Morgunblaðið - 19.08.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.08.1944, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 19. ág'úst 1944, Vestmannaey- inyar unnu bæjakeppnina 11ÆJ AK E PNI V estm ann a- eyja og Ilafnarfjarðar lauk í gærkveldi með sisri Vest- mannaeying'a. Illutu þeir 12525 stig, en Hafnfirðingar lilutu 11324 stig. Kept var í 11 greinum og áttu Ilafnfirðingar fyrsta raann í sex þeirra , en 'S'est- mannaeyingar í finnn. Aftur á UKÍti unnu Vestmannaeyingar 7 greinar í stigum en Ilafn- firðingar 4. 1 fyrra fór bæjakepnin þanuig, að Vestmannaeyingar unnu með 12273 stigum, en þá hlutu Hafnfirðingar 11568 stig. Kappreiðar Fáks eru á morgun A morgun, sunnudag, efnir Hestamannafjelagið Fákur til síðari kappreiða sinna á skeið- velli fjelagsins við Ellðaár. Keppt verður í 350 metra og oöO metra stökki,.skeiði og loks verður svo keppt til úrslita í hverju hlaupi. Ýmsir gamlir og nýir gæðingar munu verða reyndir, t. d. í 300 metra stökki eru flestir hestanna óþekktir hjer, hryssa úr Dalasýslu er Ör nefnist, einn úr Árnessýslu, Glaumur og úr Borgarfirði Sprettur. Á skeiði eru hinir gömlu keppinautar leiddir enn á ný saman, Randver. Roði og Kópur. ðJrslii í handknati- ieiksmófiflu arnisS kvöld? ANNAÐ KVÖLD, sunnudags- kvöld, fara fram úrslitaleikir í h.andknattleiksmóti karla. — Keppa fyrst Haukar og Víking- ur, en síðan Ármann og Vaiur. Vinni Valur þann leik, eða nái jafntefli, hefir hann unnið mót- ió, en vinni Ármann Val og Víkingur Hauka. standa þrjú liðin jöfn að stigum. Ármann, Valur og Víkingur og verða að keppa til úrslita af nýju. 300 ár irá vígslu Hallgríms Pjeturssonar Á ÞESSU ÁRI eru liðin þrjú Iiundruð ár síðan Hallgrímur Pjelursson var vígður til prests. Hann var vígður í Skálholts- dómkirkju af Brynjúlfi busk- upi Sveinssyni einhverntíma á árinu 1644. Þessa merkisvið- burðar 1 íslenskri kirkjusögu verður minst með útiguðsþjón- ustu á Skólavörðuholti (hjá Leifsstyttu) á morgun (sunnu-1 tíag) kl. 2 e. h. Þar verða flutt- ar stuttar ræður, söngur og hijóðfærasláttur. Hallgríms- söfnuður i Rfeykjavík gengst fyrir þessari samkomu. Þegar Rússar lögðu Lithaugaland undir sig árið 1940, varð forseti lithauiska lýðveldisins, Antanas Smetona, að hröklast í út-legð og leitaði hann hælis í Bandaríkjunum. Þar bjó hann hjá frænda sínum fátækum, og var þakherbergi, sem áður var ruslakompa bústaður hans. — Fyrir nokkru kviknaði í húsinu, sem var gamalt og stórt timburhús. I því voru margar íbúðir fátæks fólks. Eldurinn breyddist fljótt út og fórst hinn útlagi forseti í honum. — Til vinstri er síðasta myndin, scm tekin var af Smetona, en til hægri sjest húsið brenna. Þrlr breskir skipstjórar sviptir rjettindum iyrir strand við ísland London í gærkveldi. Einkaskeyti tit Morgunblaðsins frá Reuter. ÞRÍR breskir togaraskip- stjórar voru í dag sviftir skipstjórarjettindum sínum um tíma fyrir sjórjetti í Hull, er rannsakað var, hvernig strand þriggja tog- ara á suðurströnd Islands hefði borið að höndum. Einn skipstjóranna var Christian Agerskov. Togararnir þrír. sem voru í samflota, er þeir strönduðu, voru þessir: „War Grey“, „Lim- eslade“ og „Louis Botha“. Við ströndina fórust fjórir menn, en tvö skipanna urðu ónýt. — For ystuskipi lestarinnar, „War Grey“, var síðar náð út og við bað gert. Skipstjóri „War Grey“, Christ ian Agerskov, var sviftur skip- stjórnarrjetlindum um 9 mán- aða skeið, en Alexander Ston- ers, skipsljóri á Limeslade og Thomas V/illiam Eliss, skip- stjóri á Louis Botha, fá ekki að fara með skipstjórn í 6 mánuði hvor. Rjetturinn neitaði að mæla með því, að skipstjórunum þrem væru veitt stýrimanns- rjettindi meðan þeir biðu eftir. að fá skipstjórnarrjettindi sín á ný. Strandið varð þar.n 7. rriars s. 1. — Skipin Limeslade og Louis Botha eyðilögðust algjör- lega. Einn af skipshöfn síðar- nefnds skips druknaði, en þrír aðrir dóu af þreytu í hrakn- ingum eftir að þeir komu á land. Hayward rjettarforseíi sagði Christian Agerskov af „War Grey“ að skipstjórar bæði Limeslade og Botha virtust hafa verið á- nægðir með að fara í átt á eftir War Grey og láta skipstjóra hans um stefnunff Rjetlurinn var þeirrar skoðunar, að meðan sá siður hjeldist að hafa íogara í samfloti, svo sem þarna, og væri einn skipstjórinn forystu- maður, þá þyrfti þó að brýna fyrir sjerhverjum skipstjóra, að hann væri í öllum kringumstæð um ábyrgur fyrir öryggi síns eigin skips og þessi ábyrgð minkaði ekkert við það, þótt hann þyrfti að-fylgja forystu- skipi. Einnig kom það fram, að þeg ar logarar hefðu samflot, skyldu skipstjórarnir ekki hika hið minsta við að láta forystumann inn vita um alla erfiðleika og bilanir, sem koma kynnu að skipum þeirra, svo sem skemd- an bergmálsdýptarmæli í Louis Botha. Og áður en lagt yrði upp í ferðina, yrði að koma sjer nið- ur á merkjakerfi milli forystu- skipsins og hinna. Rjetturinn var ekki ánægður með þá skrýingu Agerskov, að áttavitar skipsins hefðu verið í ólagi. Áleit rjetturinn, að skip stjóranum hefði borið að vera varfærnari við hina hættulegu strönd, ef hann hafði vantreyst áttavitum sínum. Þá þótti ekki sannað að Ager skov hefði sjálfur verið á stjórn einn þeirra palli er skipið strandaði, og þótt rjetturinn væri því meðmæltur og teldi það eðlilegt, að tpgara skipstjórar tækju sjer nokkra hvíld, er þeir hjeldu brott aL fiskimiðum, þá hefðu þeir þó allir átt að vera komnir á stjórn pall og teknir við stjórn um það leyti sem slysið varð. ★ Svo sem menn muna, var það Christian Agerskov, skip- stjóri á togaranum War Grey, sem nam brott stýrimann af Sæbjörgu, en Ægir elti togar- ann og varð að skjóta á hann mörgum fallbyssuskotum, áður en hann næmi staðar. Fyrrverandi keisari látinn London: Ri/.a Shah Palevi, fyrrum keisari í Irnia. er lát- inn í Suður-Afríku. Hann var settur frá völdum 1941, ier Rússar og Bretar hernámu Iran, þar sem samvinna hans við þessar þjóðir þótti ekki eins einlæg og ákosið var. Riza Shah var af lágum stig- um en braut s.jer ieið til frama og varð keisari í Persíu 1925. -— Sonur hans skipar nú hið keisaralega hásæti í Iran. Tveggja ára stúika fjekk bílinn og sumarbústaðinn ÞAÐ VAR TVEGGJA ára stúlka, Kristín Jóna Guðmunds dóttir að nafni sem varð fyrir því láni að hreppa sumarbú- staðinn og bifreiðina, sem Frjálslyndi söfnuðurinn efndi til happdrættis um. Kristín Jóna er dóttir Guð- mundar Jónssonar, bifreiðar- stjóra, Þverholti 20, og afhenti Guðmundur Guðjónsson kaup- maður, f. h. safnaðarins, honum bifreiðina í gær. Eins og kunnúgt er, kom vinn ingurinn upp á miðann 19910, Var hann keyptur af Sveini Sveinssyni, verkamanni, Fram- nesveg 44. 2100 manns hafa unnið við hitaveitufram- kvæmdir Verkinu er að verða lokið BÚIST ER VIÐ að lokið verði við hitaveituverkið í næsta mán uði. Er nú aðeins eftir að full- gera fjórða hitaveitugeymirinn á Eskihlíðinni og steypa lok ■yfir um 500 metra af steypu- stokkunum á Árbæjarhæðinni, Ennfremur er eftir að ganga frá ýmislegu smávegis á Reykj um. Alfred Guðmundsson, sem verið hefir eftirlitsmaður bæj- arins við hitaveituverkið, hefir skýrt Morgunblaðinu svo frá, að síðan aðalframkvæmdir hóf ust í nóvember 1942, hafi alls verið ráðnir 2100 manns í vinnu við Hitaveituna, en þegar flest- ir voru í vinnu við hitaveitu- framkvæmdir í einu, unnu 800 manns. Á árinu sem leið voru ráðnir 1959 verkamenn við hita veituframkvæmdir. Eins og kunnugt er, hefir verkfræðingafirmað Höjgaard & Schultz sjeð um hitaveitu- verkið. lagnir allar í götur og aðal- leiðsluna frá Reykjum, ásamt dælustöðvum og heitavatns- geymum á Eskihlíðinni. Varaslökkviliðssljóri setfur BRUNAMÁLANEFND setti í gær mann í varaslökkviliðs- stjórastöðuna. Varð Karl Ó. Bjarnason, brunavörður fyrir valinu. Karl er bæjarbúum að fornu og nýju kunnur, hann hefir starfað í slökkviliðinu nærri 30 ár og hefir því góða reynslu að baki sjer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.