Morgunblaðið - 24.08.1944, Page 1

Morgunblaðið - 24.08.1944, Page 1
RÚMENAR SEMJA FRIÐ Ný stjórn skipuð í landinu Rússar hefja stórsókn fyrir vestan Byalystok *----- London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. •ÞÝSKÁ FRJETTASTOFAN skýrir frá því í kvöld, að Rúss- ar hafi hafið stórsókn fyrir v.estan Byalistok. Þjóðverjar hafi búist við þessari sókn og hafa orðið að hörfa á þessum vígstöðvum. Dagskipanir Stalins. í dagskipan Stalins til Bol- bukhins hershöfðingja segir hann, ða hersveitir Rússa á þriðju Ukrainuvígstöðvunum hafi haldið áfram sókn sinni og tekið með áhlaupi borgirnar Akkerman og Benderi, sem voru mikilvægar varnarstöðv- ar Þjóðverja neðarlega við ána Dniestr. Stalin segir í dagskipan til Koniev hershöfðingja, að her- sveitir á fyrstu Ukrainuvíg- stöðvunum hafi tekið með á- hlaupi bórgina Debica, mikil- væga flugvjelaiðnaðarborg og samgöngumiðstöð. Borgin er 75 mílum fyrir austan Krak- ow. Rússneska herstjórnar- tilkynningin. . í rússnesku herstjórnartil- kynningunni í kvöld segir m.a. svo: „23. ágúst tóku hersveitir vorar fyrir suðaustan og sunn- an Dorpat-Tratu yfir 25 bæi og þorp‘‘. Suðvestur af Mitau hrundu Rússar áhlaupum óvinanna, sem gerðar voru af vjelaher- sveitum og fótgönguliði. — Framh. á 2. 8Íðu. Þjóðverjar ótlast ásiandið í Dan- mörku ÁSTANDIÐ í Danmörku er byrjað að fara í taugarnar á Þjóðverjum og eru það aðal- lega verkföHin, sem orsaka það. — Þar hafa verið settar nýjar umferðarreglur og þýsk- ar verndarsveitir, sem hafa að- setur í Kaupmannahöfn og þýsk lögregla í Danmörku hef- ir verið efld. erjast Rúménar með andomönnum? London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. I ÚTVARPI frá Búkarest var í kvöld lesin til- kynning frá Mikael Rúmeníukonungi, þess efnis, að Rúmenar hefðu gengið að friðarskilmálum Rússa Ný stjórn hefir verið mynduð, og eiga í henni sæti Konstantin Senatescu, sem er forsætisráðherra, Bratianu og Maniu, sem er leiðtogi Bændaflokksins. Tilkynning konungs var svohljóðandi: „Rúmenar! Á þessum þrengingartímum rúm- ensku þjóðarinnar hefi jeg ákveðið, að niður skuli lögð vopnin í baráttu vorri gegn Bandamönnum, til þess að frelsa Rúmeníu og jeg skora á stjórnina að framkvæma þann eindregna vilja þjóðarinnar, að semja frið við Bandamenn. Gengið hefir verið að friðarskilmálum Sovjetríkjanna, Bretlands og Bandaríkja Norður-Ameríku Frá þessari stundu er stríðinu gegn Rússum hætt og hernaðarástand- inu við Bretland og Bandaríkin afljett.“ Bandamenn hafa ábyrgst sjálfstæði Rúmeníu- Hver sá, sem þverskallast við þessari ráðsstöfun og vill taka völdin í sínar hendur, skal álitinn fjand- maður þjóðar vorrar, og jeg skipa hernum og allri þjóðinni að berja slíkar tilhneigingar, ef upp kunna að koma, miskunarlaust niður. Öll þjóðin verður að fylkja sjer einhuga um konung sinn og ríkisstjórn. Hver sá, sem ekki vill styrkja ríkisstjórnina og vinnur gegn þjóðarvilj- anum, er landráðamaður. Bandamenn hafa viðurkent órjettmæti Vínar- yfirlýsingarinnar, en samkvæmt henni vorum við sviptir Transylvaníu Við'hlið herja Bandamanna munum við fara yfir hin ranglátu landamæri, sem okkur voru sett.“ j Endir tilkynningarinnar heyrðist illa, en þulur- inn er álitin hafa sagt, að framtíð Rúmeníu væri undir því komin, með hve mikilli hugprýði Rúmenar berðust fyrir rjetti sínum. „Látum oss eiga Rúm- eníu“. sagði hann. Síðan var rúmenski þjóðsöngur- inn leikinn. HERNAÐUR RÚMENA. Rúmenar misstu Bessarabíu og hluta af Bukovínu og Moldavíu í hendur Rússum í júní 1940, samkvæmt samn- ingi milli ríkjanna. Tveim mánuðum síðar gerði Hitler sáttmála við Ungverja viðvíkjandi Rúmeníu, þess efnis, að Rúmenar skyldu láta af hendi mikinn hluta Transyl- vaníu. Eftir þennan landmissi sagði Karol Rúmeníukon- ungur af sjer í septemher 1940. Nokkrum mánuðum síðar, 23. nóvember 1940, gengu Rúmenar undir stjórn einvaldsins Antonescu í lið með Möndulveldunum. — Þegar Þjóðverjar rjeðust á Rúss- land í júní 1940, sögðu Rúmenar Rússum stríð á hendur Framh. á 2. síðu PARISJFALLIIM Franskar heima- hersveitir taka Marseilles YFIRMAÐUR HEIMAHERSINS franska, König hers- höfðingi, skýrði frá því laust fyrir hádegi í dag, að fransk- ar heimahersveitir hefðu hrakið Þjóðverja úr Paris. — Á laugardag var fyrirskipuð allsherjaruppreisn í París og aðallögreglustöðin í borginni og aðrar aðalstöðvar Þjóð- verja teknar. Þjóðverjar voru svo hraktir úr einu borgar- hverfi í annað. Vichystjórnin er nú úr sögunni. í tilefni af töku borgarinnar hjeldu Frakkar í Algiers hátíð. Mikill mannfjöldi safnaðist saman og hrópaði: „Lifi Frakkland“. Kirkjuklukkum í Manchester var í dag hringt í tilefni af töku borgarinnar. Klukkum St. Páls- kirkjunnar í London mun í dag verða hringt í þessu tilefni. Við missi Parísar hafa Þjóðverjar beðið mikinn hnekki. Auk þess, sem París er geysimikilvæg samgöngumiðstöð, er hún háborg vestrænnar menningar. MARSEILLES FALLIN. Það var tilkynt í gærkvöldi, að franskar heimaher- sveitir hefðu tekið Marseilles. Búist hafði verið við mjög harðri vörn Þjóðverja í borginni. Um miðjan dag í gær áttu hersveitir handamanna um 3 milur ófarnar til horg- arinnar. Taka Marseilles er mjög mikilvægur sigur fyrir banda- menn. Ákafir bardagar geisa um Toulon, en þar hafa Frakkar bætt aðstöðu sína. Annars staðar á vígstöðvun- um í Suður-Frakklandi varð bandamönnum vel ágengt. Tóku þeir borgina Salon, sem er um það bil miðja vegu milli borgarinnar Aix í Provence og Avignon í Rhonedalnum. Hún er 25 mílum fyrir suðaustan Avignon. Amerískai' hersveitir sóttu vestur Durance-dalinn og tóku borgina Lauris, sem er um 30 km. fyrir norðaustan Salon. Hersveit'r bandamanna hafa tekið mikilvaCgar brýr, um 190 mílum fyrir norðvestan Mar- seilles. þar á.meðal járnbraut- arbrýr í suðaustur úthverfum , Lyon. London í gærkveldi: — Þjóð j verjar hafa haldið áfram að (Norður-vígstöðvarnar. skjóta svifsprengjum sínum á i Bandamenn hafa tekið borg Lundúnaborg og umhverfi ina Evreu.: og sótt fram frá hennar í nótt og í dag. Af skot henni 7 mílur. I.lótspyrna Þjóð hríðinni urðu skemdir og verja er lítil á þessum slóðum. manntjón að vanda, en varnir j Enn er hljótt um hersveitir voru harðar • Pattons fyrir suðaustan París, Forseti á leið til Ameríku FORSETI ÍSLANDS og föru neyti hans lagði af stað til Bandaríkjanna í gær. Vegna fjarveru forseta gaf forsætisráðherra út tilkynn- ingu í gær þess efnis. Samkvæmt 8. gr. stjórnar- skrárinnar fara með vald for- seta, á meðan hann dvelst er- lendis, forsætisráðherra, for- seti sameinaðs Alþingis og for- seti hæstarjettar. Svifsprengjum grandað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.