Morgunblaðið - 20.08.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.08.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. ágúst 1944. Brúður herma nnsins Æfintýr eftir P. Chr. Asbjörnsen. EINU SINNI var ríkur karl, sem átti stóran herragarð, og silfur átti hann á kistubotninum, en dálítið vantaði hann samt, því hann var ekkjumaður. Einn dag var dóttir nágranns í vinnu hjá honum. Á hana leitst herramann- inum reglulega vel, og þar sem foreldrar hennar voru fá- tæk, hjelt hann að hann þyrfti ekki annað en rjett að minnast á giftingu við hana, þá mundi hún segja já undir eins. Svo sagði hann við hana, að hann væri nú farinn að hugsa um að gifta sig aftur. , „Ja, margt getur mönnum nú dottið í hug“, sagði stúlk- an, hún stóð þarna og hló með sjálfri sjer og hugsaði að ekkert hefði þessum gamla, ljóta karli getað dottið bjánalegra í hug en að fara að gifta sig. „Jd, það var nú meiningin, að þú ættir að verða konan mín“, sagði herramaðurinn. „Nei, þakka yður fyrir. Ekki gæti jeg hugsað til þess“. Herramaðurinn var ekki vanur því að heyra að sjer væri neitað, og þeim mun síður, sem hún vildi taka hon- um, þess æstari varð hann í að fá hana. En þegar ekkert þýddi við hana að tala, þá gerði hann boð eftir föður henn- ar og sagði honum, að ef hann gæti fengið dótturina til þess að lofast sjer, þá skyldi hann gefa honum upp það, sem hann skuldaði honum, og þar að auki skyldi hann fá jarðspildu þá, sem var næst við engjarnar hans. Já, faðirinn hjelt nú að hann skyldi geta leitt dóttur sinni fyrir sjónir, hvað henni væri fyrir bestu, hún væri barn og vissi það ekki sjálf. En hvernig, sem hann talaði um fyrir henni, þá þýddi það ekkert.Hún vildi ekki herra- manninn, þótt hann sæti í möluðu gulli upp undir eyru, sagði hún. Herramaðurinn beið dag eftir dag, en varð að lokum svo reiður og óþolinmóður, að hann ljet skila til föður stúlkunnar, að ef hann ætti að standa við það, sem hann hefði lofað, þá yrði einhver skriður að komast á málið, nú vildi hann ekki bíða lengur. Faðir stúlkunnar vissi nú ekki önnur ráð, en að láta skila til herramannsins, að hann skyldi búa til brúðkaups, og þegar presturinn og gestirnir væru komnir, þá skyldi hann senda eftir stúlkunni, eins og hún ætti að fara í vinnu, svo hún hefði ekki tíma til að átta sig á neinu. Þetta fannst herramanninum vera hreinasta fyrirtak og ljet nú brugga og baka til brúðkaupsveitslunnar og ekk- ert ljet hann til spara, að hún yrði sem glæsilegust. Þegar boðsfólkið var komið, kallaði herramaðurinn á * C « 8«-' 'J'iaSM — Hversvegna ferðu altaf á næturskemtistaði með konunni Tilv. tengdasonur: — Kvitt- un. „Já, frú“, svaraði Miranda. „Er nokkuð að?“ Svipur Jóhönnu varð hörku- legri, þegar hún virti Miröndu fyrir sjer. Hún var í bláum kjól, sem fór mjög vel við ljóst hár hennar, sem var vandlega greitt í smálokka. Hún horfði lengi á mitti hennar, en Mir- anda var í nýju lífstykki og var því aðeins 18 þumlungar um mittið. „Það hlýtur að vera óholt fyrir þig að strengja þig svona“, sagði hún kuldalega. „Það sæmir ekki stöðu þinni, nje þeldur hárgreiðsla þín. Þú átt að hafa hárið snyrtilega 1 neti“. Miranda roðnaði. „Mjer þyk ir það leitt, frú“, sagði hún með erfiðismunum. „Er — var það það, sem þjer vilduð tala við mig um?“ „Nei. Katrínu fer of lítið fram. Þú skiftir þjer ekki nóg af henni“. „Jeg reyni að gera mitt besta“, sagði Miranda og neri saman höndunum. „Jeg ætla að biðja þig að fara með hana til Hudson í dag. Það er að grafa í fingrin- um á henni. Farðu með hana til Hamiltons læknis í De- mantsgötu og láttu hann at- huga hana“. Miranda varð fyrir miklum vonbrigðum. Hún hafði hlakk- að svo til þessa dags. Fyrir tveim dögum hafði Nikulás alt í einu spurt hana: „Kantu á skautum, Miranda?“ „Já, já, auðvitað“, hafði hún hrópað. Hann hafði kinkað kolli og horft með athygli á andlit henn ar, sem ljómaði af ákafa. „Við skulum þá fara á skauta á þriðjudaginn, ef veður leyfir“. Og nú var þriðjudagur og veðrið ákjósanlegt. „Jeg held, að engin ígerð sje í fingri hennar“, mótmælti hún. „Hún fjekk flís í hann fyrir nokkru, en jeg náði henni út og það sjer ekkert á fingr- inum núna“. Jóhanna kipraði saman var- irnar. „Magda segir, að það sje að grafa. Auk þess þarf hún að fara með sunnudagastíg- vjelin sín til skósmiðsins í Union-götu, og hjerna er skrif að upp ýmislegt, sem þú átt að kaupa fyrir mig“. Hún rjetti henni pappírsblað. „Og þú ferð undir eins“. „Og hvert á Miranda að fara undir eins?“ Báðar konurnar hrukku við. Nikulás stóð í dyrunum og brosti spyrjandi til konu sinn- ar. Jóhanna vætti varir sínar. „Þú — þú gerðir mjer bylt við, Nikulás. .Þú kemur svo sjaldan hingað ....“. Hann hneigði sig örlítið, en beið áfram eftir svari hennar. Jóhanna hreyfði hendurnar vandræðálega. „Miranda á að fara með Katrínu til Hudson í dag. Hún þarf til læknisins", sagði hún loks. Nikulás lyfti augabrúnun- um. „Getur læknirinn ekki komið hingað, eins og hann er vanur?“ „Það tæki of langan tíma. Auk þess þarf hún að gera dá- lítið meira fyrir mig“. Síðan bætti hún við, ákveðnari á svip: „Jeg hefi þegar beðið um vagninn. Hann bíður eftir henni“. Nikulás hneigði sig aftur. „Jeg skil. Þessi ferð til Hud- son er mjög mikilvæg. Jeg verð að vísu að breyta áætlun minni örlítið hennar vegna, en eins og þú veist, yndið mitt, er það mjer ætíð ánægja að upp fylla óskir þínar“. Jóhanna dró þungt andann. „Við hvað áttu?“ „Jeg fer auðvitað með þeim til Hudson“, svaraði Nikulás blíðlega. „Þær komast ekki heim aftur fyrr en í kvöld, og það er vart örugt fyrir þær að vera á ferli svo seint, á meðan þessar óeirðir eru á meðal bændanna“. Miranda leit á Nikulás, en hann virti hana ekki viðlits, heldur starði stöðugt á andlit konu sinnar, sem nú var orð- ið mjög vandræðalegt. Og Mir- öndu sýndist einnig vera ótti í svip hennar. En það gat ekki verið. Nikulás var ætíð kurteis við hana og reyndi að uppfylla allar óskir hennar eftir bestu getu. En 'hún gleymdi Jóhönnu og öllu öðru, þegar Nikulás sett- ist við hlið hennar í vagnin- um. Hún var í græna kjólnum sínum, og utan yfir honum í skósíðum mötli með gula hanska og tösku. Fyrst í stað sagði Nikulás fátt. En hún fann, að hann horfði á hana, og var ánægð. Katrín sat á móti þeim með dúkkuna sína í fanginu. Við og við athugaði hún fingur sinn með ánægjusvip. Það var bundið utan um hann, en hana kendi ekkert til. Mamma hafði sagt, að þetta væri mjög slæmt, og það var þess vegna, sem Miranda var að fara með hana til Hudson. Ef til vill fengi hún ís þar og pabbi keypti eitthvað handa henni. Litla stúlkan leit efablandin á Nikulás. Það var svo skrítið, að sjá hann þarna. Oft sá hún hann ekki dögum saman og hann skipti sjer sjaldan nokk- uð af henni. Jeg vildi að Ann- etja hefði komið með okkur líka, hugsaði hún með sjer. „Lagaðu pilsin þín, ljúfan“, sagði Miranda og brosti til henn ar. Hún hallaði sjer áfram til þess að hjálpa henni, og einn lokkur af hári hennar fjell nið ur á hnje Katrínar. Það fanst Katrínu gaman, því að hana kitlaði undan hárinu. Henni fanst vænt um Miröndu, sem var falleg óg góð. Og svo var altaf góð lykt af henni! „Fáum við ís í Hudson, pabbi?“ spurði hún alt í einu. Nikulás hleypti brúnum, og Miröndu datt í hug, að hann væri að hugsa um, hvort Katrín myndi verða eins og móðir hennar. En svo hallaði hann sjer aftur á bak í sætinu og brosti. „Já, auðvitað fáið þið ís. Jeg hafði hugsað mjer, að fara til Maríu Livingston, og fá hjá henni miðdegisverð. En þið vilj ið kannske heldur borða á veit ingahúsi". „Ó, já, pabbi“, hrópaði Kat- rín með ákafa. „Og hvort vilt þú heldur, Miranda?“ spurði Nikulás og sneri sjer að henni. „Veitingahúsið11, sagði hún. Nú varð Nikulás ræðnari og sagði þeim ýmsar sögur úr sveitinni, sem þau óku í gegn- um. Hann þekti hverja þúfu þarna. Við Nutton Hook benti hann þeim á lítinn kofa, og sagði að þar byggi galdranorn. „A. m. k. trúa bændurnir því“, sagði hann og hló við. „Á dimm um nóttum flýgur hún alla leið til Kinderhook á priki sínu“. Miranda hló einnig, ekki að því sem hann var að segja, held ur af ánægju yfir því, að hann skyldi vera svona kátur og fjör ugur. „Sjáðu!“ hrópaði hann, þeg- ar þau fóru yfir Stockport Creek. „Sjerðu fossinn þarna uppi?“ Hún kinkaði kolli. „Einu sinni, þegar jeg var drengur, veðjaði jeg við nokkra stráka um, að jeg gæti kafað niður þennan foss“. „Það hlýtur að vera mjög hættulegt. Jeg hefði haldið að það væri ekki' hægt“. „Jeg gerði það“, svaraði Niku lás. „Og þótt jeg fótbrotnaði, sá jeg ekki eftir því. Það hefir ætíð verið stolt mitt að hafa vald yfir kringumstæðunum“. Nú hentist vagninn til, svo að Miranda kastaðist í fangið á Nikulási. Eins og á dansleikn um, virtist vilji hennar og lík- ami bráðna eins og vax, við nærveru hans. Það kom ein- kennilegur svipur í augu hans. Hann beygði sig niður, til þess að taka hattinn sinn upp, og, hún tók eftir því að hendur ’hans skulfu. Um nónbil komu þau til 'Hudson. „En hvað bærinn er falleg- ur“, hrópaði Miranda. Að vísu þótti henni allt fallegt núna, en það var eitthvað vinalegt við þennan litla bæ. Húsin voru snyrtileg og flest úr múr steini. „Hvar er Demantsgata?“ spurði Miranda. „Jóhanna sagði að Hamilton læknir ætti þar heima og jeg ætti að fara með Katrínu þangað“. Nikulás hristi höfuðið. „Ham ilton er gamall sjervitringur. Farðu með hana til Jeff Turn- er. Jeg hygg, að hann sje mjög góður læknir“. „En hann er svo ruddalegur, — og svo er hann andstæður leigulöggjöfinni“, hrópaði Mir- anda. Því meir-i ástæða er til þess að gera hann góðan“, sagði Nikulás glaðlega. „Hann verð- ur ekki lengi að skifta um skoð un, ef jeg geri hann að heim- ilislækni mínum“. þinni? — Það eru einustu staðirnir, þar sem opið er, þegar hún er búin að klæða sig. ★ Kennarinn: — Hvað hjetu hinir 12 synir Jakobs, Óli? Óli: — Bræðurnir Jakobsen. ★ Læknirinn: — Nú getið þjer farið á fætur, en munið eftir því að neyta ekki tóbaks eða áfengis. Sjúklingurinn: — Til hvers á jeg þá a,ð fara á fætur? ★ — Jeg hefi svo mikið sam- viskubit út af rifrildi við manninn minn. Jeg komst nefnilega að raun um, að jeg hafði á röngu að standa. Hvað á jeg að gera? — Fyrirgefa honum, ef hym biður vel. ★ Tilvonandi tengdafaðir: — Ef jeg gef dóttur minni stóran heimanmund, hvað lát- ið þjer þá í staðinn? ★ — Þjer eruð þreytulegur. — Það er ekki að furða. Jeg hefi ekki getað sofið í margar nætur fyrir hugsunum um peningavandræði mín. — En kæri vin, hversvegna hafið þjer ekki sagt mjer frá því fyrr? — Er það mögulegt? Ætlið þjer að hjálpa mjer? — Já, jeg á alveg afbragðs svefnlyf. ★ — Skraddarinn minn getur saumað föt og frakka meðan jeg bíð. — Er það satt? — Já, vissulega. Nú er jeg t. d. búinn að bíða í sex vikur. ★ Stúlkurödd í símanum: — Jeg get ekki sofið, lækn- ir. Hvað á jeg að géra? Læknirinn: — Hlustið í sím- ann. Jeg skal syngja fyrir yð- ur „Sofðu unga ástin mín“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.