Morgunblaðið - 20.08.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.08.1944, Blaðsíða 5
Surmudagur 20. ágúst 1944. MORGUNBLAÐIÐ 5 REYKJAVÍKURBRJEF 19. águst. | Forsætisráð- herra ranglega áfeldur. MORGUNBLAÐIÐ hefir orð- ið þess vart, að sumir hafa mis- skilið þann samanburð, sem fyrir nokkru var gerður hjer í blaðinu á afstöðu þeirra dr. Björns Þórðarsonar forsætis- ráðherra og Jóhanns Sæmunds- sonar fyrrum samráðherra hans til sjálfstæðismálsins. •— Ýmsum hefir þótt það miður farið, að blaðið skyldi ljúka lofs orði á frammistöðu dr. Björns í málinu, því að almennings- skoðun sje sú, að hana beri síst að lofa, þar sem hann hafi ekki tekið þeim sjálfsögðu afleiðing- um af sinni upphaflegu afstöðu og sagt af sjer, er hann sá, að hún var á röngum rökum reist °g þjóðinni hættuleg. Morgun- blaðið veit vel, að þetta er skoð un almennings. En misskilning- urinn er í því fólginn, að blað- ið hafi látið nokkuð uppi um skoðun sína á framkomu for- sætisráðherra að þessu leyti. — Það leiddi hana alveg hjá sjer. Hinu hjelt blaðið fram, að frá- hvarf frá rangri skoðun til rjettrar væri Iofsvert. Um það getur enginn ágreiningur ver- íð. Deila má um hitt, hvort ráð- herrann hefði átt að segja af sjer. En þó sýnist Morgunblað- inu sem um það ríki einnig nokkur misskilningur og áfellis dómur almennings á hendur ráðherranum í því efni hafi ekki við full rök að styðjast. Málsbætur fyrir ráðherrann. ÁFELLISDÓMURINN hvílir um tvennt á röngum forsend- um. í fyrsta lagi þá varð dr. Björn Þórðarson að sjálfsögðu ekki forsætisráðherra, vegna þess að hann hjelt fram gagn- stæðri skoðun almennings um sjálfstæðismálið. Hin óheilla- ríka ræða hans frá 1. desember 1942 hafði enn eigi verið prent- uð, þegar dr. Björn var kvadd- ur til valda. Hún var því þá ekki kunn öðrum en þeim til- tölulega fáu, er hana höfðu heyrt. Ella hefði hann auðvit- að ekki verið kvaddur til stjórn ar, þegar fyrir höndum lá að leiða til lykta helgasta mál þjóð arinnar, þvert ofan í það, sem dr. Björn hjelt fram. í öðru lagi, þá er dr. Bjöm ekki forsætis- ráðherra þingræðisstjórnar, heldur þvert á móti óþing- ræðislegrar stjórnar. í eðli þing ræðisstjórnar felst, að hún tek- ur að sjer að leysa þau mál, er fyrir liggja, í samræmi við vilji meirihluta þings. Sá, sem í hinum mestu málum er anr.- arar skoðunar en þingmeirihlut inn, kemst annað hvort alls ekki í stjórn eða hverfur þaðan strax og ljóst er um skoðana- muninn. Nú má að vísu segja, að það sje ákjósanlegt, að þótt stjórn sje óþingræðisleg eins og sú sem nú situr, þá hafi hún einhverjar skoðanir á hinum mestu málum. En þegar komm- únistar fyrstir stungu upp á því haustið 1942 og kröfðust þess, að utanþingsstjórn væri mynduð, þá ætluðust þeir til þess, að hún væri skoðanalaus starfsstjórn. Sú hefir og raunin orðið um núverandi stjórn. — 1 öllum þeim málum, sem ein- hverju hafa skift, hefir hún enga skoðun haft, heldur í einu og öllu látið berast með straumnum. Segja má, að það sje óeðlilegt að vera í stjórn og stjórna þó ekki. En hvað sem eðlilegt og ákjósanlegt kann að virðast í þessu, þá eru atvikin þau, að annars er naumast kostur. Stjórnleysið er ekki mönnunum í ráðherrasæti að kenna, heldur röngu stjórnar- fyrirkomulagi. Óþingræðisleg stjórn í landi með þingræðis- stjórnskipun er fjarstæða, sem ekki fær staðist. En á meðan hún varir er það þó lofsvert, að ráðherrar láta af rangri skoðun og lúta fyrir rjettum vilja þingmeirihluta, þegar hann tekst að skapa. Villa dr. Björns. VILLA dr. Björn Þórðarsonar lá í því, að hann skyldi nokkru sinni fara í stjórn, úr því að hann hafði þessar annarlegu skoðanir um sjálfstæðismálið, en ekki í hinu málinu, að hann fylgdi öruggri forystu þingsins, þegar á hólminr; var komið. — Ástæðan til þess, að þetta er svo rækilega rakið nú er sú, að nauð synlegt er, að menn geri sjer þess grein, að þessi villa hafði þær örlagaríku afleiðingar að skapa ófrið um sjálfstæðismál- ið, sem ella hefði ekki vaknað a. m. k. ekki í svo ríkum mæli. I landinu eru allmargir ein- staklingar, sem af ýmsum á- stæðum eru þinginu og þing- ræðinu andsnúnir. Sumir eru það vegna þess, að þeir trúa á önnur þjóðfjelagsform. Aðrir eru allt af á móti öllu, sem gert er, hvort sem það er illt eða gott. Enn aðrir eru á móti mál- um einun'gis af því, að einhver eða einhverjir, sem þeir er illa við, eru með þeim sömu mál- um. Þá er allstór hópur fallinna frambjóðenda eða manna, sem ekki hafa komist í framboð, þótt þeir vildu, sem eru á móti öllu því, sem þingið gerir með- an þeir eru þar ekki sjálfir. •— Þeir láta reiði sína við kjós- endur, fyrir að hafa verið svo vondir að vilja ekki kjósa þá, bitna á þinginu, sem ekkert hef ir gert þeim og þá langar svo mikið til að komast á. í þessum hópi er aumingja Alþýðuflokk- urinn. Þegar öll þessi mislita hjörð, sem að vísu var ekki eins stór og hún var innbyrðis ósamstæð og hávaðasöm, sá, að \við völdum var tekinn forsæt- isráðherra, sem hún hjelt að ætlaði að berjast á móti sjálf- stæðismálinu, þá hjelt hún, að nú væri tækifærið komið, til þess að láta þingið setja ofan. Þessa ömurlegu fylkingu fengu svo til fylgdar þeir. örfáu menn sem af hreinni sannfæringu voru á móti sambandsslitum, annað hvort nú þegar eða fyrir fult og alt. Um úrslitin þarf ekki að spyrja. Allir þekkja þau. En þau sýndu ennþá einu sinni, að það er Alþingi, sem best þekkir hug þjóðarinnar, þegar mest á reynir. Skulum ,við og vona, að Alþingi þekki ekki síður vitjunartíma sinn í öðrum málum en þessu, en hann er nú sannarlega kominn. Hatur í lífgjafa. ÞAÐ ER gömul sögn, að ef maður bjargi öðrum frá sjálfs- moroi, þá fái sá, sem bjargað var, hatur á lífgjafa sínum. •— Hvort sem þetta er algild regla eða ekki, þá hefir hún nú sann- • ast á Alþýðuflokknum. Sjálf- stæðismenn áttu þátt í því að skera Alþýðuflokkinn, eða að því, er sumir hjeldu, lík hans, niður úr snörinni í vetur, þeirri, sem hann hafði snúið sjer með svikunum í sjálfstæðismálinu. Reynt var að lífga flokkinn við með því að lofa honum að greiða atkvæði með málinu, er hann hafði barist svo heiftar- lega á móti. Þetta tókst fram yfir allar vonir, a. m. k. svo, að enn þá hjarir hann, aum- ingja flokkurinn. En í bili sýn- ist hann helst lifa á hatri og ill vilja til lífgjafa sinna í Sjálf- stæðisflokknum. Alþýðublaðið er sí og æ meo einhverja ill- kvitni til þessara velgerðar- manna flokks þess. Allt er þetta þó með þeim ólíkindum, að ein- stakt er. Einn daginn skammar blaðið Sjálfstæðismenn fyrir, að þeir hafi ætlað að tortíma sjálfstæðismálinu! Annan dag- inn eru sögur um það, að Sjálf- stæðismenn hafi ætlað í sam- vinnu við kommúnista að velja annan forseta en Svein Björns- ! son í því skyni, að koma á nýrri forsetastjórn! Sannleikurinn er sá, að þar sem kommúnistar voru frumkvöðlarnir að þeirri utanþingsstjórn, sem nú situr, þá hafa Sjálfstæðismenn allt- af verið utanþingsstjórn and- vígir.. Engum gat því verið fjær skapi en þeim. að koma á nýrri utanþingsstjórn. — Þeir vilja þingræðisstjórn og annað ekki. I engu koma þó ósannindi Al- þýðublaðið berar fram, en þeg- ar það segir, að til hafi staðið að gera Einar Arnórsson að for- seta til að koma núverandi stjórn frá! Sjálfstæðismenn eiga sem sje, að óvild til núverandi ráðherra, að hafa ætlað að gera einn þeirra að forseta til að við- halda því stjórnarformi, sem flokkurinn hefir alltaf verið á móti. Það er að vísu óvjefengj- anlegt, að Alþýðuflokkurinn er enn með lífsmarki ,en á meðan blaðið skrökvar svona ólíklega, þá getur það ekki enn verið búið að fá ráð og -rænu eftir sjálfsmorðstilraunina. Launamunurinn í í Rússlandi. HJER í blaðinu var fyrir nokkru skýrt frá frásögn Ta- borsky, fylgdarmanns Benes, forseta Tjekkóslóvakíu, til Rúss lands, af mismuni á lífskjör- um þar í landi. Þessi maður, sem er Rússum mjög vinsam- legur, hefir nýlega skýrt frá því, að í Rússlandi sjeu til menn sem hafa meira en tuttugu föld laun á við það, sem gengur og gerist um launakjör þar í landi. Þjóðviljinn reyndi fyrst að láta þessa áreiðanlegu frásögn þegjandi fram hjá sjer fara. í vikunni sem leið sá hann sjer það þó ekki lengur fært. Ekki treysti hann sjer þó að bera á móti, að svo gífurlegur munur sje á lífs- og launakjörum í jafnaðarríkinu rússneska, sem þessar upplýsingar gefa til kynna. Heldur fer hann að sýna fram á, að munurinn sje miklu meiri hjer á landi. Allur tekst sá samanburður þó óhönd uglega hjá blaðinu. Uppgerðar van- þekking. ENGINN skyldi þó halda. að ritstjórar Þjóðviljans vissu ekki betur en ætla mætti af þessari málfærslu þeirra. Þeir vita t. d. ósköp vel, að í Rússlandi rek ur ríkið atvinnuvegina en á ís- landi eru það einstakir menn, sem þá reka. í Rússlandi þurfa einstaklingarnir þess vegna ekki að verja fje sínu til at- vinnurekstrar, og mega það heldur ekki. Á Islandi þurfa atvinnurekendur aftur á móti að verja vissum hluta, oftast mestum hluta, af tekjum sínum til að halda við og endurnýja atvinnutæki sín, leggja í vara- sjóði til vondu áranna o. þ. h. Ritstjórar Þjóðviljans vita líka ofur vel, eða a. m. k. getur Bryn jólfur Bjarnason frætt þá á því, að í Rússlandi er skattamálum. allt öðru vísi hagað en hjer. Á íslandi þarf ríkið að fá tekj- ur sínar að verulegu leyti með beinum eða óbeinum sköttum af einstaklingum og fyrirtækj- um þeirra. í Rússlandi getur ríkið tekið þarfir sínar af at- vinnufyrirtækjum sjláfs sín. — Þess vegna segir Brynjólfur Bjarnason, að þar sjeu annao hvort engir eða mjög litlir bein ir og óbeinir skattar á borgur- unum, og þeir haldi mestum hluta launanna því til eigin þarfa. Ritstjórum Þjóðviljans er auðvitað einnig kunnugt, að þegar borin eru saman laun, þá tjáir ekki að bera an'narsvegar saman laun fyrir auka-starf og hinsvegar fyrir aðalstarf. Nje heldur tjáir að bera saman styrki, sem einstakir óvinnu- færir menn fá til að lifa á, eða laun, sem fullvinnufærir menn fá og verða að framfleyta fjöl- skyldu sinni af. Það væri móðg un við ritstjóra Þjóðviljans, að ætla, að þeir vissu ekki allt það, sem nú er sagt, en samt verða þeir að láta svo, sem þeir viti ekkert af því til að gefast ekki alveg upp í málsvörn sinni. Þjóðviljinn telur fram tekjur Kveldúlfs. EN EKKI fer betur fyrir þeim, þegar þeir fara að vitna í opinberar íslenskar skýrslur og bera saman launagreiðslur og lífskjör skv. þeim. Eins og oft áður, þá taka þeir Kveld- úlf og eigendur hans til dæmis. Þá komast þeir að þeirri niður- stöðu, að „einn Thorsari“ hafi 1500.000.00 kr. — IV2 miljón ■— í tekjur. Þetta reiknar Þjóðvilj- inn með þeim hætti að hann seg ir Kvelctúlf hafa haft 6 milj. króna tekjur síðastliðið ár. Síð- an skiftir hann þessum miljón- um milli 5 eigenda, og þá koma 1200 þús. á hvern.v Síðan segir blaðið, að sumir eigendur Kveld úlfs gefi upp yfir 200 þúsund kr. eigin tekjur og fær úr þessu, sem sagt, 1500 þús. kr. Barna- skólabörn mundu nú að vísu segja, að þarna væri rangt lagt saman. En látum það’vera. Rit- stjórar Þjóðviljans eru vaxnir upp úr því að reikna eftir því, sem i barnaskólum er kent. Hvað læra má af skattskýrslunum. HVAÐ SEGJA nú skatt- skýrsluinar sjálfar um þetta? Eftir þeim, og þaðan hlýtur Þjóðviljinn að hafa fróðteik sinn, þá lítur dæmið öðruvísi út Skv. niðurjöfnunarskránni hef- ir Kveldúlfur ekki haft 6 milj. krónur í tekjur, heldur liðlega 3 milj. og 200 þús. kr. Þar ýkir Þjóðviljinn þá strax nærri um helming. En hversu miklu hjelt fjelagið þá raunverulega eftir af þessu? Skattar og útsvör eru ein miljón 994 þús. kr. Svo að þá eru það liðlega 1200 þús. kr,, sem eftir verða hjá fjelaginu. Og vel að merkja. Þessum 1200 þús. kr. heldur f jelagið með þvi móti einu, að það leggi megin- hlutann af þessari upphæð í ný byggingarsjóð. Ef fjelagið van- rækti að leggja í nýbyggingar- sjóðinn, þá mundu skattarnir hækka um nærri 1 milj. króna. og fjelagið ekki halda eftir af rúml. 3 milj. króna gróða nema h. u. b. 270 þúsund krónuím Ef eigendurnir hefðu þá aðferð, sem Þjóðviljinn ráðgerir og skiftu öllum tekjunum á milJi sín, fengi þeir þó ekki einu sinni þessar 270 þús. krónur í sinn hlut, heldur mundi rikið þá enn taka af þessum 270 þús. kr. 200 þús. til sín. svo að þá fengi eig- endurnir fimm að skifta h. u. b. 70 þúsund krónum sín á milli af upphaflegum 3 milj. og 200 þús. kr. gróða fjelagsins. Ríkið mundi hirða 3 milj. 130 þús. kr. Þegar þessum 70 þúsundum er skift í fimm staði koma 14 þús. kr. í hvern. í raunverulegan hlut hvers Kveldúlfs-eigenda mundu þvú ekki koma 1200 þús. kr. eins og Þjóðviljinn seg- ir, heldur 14 þúsund krónur. Þarna ýkir blaðið aðeins 857 sinnum. Þetta er ótrúlegt. En satt er það samt. Svona eru skattalögin íslensku, það er vissulega sjeð fyrir því skv. þeim, að óhófsgróðinn sje jafn- aður með sköttum. Sex á móti tutt- ugu. í FRAMKVÆMDINNI jafna eigendur Kveldúlfs auðvitað ekki tekjum fjelagsins niður sín á milli, heldur leggja þær nær allar í varasjóð og njóta því nýbyggingarsjóðs hlunnind- anna, og þess vegna fær fje- lagið að halda eftir 1200 þús. kr. af 3 milj. og 200 þúsund kr. Um tekjur einstakra eig- enda Kveldúlfs er það að segja, að eftir skattskránni þá hefir hinn tekjuhæsti þeirra ekki yf- ir 200 þúsund krónur eins og Þjóðviljinn segir, heldur rúm3. 180 þús. kr. í tekjur. Skattar á þær tekjur eru fullar 90 þús. kr. Þessi maður, sem eftir skatt- skrám er sennilega eignamesti maður á íslandi, heldur þó eftir til eigin afnota og eignasöfnun rúmlega 90 þúsund krónum. — Einhvern tíma hefði það þótt mikið fje á Islandi og er þsð raunar enn. En hvernig er œeð samanburðinn? Spurningin var hver væri raunverulega mun- ur á launakjörum á íslandi. — Þjóðviljinn segir, að mikill þorri verkamanna hafi. 15—20 þús. króna tekjur 1943. — Ef samanburðurinn er tekinn við þann, sem Þjóðviljinn valdi sem tekju-hæstan, þá er mun- urinn ekki, jafnvel áður en skattarnir eru reiknaðir, eins og í Rússlandi meira en tuttugfald ur heldur aðeins 9—12 faldur. Sumir mundu og segja að það væri meira en nóg, þólt Þjóð- Framh. á bls. 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.