Morgunblaðið - 23.08.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.08.1944, Blaðsíða 1
81. árgang-ur,. 187. tbl. — Miðvikudagur 23. ágúst 1944 Isofoldarprentsmiðja h.f. HRÖÐ FRAM8ÓKN í 8-FRAKKLANDI NY INIVI ÖUN í AÐ8IGI VESTAN SIGIMU Bandamenn sækja eftir aðal- veginumtil Lyons London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. „UPPLAUSN og óvissa ríkir nú hjá þýska hernum í Suður-Frakklandi og þýski herinn er á undanhaldi, alls staðar nema í hafnarborg- unum Toulon og Marseille, þar sem Þjóðverjar verjast enn af kappi“. — Á þessa leið var upphafið á dagskip- an, sem 7. hernum var birt í morgun. Hersveitir banda- manna sækja hratt fram í SuiTur-Frakklandi og eru sumstaðar komnar um 100 km frá sjó. Lítil mótspyrna Þjóóverja. Það er um litla mótspyrnu að ræða af hendi þýskra her- sveita. Framsókn bandamanna takmarkast eingöngu af sam- gönguerfiðleikum og hersveit- irnar sækja fram eins hratt og birgðasveitir geta fylgt eftir með vistir. Bandamenn sækja fram eft- ir þremur aðalvegum norður í land. Tveir þessara þjóðvega liggja eftir fjalllendinú norður frá ströndinni milli Toulon og Cannes til Grenoble, en þriðji þjóðvegurinn er aðalvegurinn eftir Rhone-dalnum til Lyon. Hörð barátta um hafnarborgirnar. Þjóðverjar virðast ætla að hafa sömu aðferð við varnir aðal hafnarborganna, Marseill- es og Toulon, eins og þeir höfðu í Cherbourg og St. Malo, verjast þar til yfir lýkur. í Toulon eru háðir harðir götu- bardagar. Við borgina eru ný Framh. á 2. síðu. Skemdarverk í Aarhus London í gærkveldi: Fregnir frá Stokkhólmi herma, að enn hafi danskir föðurlandsvinir unnið mikil skemdarverk í Aarhus. 1 dag var gríðarleg sprenging í að- alstrætisvagnastöð borgarinn-' ar og' eyðilögðust margir vagn anna. Er alt strætisvagnakerfi borgarinnar í ólestri eins og' er. — Reuter. Nýlega framdi flotaforingi Bandaríkjanna, sá, er stjórnað hafði flota Bandaríkjamanna við innrásina í Normandi, sjálfs morð. Var þreyta álitin orsökin. Hann hjet Moon og sjest hjer á myndinni að ofan. Toulouse á valdi Frakka HEIMAHERINN franski hef- ir náð á sitt vald borginni Tou- louse í Suður-Frakklandi sem er norður af landamærum Frakklands og Spánar. Franskar hersveitir úr heima hernum hafa nú á valdi sínu svo að segja öll landamærahjer uðin á landamærum Frakklands og Spánar í Pyreneafjöllunum. Hefir heimaherinn tekið hjer- uðin á sitt vald í nafni þjóð- frelsisnefndarinnar frönsku. , —Reuter. Stokkhólmi í gærkveldi: Vátryggingaráðið sænska, .hefir ákve.ðið, að taká ekki stríðvátryggingar á vörum eða skipum, sem sigla til Eystra- saltshafna Þýskalands. Áður jrafði yerið hætt að tryggja skip, sem sigldu til þýsku hafnanna við Norðursjó. Þetta er talið merki þess, áð tundurduflalagnir banda- manna í Eystrasalti hafi borið tilætlaðan árangur. Afleiðing- in af þessari ákvörðun verður m. a. sú, að Þjóðverjar verða að flytja járngrýti frá Sví- þjóð á eigin skipum, þar sern sænsk skip munu ekki fást til .flutninga tryggingarlaust. í ,versl.samningum milli Þjóð- verja og Svía eru þau ákvæði, rað Svíar láti Þjóðverja ekki fá járngrýti, nema Svíar fái ákveðið magn af kolum frá Þýskalandi. Hingað til hafa kol frá Þýskalandi að mestu leyti verið flutt á sænskum skipum frá Eystrasaltshöfnunr. Ólíklegt er talið að Þjóð- verjar hafi nægan skipakost' til að þeir geti flutt öll kol, sem Svíar þarfnast. Fallhlífaprestar. London: — Þrettán prestar svifu til jarðar með ameríska fallhlífaherfylkinu, þegar það lenti í Normandie fyrír skemstu. Ekkert höfðu þeir meðferðis annað en biblíur, bænabækur og sálmabækur. Framdi sjálfsmorð Svíar afnema tryggingar skipa í Eystrasaltssigling- Manntjón Þjóðverja 100, þús. í Falais-herkvínni London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. NÝ INNIKRÓUNARHÆTTA vofir yfir öllum þýskum her- sveitum, sem enn eru fyrir sunnan Signufljót, milli Parísar og sjávar. Amerísku hersveitirnar, sem komnar eru að Signufljóti, og raunar norður yfir fljótið, hjá Mantes, sækja nú niður með syðri bökkum Signu, en á móti þeim hersveitum sækja kanad- iskar hersveitir frá ströndinni. Þegar þessar hersveitir banda- manna mætast, og margt bendir til að það geti orðið áður en langt um líður, eru þýsku hersveitirnar komnar í herkví. Florens lítið skemd HERSVETIR bandamanna eru nú búnar að ná algerum yfirráðpm í Florens, en leyni- skyttur Þjóðverja hafa lengi verið í norður hluta borgarinn* ar. Frjettaritararjsegja, að borg in sje lítið skemmd, en benda á, að ef bandamenn hefðu ruðst inn í borgina áður- en Þjóðverjar yfirgáfu hana hefði ekki verið komist hjá því að meiri skemmdir hefðu orðið á borginni. Pólskar og ítalskar hersveit- ir sækja fram á Adríahafsströnd en að öðru leyti hefir verið lít- ið um bardaga á Ítalíuvígstöðv- unum. 300 km. frá þýsku landamærunum. Herstjórn bandamanna hefir enn ekki rofið þögnina um hvar hersveitir Pattons hershöfð- ingja eru umhverfis París, eða á austurbökkum Signu. En vit að er, að hersveitir Pattons eru komnar til Melun fyrir suðaust an París og þaðan eru um 300 km. til landamæra Þýskalands. Fyrir suðvestan París hafa Ameríkumenn unnið talsvert á í hjeraðinu umhverfis Ram- bouillen. Þjóðverjar hafa hins- vegar veitt harðvítugt viðnám í hjeraðinu umhverfis Etamp- es, en þýska frjettastofan sagði í dag, að Þjóðverjar hefðu yfir gefið þá borg og ennfremur Malesherbes, fyrir suðaustan Pgrís. Fleiri Grikkir dæmdir. Cairo: — Fjórir grískir sjó- dátar, sem þátt tóku í uppreisn á herskipinu Saktouris í apríl s.l., voru dæmdir til dauða af herrjetti. Þrír aðrir fengu æfi- langt fangelsi og níu voru dæmdir í 20 ára þrælkpnar- vinnu. Þjóðverjar skjóta á Orleans. Sunnar halda Þjóðverjar uppi fallbyssuskothríð á Orle- ans, sem bandamenn hafa á valdi sínu. Þjóðverjar virðast veita nokkurt viðnám fyrir austan Signu, hjá Mantes og Gassi- court. Þar voru 30 þýskir skrið drekar eyðilagðir í dag. II ý sókn Rússa á Rúmeníuvígstöðvunum London í gærkveldi: Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. STALIN marskálkur birti 2 dagskipanir í kvöld og skýrði frá tveimur stórsóknum, sem Rússar hófu fyrir þremur dög- .um á Rúmeníuvígstöðvunum. í þriggja daga bardögum hefir Rússum orðið mikið ágengt. — Þeir hafa náð á sitt vald hinni þýðingarmiklu rúmensku borg Jassy óg sótt fram um 70 km á þeim slóðum og tekið 200 þorp og borgir. í síðari dagskipaninni skýrir Slalin frá nýrri sókn fyrir sunnan Bender, sem er rúm- lega 100 km frá Svartahafi og álíka langt fyrir norðvestan Odessa. Manntjón Þjóðverja 200.000. Tilkynning Stalins um töku Jassy er stíluð til Malinovskis hershöfðingja, sem stjórnar 3. ukrainska hernum. Er þetta hinn þýðingarmesti sigur fyrir Rússa, því Jassy er ein af stærri borgum Rúmeníu. Voru íbúar borgarinnar um 100.000 fyrir stríð og Þjóðverjar höfðu þarna mikla bækistöð. Þjóð- verjar haf^ viðurkennt fall borgarinnar. Sóknin suður af Bender. Dagskipan Stalins um hina nýju sókn suður af Bender, er stíluð til Tolbukhin hershöfð- ingja. Segir Stalin, að her- sveitir hans hafi sótt fram 70 km á 130 km breiðu svæði. — Tekið 130 borgir og bæi, þar á meðal Causani og Tarutino. Causani (eða Kaushany, eins og borgin er nefnd öðru nafni), er um 25 km fyrir sunn- an Bender. Engar breytingar á norður- vígstöðvunum. Frá vígstöðvunum til Varsjá og í Eystrasaltslöndunum ber- ast litlar fregnir í dag, og mun ekki hafa verið um neinar verulegar breytingar að ræða á þeim vígstöðvum. Barist á götum Parísar. Engar ábyggilegar fregnir hafa borist um ástandið í sjálfri Parísarborg. Fregnir í dag hermdu, að framsveitir Banda ríkjamanna vseru komnar inn í úthverfin og inni i sjálfri borg inni berðust Frakkar við Þjóð- verja. Fylgdi það þessari fregn, að Frakkar hefðu borgarhluta í miðri borginni á sínu valdi og að Frakkar hefðu fallbyssur. Engar opinberar sl aðfestingar hafa fengist á þeim fregnum. Sókn'n r.ieð ströndinni. Á Ermarsundsströnd sækja hersvcitir bandamanna fraiu og belgiska; hersveitir t.óku í dag borgina Deamdlle. við Touques ósa. Er þá aðeins eitt fljót ennþá, scm banda- Framh. á 2. síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.