Morgunblaðið - 24.08.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.1944, Blaðsíða 2
2 pg «*i MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 24, ágúst 1944- ! I F J Æ R *!* *£♦ •/ v *!♦ v v *I* v *!* *!• •!* v *♦* v *l* *l* v *♦* *♦* ♦♦♦ *l* *l* *l* *♦*' O G N Æ R - | V **♦ **• ♦*« **♦ **• ♦*« > *** ♦** **♦ **• **« ♦*• *!• •»• ♦*♦ *♦* *♦♦♦♦♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦♦* *♦* Strætisvagnakaupin. KAUP Eeykjavíkurbæjar á strætisvögnunum mælast hvar vetna vel fyrir. Menn eru sam rnála um, að strætisvagnaferð- irnar máttu ekki falia niður. Fn uppiýst er, að ótruflað framhald þeirra varð ekki trygt með öðru en bærinn tæki nú við rekstri þeirra. Hinu verður þó ekki neitað, að bærinn tekur við þessum rekstri á óhentugasta tíma. Vagnarnir eru að vísu keyptir á grundvelli mats, sem trvrn- aðarmenn bæjarins hafa lagt á þá. En það mat varð að sjálfsögðu að miða við gagn- verð slíkra vagna nú, þ. e. hæsta stríðsverð. Þá er að sjálfsögðu mjög erfitt að fá nú nýja vagna, sem brýn nauð- sjti er á, ef þessar ferðir eiga að komast í sæmilegt horf. Verður auðveldara að fá nýja vagua? .................. SUMIR IIAFA að vísu lát- ið uppi, að auðveldara mundi að fá nýja vagna og annað, ér til rekstursins þarf, nú eft- ir að þeir eru kornnir í opin- bera eign en áður var. Von- andi er, að svo fari. Ekki spá- ir fyrri reynsla þó góðu um það. Reykjavíkurbær sá á sín- um tíma um boranirnar á Iieykjum eftir heitu vatni. En ekki var þa'ö virt af þeim Eysteini Jónssyni og Haraldi Guðmundssyni, þegar þeir voru í stjórn, að þar átti op- inbert stjórnarvald hlut að. Á stjórnartíma, þeirra „um- bótamannanna' * var bænum langa lengi synjað um kaup á rpiuðsyniegum jarðbor. Sú töf, sem af þeim sökum varð á borunum, hafði í för með Sjer samsvarandi frestun á framkvæmd hitaveitunnar. B£ J)á heföi verið orðið við sann- gjörnum óskum bæjarstjórn- arinnar, má telja víst að hita- veitunni hefði verið lokið fyr- ír stríð eða í stríðsbyrjun. ■Málefni Reykjavíkurbæjar eiga að sjálfsögðu ekki fram- ar slíkum fjadskaþ að sæta eem á einveldistímum Fram- •sóknar og Alþýðuflokks. En nú er að etja við raunveru- lega erfileika af völdum ófrið- arins, sem hæpið er, að nokk- nr ísiensk stjórnarvöld geta bætt úr, þótt þau sjeu öll af .Vilja gerð. \ Af hverju varð að kaupa nú? ________ IIVERXIG STENDUR þá á því, ef öllum sýnist tíminn, sem \ralinn er til þess að bær- Snn taki við rekstrinum, svo óhepi)iiegur, að mál skipuðust svo, að það varð ekki umflú- 5ð? Orsakir þessar komu glögt fram í skýrslu borgarstjóra, sem l)iöðin birtu á dögunum. ITinn 10. febrúar s. 1. var í bæjarstjórn bori.n upp tillaga um, að bærinn tæki rekstur strætisvagnaferða að sjer hið fillra fyrsta. Með þessari til-, lögu greiddu atkvæði allir, kommúnistar og Alþýðuflokks jnenn í bæjarstjórn. Á móti voru Sjálfstæðismenn einir. Þeir voru þá ekki nema sjö í bæjarstjórn, því að Árni Jóns- son sagði sig ekki úr bæ.jar- stjórninni fyrr en nokki-um mánuðum síðar. Árni sat hjá Þá voru sjö með tillögunni en sjö á móti. Fyrir tillögumönnum vakti að sjálfsögðu að bærinn tæki við í'ekstrinum, l>egar sjer- 1 eyfistím i Strætisvagnafj el ags- ins var úti ]>. e. 1. mars s. 1. Fjelagið hafði að vísu sótt um sjerleyfi fyrir næstu þrjú ár áður en atkvæðagreiðslan fór fram f bæjarstjórn, en eftir hana taldi það atvik svo breytt, að það tók málið upp á nýjum grundvelli. Öryggisleysið ÞVl VERÐt'R ekki neitað, að atkvæðagreiðslan 10. febr. sýndi tvent. I fyrsta iagi, að þá var með öllu óvíst, og jafn- vel ólíklegt, að samþykki feng ist fyrii' þriggja ára sjerleyfi. Allar horfur vq.ru á, að "þá yrði á ný sjö atkvæði á móti sjö, sjerleyfið yrði þa\' með felt. I öðru lagi var ljóst, að þótt sjerleyfið slampaðist í gegn, þá var harla áhættu- samt að taka að sjer áfram- haldandi rekstur vagnanna með svo ótryggri aðstöðu í bæjarstjórn. Til endurbóta á ferðunum þarf stórfje, hvort sem þær eru í höndum ein- staklinga eða bæjarins. Og er skii.janlegt, að einstaklingar hiki við að leggja slíkt fje fram, þegar enga' tryggingu er unt að veita þeim um, að þeir verði ekki öllu sviftir áður en þeir liafa fengið kostnað simi uppi borinn. Krafa fjelagsins um tíu ára sjerleyfi eða kaup bæjarins að öðru kosti hvíldi á þessum rökum. Tvöfeldni komma og krata EF MARKA hefði mátt af- stöðu Alþýðuflokks og komm- únista 10. febrúar, þá var sjálfsagt, að þeir hcfðu tekið feginshendi kauptilboði fje- lagsins. Raunin varð þó Ónn- ur. I vor reyndust báðir þess- ir flokkar Ejálfstæðismönn- um sammála um, að hvað sem, meginstefnu liði, þá væri tím- inn til kaupa nú ekki heppi- legur. Kom þannig á daginn, að með tillögu sinni í vetiir og atkvæðagreiðslu höfðu þeir ekkert alvarlega meint. Þeir vildu einmitt ujnfram alt ekki það, sem þeir þá báru fram og guldu samþykki, að bær- inn hæfi hið allra fvrsta rekstur strætisvagna. ITeldur vildu þeir endilega fresta því að svo yrði. En skaðinn var skeður. Fjelagið tók þá á orðí inu og ætlaði að leggja ferðirn ar niður. Sjálfstæðismenn sáu um, að ]>að var ekki gert og Ijetu bæinn taka við til að tryggja það, að borgararnir gildu ekki í þessu flónsku niðurrifsflokkanna. Bæði Al- þýðufiokkur og kommúnistar gengu að vísu undir forystu Sjálfstæðismanna að bjarga málinu við. En þeir, láta sjer um leið sæma að vonskast yfir, að alt sje þetta á óheppilegum tíma gert og bærinn tapi á því stórfje að kaupa vagnana nú! Kjósend- ur vita, hverjum þeir eiga það að þakka. Sem sje, ein- stöðuflokkanna í bæjarstjórn vörðungu framhleypi and- um að flytja í tíma og ótíma tillögur, sem þeir meina ekk- ert með, og ætlast til að aðr- ir stöðvi. Oftast kemur þetta. ekki að sök. Að þessu sinni varð það óhapp, að þeir borg- arar, sem hlut áttu að máli, •tóku þessa herra alvarlega. Og það varð til þess, að bær- inn neyddist til að kaupa strætisvagnana á aldýrasta tíma. Lews Ayres orðlnn preslur Lew Ayres, kvikmyndaleikar- inn frægi, er nú orðinn herprest ur í Bandaríkjahernum. Var mynd þessi tekin af honum á Nýju Guineu, þar sem hann starfar nú. Hann ætlar að sækja um brauð að styrjöldinni lok- inni. Síðasta aðvörunin hans. LONDON: — 12 ára gamall drengur, Anthony Elliott, sem nú er nýlega látinn 1 sjukra- húsi af sárum, sem hann hlaut í loftárás, var vanur að blása í blístru, þegar sprengjuflug- vjelar nálguðust, til þess að aðvara verkamenn, sem voru að vinna að viðgerðum á þök- um, sem skemst höfðu í loft- árásum. Dag nokkurn gaf hann aðvörunarmerkið og hljóp svo inn í loftvarnabyrgi. Sprengja lenti á byrginu. Móðir hans beið bana, en sjálfur særðist hann svo, að hann beið bana nokkrum dögum síðar. Fala- og eldiviðar- skorlur í Danmðrku FATASKORTUR er nú orð- inn mjög mikill í Danmörku og er nú svo komið að það er' í raun og veru ekki hægt að fá á sig nokkra nýja flík, hvorki börn nje fullorðnir, konur eða karlar. Menn verða að ganga í gömlum fötum eins lengi og nokkur heill þráður er í þeim og síðan -verður að reyna að •sauma upp úr þeim á ný. Bót á hnjánum á buxum og kjólar saumaðir úr mörgum tegund- nm af efni. má nú heita þjóð- búningur hernámstímabilsins í Danmörku. Annars eru menn stoltir af því, að sýna hve lengi þeir geta notað gönml föt og húsmæðurnar sauma upp úr því gamla af mikillj iist. En það eru ekki allar húsmæðurnar, sem hafa tíma til þess að sauma á alla fjölskylduna, svo að danskar konur hafa stofnað með sjer nokkurskonar Lottu-fjelags- skap, sem tekur að sjer um- saum á gömlum fötum fyrir fólk. Eldiviðarskorturinn er ann- að mikilvægt vandamál danskra borgara. Á stríðsár- unurn hefir þegar verið graf- in 18 milljónir tonna af mó. sem notaður hefir yerið í stað kola. Kviksögur um tjón í s vif spr eng j uárásum. LONDON: — Allmikið hefir borið á því undanfarið, að slef- berar tefðu fyrir verkamönn- um í hergagnaverksmiðjum í Englandi með því að segja þeim, að tjón hafi orðið hjá heimilum þeirra af völdum svifsprengja. Breska lögreglan mun nú hefjast handa um að handsama slefberana, og munu þeir hljóta þunga refsingu. — Rúmenia | Framh. af bls. 1. sex dögum eftir að innrás Þjóðverja hófst, 28. júní. Síð- an börðust rúmenskar hersveitir við hlið Þjóðverja, fyrst undir stjórn Rundstedts til þess að vinna aftur Bessara- bíu, en síðan sóttu rúmensku hersveitirnar fram til Stal- ingrad. Margar hersveitir Rúmena voru innikróaðar með hersveitum Paulusar við Stalingrad. Einnig biðu Rúm- enar mikið manntjón í bardögum á Krímskaganum og við Odessa. Bretar sögðu Rúmenum stríð á hendur þann 7. des- ember 1941 og Bandaríkjamenn 12. desember 1941. Aukinn portvínsinn- flutningur til Bret- lands. LONDON: — Samkv. hag- skýrslum, sem nýléga hafa verið birtar í London, heflr portvínsinnflutningurinn til Bretlands sex fyrstu mánuði þessa árs numið 261.440 gall- ónum, en á sama tíma í fyrra nam hann 832 gallónum. Portvínsinnflutningurinn til Bandaríkjanna nam sex fyrstu mánuði ársins 1943 366.546 gallónum, en sex fyrstu mán- uði þessa árs 2.188.170 gallón- um. Vildu drepa Mussolini líka. LONDON: — Þýska frjetta- stofan hefir skýrt frá því, að hershöfðingjarnir, sem stóðu að banatilræðinu við Tlitler, hefðu ætlað sjer að drepa Mussolini líka. Hershöfðingj- arnir hefðu endilega viljað, að Mussoliní kæmi til Þýskalands nokkrum dögum áður en hann hafði ætlað sjer. Þegar svo Hitler og Mussolini hittust, hefðu þeir ætlað að reyna að drepa þá báða í einu. Heit máltíð í loftárásum. LONDON: — Breski mat- vælaráðherrann sagði á fundi, sem nýlega var haldinn í Mon- mouthshire, „Við höfum nú“, sagði hann, „komið því svo fyrir, að þar sem svifsprengjur koma til jarðar í þjettbýlum hjeruðum, er mönnum færð heit kjötmál- tíð með grænmeti". — Rússland Framh. af 1. síðu. Neyddu þeir þá til _þess að hörfa til fyrri varnarstöðva. — Suðaustur af Lomza halda her sveitir vorar áfram sókn sinni og hafa tekið yfir 80 bygð ból og auk þess járnbrautarskifti- stöðina í Malkinya. Ennfremur hafa þeir tekið járnbrautarstöð ina í Chervosny, sem er 13 km. suð-austur af Lomza. Norð- austur og austur af Prága var árásum óvinanna hrundið. —• Fyrsti úkrainski herinn heldur áfram sókn sinni að bænum Debica, en þar eru flugvjela- verksmiðjur. Annar iiraniski herinn tólc í dag borgina Vasluiþ sem er mikilvæg samgöngumiðstöð og hernaðarlega mikilvæg stöð milli ánna Sereth og Prutb. Hjelt herinn áfram sókn sinnt og tók meira en 150 býli. Þriðji úkraniski herinn held- ur áfram sókn sinni í áttina að borgunum Akkerman og Benderi. Báðar þessar borgir eru mikilvægar varnarstöðvar Þjóðverja við neðri Dniester. Á öðrum vígstöðvum vorn litlar breytingar. Gæfa fylgir trúlofunar- hringunum frá Sigurþór Hafnarstr. 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.