Morgunblaðið - 19.08.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.08.1944, Blaðsíða 2
* 2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 19. ágúst 1944, Rússur tuku Sundomirez Þjóðverjar sókn í hefja gagn- Lettiandi London í gærkveldi: Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Dagskipan var út gefin í Moskva í kvöld, þar sem Stalin skýrir frá því, að Rússar hafi í dag tekið borg- ina Sandomierz, en hún stendur vestan Yislufljóts, í Vestur-Póllandi. Var sagt í tilkynningunni, að borgin hefði verið tekin eftir harð- ar orustur af herjum Koni- evs marskálks. — Einnig er sagt að Rússar hafi fært all- mjög út kvíarnar vestan Vislu. Fregnritarar í Moskva segja, að| Þjóðverjar hafi byrjað gagn , sókn í Lettlandi með það fyrir augum, að koma til hjálpar ; herjum sínum í Eystrasaltslönd i unum. Hafa þeir haldið uppi ; miklum áhlaupum í grend við ' Shavli og eru bardagar þar xnjög harðir. Rússar kveðast hafa orðið að láta undan síga þarna lítiðeitt. Við landamæri Austur-Prúss lands eru orustur háðar. Ekki munu þó rússneskir herir enn vera komnir á þýska grund, en sagt er þó, að Rússar skjóti af fallbyssum á þýsk þorp og bæi handan landamæranna. Við Wilkovice, ekki langt frá landamærunum, hafa bardagar verið afar harðir og kveðast Þjóðverjar hafa mist þenna bæ aftur, en þeir náðu honum á ný af Rússum fyrir nokkrum dögum síðan. Ekkert er að frjetta um breyt ingar á vígstöðvunum við Karp atafjöllin, en þar munu þó bar dagar hafa verið allharðir. Á Eystrasaltsvígstöðvunum hafa Rússar komist yfir eiði milli Pskovvatns og Peipus- vatns, og segja Þjóðverjar að bardagar sjeu þarna í algleym ingi. Flugfjelagið eignast þriðju flug vjelina l’LUGFJELAG ÍSLANDS hefir nú tekið nýjustu flugvjel sína, T F 150, til notkunar. í fyrradag var fyrsta reynsluflugið farið og reyndist vjelin í alla staði hin ágætasta. Flugvjelin er frá Rretlandi, frá De Havilland verksmiðjunum, en gerðin er Dra- gon Rapide. Er hún tvíþekja knúin tvéim hreyflum og er hvor þeirra 200 h. og getur vjelin flogið, án þess að taka nýjan elds- neytis foi'ða, sex klukkustundir, með 6 fai;þega og flutning, en í styttri flug, t. d. upp í Borgarfjörð og annara nærsveita, getur hún haft 8 farþega innanborðs. Öll er vjelin búin nýtísku tækjum. stólar allir klæddir gráu skinni og loftræsting mjög' góð; gelur hver farþegi te nprað það eftir vild. Vjelamenn og aðrir starfs- xnenn Flugfjelagsins unnu að samsetningu vjelarinnar hjer og tók það þá hálfan mánuð. Svo sem kunnugt er, er Örn Johnson, framkvæmdastjóri fjelagsins, nú" í Bandaríkjun- xxm. Vinnur hann að kaupum á sjóflugvjel eða flugbáti, en íjelagið á nú enga sjóflugvjel. Ekki er enn vitað pm, hversu stór vjel þessi verður, en von- ast er til að vjel þessi geti kom- ið hingað til landsins á komandi hausti eða snemma í vetur. Takist Erni að kaupa slíka vjel, e< hugmyndin að hún haldi uppi ferðum til Aust- og Vestfjarða, en þar eru aðstæður allar fyrir hyggingu flugvalla mjög erfið- -ar. f lugfjelag íslands á nú þrjár flugvjelar. Eru þær allar tví- hreyfla. Tvær eru De Havilland ■og ein Beechcraft. LONDÖN: Þýska frjettastof o.ri hermir, að búlgarska stjórn in hafi fyrirskipað, að Jagt fikuli niður útbreið.sl uráðu- neyti ríkisins. Það hefir að- ein> starfað í svö ár. Merk söguleg sýning í Svíþjóö Stokkhólmur; „10 þúsund ár í Svíþjóð“ nefnist söguleg yfir- litssýning í Sögusafninu í Stokkhólmi. Sýning þessi er einstök í sinni röð, og hafa yf- ir 75.000 Svíar sótt hana á síð- astliðnu ári. Sýningin gefur glöggt yfir- lit yfir sögu Svíþjóðar á þessu langa tímabili, og eru þar fofn- menjar, Ijósmyndir og kort, sem öllu saman er skipulega raðað niður. Á sýningunni er lýst lífi fyrstu landnámsmanna Sví- þjóðar, eins og það er álitið af fornmenjafundum frá fyrri hluta steinaldarinnar, skýrt frá ferðum víkinganna og kristnitökunni um árið 1000 og hinum geysilegu áhrifum, sem hún hafði á menningarlíf Svía o. s. frv. Þar sem sýning þessi hefir vakið svo mikla athygli, hefir sögusafnsstjórnin ákveðið að gefa út bók með sama nafni og sýningin. í bókinni vferða um 900 myndir úr sögusafninu. — Með bók þessari mun veruleg- ur skerfur verða lagður til rannsókna á sögu Svíþióðar. Vörn Þjóðverja í Si. Malo þrotin Þeir vörðust þar í þrjár vikur. Tilkynt hefir verið að vörn Þjóðverja í franska St. Malo sje nú þrbtin, en hún stóð sam fleytt þrjár vikur, og segja Þjóðverja að varist hafi verið gegn ofurefli liðs. Að lokum hafði varnarliðið ekki önnur vopn, en rifla og vjelbyssur, fallbyssur allar höfðu eyðilagst í stórskotahríð og loftárásum bandamanna. Foringi liðsins í St. Malo var von Auloch ofursti, og er hann sá, að vörnin var að verða ó- möguleg, sendi hann Hitler svohljóðandi loftskeyti að sögn þýsku frjettastofunnar: „Vjer höfum gert vort ýtrasta og er- um að þrotum komnir. Megi Guð halda verndarhendi sinni yfir yður“. Þessu skeyti svaraði Hitler um hæl: „Jeg þakka yður og 1 hetjum þeim sem með yður berjast, í mínu nafni og nafni þýsku þjóðarinnar. Nöfn yðar og þeirra allra mun sagan geyma.“ Von Auloch ofursti er sagð- ur 31 árs að aldri, hinn yngsti af þrem bræðrum. Báðir bræð- ur hans fjellu í fyrri heimsstyrj öld, ungir menn. —-Reuter. Breskir némamenn mynda allsherjar- samband Breskir námamenn hafa í hyg'gju að stofna með sjer allsherjarsamhand, í stað sjálfstæðra hjeraðssambanda, sem áður voru. Eiga þá hjer_ aðásamböndin að mynda ein samtök um öll mál, sem varð- ar kaup’ og kjör, en hjeraða- samböndin annast framvegis einkamál hjeraðanna, trygg- ingar o. s. frv. — Þetta er á- litið komast í framkvæmd að- allega vegna þess, hve kaup námamanna er ákaflega mis- jafnt í hinurn ýmsu hjeruð- um. — Reuter. Friðarumræður á Búlgaríuþingi Ankara í gærkveldi: Ilingað hafa borist fregnir um það, að búlgarska þingið hafi rætt um það nýlega, hvort stjórninni myndi ekki auðið að fá frið við andstæð- ina landsins í styrjöldinni. — Kvað forsætisráðherrann þetta myndi verða reynt af fremsta megni, og er sagt, að þing- heimur hafi fagnað mjög þeim ummælum hans. Hitabylffja á Spáni LONDON: Mikil hitabylgja hefir gengið yfir Spán og valdið stórtjóni á gróðri. —- Einnig hafa allmargir menn fengið sólsting og dáið. Iiit- inn var mestur á hásljettunni umhverfis Madrid. Myndir frá ferbaiagi forseta til Vest- mannaeyja og Austurlands Forseti, forsetaritari, bæjarstjóri og bæjarfógeti Vestmanna- eyja ganga upp bryggjuna í Vestmannaeyjum. Að baki þeirra er mannfjöldinn, sem safnast hafði saman á bryggjunni til þess að taka á móti forsetanum. Forseti gengur upp bryggjuna á Norðfirði ásamt bæjarfóget- anum í Neskaupstað. íþróttam enn stantla heiðursvörð. Forseti stígur af skipsfjöl á Seyðisfirði. Gegnt honum stend- ur bæjarfógetinn á Seyðisfirði. Lítil börn með íslenska fána standa á bryggjunni og íþróttamaður, sem ber fána Seyðis- fjarðar. Myndirnar tók Vigfús Sigurgeirsson Ijósmyndari, og tók hann einnig myndir þær úr för forseta, sem birtust í Lesbók Morg unblaðsins s. s. sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.