Morgunblaðið - 20.08.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.08.1944, Blaðsíða 1
Sl. árgangur* 186. tbl. — Sunnudagur 20 ágnist 1144. tsafoldarprentsmiðja h.f. Afmænsveisia bæjarstjórnar A AFMÆLISDEGI Reykja- víkurbæjar þ. 18. þ. m., hjelt bæjarstjórnin veislu að Hótel Borg fyrir forseta íslands og frú hans. Veisluna sátu um 120 gestir innlendir og erlendir. Þar var ríkisstjórn, sendiherrar er- lendra ríkja, yfirmenn setuliðs- ins} þingmenn Reykjavíkur, formenn stjórnmálaflokkanna, formenn nokkurra fjelagssam- iaka og bæjarfyrirtækja o. fl. Borgarstjóri stýrði veislunni og mintist fósturjarðarinnar um leið og hann bauð forseta, frú hans og aðra gesti velkomna. Meðan á borðhaldinu stóð, flutti forseti bæjarstjórnar, Guð mundur Ásbjörnsson, ræðu fyr- ir minni forseta* íslands, Sveins Björnssonar. Hann mælti á þessa leið: Herra forseti íslands, Sveinn, Björnsson, hágöfuga forseta- frú. Bæjarstjórn Reykjavíkur fagnar því, að þjer hafið sýnt oss þann sóma að heiðra oss með nærveru yðar hjer í kvöld. I kvöld fagnar Reykjavík fyrsta innlenda þjóðhöfðingja Islands og frú hans. Verið hjartanlega velkomin. Þetta ár hefir fært oss að " langþráðu marki. Marki, sem þjóðin hefir þráð í margar ald- ir, og bestu synir hennar hafa kept að með brennandi eldmóði ættjarðarástarinnar og þeirri frelsisþrá, sem aldrei dvín fyrr en markinu er náð. Vjer megum aldrei gleyma því, að þótt þessum sigri sje náð án blóðsúthellinga, þá er honum engan veginn náð án baráttu, mikillar og harðrar baráttu. En þó baráttan hafi oft ver- ið hörð/já, svo hörð að undrum sætti, og að til vandræða horfði um skeið, þá getum vjer fagnað því einlæglega, að ís- lenska þjóðin safnaðist, að lok- um, um sjálfstæðismálið, með meiri einlægni og eindrægni, en dæmi eru til um nokkurt annað mál. Sú eining þjóðarinnar, sem kom í ljós við lausn sjálfstæð- ismálsins, nú á þessu sumri, ætti að verða oss bjartur ljós- geisli, sem varðar þjóðinni veg inn að rjettu marki á komandi öldum. Mikið er fengið. Miklu tak- marki er náð. Island er viður- kent frjálst og fullvalda ríki, með kjörnum innlendum þjóð- höfðingja. Hvílíkt fagnaðarefni fyrir oss íslendinga. Hvers getum vjer óskað oss framar? Getum vjer ekki áhyggjulausir og ör- uggir horft móti framtíðinni? Hversvegna skyldum vjer 400 þúsund manna her kominn á land í Suður- Frakklandi ekki horfa vonbjörtum augum til framtíðarinnar? Hversvegna skyldum vjer ekki þakka Guði það sem unnist þefir, með svo mikilli einingu og samúð ann- ara þjóða? En vjer verðum ávalt að hafa það vakandi í huga, að þetta er aðeins áfangi. Stærsti áfang inn í sögu þjóðarinnar. Hjer má ekki láta staðar numið. Nú verðum vjer að samein- ast um að sýna það í orði og verki, að íslenska þjóðin hafi verið verðug þess,' að öðlast fult frelsi sitt. Þessu marki getum vjer náð j með einingu og atorku, svo j framarlega, sem vjer látum | sannleika og rjettlæti ráða at- höfnum vorum og höfum það ávalt hugfast, að ,,Þá verður vor móðir og fóstra frjáls er fjöldinn í þjóðinni nýtur sín sjálfs. Er kraftarnir safnast og sundrunginn jafnast. í samhuga fylgi þess almenna máls. Og tíminn er kominn að takast í hendur, og tengjá það samband er stendur. —". Framh. á 4. síðu. Rafsnögnuð fegurð Orlagarík orusta háð við Shavli London í gær. Einka- skeyti til Mbl. Eftir Duncan Hooper. í Lettlandi eiga Rússar nú í varnarorustum, sem geta orðið örlagaríkar. Hafa Þjóðverjar hafið heiftarlega sókn við Shavli, hina mikilvægustu samgöngumiðstöð, með það fyr ir augum að brjótast í gegn til herfylkja sinna, sem eru í hættu í Eistlandi. Sækja Þjóðverjar þarna fram með þrem skriðdrekafylk ingum og hyggjast rjúfa stórt skarð á varnarlínur Rússa. — Rússar eru að flytja að sjer liðsauka. Við landamæri Austur-Prúss lands hafa ekki orðið neinar breytingar og fyrir austan War sjá segja Rússar Þjóðverja í sókn. Pl Þjóðverjar á stöðugu undanhaldi norðar London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Talið er nú, að bandamenn sjeu búnir að flytja 400.000 manna her á land í Suður-Frakklandi og heldur herinn áfram sókn sinni inn í landið og verður mikið ágengt. Hafa nokkrar borgir þegar verið teknar og eru framsveitir bandamanna komnar nærri Toulon. — Meðal hinna herteknu borga eru Salen Brigneul og ýmsar smærri. Þjóðverjar sýna litla mótspyrnu, nema helst við Toulon. STÖÐUGT UNDANHALD í NORÐUR-FRAKKLANDI Engar fregnir hafa borist frá opinberum heimildum banda- manna um aðstöðuna á svæðinu vestan Parísar, en Þjóðverjar segja enn, að barist sje fyrir austan Chartres. Munu bandamenn ekki láta neitt uppi um vígstöðuna að svo slöddu, að því er fregnritarar í aðalbækistöðvunum herma. ¦— Norðar eru Þjóð- verjar á undanhaldi enn, en vörn þeirra fer harðnandi á strand- svæðinu. Kanadamenn nálgast nú Liseiux. — Þjóðverjar kveðast nú hafa komið öllu liði sínu burt af Argentan-Falaise svæðinu. Þessi stúlka heitir Jane Walton og þykir syngja vel, auk þess sem hún er rjett snotur ásýnd- um. Vestra er hún kölluð „raf- mógnuð fegurð". Stórkostlegt skipatjón Norðurlandanna og hlutlausra landa , Churchill vildi fara 'í- land. London í gærkveldi: Þegar Churchill horfði á innrásina í Suður-Frakklandi, vildi hann endilega fara í land og sjá, hvernig þar tæki sig út, en ekki þótti það 'öruggt að hann gerði það á því stigi innrásar- innar. Ilúsavík í gær, 19. ágúst. Frá frjettaritara vorum. 1 NÓTT sem leið kviknaði í vjelskipinu Arthur (áður Art- hur og Fanney), seni hjer lá við bryggju ög var að ljúka síklarlöndun. Brann vjelarrúm nokkuð að innan, en eldurinn varð slökktur. eftir tvær klukkustundir. Arthur kom hingað inn. í gærmorgun og beið löndunar fram til kl. 5 e. h., en þá var tekið til að landa og var því verki aö vera lokið um kl. 12,30 í nótt, er v.jelstjóritm fór til v.jelarrtims að aðgæta vjel skipsins, áður en haldið yrði úr höfn. Er hann kom í vjelarrúmið, var þar kominn upp allmagn- aður eldur og stöðvaði vjel- st.jóri þegar vjelina og gerði aðvart. — Nærri Arthur lá þá vjelskipið Austri og lagðist það nú síbyrt við Arthur og dældi vatni á eldinn. Tókst að halda eldinum í skefjum; en síðan kom slökkviliðið úr landi og meim ai" fleiri bát- i!\n I.joðu aðstoð sína. Tókst ;ið verja olíugeyma. skipsins. Er um tveggja stunda við- ureign hafði staðið við eld- Framnaid á 8. siðu Stokkhólmi: Þau skip, hlut- lausra þjóða, sem fórust af hernaðarástæðum fjúnímánuði síðastliðnum, fórust öll vegna loftárása eða segulmagnaðra tundurdufla, sem flugvjelar höfðu lagt. Samkveemt sænsk- um skýrslum var 6 hlutlausum skipum sökkt í júní og er það lægsta tala í nokkrum mánuði síðan ágústmánuði síðasta árs. Skip þau, sem sökkt var voru samtals 16.273 smál. að stærð. Af skipunum fórust 16 menn, og hafa ekki svo fáir farist í neinum mánuði síðan í júlí '43. Líklega hefir einhverjum norskum verið sökkt í innrás- inni í Norður-Frakkland, en ekkert hefir opinberlega verið tilkynnt um það. Sviþjóð missti tvö skip í mán uðinum, rauða kross-skipið Fenja og olíuskipið Sigrid Reuter. Vegna stærðar síðar- nefnda skipsins, -— 8.370 smá- lestir, — komst skipatjónið upp í 12.070 smál., sem er mesta tjón Svía á -einum mánuði síð- an í júlí 1943. Hafa nú Svíar í styrjöldinni misst 130 skip, samtals 896.960 smálestir, en 1200 manns hafa farist, er sklpin hafa sokkið af völdum tundur- skeyta, tundurdufla og sprengja. Norðmenn hafa mist 415 skip, samtals 3.006.458 smál., en með skipum þessum hafa 3.138 manns farist. Danir hafa mist 231 skip, sem voru alls 597.108 smál. en við það að þau fórust, drukknuðu eða fjellu 1.213 menn. Finnar hafa mist 49 skip, samtals 177.380 smál., en farist hafa af þeim 219 menn. Als hafa hlutlausar þjóðir misst í styrjöldinni aS þessu 1212 skip, samtals 6.206.198 smál., og 9.946 mannslíf. --------> » »------ ~S5íouátu frietlir: Bandanenn komnir aS Sipu! London í gær. Þjóðverjar til- kynntu í gær, að framsveitir Ameiíkumanna væru komnar að fljótinu signu, miðja vegu milli Parísar og Rouen. Kveð- ast Þjóðverjar eiga þar í höggi við njósnarasveitir, milli borg anna Mantes og' Vernon. — Ekki hafa bandair.enn enn stað ffest þessa fregn Þjóðverja,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.