Morgunblaðið - 24.08.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.08.1944, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 24, ágúst 194-t Minningarkirkja á æsku- stöðvum sálmaskálds Eftir síra Arelíus Níelsson „EIN KIRKJAN ENN", sagði fólk og yppti öxlum, með lít- ilsvirðingu, þegar jeg mintist á það í vor á kvöldvöku Breið- firðingafjelagsins að reist yrði kirkja, sem yrði þjóðinni til sóma í framtíðinni á æsku- stöðvum Matthíasar Jochums- sonar. Jeg óskaði að hún yrði helg- uð minningu Þóru Einarsdótt- ur, móðir skáldsins og öðrum mæðrum breiðfirskum, sem gef ið ysrði til minningar um í bygg ingarsjóð kirkjunnar. Sennilega þarf mál þetta of- urlítillar skýringar, sem nú skal gefin í stuttu máli: Reykhólasveit skiptist alveg í tvo hluta sökum landslags. — Eru þeir Reykjanes og Innsveit. Svipaður mannfjöldi er í báð- um hlutum sveitarinnar, en fleiri bæir í Innsveit. Kirkjur tvær eru í sveitinni, á Stað og Reykhólum. Báðar á Reykjanesi. Staðarkirkja er nú orðin gömul og viðir fúnir. — Ekki er sennilegt, að hún verði byggð upp aftur. Veldur þar mestu, hve illa hún er í sveit sett, miðað við vegleysur þar er fara verður um langa leið þang að úr Þorskafirði. Enda ósk flestra, ef ekki allra,- sem hlut eiga að máli, að byggð verði kirkja í hennar stað í hinum kirkjulausa hluta sveitarinnar, Innsveit. Allt safnaðarlíf þar verður mjög í molum, vegna fjarlægð ar og vegleysa, sem nútímamað urinn fellir sig ekki við. Sumt fólk þaðan sækir þó kirkju að Reykhólum einu sinni á ári, en margt getur aldrei sótt guðs- þjónustu, einkum eldra fólk. En það þráir nú guðsþjónustur kirknanna manna mest. Eins er óhætt að fullyrða, að vaninn einn og ekkert annað, ásamt nauðsyninni getur sætt við þá gífurlegu örðugleika, sem jarðarfarir um svo ógreið- an veg til fjarlægrar kirkju, valda, einkum á vetrum. Nú hefir verið gjörð sam- þykkt á almennum safnaðar- fundi úr allri sveitinni um nýja sóknaskiptingu. Er þá Reykjanesið önnur sóknin, en Innsveit ásamt Þorskafirði hin sóknin. Með öðrum orðum. — Það stendur til, að söfnuður Innsveitar fari að byggja sjer kirkju í staðinn fyrir kirkjuna á Stað, sem er að verða ónot- hæf að ýmsu eða öllu leyti. — Gera mætti ráð fyrir, að ríkis- sjóður, sem á. Staðarkirkju, leggði eitthvað fram til nýju kirkjunnar. Um það er ekkert hægt að fullyrða ýmissa ástæðna vegna. Nú vil jeg spyrja, og sný máli mínu einkum til Breið- firðinga heima og heiman: Eru líkindi til að fátækur, fámenn ur söfnuður geti stuðningslaust byggt kirkju, sem sje alþjóð til sóma á æskustöðvum þess skálds, sem orti þjóðsönginn og Faðir andanna, þótt sleppt sje að minnast á fleiri snilldarverk Matthíasar, íslensku kirkjunni til handa? Þó efast jeg ekki um vilja safnaðarins til slíks afreks., En þótt hann gæti það. Væri það þjóðinni sómi? Naumast. Jeg á ekki við, að þarna yrði gerð stór kirkjá. Þess þarf ekki fyrir 150 manns í söfnuði, og þótt gera mætti ráð fyrir gestahópum að sumrinu. En þetta verður, jeg segi verður að vera kirkja, sem að svip og umhverfi ber blæ þeirr ar göfgi, dýrðar og gróandi, sem einkennir hugsjónir skálds ins, sem orti ,,Leiðslu". — Og jafnframt þeirrar hlýju og ást- úðar, sem móðirin fátæka í Skógum umvafði þennan ást- mög sinn. Og þótt margt fallegt og ynd islegt megi hugsa sjer til að helga minningu um bænarmál og ljóðaljóð slíkrar móður, held jeg að hún mundi einskis fremur óska sjer að liljublaði í minningarkransinn sinn, en einmitt guðshús, sem væri eitt af altof fáum listaverkum þeirar tegundar, sem unt væri að sýna komandi kynslóðum. Listaverk, sem. bæri vott um heilan hug, samtakamátt, ætt- jarðarást, tryggð við átthaga og ástvini, og þó sjerstaklega um þann skilning á göfugustu hugsjónum kærleiks og fegurð ar, sem þessi kynslóð á þó til í innstu innum sálnanna. Breiðfirðingar, ferðafjelög og íþróttamenn byggja sjer sæluhús og íþróttaskála á á- fangastöðum sínum, verið þið nú samtaka um að reisa guðs- hús, musteri til minningar um göfga ástvini á æskustöðvum eins mesta manns íslensku þjóð arinnar. Hafið þetta hús að á- fangastað. Fegrið það og um- hverfi þess, með öllum hugs- anlegum snilldarráðum. Kom- ið þangað til að vinna þau heit að reynast æskustöðvum og ættjörð sannir vormenn vax- andi menningar, hvar sem leið ykkar liggur eða starfssvið ykk ar er. Þótt nútíminn telji kannske lítilsvert og ótímabært að hugsa um slík mál, þá minnist þess, að í kirkjum fæddust flestar, ef ekki allar hugsjónirn ar, sem síðar urðu að bestu skólunum, vinsælustu sjúkra- húsunum, dýrðlegustu lista- verkunum. Látið þennan helgi dóm verða einingarafl og horn stein þeirra framkvæmda, sem blessa spor Breiðfirðingsins, hvar sem hann gengur, svo feg urstu bænir breiðfirskra mæðra megi margfalda bless- un til handa hverjum íslend- ingi. Arelíus Níelsson. ^^^^^^4^^^^i>^^94^^^^^^^^^>^>^i V •% X Tökum upp í dug: Amerískar vörur * Sporfblússurr margar legundir Leðurjakka Unglingabuxur Herra sundbuxur Dömuregnkápur (silki) Herra regnfrakka geysir h.f- Fatadeildin. •.»*,•*?***•*•***.*»•.»*...".•.*.**.**.•*.**•***•*•*%**»•*.**•**.•**•**•?.*•,•*,•*.*' Vörugeymsluvagnor I Höfum nokkur stykki af f jór-hjóluðum vöru- | geymsluvögnum fyrirliggjandi. Heildverslun Kristján (). Gíslason & Co. h.f. ^j-yiaóífur ^UJai/íoáóon Ga rðræktarrabb I. Flokkun og val kartaflna. Kartöflur eru víða orðnar allvel sprottnar hjer sunnan- lands við sjávarsíðuna. í norð- anverðu landinu og fram til dala og sumsstaðar í uppsveit- um, hafa aftur á móti nætur- frost gert talsverðan skaða. Sömuleiðis sjer sumsstaðar á kartöflugrasi í lægðum hjer ná lægt sjónum, því að kalda loft ið er þungt og leggst í lægðirn ar. En kartöflurnar halda tals- vert áfram að þroskast meðan stögnullinn og eitthvað af blöð um stendur eftir. — Athygli garðeigenda skal vakin á því, að síðar í haust verða sölukart öflur metnar og flokkaðar í þrjá flokka, úrvalsflokk, I. flokk og II. flokk, í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akureyri. í úrvalsflokki verða aðeins teg- undirnar Gullauga og rauð- bleikar íslenskar, ef þær eru heilbrigðar og vel með farnar. Verður verðið hæst á þeim. í I. flokk koma flestar aðrar kart- öflutegundir, ef þær eru góðar og óblandaðar. En blandaðar kartöflutegundir eða smágall- aðar lenda í II. flokki, ef þær eru söluhæfar til manneldis. — Um þetta hafa verið gefnar út reglur og er þar og ýmsar upp- lýsingar um flokkunina, að finna í litlu riti, nýlega út- komnu, sem „Kartöflur" nefn- ist. Útbýta búnaðarfjelög því ókeypis. Ættu garðeigendur, neytendur og þeir, sem versla með kartöflur, að kynna sjer þessi mál sem fyrst. II. Vágestur í kálgörðum. Ýmsir hafa orðið fyrir því, að fá æxlaveiki í kálgarða í sumar. Kálið hefir orðið mjög rýft eða jafnvel drepist og þeg ar það er tekið upp, sjást æxli eða stórar og ljótar vörtur, (ekki ósvipaðar ljelegum blóm kálshöfðum) á rótunum. Veld- ur sveppur veikinni og er hún bráðsmitandi og getur lifað 5 —6 ár í moldinni, þar sem Hún á annað borð er komin. Berst æxlaveikin mest með káljurt- um, sem fengnar eru úr sýkt- um reitum til gróðursetningar að vorinu. Er veikin í Vest- mannaeyjum, Vík í Mýrdal, Hveragerði, einkum í landi Fagrahvamms og garðyrkju- skólans og í gróðrarstöðinni hjer í Reykjavík. Má ekki selja káljurtir frá þessum stöðum. Ennfremur berst veikin með mold og einnig áburði undan gripum sem jetið hafa sjúkt kál eða rófur. Þeir, sem verða æxlaveiki varir í görðum sín- um, þurfa að grafa veiku jurt irnar upp með moldarkekki og brenna eða grafa djúpt nið- ur á öruggum stað. Káljurtir ætti svo ekki að rækta þar næstu fimm árin. Gefið gaum að vágesti þessum, svo að hann verði kveðinn niður, sem fyrst að fullu og öllu. Það er vel hægt, ef aðgæsla er viðhöfð í tæka tíð. Mest ábyrgð hvílir auðvitað á þeim, sem rækta kál til sölu og gróðursetningar víðs vegar að vorinu. Þeir verða að sýna fullan drengskap og dreifa ekki frá sjer káljurtum, ef æxlaveiki hefir orðið eða verður vart í reitum þeirra og görðum. Sótthreinsun reita er mjög vandasöm og grasblettur en ekki sýktur garður verður að vera umhverfis reitina. III. Ögn urn tómata. Borðið tómata, þeir eru holl ir og verðið lækkað, er sagt í blöðum og útvarpi. Tómatarnir íslensku eru dýrir og fjörefna- snauðir — hrópa aðrar raddir; kaupið heldur döðlur vestan frá Ameríku! Hverjum skal nú trúa? Auðvitað eiga sem flestir að borða tómata. Saman burðurinn sem gerður var í Ameríku á útitómötum og gróð urhúsatómötum er villandi og þarfnast skýringa. Það var seinna gerður samanburðiir á tómötum, sem ræktaðir voru úti sólríkasta tímann um há- sumarið og gróðurhúsatómöt- um, sem ræktaðir voru — ekki á sama tíma — heldur vor og haust, þegar birtan er miklu minni. Engin furða þótt þeir reyndust fjörefnasnauðari en hinir. Hjer á landi eru tómat- ar ræktaðir sólríkasta tímann, þegar bjart má heita dag og nótt. Þeir fá því mikla birtu, þótt hún auðvitað sje minni inni en úti á sama tíma. — Ann að atriði, sem að neytendum snýr er það, að þeim er ekki nógu Ijóst, að tómata ber að selja flokkaða í þrjá flokka. í. I. flokki skulu þeir vera stinn- ir, reglulegir í lögun og án yfirborðsgalla, með eðlilegum lit og þá ekki svo fullþroskaðir að þeir verði of meyrir innst. Stærð sem jöfnust 4—6 eða 6 ¦—7 cm. í þvermál. í. II. flokki mega þeir vera smærri og mis jafnari að stærð, óreglulegri að lit og lögun og með smá-yfir- borðsgalla. Athugið þetta, neyt endur, þegar þið kaupið tómata næst. Ingólfur Davíðsson. HJÍ TIL RÍBSMENSKU Hjón, sem geta tekið að sjer ráðsmensku á 20—30 kúa mjólkurbúi, geta fengið atvinnu nú þegar- Óskað er frekast eftir miðaldra hjónum. Góð íbúð er á staðnum. Uppl. í síma,.- 1792 kl. 6—8 næstu kvöld. '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.