manna í atvinnulífi þjóðarinnar, er þannig hugsa? Og það er ekki ófróðlegt fyrir verkafólk að fá svo berorða yfirlýsingu af hálfu kommúnista, því að hugarfar fjöldans er ekki í samræmi við slíkan öfuguggahátt og andlegt óheilbrigði. Brjef: Ætti að hefja hús- byggingar á Landa- kotstúni og Aust- urvelli! SÚ ÓTRÚLEGA saga geng- ur um bæinn, að einn eða tveir menn sjeu að reyna að útvega sjer byggingarlóðir sunnan und ir Landakotskirkjugaflinum. - Þessi saga mun ekki vera grip- in úr lausu lofti, og mun róð- urinn vera sóttur allfast, en þó í kyrþei, eftir því sem verða má, því hætt er við, að almenn ingi mundi ekki lítast á blikuna, ef hann ætti þess kost að átta sig á málinu og gefa um það sinn úrskurð. í sjálfu sjer væri ekki nema meinlaust grín, þó einhver, sem vanhagaði um byggingarlóð á þægilegum stað, ljeti sjer til hugar koma að byggja utan í Landakotskirkjuna, en að láta sjer detta í hug að fá skipulagi höfuðstaðarins breytt til þess, er hlutur, sem ekki^ margir mundu vera fíknir í að láta hafa sig til að gera. Það sýnist heldur ekki nema sanngirniskrafa, að bærinn standi við sett skipulag og gef- in loforð. Því hvað þýðir að hafa skipulag, ef það er færan- legt og breytanlegt hvað ofan í annað eftir óskum Pjeturs og Páls? Landakotstúnið er þegar orð ið altof lítið. Bæjarbúar eiga heimtingu á því, að það verði tekið til afnota sem almennings garður. Sú ráðstöfun ein er 1 þágu almennings, og önnur ekki. Ef svo fer, að Landakotstún verði bútað niður í byggingar- lóðir nokkuð meira en orðið er, þá spyr almenningur: Hve- nær kemur að Austurvelli? Tryggvi Ofeigsson. Svíar leggja 409 milj. kr. lil aljsjóð- legrar endurskipu- lagningar Stokkhólmur: Eins og nýlega hefir verið skýrt frá, fór sænski fjármála ráðherann fram á það við sænska þingið, að það sam- þykti aukafjárlög, þar sem m. a. væri gert ráð fyrir 200 milj. kr. til alþjóðlegrar end- urskipulagningar eftir stríð, en áður hafa 100 miij. kr. verið á fjárlögum til hins sama. Sænska stjörnin hefir nú enn farið fram á 100 milj. króna til endurskipulagn- ingar og hefir sænska þingið þá samþykt fjárlög, þar sem samtals 400 milj. kr. skal varið til endurskipulagn- ingarinnar. Stjórnin hefir þegar fengið til umráða 100 milj. kr. af upphæð þessari, og hefir mik- ill hluti þess fjár verið lánað- ur norsku stjórninni í London til að kaupa á sænskum af- urðum eftir stríð. \Jílverji óbripar: |,,»T,»T ,»tijifr i^i i*i i*i r*ii*i^ * | f U Á aaieaa Íí^inu <t<> ♦ ♦ ♦ ♦ Á ferö og flugi. FÓLKIÐ er að spóka sig um landið í góða veðrinu. Sumar- leyfin standa enn sem hæst, sem sjá má hjá mörgum fyrirtækj- um í bænum, þar sem víða er ekki nema hálfskipað í sæti, eða við afgreiðslu. Alt er á ferð og flugi. Farartækin, yfirfull, þeysa um þjóðvegina um landið þvert og endilangt og dagleiðirnar _verða langar hjá sumum, því nú er hægt að komast í bílum á tveimur klukkustundum það sem áður voru tvær dagleiðir á hestum. Það sem einkum ein- kennir ferðalög á þessu sumri er hve erfitt er að fá veitingar og gistingu. Það er varla til það gistihús á landinu, sem ekki er fullskipað og þar sem panta þarf með margra vikna fyrir- vara til að fá rúm. Veitingastaðir eru fáir og mjög er misjafnlega framreitt. Veitingamenn kenna um fólks- eklu. Dæmi eru til þess, að kunn ir veitingastaðir, sem reknir hafa verið árum saman, hafa verið lokaðip í sumar vegna þess að ekki hefir fengist fólk til að vinna. 0 „Allir sofandi, sem ráða“. VISSULEGA eru það óþæg- indi fyrir ferðamenn að geta ekki fengið keyptan greiða, en hitt er þó verra, að mæta kujda og jafnvel ókurteisi, þó leitað sje hófanna um kaup á kaffi- sopa, brauðbita eða gistingu. Fyrir nokkrum dögum kom ferða fólk í slæmu veðri að næturlagi á landskunnan sögustað. Þar er vel húsað, enda hefir ríkissjóð- ur greitt tugþúsundir króna til húsabygginga á þessum stað. Menn voru á ferli, þó liðið væri á nóttu, er ferðafólkið bar að garði. En þegar spurt var kurt- eislega, hvort nokkur von væri um gistingu, voru tilsvör heima- manna alt að því hrottaleg, eins og aumingja fólkið hefði stór- móðgað mennina með spurning- um sínum. Eina svarið sem fjekst var, að „allir væru sof- andi, sem rjeðu“, og svo ekki meira um það. Það þarf þó ekki að vera í vandræðum að hýsa fólk á sveitabæjum á þessum tíma árs, er hlöður allar eru fullar af ilm- andi töðu. Hreint ekki í kot vís- að að leyfa ferðamönnum að fleygja sjer í hlöðu yfir eina nótt. o Ónæði af ferðalöng- um. SEM BETUR FER ríkir ekki alstaðar sami þursahátturinn í íslenskum sveitum eins og hjer hefir verið lýst. Víðast hvar rík- ir enn hin gamla, góða og róm- aða íslenska gestrisni. Gestum er tekið af alúð og veitt er eftir föngum. Hin hliðin á þessu máli er svo ónæði, sem ferðalangar gera í sveitum landsins. Það er skilj- anlegt, að sveitafólkið hafi ann- að að gera um hábjargræðistím- ann, en að sitja yfir gestum, og það ættu ferðamenn að skilja og gera sjer að reglu að gera sveita fólki sem allra .minst ónæði. m Sjálfum sjer nógir. ' FERÐAMENN ættu að gera sjer að reglu að vera sem mest sjálfum sjer nógir á ferðalög- um um landið. Taka með sjer nesti, svo þeir þurfi ekki að vera upp á aðra komnir í þeim efnum. Þeir, sem þannig ferð-- ast, munu og komast að raun um, að ferðalagið verður skemti legast á þann hátt. Á þetta eink- um við þá, sem ferðast í eigin farartækjum. Það, sem hjer að framan hef- ir verið drepið á, eru sundurlaus þankabrot eftir stutt ferðalag. En það er margt fleira, sem ger- ist í daglegu lífi ferðamannsins, sem minnast mætti á og verður ef til vill einstökum atriðum gerð betri skil síðar. • Vegamerkingár. VEGAMERKINGAR eru væg- ast sagt ákaflega ómerkilegar víðast hvar hjer á landi, þó nokk uð hafi verið úr bætt hin síðari árin. í nágrenni við stærstu þorp og bæi hafa bæði íslendingar og setuliðsstjórnin merkt vegi sæmilega vel, bæði hvað snert- ir hættumerki við torfærur og leiðarvísa. En þegar kemur út í sveitirnar eða á fjallvegi, þekkj- ast vegamerki varla. Síðan hin glöggu og vel gerðu landabrjef danska herforingja- ráðsins urðu ófáanleg, hefir ver ið erfitt að fá íslandskort, sem nokkuð gagn er í til að ferðast eftir. Leiðarvísar á þjóðvegun- um eru því nauðsynlegri en áð- ur. — Það er hægt að aka tugi kíló- metra án þess að sjá einn einasta leiðarvísi á fjölförnum þjóð- brautum. Það þekki&t ekki, eða varla, að merki sjeu við afleggj- ara heim að bæjum. Víða háttar svo til, sjerstak- lega þar sem ekki eru upphleypt ir vegir, að svonefndir „afleggj- arar“ eru alveg eins og aðal- þjóðbrautin, enda kemur það oft fyrir, að menn villast inn á þessa afleggjara og lenda langt úr leið. Ómerktir vegastubbar KALDADALSVEGURINN er gott dæmi um, hve ómerktir vegarstubbar geta valdið ferða- mönnum, sem um veginn fara í fyrsta sinn, óþægindum, töfum og leiðindum. Víða eru „blind- ir“ vegarkaflar út frá aðalveg- inum, en vegna þess, hve umferð er lítil um þenna veg, sjást hjól för ógreinilega og er ilt, eða ó- mögulegt að átta sig á, hvað er aðalvegur og hvað er „blindur“ vegur. En ekki hefir vegagerð- armönnum dottið í hug að setja merki til að leiðbeina bílstjór- um í þessum efnum. Aðeins á einum einasta stað á þessum langa vegi hefir verið hlaðið fyrir slíkan vegarkafla. En það er ekki einungis á Kaldadal, sem þessu er þannig hagað. Meira að segja þar sem vegagerðarmenn eru að vinna, dettur þeim ekki í hug að- setja merki við ófullgerðan veg, enda kemur það oft fyrir, að bílstjór- ar villast inn á nýja vegi, sem ekki eru fullgerðir. — Hjer er sannarlega. verkefni fyrir vega- málastjórnina og sýslustjórnir víða um land. Ef vel væri, ætti að vera leiðarvísir við hver ein- ustu vegamót. 0 Þökk fyrir brjefin. Á MEÐAN jeg hefi verið í sumarfríi hafa lesendur mínir sent mjer kynstrin öll af brjef- um. Því miður hefir mjer ekki unnist tími til að lesa þau öll, en á næstunni mun jeg birta þau og ræða um þau málefni, sem drepið er á. Vil jeg nota tæki- færið til að þakka öllum brjef- riturunum kærlega fyrir til- skrifin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.