Morgunblaðið - 23.08.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.08.1944, Blaðsíða 10
10 rn MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. ágúst 1944 Miranda hafði skapraunað honum jafn mikið, með upp- gerð sinni og þótta, og hann hafði skapraunað henni. Hann vissi, að hún var aðeins fátæk sveitastúlka, og fanst hún því vera svikari við bændastjett- ina. Hún hafði orðið rugluð í kollinum af öllu óhófinu á Dragonwyck. En, hugsaði hann með sjer, ef til vill á það dýpri rætur. Það væri leiðinlegt, ef stúlkuanginn ímyndaði sjer, að hún væri ástfangin af Van Ryn, sem var óneitanlega fallegur og glæsilegur náungi. Það eina, sem af því myndi leiða, væri eymd fyrir hana sjálfa. — En setjum nú svo, að Van ftyn af- vegaleiddi hana? En um leið og honum datt það í hug, vissi hann, að þrátt fyrir alla sína galla, myndi Van Ryn aldrei detta slíkt í hug. „Kom Van Ryn með ykkur hingað í dag?“ spurði hann alt í einu. „Já“, svaraði Miranda. „Hr. Van Ryn kom með okkur hing að í dag“. Hún leit löngunar- augum á klukkuna og gekk í áttina til dyranna. Án þess að vita hversvegna, tók Jeff í handlegg hennar. —• „Ungfrú Wells“, sagði hann al- varlega. „Hversvegna eruð þjer á Dragonwyck? Saknið þjer ekki heimilis yðar og fjöl- skyldu?“ Miranda roðnaði af reiði. „Þjer eruð óþolandi ósvífinn, herra minn“, sagði hún og hristi hönd hans af sjer. Hún tók í hönd Katrínar litlu og flýtti sjer út. Jeff ypti breiðum öxlum sín- um og horfði á eftir henni inn í vagninn. ★ Nikulás, Miranda og Katrín snæddu prýðilegan miðdegis- verð í hinu nýbyggða Hudson gistihúsi, við Warren-götu. Borð þeirra stóð úti í einu horninu á borðsalnum, og hinn athuguli eigandi gætti þess vandlega, að engin óæðri vera nálgaðist það, — nema auðvit- að þjónarnir. Miranda sagði Nikulási þeg- ar frá fundinum og Smith Bourghton, en hann gerði mjög lítið úr því. „Þetta er aðeins barnaskapur. Jeg er hissa á, að jafn gáfaður maður og Jeff Turner, skuli taka þátt í því. En nú hefi jeg talað við fóget- ann, svo að það verður brátt bundinn endi á þessa vitleysu“. Nikulás var í alt of góðu skapi til þess að vilja tala um þetta leiðindamál. Hann hafði komið með stóra dúkku handa Katrínu og ilmvatnsglas handa Miröndu. — Seinni hluti dagsins leið fljótt. Miranda kveið fyrir, að fara heim aftur, en Nikulási virtist ekkert liggja á. Veðrið var yndislegt og þau reikuðu upp á Parade hæðina, en það- an var útsýni gott yfir Hud- son. Þar uppi var margt um manninn, ungar stúlkur og ung ir piltar arm í arm og börn að leikjum. Miranda og Nikulás töluðu lítið saman. Þeim nægði návist hvors annars. Það kom aðeins fyrir eitt lít- ið atvik, sem varpaði skugga á gleði þeirra. Þau gengu fram- hjá bekk, sem á sátu tveir gaml ir karlar. „Er þetta ekki Van Ryn?“ hrópaði annar þeirra. Hann heyrði bersýnilega illa. — „En þetta er ekki kona hans, sem er með honum?“ „Nei, blessaður vertu. Konan hans er svo feit að hún getur ekki hreyft sig, og fer því aldrei út. Þetta er ef til vill. .“. Síðasta orðið drukknaði í hlátri þeirra, en jafnvel Miröndu var ljóst, við hvað þeir áttu. Gleði hennar hvarf eins og dögg fyrir sólu. Henni hafði tekist að gleyma Jóhönnu al- gjörlega. Nikulás ljet ekki á sjer sjá, að hann hefði heyrt það sem þeir sögðu. Hann leit á Miröndu. „Við verðum nú að fara heim, Mir- anda“, sagði hann, og lagði á- herslu á orðið „heim“. Áður en Miranda vissi af, hafði hún svarað honum: „Dragonwyck er ekki heimili mitt. Jeg er þar aðeins vegna þess —“, hún hikaði — „vegna þess, að þú hefir ekki sent mig þaðan. — Jóhönnu geðjast ekki að mjer“, bætti hún við mjög lágt. Þau voru að fara niður hæð- ina, og þótt Nikulás hjeldi und ir handlegg hennar, var eins og hann kæmi ekki við hana. — Hann þagði, svo lengi, að hún varð óttaslegin. Jeg hefði ekki átt að segja þetta, hugsaði hún. Honum hefir gramist, að jeg skyldi segja þetta um Jóhönnu. Og ef til vill finnst honum jeg vera vanþakklát og heimtu- frek. Hann hjálpaði henni upp í vagninn, án þess að segja orð. Hún settist út í horn og Katrín á móti henni'. Nikulás settist við hlið hennar, og hún leit biðjandi á hann. Hún sá vanga mynd hans óljóst í rökkrinu, hvasst arnarnefið, þykkar og vel lagaðar varirnar, og þrá- keldnislega hökuna. Þótt hann virti&t alveg rólegur, var ins og niðurbældur ofsi-í svip hans Það var korrrin niðdimm nótt, þegar þau fóru yfir Stockport Creek. Hestarnir hægðu á sjer. Miranda stóðst ekki lengur mátið. „Ertu reiður við mig, Niku- lás frændi“, sagði hún, ofboð lágt. Hann sneri sjer að henni, en áður en hann gæti svarað, drógst athygli þeirra beggja að ópum og óhljóðum, sem heyrð ust innan úr skóginum. Það var blásið í lúðra og bumbur barð- ar og sungið. Vagninn var brátt umkringd ur af grímubúnum verum, sem klæddar voru í alskonar fárán lega búninga, og hrópuðu og kölluðu og veifuðu heykvísl- um, spjótum og kylfum. „Brjótum niður vagninn!11 hrópaði einhver og samstundis dundu höggin á vagninum. „Hættið þessu!“ hrópaði nú maður, með bláa grímu. „Nið- ur með leiguna, Van Ryn! — Komdu út úr vagninum, svo að við getum talað við þig11.____ Nikulás var þegar kominn niður úr vagninum. Miranda var ekki hrædd, þótt hún hefði ákafann hjartslátt. Henni fanst þetta miklu fremur hlægilegt. „Vertu alveg óhrædd, vina“, sagði hún við Katrínu, sem hafði vaknað við hávaðann: — „Farðu að sofa aftur“.. Litla stúlkan hlýddi. Miranda fór nú einnig niður úr vagninum til þess að sjá hvað um væri að vera. Nikulás gekk til mannsins með bláu grímuna, sem virtist vera foringinn. Hinir röðuðu sjer í hring í kringum þá. „Jæja?“ sagði Nikulás. „Hvað á þetta eiginlega að þýða?“ Hann sagði þetta kæru leysislega, eins og þeir væru í garðveislu. Áður en foringinn fjekk svarað honum, hrópaði stóri maður,t klæddur bleikum baðmullarnáttkjól með stóran fjaðrastúf á höfðinu: „Þú veist vel, hverjir við erum. Við er- um Indíánar! Við höfum nú sameinast til þess að rísa upp gegn órjetti þeim, sem við höf um verið beittir af þjer og for feðrum þínum um aldaraðir'1. Nikulás hvarflaði augunum hægt frá óhreinum stígvjelum mannsins, er komu í ljós fyrir neðan bleikann náttkjólinn, að illa málaðri grímu hans. Ofurlítið háðsglott Ijek um varir hans. „Mjer kemur það auðvitað ekkert við, þótt þið sjeuð að leika Indíána, þótt að mjer finnist það barnalegur leikur fyrir fullorðna menn. En jeg verð að biðja ykkur, að leika ykkur einhversstaðar annarsstaðar, því að þið girðið fyrir veginn hjer“. Hópurinn færði sig ógnandi nær, en þeir voru ekki eins ör- uggir og áður. Framkoma Niku lásar ruglaði þá, því að þeir sáu, að þeim hafði ekki tekist að vekja aðrar tilfinningar hjá honum en fyrirlitningu og gremju yfir því, að vagn hans skyldi vera stöðvaður. Og holl usta við ljensdrottinn sinn var þeim runnin í merg og bein, hversu mjög sem þeir hötuðu ljenskerfið. Þeir litu á manninn með bláu grímuna, og einn þeirra muldraði: „Þú segir honum það, Blái Örn“. Foringinn kinkaði kolli og sneri sjer að Nikulási. „Við vör um þig hjer með við, Van Ryn“ sagði hann. „Við Indíánar mun um sjá um, að þú innheimtir enga leigu í næstu viku. For- ingi okkar, Eldingin, hefir lof að bændunum því. Þú getur sent á vettvang alla þá fógeta og sýslumenn? sem þjer þókn- ast, en þú munt ekki innheimta leiguna11. „Jæja þá?“ sagði Nikulás. „Og nú, þegar þið hafið lokið erindi ykkar, megum við senni lega halda áfram?“ Brúður hermannsins Æfintýr eftir P. Chr. Asbjörnsen. 3 „Gott er það, og þessa ve^ks skaltu njóta“, sagði herra- maðurinn. „Sendu nú kvenfólkið upp, til þess að búa brúð- ina“. „Búa hana, nei, veitstu nú hvað húsbóndi góður“, sagði vinnumaðurinn. „Ekkert slúður“, sagði herramaðurinn reiður. „það verður að búa hana vel, láta hana bæði fá krans og brúð- Árkórónu“. Vinnumaðurinn gekk nú í öngum sínum niður í eld- húsið og sagði við stúlkur þær, sem þar voru: „Heyrið mig nú stelpur, nú verðið þið að fara upp á loft og koma brúðarskarti á merargreyið, það lítur út fyrir að hús- bóndinn blessaður ætli að láta boðsfólkið fá eitthvað til að brosa að“. Stúlkurnar hengdu nú á hryssuna alt sem þær höfðu til og svo fór piltur til húsbóndans og sagði áð nú væri hún kominn með krans og kórónu. „Gott er það, komið með Rana“, sagði herramaðurinn, jeg skal sjálfur taka á móti henni í dyrunum11. Það brast og brakaði í stigunum, eins og alt væri að hrynja, því hún var ekki neitt tiltakanlega ljettstíg, — brúðurin þessi. En þegar dyrnar inn í stóru stofuna opn- uðust og allir fimm gestirnir sáu brúðina, var ekki alveg laust við að sumum stykki bros. Og hvort það hefir ver- ið af ánægju með brúðina eða einhverju öðru, þá var víst um það, að herramaðurinn fór ekki að reyna að biðja sjer stúlku eftir þetta. ENDIR. Einu sinni hittust tveir Got- hambúar á Nottinghambrúnni. Annar þeirra var á leið til markaðsins til þess að kaupa sauðfje, en hinn var að koma frá honum. „Hvert ert þú að fara?“ sagði sá er kom frá markaðnum. „Jeg“, sagði hinn, „er á leið til markaðsins að kaupa sauð- fje“. „Kaupa sauðfje. Hvaða leið hefir þú hugsað þjer að reka það heim?“ „Yfir brúna hjer 'býst jeg við“. „Það er ekki hægt“. „Jú, víst er það hægt11. Þannig rifust þeir um stund, þar til þeir voru báðir orðnir öskuvondir. Þegar rifrildið stóð sem hæst kom þriðji Gothambúinn til þeirra frá markaðnum með mjölsekki á hesti. Þegar hann hafði um stund hlustað á ná- búa sína rífast um sauðfjár- reksturinn, þó hvorugur væri með svo mikið sem eina kind, sagði hann: „Þið eruð báðir nautheimsk- ir bjánar. Fáið þið aldrei vit- glóru í kollinn? Hjálpið mjer með að koma þessum mjölsekk á bakið á mjer“. Nábúarnir hjálpuðust að með að koma sekknum á bakið á honum. Þá gekk maðurinn út að grindverkinu á brúnni og helti úr pokanum í ána. „Jæja, mínir elskanlegu ná- búar“, sagði hann, „hvað hefi jeg mikið mjöl eftir í sekkn- um?“ ,Als ekki neitt11, hrópuðu báðir rifrildisseggirnir í einu. „Æ, jæja, ætli að jeg hafi ka »J). ilfflU ekki álíka mikið og vitið er í hausnum á ykkur, þegar þið standið hjer og rífist um fjár- rekstur, áif^þess að hvorugur ykkar hafi svo mikið sem eina rolluskjátu11. Hver gáfaðastur var af þess- um þremur, verður hver að gera upp við sig. ★ Hún: — Jeg er voðalega hrædd í þrumuveðri. Hann: — Það er ekki að furða, eins og þjer hafið mikið aðdráttarafl. ★ Dómarinn: — Hefir ákærði # nokkuð fram að færa áður en dómur fellur? > Ákærði: — Ekki fiema það, herra dómari, að jeg er litillát ur maður og mun þessvegna gera mig ánægðan með lítið. ★ — Þessi unga stúlka verður að líða mikið fyrir trú sína. — Hverrar trúar er hún? — Að skór nr. 37 hæfi fót- um nr. 39. ★ Dómarinn: — Ákærandinn segir, að þjer hafið kallað hann asna, lygara og þjóf. Ákærði: — Nei, þjóf kallaði jeg hann ekki. Jeg gleymdi því. ★ — Var það stór ávísun, sem þú tapaðir? — Nei, hún var- á stærð við póstkort. ★ Þjófurinn (við konu sína): — Það er ljótt að sjá uppeldið á drengnum. Hann kann ekki einu sinni að opna sardínudós án þess að skilja eftir fingra- för.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.