Morgunblaðið - 19.08.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.08.1944, Blaðsíða 11
Laugardag'ur 19. ágúst 1944. MORGUNBLAÐIÐ 11 Ffmm mínúfna krossgáfa Lárjett: 1 fiskur — 6 dugleg — 8 slá — 10 húsdýr (þolf.) — 11 gerðir fært — 12 í frystihús- um — 13 frumefni — 14 gruna -— 1 skip. Lóðrjett: 2 tveir eins — 3 trú — 4 líkamshluti — 5 dögurð -— 7 skemdar — 9 tímatal (ef.) ■— 10 í líkama — 14 keyrði — 15 slagur. Fjelagslíf ÆFING I DAG. / Á Gamla íþróttavell- inum: Kl. 2 e. h. Knattspýrna 2. fl. Stjóm K.R. Stúlkur — Piltar! ÁRMENNXN GAR! Sjálfboðavinna í Jósefsdal um hclg- ina. Farið í dag kl. 2 og kl. 8, frá íþróttahúsinu. Uppl. síma 3339, kl. 12—13 í dag. FARMIÐAR í skemtiferðina óskast sóttir fvrir hádegi í dag í Veggfóðrarann. Lagt á staíf kl. 2,30 frá Iðn- skólanum. Kaup-Sala TIL SÖLU Dívan og nokkrir kjötkútar. lTppl. síma 1270. NOTUÐ HÚSGÖGN keypt ávalt hæsta verði. — Sótt heim. — Staðgreiðsla. — Sími 5691. — Fornverslunin Grettisgötu 45. KAUPUM allskonar húsgögn, ný og not- !uð. Ennfremur gólfteppi, fið- [ursængur og ónýta dívana. SÖLUSKÁLINN Klapparstíg 11. Sími 5605. Vinna SNÍÐ KÁPUR og dragtir á börn og full- orðna. Þórður Steindórsson, feldskeri, Klapparstíg 16. HREIN GERNIN G AR Magnús Guðmundsson. Jón & Guðni. Sími 4967. HREINGERNINGAR húsamálning, viðgerðir o. fl. Öskar & ÓIi. Sími 4129. K*<.*X*.***X*<*<**X,*X*<.<*»X.<.*X,.X»*X Húsnæði IBÚÐ Ung hjón óska eftir að fá leigða 4 herbergja íbúð, eða heála hæð. 2 herbergi og eld- hús gæti komið í skiftum. ; . Sími 2978. Hóladagur 1944 Sunnudaginn 13. ág. fjöl menntu Skagfirðingar heim að Hólum. Mættu þar og ýmsir aðrir, þar á meðal nokkrir á- gætir gestir. Stofnað var þar til samkomu, er helguð “ýar minningu Hólastaðar, og þá sjerstaklega Jóns biskups Ara sonar. Var samkomunni stjórn að af ,,Hólanefnd“. Er prófast- ur Guðbrandur Björnsson for- maður nefndarinnar. Hófst sam koman með guðsþjónustu 1 Hóladómkirkju laust fyrir nón bilið. Sr. Bjarni Jónsson vígslu biskup söng messu. Prjedikaði hann útaf Lúk. 19. 41—48. — Var ræðan þrungin krafti og alvöru hins síunga kennimanns enda flutt undir áhrifum frá öldum og atburðum og andlegri magnan staðarins. Kirkjan var troðfull af fólki. Kirkjukór Sauðárkróks annaðist sálma- sönginn. Var það gjört af mik- illi prýði. ■—■ í messulok flutti Brynleifur Tobíasson menta- skólakennari mjög skörulegan fyrirlestur um Guðbrand bisk- up. Þá flutti einnig erindi í kirkjunni Matthías Þórðarson, fornm.vörður. Var því mjög vel tekið. Fjallaði það um starf það, sem unnið hefir verið undanfarin ár í þá átt að færa kirkjuna sem mest í sinn forna búning. Afhenti hann og upp- festi í kirkjuna tvær copíúr af gömlum myndum af Guðbrandi bisk. Þoilákssyni og Gísla bisk. Magnússyni eftir tvo unga lista menn: Eggert Guðnason og Sig ríði Sigurðardóttur. Skýrði hann frá gjöf til kirkjunnar frá Jóhannesi Reykdal trjesmíða- meistara. Er það hurð ein mik- il og rammleg með fornlegum umbúnaði, fyrir aðaldyr kirkj- unnar. Vegleg smíð og verðug slíkri kirkju. — Prófastur þakkaði ræðumönnum og hina höfðinglegu gjöf og myndir. — Var þá gengið úr kirkju og gæddu menn sjer nú um stund ^ ^ g+| |*| |*| ,,♦. tapað GULLARMBANSÚR í bilaðri keðju hefir tapast. Skilist gegn fundarlaunum á Bergstaðastræti 66. úti á góðviðrinu og á veiting- um heima á Hólastað. Um miðaftansbil kvaddi Hólanefnd menn aftur saman og nú til útifundar. Sigurður Sigurðsson fhitti ítarlegt erindi um störf nefndarinnar og hlut- verk og um ýmsar tillögur, er fram hafa komið á hennar veg • um. Sú var ein þeirra, frá Sig- urði Guðmundssyni bygginga-. meistara, að byggður yrði við Hóladómkirkju veglegur klukkuturn og þanig sameinað í eitt: minismerki Jóns Arason ar og nauðsynleg viðbót til fegrunar og fullkomnunar kirkjunni sjálfri. Var lögð fram frumteikning' þesarar hugmyndar. Skýrði Sig. Guð- mundsson sjálfur í ræðu hug- mynd þessa og reifaði málið. Einnig var hreyft byggingu skrúðhúss og kapellu við kirkj una, sem framkvæmd yrði þannig, að einnig hún yrði til vegs og' prýði fyrir heildarútlit kirkjuhússins alls. — Virtust menn yfirleitt hrifnir af tillög- um þessum. — Talaði prófast- ur svo til samkomunnar nokk- ur orð að lokum. Yfir þessum einstæða, heið- skíra sólskinsdegi, er beinlínis virtist nú hafa verið skotið inn á milli tveggja skuggalegra úr- fellisdaga, hvíldi andi vonar og gleði, andi eindrægni og sam- hugs og þess fórnarvilja, sem fús er þess að leggja eitthvað fram fj'rir þennan fornhelga, örlaga- og minningumríka sögustað íslenskrar þjóðar og Guðs kristni í þessu landi. — Munu Skagfirðingar ráðnir í að halda framvegis á sumri hverju einn ,,HóIadag“ heima á Hól- um, til þess að tigna fagrar og merkar minnirígar Hólastaðar og þakka þýðingu hans fyrir þjóð og land á liðnum öldum. Mætti það verða til fegrunar fyrir staðinn í nútíð og fram- tíð, til blessunar fyrir það æsku lýðsstarf, sem þar er nú unnið, og til göfgunar og þroska fyr- ir landsfólkið sem heild. J. Þ. B. Gin- og klaufaveiki í Bretlandi. Sba 232. dagur ársins. Árdegisflaeði kl. 6.40. Síðdegisflæði kl. 18.57. Ljósatími ökutækja frá kl. 22.25 til kl. 4.40. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki. Næturakstur annast Bs. Hreyf ill, sími 1633. □ Helgafell 59448237 — IV/V 2 R. Messur á morgun: . Dómkirkjan. Messa kl. 11, síra I Friðrik Hallgrímsson. Hallgrímsprestakall. Útiguðs- þjónusta hjá Leifsstyttu á Skóla vörðuholti kl. 2 e. h. Sr. Jakob Jónsson og' Sr. Sigurbjörn Ein- arsson. Elliheimilið. Messa kl. 10.30 f. h. Sr. Sigurbjörn Á. Gíslason. Frjálslyndi söfnuðurinn. Messa kl. 5 e. h., sr. Jón Auðuns. í kaþólsku kirkjunni í Rvík. Hámessa kl. 10; í Hafnarfirði klukkan 9. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Messa kl. 2 e. h., sr. Jón Auðuns. Bessastaðir. Messað kl. 2 e. h. Síra Garðar Þorsteinsson. Lágafellskirkja. Messað kl. 12.30 (barnaguðsþjónusta) síra Hálfdán Helgason. Frú Júlíana Guðmundsdóttir, Laugaveg 32 B, verður 80 ára á morgun, 20. þ. m. Fimtugur er í dag Ingi Gunn- laugsson bóndi á Vaðnesi í Gríms nesi. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband ungfrú Fanney Þorsteinsdóttir frá Drumboddsstöðum í Biskups- tungum og Tryggvi Eiríksson, Langholti. Heimili ungu hjón- anna verður að Urðum við Engi veg í Reykjavík. Sú villa slæddist inn í skeyti í blaðinu í gær, að Japanar hefðu verið hraktir úr Burma. Átti að standa Indland, en ekki Burma. „Ást og hneykslismál" heitir fjörug gamanmynd, sem Gamla Bíó sýnir um þessar mundir. Að alhlutverkin leika Rosalind Russ el og Walter Pidgeon, Vinnuheimili S.f.B.S. Nýlega hafa S.Í.B.S. borist eftirtaldar gjafir: Þrír ballar af ull frá bónda í Borgarfirði, sem ekki vill láta nafns síns getið. Frá skipshöfninni á b.v. Skallagrími kr. 2525.00. Frá Guðbjörgu Jóns- dóttur kr. 100.00. Safnað af Guð- björgu Jónsdóttur kr. 200.00. Safnað af Önnu Eyjólfsdóttur, Flateyri kr. 280.00. Frá Rögnu (áheit) kr. 40.00. Frá N.N. (sent í pósti) kr. 10.00. Frá N. N. (á- •heit, sent í pósti) kr. 50.00. Frá vini, til minningar um Konráð Guðmundsson kr. 50.00. Frá vini, til minningar um Jónu G. Guðmundsd. kr. 50.00. Frá vini, til minningar um Karl R. Matt- híasson kr. 50.00. Bestu þakkir. ÚTVARPIÐ í DAG: 8.30 Morgunfrjettir. 12.10 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20.00 Frjettir. 20.30 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 20.45 Upplestur: Sögukafli (Ó- lafur Jóh. Sigurðsson rithöf.). 21.15 Lúðrasveitin „Svanur“ leikur (Árni Björnsson stjórn- ar). 21.50 Frjettir. 22.00 Danslög. Stór einbýlisvilla á ágætum stað í bænum með stórri lóð og fögrum blómagarði, er til sölu. Þeir. sem óska frekari upplýsinga leggi nafn sitt og heimilisfang á afgreiðslu blaðs- ins merkt „Einbýlisvilla“. n ♦%♦%♦% ♦*♦ ♦*♦♦*♦♦*♦ *t**t**t* *** ‘I***4*********4!***** Tilkynning K.F.U.M, Almenn samkoma annað kvöld kl. 8,30. Allir velkomnir. London, Orðið hefir vart gin- og klaufaveiki í grísum í Yorks. Einnig hefir þesarar skæðu pestar orðið vart víðar um landið, að ríiinsta kosti á þrem, fjórum stöðum öðrum. Lokað i dag vegna skemtiferðar starfsfólksins Vjelsmiðjan Jötnnn h.f. Þakka innilega auSsýnda samúð við fráfall og' jarðarför dóttur minnar, HERDÍSAR JÓNSDÓTTUR, Klöpp, Akranesi. Jafnframt þakka jeg' öllum þeim, er hafa rjett mjer hjálparhönd á undanförnum veikindatímum heimilis míns. Valgerður Helgadóttir. Iíjer með færum við öFuir, fj e*' og nær, okkar innilegasta þakklæti fyrir aucsýnda samúð við frá- fall og jarðarför. okkar ástrlku eig’inkonu og móður, ÓLAFÍU ÓLAFSDÓTTUR frá Lyngholti. Guð blessi yður öll. Guðbjartur J. Torfason og börn. Hjártans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- áttu við andlát og jarðarför, ÓLAFAR STE FÁNSDÓTTUR frá Norðfirði. Böm, tengdabörn og bamabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.