Morgunblaðið - 19.08.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.08.1944, Blaðsíða 1
mtWfe 81. árgungur. 185. tbl. — Laugardagur 19. ágiist 1944. Isafoldaxprentsmiðja h.f. ÞJÓÐVERJAR A LEIÐIIMNI AÐ YFIRGEFA ALLT FRAKKLAND? Bandaríkjamenn 80 km. lyrir sininan Tonrs )MÍ-/<S pToulouSe . VtllrjTtj! \J^3 ,. .>¦'•' 1 N 'P<~í.*-fy- [P^-r~— F-K'ct, ttr tO Lt OC(Up'(d by Ct ./v.J/:v. !P2 Kortið sýnir skiftingu Frakklands eftir vopnahljessamningana 1940. Borgin Tours sjest við norðvesturhorn hin.*\ óhernumda suðurhluta Iandsins. en nú eru bandamenn sagðir komnir suður- fyrir hana. Forseti íslands fer til Band.arLkian.na Verður geslur Banda rík jasfjórna r ———— Frá utanríkisráðuneytinu barst blaðinu eftirfarandi seint í gærkveldi: FORSETI ÍSLANDS fer í næstu viku í stutta ferð til Bandaríkjanna. Mun hann sitja boð Roosevelts forseta í Hvíta húsinu í Washington og verða gestur Bandaríkjastjórn ar meðan hann dvelur þar í landi. Utanríkisráðherra Vilhjálm- ur Þór verður í för með forseta og auk hans Pjetur Eggerz for- setaritari og Bjarni Guðmunds- son blaðafulltrúi. Af þessum sökum verður för forseta íslands um Suðurland, sem ráðgerð hafði verið, frest- að fram í næsta mánuð. Við íslendingar lítum á þetta heimboð Bandaríkjastjórnar sem vináttuvott frá hinni miklu þjóð vestan hafs, sem varð fyrst til þess að viðurkenna íslenska lýðveldið og verður nú fyrst til þess að sýna hinum nýkjörna forseta þess þessa vinsemd. Hernám Þýskalands samþykf af banda- --------------------? Mófspyma Þjóð- verja í Frakklandi brotin" segja Bandamenn London í gærkveldi. Herforingi einn í aðal- stöðvum bandamanna í Norður-Frakklandi ljet svo um mælt í kvöld: ..Þjóðverjar geta ekki lengur annað en varist með baksveitum í Norður- Frakklandi og munu nú verða undanhaldsorustur. Alvarleg mótspyrna þeirra er brotin. Engin merki sjást þess að Þjóðverjar ætli að reyna að verjast við Signu, og er varla nokkur mögu- leiki á því að þeir geti sent fram annan fyrsta flokks her í Norður-Frakklandi. Orustan um Normandi er unnin. Máttur Þjóðverja til alvarlegrar mótspyrnu í Frakklandi er brotinn". Reuter. D- -n Roosevelt forseti sagði á' Maðaniannafnndi í dag, að Bandaríkjamenn, Bretar og Rússar hefðu nú samþykt sín í milli, að Þýskaland skyldi, hernumið eftir styrjöldina, þótt hún bærist ekki inn í landið sjálft, áður en henni lyki. — Kvað Roosevelt ráð- stefnu um þetta mál mi standa yfir milli þriggja fyrrnefndra þjóða og væri samkomulag hið besta. — Ennfremur kvað, Roosevelt enginn vandi mundi vera að fá Kínverja, til þess að samþykkja hernám Japans. Roosevelt ljet þess getið, að* Churchill og hann myndu hitt- ast bráðlega aftur. — Reutev. Banni afljett. London: Afljett hefir verið umferðabanni um ýms svæði nærri Forthfirði í Skotlandi. Mega nú aðrir en íbúarnir koma inn á svæði þessi. Bandamenn komast yfir Arno London í gærkveldi: — Fregnir frá Italíu í dag herma, að hersveitir banda- manna hafi komist yfir fljót- ið Arno á einum stað fyrir austan Florens. Þar eru nii háðir bardagar. Frjettaritar- ar telja líklegt, að banda- menn muni bráðlega aftur hefja sókn á Italíuvígstöðv- unum. 1 Florens er nú alt kyrt að kalla, en ekki munu fasistar þeir, sem gert hafa banda- mönnum óskunda í borginni, allir vei'a handsamaðir eða feldir enn, þar sem tilkynt er í dag, að leyniskyttur láti enn talsvert á sjer bera í borginni. — Reuter. I Norður-Frakklandi halda Þjóðverjar undan London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. SÚ FREGN BERST frá opinberum þýskum heimildum í kvöld, að borgin VENDOUVRE sje nú í höndum f jandmannanna. Vendouvre er um 80 km. fyrir sunnan borgina Tours og má hún teljast í Mið- Frakklandi. Herfræðingar telja þetta benda ótví- rætt til þess, að ein skriðdrekafylking Bandaríkja- manna geisi þarna suður á bóginn frá Angers. án þess að nokkuð hafi verið um það getið af banda- manna hálfu, og ennfremur gefur þessi fregn til- efni til að álykta, að: ÞJÓBVERJAR SJEU AÐ YFIRGEFA VESTURFRAKKLAND ALLT, og máske landið alt í heild. UNDANHALDIÐ Á NORÐURVÍGSTÖÐVUNUM í allan dag hafa Þjóðverjar haldið áfram undanhaldi sínu á Norðurströnd Frakklands og langt suðureftir. Kanadamenn nálgast nú borgina Lisieaux og fara hratt á eftir Þjóðverjum. Einnig hafa Bretar sunnar og Banda- ríkjamenn á Argentansvæðinu haldið áfram eftirförinni, og hafa flugvjelar bandamanna eyðilagt mikið af farar- tækjum þeirra, með látlausri sprengju- og vjelbyssuskot- hríð. ORUSTURNAR VESTAN PARÍSAR Fáar fregnir og engar nákvæmar hafa borist um gang Frh. á 4. síðu. Stöðug fmmsókn í Suður-Frakklnnd Orusfuskipið Sfrassburg Easfc London í gærkveldi. Einkaskeyli til Morgun- blaðsins frá Reuter. í dag hafa bandamenn haldið áfram að vikka út yfirráðasvæði sitt í Suður-Frakklandi á alla vegu. Hafa þeir nú komist í læp- lega 12 km. fjarlægð frá flotahöfninni Toulon og að mestu rofið samgönguleiðir til borgarinnar með lofiárásum og fallbyssu*- skothríð. Flugvjel hrapar á bónda býli. London: Þegar herflugvjel hrapaði á bóndabæ í Cromarty kviknaði í bænum. Fórst þar í eldinum sonur bóndans, 15 ára gamall. Áhöfn flugvjelarinnar bjargaðist. Á höfninni í Toulon liggur franska orustuskipið Strass- burg, og skutu Þjóðverjar ur hinum stóf'u falbyssum þess á hersveitir og stöðvar banda- manna. Voru þá sendar flug- vjelar til árása á skipið og tókst þeim að hæfa það með tveim meðalstórum sprengjum. Ekki er þó víst að þaggað hafi ver- ið niður í 'byssum þess. Strasaburg var sökkt í Tou- lonhöfn í róvember 1942, en Þjóðverjar höxðu náð skipinu Frh. á 4. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.