Morgunblaðið - 24.08.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.08.1944, Blaðsíða 1
81. árgunguE. 188. tbl. — Fimtudagur 24. ágúst 1944 Isafoldarprentsmiðja h.í. NAR MJA Ný stjórn skipuð í landinu Rússar hefji stórsókn fyrir vestan Byalystok London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. •ÞÝSKA FRJETTASTOFAN skýrir frá því í kvöld, að Rúss- ar hafi hafið stórsókn fyrir v.estan Byalistok. Þjóðverjar hafi búist við þessari sókn og hafa orðið að hörfa á þessum vígstöðvum. Dagskipanir Stalins. I dagskipan Stalins til Bol- bukhins hershöfðingja segir hann, ða hersveitir Rússa á þriðju Ukrainuvígstöðvunum hafi haldið áfram sókn sinni og tekið með áhlaupi borgirnar Akkerman og Benderi, sem voru mikilvægar varnarstöðv- ar Þjóðverja neðarlega við ána Dniestr. Stalin segir í dagskipan til Koniev hershöfðingja, að her- sveitir á fyrstu Ukrainuvíg- stöðvunum hafi tekið með á- hlaupi borgina Debica, mikil- væga flugvjelaiðnaðarborg og samgöngumiðstöð. Borgin er 75 mílum fyrir austan Krak- ow. «. Rússneska herstjórnar- tilkynningin. I rússnesku herstjórnartil- kynningunni í kvöld segir m.a. syo: „23. ágúst tóku hersveitir vorar fyrir suðaustan og sunn- an Dorpat-Tratu yfir 25 bæi og þorp';. Suðvestur af Mitau hrundu Rússar áhlaupum óvinanna, #sem gerðar voru af vjelaher- svéitum og fótgönguliði. — Framh. á 2. síðu. Þjóðverjar óftasl ásfandið í Dan- mörku ÁSTANDIÐ í Danmörku er byrjað að fara í taugarnar á Þjóðverjum og eru það aðal- lega verkfötlin, sem orsaka það. — Þar hafa verið settar nýjar umferðarreglur og þýsk- ar verndarsveitir, sem hafa að- setur í Kaupmannahöfn og þýsk lögregla í Danmörku hef- ir verið efld. !er jast Rúméner með Bcmdamönnum? London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. í ÚTVARPI frá Búkarest var í kvöld lesin til- kynning frá Mikael Rúmeníukonungi, þess efnis, að Rúmenar hefðu gengið að friðarskilmálum Rússa Ný stjórn hefir verið mynduð, og eiga í henni sæti Konstantin Senatescu, sem er forsætisráðherra, Bratianu og Maniu, sem er leiðtogi Bændaflokksins. Tilkynning konungs var svohljóðandi: „Rúmenar! Á þessum þrengingartímum rúm- ensku þjóðarinnar hefi jeg ákveðið, að niður skuli lögð vopnin í baráttu vorri gegn Bandamönnum, til þess að frelsa Rúmeníu og jeg skora á stjórnina að framkvæma þann eindregna vilja þjóðarinnar, að semja frið við Bandamenn. Gengið hefir verið að friðarskilmálum Sovjetríkjanna, Bretlands og Bandaríkja Norður-Ameríku- Frá þessari stundu er stríðinu gegn Rússum hætt og hernaðarástand- inu við Bretland og Bandaríkin afíjett." Bandamenn hafa ábyrgst sjálfstæði Rúmeníu- ,Hver sá, sem þverskallast við þessari ráðsstöfun og vill taka völdin í sínar hendur, skal álitinn f jand- maður þjóðar vorrar, og jeg skipa hernum og allri þjóðinni að berja slíkar tilhneigingar, ef upp kunna að koma, miskunarlaust niður. < Öll þjóðin" verður að fylkja sjer einhuga um konung sinn og ríkisstjórn. Hver sá, sem ekki vill styrkja ríkisstjórnina og vinnur gegn þjóðarvilj- anum, er landráðamaður. Bandamenn hafa viðurkent órjettmæti Vínar- yfirlýsingarinnar, en samkvæmt henni vorum við sviptir Transylvaníu Við'hlið herja Bandamanna munum við 'fara yfir hin ranglátu landamæri, sem okkur voru'sett." / Endir tilkynningarinnar heyrðist illa, en þulur- inn er álitin hafa sagt, að framtíð Rúmeníu væri undir því komin, með hve mikilli hugprýði Rúmenar berðust fyrir rjetti sínum. „Látum oss eiga Rúm- eníu". sagði hann. Síðan var rúmenski þjóðsöngur- inn leikinn. HERNAÐUR RÚMENA. Rúmenar misstu Bessarabíu og hluta af Bukovínu og Moldavíu í hendur Rússum í júní 1940, samkvæmt samn' ingi milli ríkjanna. Tveim mánuðum síðar gerði Hitler sáttmála við Ungverja viðvíkjandi Rúmeníu, þess efnis, að Rúmenar skyldu láta af hendi mikinn hluta Transyl- vaníu. Eftir þennan landmissi sagði Karol Rúmeníukon- ungur af sjer í september 1940. Nokkrum mánuðum síðar, 23. nóvember 1940, gengu Rúmenar undir stjórn einvaldsins Antonescu í lið með Möndulveldunum. — Þegar Þjóðverjar rjeðust á Rúss- land í júní 1940, sögðu Rúmenar Rússum stríð á hendur Framh. á 2. síðu PARÍS FALL Franskar heima- hersveitir taka Marseilles YFIRMAÐUR HEIMAHERSINS franska, König hers- höfðingi, skýrði frá því laust fyrir hádegi í dag, að fransk- ar heimahersveitir hef ðu hrakið Þjóðverja úr Paris. — Á laugardag var fyrirskipuð allsherjaruppreisn í París og aðallögreglustöðin í borginni og aðrar aðalstöðvar Þjóð- verja teknar. Þjóðverjar voru svo hraktir úr einu borgar- hverfi í annað. Vichystjórnin er nú úr sögunni. f tilefni af töku borgarinnar hjeldu Frakkar í Algiers hátíð. Mikill mannfjöldi safnaðist saman og hrópaði: „Lifi Frakkland". Kirkjuklukkum í Manchester var í dag hringt í tilefni af töku borgarinnar. Klukkum St. Páls- kirkjunnar" í London mun í dag verða hringt í þessu tilefni. Við missi Parísar hafa Þjóðverjar beðið mikinn hnekki. Auk þess, sem París er geysimikilvæg samgöngumiðstöð, er hún háborg vestrænnar menningar. MARSEILLES FALLIN. Það var tilkynt í gærkvöldi^ að franskar heimaher- sveitir hefðu tekið Marseilles. Búist hafði verið við mjög harðri vörn Þjóðverja í borginni. Um miðjan dag í gær áttu hersveitir bandamamia um 3 mílur ófarnar til borg- arinnar. Taka Marseilles er mjög mikilvægur sigur fyrir banda- menn. Forseti á leiS I il Ameríku FORSETI ÍSLANDS og föru neyti hans lagði af stað til Bandaríkjanna í gær. Vegna fjarveru forseta gaf forsætisráðherra út tilkynn- ingu í gær þess efnis. Samkvæmt 8. gr. stjórnar- skrárinnar fara með vald for- seta, á meðan hann dvelst er- lendis, forsætisráðherra, for- seti sameinaðs Alþingis og for- seti hæstarjettar. Svifsprengjum grandað. London í gærkveldi: — Þjóð verjar hafa haldið áfram að skjóta svifsprengjum sínum á Lundúnaborg og umhverfi hennar í nótt og í dag. Af skot hríðinni urðu skemdir og manntjón að vanda, en varnir voru harðar Akafir bardagar geisa um Toulon, en þar hafa Frakkar bætt aðstöðu sína. Annars staðar á vígstöðvun- um í Suður-Frakklandi varð bandamönnum vel ágengt. Tóku þeir borgina Salon, sem er um það bil miðja vegu milli borgarinnar Aix í Provence og Avignon í Rhonedalnum. Hún er 25 mílum fyrir suðaustan Avignon. Amerískar hersveitir sóttu vestur Durance-dalinn og tóku borgini Lauris, sem er um 30 km. fyrir norðaustan Salon. Hersveit'r bandamanna hafa tekið mikiívægar brýr, um 190 mílum fyrir norðvestan Mar- seilles. þar á meðal .iárnbraut- arbrýr í suðaustur úthverfum Lyon. Norður-vígstöðvarnar. Bandamenn hafa tekið borg ina Evreui: og sótt fram frá henní 7 mílur. i-íótspyrna Þjóð verja er lítil á þes^um slóðum. Enn er hljótt um harsveitir 1 Pattons fyrir suðaustan París,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.